Morgunblaðið - 24.10.2006, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 24.10.2006, Blaðsíða 27
en að vetri loknum fer að lyftast á mér brúnin og ég tel að við eigum að hafa alla möguleika, í ljósi þess að hér er farin að byggjast upp mikil reynsla í þyrludeildinni sem getur vonandi skilað sér til nýja fólks- ins. Ég lít því mjög björtum augum til framtíðar í þyrlubjörgunarmálum Íslend- inga.“ Skipulag enn í þróun Að sögn Geirþrúðar Alfreðsdóttur flug- rekstrarstjóra hefur gengið mjög vel að að- lagast breyttum aðstæðum eftir að varn- arliðsþyrlurnar fóru og unnt hefur verið að skipuleggja starfsemi þyrludeildar Gæsl- unnar með tilliti til hins nýja veruleika. „Skipulag starfseminnar er enn í þróun en öll samhæfing hefur gengið mjög vel. Í hverju björgunarflugi eru fimm manns í áhöfn að lækni meðtöldum. Núna eru ávallt tvær áhafnir á vakt en þó hefur ekki verið gengið frá samningi um tvöföldun lækna á vakt en það mál er enn í vinnslu.“ Geirþrúður bendir á að húsnæðismál Gæslunnar við Reykjavíkurflugvöll séu enn ekki í nægilega góðu lagi og þröngt sé um starfsfólkið. „En við erum að reyna allt sem í okkar valdi stendur til að bæta að- stöðuna.“ erminni að fá nýjar áhafnir Morgunblaðið/Eyþór naður íslenska ríkisins er ríflega 200 milljónir króna. Morgunblaðið/Eyþór gt er að þjálfa vel nýjan mannskap á þyrluna og fara að öllu með gát. ur var þyrlusveit slunnar eins og ein lda en nú er hún orðin alt stærri deild. r nýir koma inn ni er þörf. á þjálfunaraðstöðu og flughermi tafið þjálfunarferlið dálítið. „En llt á réttri braut,“ bendir hann á. nn ekki sjá fram á skort á þyrlu- um á Íslandi enda hafi það sýnt fsemi þyrlusveitarinnar hafi vak- ikinn áhuga hjá ungu fólki að fi lagt á sig þyrlunám. hafnarmeðlimir þurfa að vera hvora þyrlugerð fyrir sig, stærri TF-LIF af Super Puma gerð, og TF-SIF af Dauphin gerð. nýju flugmenn Gæslunnar eru nn og segir Benóný að næsti vet- rlítið vandasamur „því við erum plega mikið af nýju fólki og fjór- sem ekki eru allar nákvæmlega nar,“ segir hann. „Á vetri kom- fólk að fara afskaplega gætilega MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 2006 27 Íslensk stjórnvöldhafa um áratugaskeið lagt um-talsvert fjármagní landkynningu. Slík kynning hefur þann tvíþætta tilgang að byggja upp ímynd Ís- lands og koma landinu sem áhugaverðu ferða- mannalandi á framfæri við almenning erlendis. Ferðamálastofa hefur að mestu séð um skipu- lagningu þessara kynn- ingarmála og seinustu árin hefur í auknum mæli verið lögð áhersla á skipulegt samstarf við fyrirtæki á sviði ferða- þjónustu, verslunar og matvælaframleiðslu. Þannig er unnið að því að sameina kraftana og samræma þann boðskap sem við viljum koma á framfæri. Landkynningarstarf er enn frekar áríðandi nú þegar blásið hefur verið til hvalveiða Íslendinga. Ferða- þjónustan er sterk atvinnugrein en hún stendur í mikilli samkeppni. Við erum í samkeppni við önnur lönd og erlend fyrirtæki um athyglina og við þurfum að leita allra leiða til að standa okkur í þeirri samkeppni. Ég hef fulla trú á að við getum áfram vænst þess að erlendar þjóðir hafi áhuga á að heimsækja okkur hér eft- ir sem hingað til. Færa má ýmis rök fyrir því að yf- irvöld leggi fjármagn í landkynningu. Alþjóðleg samkeppni eykst og okkur er lífsnauðsynlegt að tefla sem mest fram jákvæðri ímynd lands og þjóð- ar. Í samskiptum þjóða, ekki síst á sviði ferðamála og verslunar, felast efnahagsleg verð- mæti. Þekking meðal erlendra þjóða á land- inu og þau samskipti sem hún getur leitt af sér verða seint verða metin til fjár. Við myndum hins vegar strax finna fyrir því ef eitthvað vantaði uppá í þeim efnum. Árið 2001 var stofn- að til samstarfsins Iceland Naturally í Norður-Ameríku. Markmið