Morgunblaðið - 24.10.2006, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.10.2006, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● HEILDARVIÐSKIPTI í Kauphöll Ís- lands í gær námu liðlega 11,1 millj- arði króna. Þar af voru viðskipti með hlutabréf fyrir 8,8 milljarða. Mest viðskipti voru með hlutabréf Glitnis banka í gær, eða fyrir tæplega 2,9 milljarða króna og hækkaði gengi þeirra um 3,1%. Bréf Trygg- ingamiðstöðvarinnar hækkuðu hins vegar mest í gær, en þau hækkuðu um 5,0%. Bréf Flögu lækkuðu mest, um 1,2%. Mest viðskipti með bréf Glitnis banka bókhaldi Ford síðastliðin fimm ár vegna rangra færslna. Alan R. Mulally, sem tók við starfi forstjóra Ford fyrir þremur vikum, en hann var áður framkvæmdastjóri hjá Boeing, segir afkomu fyrirtæk- isins algjörlega óviðunandi. Hefur NYT eftir honum að framundan sé mikil vinna við að endurskipuleggja reksturinn, en það verði þó ekki gert með samruna við annan bílafram- leiðanda. Mikill niðurskurður er framundan hjá Ford og er ætlunin að loka nokkrum bílaverksmiðjum fyrirtæk- isins á næstunni. BANDARÍSKI bílaframleiðandinn Ford tapaði 5,8 milljörðum Banda- ríkjadala á þriðja fjórðungi þessa árs. Þetta svarar til um 400 milljarða íslenskra króna. Þetta er versta af- koma félagsins á einum fjórðungi í 14 ár, að því er fram kemur í frétt á fréttavef New York Times. Í fréttinni segir að meginástæðan fyrir slakri afkomu félagsins á fjórð- ungnum sé samdráttur í bílasölu og mikill kostnaður við umbætur í rekstrinum. Þá segir í fréttinni að áætlanir geri ráð fyrir enn verri af- komu á fjórða fjórðungi ársins. Auk þess þurfi að leiðrétta tekjuliðinn í Ford tapar 400 milljörðum króna ÞAÐ stenst ekki að olíufélögin hafi ekki haft ávinning af samráði sínu. Þetta segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, í tilefni af frétt Morgunblaðsins frá því á laugardag. Þar var sagt frá því að dómkvaddir matsmenn í máli Kers