þess er al- menn kynning á því sem Ísland hefur uppá að bjóða og er þar bæði teflt fram nátt- úru landsins og ekki síður góðri þjónustu og viðurgjörningi við hinn erlenda ferða- mann. Með Ferða- málastofu í þessu verkefni starfa fulltrú- ar ferðaþjónustufyrirtækja og mat- vælaframleiðenda. Eftir góða reynslu af þessu fyrirkomulagi í Norður- Ameríku var ákveðið að halda því áfram. Jafnframt er nú blásið til hlið- stæðrar sóknar í Evrópu. Verkefnið er þegar komið í gang í Þýskalandi og Bretlandi og verður gangsett í Frakklandi í nóvember. Áður en Iceland Naturally verk- efninu var hleypt af stokkunum í Bandaríkjunum fór fram viðhorfs- könnun og síðan aftur í ár eftir fimm ára starf. Könnunin sýndi ótvírætt aukinn áhuga í Ameríku fyrir Íslandi og íslenskum málefnum. Í fyrri könnun höfðu um 13% áhuga á að ferðast til landsins en í ár var þessi tala komin í 18% og um leið hafði fækkað úr 55% í 35% þeim sem töldu ólíklegt að þeir myndu ferðast til Ís- lands. Einnig kom fram að þeim hefur fækkað sem tengja ís, snjó og kulda við landið úr 62% í 52% og þeim fjölgað sem finnst landið áhugavert vegna náttúru eða menningar. Í fyrri könnun höfðu 12% áhuga á landinu fyrir sakir náttúru þess en í ár voru þeir orðnir 29%. Þá hefur þeim fækkað úr 44% í 17% sem töldu Ís- land lítið höfða til sín. Fleiri ferðamenn vor og haust Allt þetta markaðs- og kynning- arstarf hefur því borið árangur. Hingað koma fleiri ferðamenn. Æski- legt væri hins vegar að geta stýrt aukningunni inná vorið og haustið. Yfir háannatímann höfum við ekki undan og getum því varla bætt við okkur þar nema með meiri fjárfest- ingum. Fjárfestingin er hins vegar ekki nærri fullnýtt að hausti, vetri og vori. Þar eigum við sóknarmöguleika og þá eigum við að nýta. Ferðamenn vilja líka heimsækja okkur þegar myrkur grúfir yfir og norðurljósin njóta sín og þeir vilja líka upplifa vá- lynd veður og þá reynslu sem óblíð náttúra getur stundum sýnt af sér. Í lokin vil ég minna á að við hugs- um ekki of þröngt í þessum efnum. Allt markaðs- og kynningarstarf kemur öllum til góða. Og þótt stjórn- völd leggi fram stærstan skerf til að standa straum að þessum kostnaði er mikilvægt að fyrirtæki í ferðaþjón- ustu og öðrum greinum sem sinna erlendum ferðamönnum eins og menningarstofnanir leggi einnig fram sinn skerf. Með sameinuðu átaki margföldum við áhrifin og náum lengra. Náum lengra með sameinuðu átaki Eftir Sturlu Böðvarsson Sturla Böðvarsson » Í samskiptumþjóða, ekki síst á sviði ferða- mála og verslun- ar, felast efna- hagsleg verðmæti. Höfundur er samgönguráðherra. Niðurstöður viðamikillarrannsóknar um launa-myndun og kynbundinnlaunamun sem Capacent vann fyrir félagsmálaráðuneytið benda til stöðnunar í launajafnrétt- ismálum og þess að kynbundinn launamunur sé tæplega 16% á Íslandi. Þessar niðurstöður hljóta að vekja okkur öll til umhugsunar. Fyrir 45 árum samþykktu alþing- ismenn lög um launa- jöfnuð kvenna og karla, þar sem kveðið var á um að á árunum 1962–1967 skyldu laun kvenna hækka til jafns við laun karla fyrir sömu störf. Í greinargerð sem fylgdi frumvarpinu sagði m.a. að baráttan fyrir jöfnum launum kvenna og karla væri ekki einvörðungu kjarabarátta af hálfu kvenna, heldur engu að síður barátta fyrir full- komlega jöfnum mann- réttindum og að augljóst væri að launajöfnuður yrði ekki tryggður á ann- an hátt hér á landi en með löggjöf. Ég er sannfærður um að forvera mína á Al- þingi hefur ekki órað fyrir því að lögin sem þeir samþykktu árið 1961 og þau lög sem síð- ar hafa verið sett um jafna stöðu kvenna og karla hefðu ekki meiri áhrif en raun ber vitni. En eru breytingar í sjónmáli nú? Hin nýja rannsókn sem félagsmálaráðu- neytið lét vinna sýnir að umtalsverðar breytingar hafa orðið á starfsum- hverfi og starfsháttum, vinnutíma og viðhorfi kynjanna á síðasta áratug og vísbendingar eru um að frekari breyt- ingar séu í sjónmáli meðal þeirra kyn- slóða sem nú eru að hasla sér völl á vinnumarkaði hér á landi. Konur virð- ast duglegri að sækjast eftir stöðu- hækkunum og stjórnendur mun lík- legri en áður til að hvetja konur til þess að sýna frumkvæði í starfi og koma fram fyrir hönd fyrirtækisins. Þessi jákvæða þróun virðist þó ekki skila sér í launaumslagið. Það er áhyggjuefni. Fram kemur í rannsókninni að áhrif fjölskylduaðstæðna og hjúskap- arstöðu hafi gjörbreyst. Þá er það samdóma álit meirihluta þeirra sem tóku þátt í könnuninni að nýlegar breytingar á fæðingarorlofslögum hafi bætt stöðu kvenna á vinnumarkaði til muna. Það er ánægju- efni. Fyrir liggur að önnur lönd horfa til þessarar löggjafar sem tækis til þess að styrkja jafnrétti kynjanna á vinnu- markaði og að því er varðar fjölskyldu- ábyrgð. Félagsmála- ráðuneytið og Jafn- réttisstofa vinna nú að ítarlegri athugun á framkvæmd laga um foreldra- og fæðing- arorlof og áhrifum þeirra á samfélagið. Við verðum að beita slíkum vinnubrögðum í auknum mæli ætlum við að hafa raunveru- leg áhrif. Lögin um jafnan rétt og jafna stöðu kvenna og karla hafa þróast mjög á þeim þrjátíu árum sem þau hafa verið í gildi en þau hafa verið endurskoðuð á árunum 1985, 1991 og 2000. Gildandi lög leggja skýrt bann við mismunun í launa- kjörum en þau lög sæta nú endur- skoðun í þverpólitískri nefnd undir forystu Guðrúnar Erlendsdóttur, fyrrverandi hæstaréttardómara, sem m.a. mun nú nýta sér niðurstöður hinnar nýju rannsóknar. Stefna stjórnvalda hefur verið skýr um áratuga skeið. Við viljum útrýma kynbundnum launamun þar sem störf kvenna og karla eiga að vera metin eftir sömu viðmiðum. Þessi stefna kemur skýrt fram í lögum sem virðast þó ekki vera virt. Stjórnvöld hafa jafn- framt beitt sér fyrir ýmsum verk- efnum á þessu sviði og hvatningu til fyrirtækja og stofnana. Það virðist ekki hafa skilað tilætluðum árangri að því er varðar kynbundinn launamun. Við eigum að líta á rannsóknarnið- urstöðurnar nú sem mikilvæga hvatn- ingu óháð stjórnmálaskoðunum og óháð því hvort við erum fulltrúar hins opinbera eða einkamarkaðarins. Ég vil ekki skorast undan minni ábyrgð enda þótt mér virðist ljóst að tæki til breytinga liggi fyrst og fremst hjá þeim sem taka launaákvarðanir, hvort sem er á almennum vinnumarkaði eða hjá hinu opinbera. Þeir sem taka ákvarðanir um laun þurfa einfaldega að tryggja að sömu viðmið liggi að baki ákvörðunum varðandi laun kvenna og karla á íslenskum vinnu- markaði eins og jafnréttislögin kveða á um að gert skuli. Ég mun nú þegar kalla aðila vinnu- markaðarins til samstarfs við stjórn- völd, bæði atvinnurekendur og stétt- arfélög. Ég hef tekið málið upp í ríkisstjórn og lagt áherslu á að ég ætl- ast til þess að hið opinbera sýni gott fordæmi. Nýjum kjarasamningum var ætlað að auka gagnsæi m.a. til þess að stuðla að launajafnrétti. Ég vil sjá það gerast í raun. Ég hef jafnframt ákveð- ið að kalla til liðs við mig hóp fólks á ýmsum sviðum samfélagsins sem hef- ur þekkingu til að takast á við kyn- bundna mismunun á vinnumarkaði. Ég vil tryggja að öll verkfæri sem hugsanlega mega nýtast séu í notkun. Það er ekki eftir neinu að bíða. Markmið okkar allra er einfalt: að tryggja launajafnrétti kvenna og karla á íslenskum vinnumarkaði. Hvernig getum við haft raunveru- leg áhrif á launamun kynjanna? Eftir Magnús Stefánsson Magnús Stefánsson » Við viljum út-rýma kyn- bundnum launa- mun þar sem störf kvenna og karla eiga að vera metin eftir sömu viðmiðum. Höfundur er félagsmálaráðherra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.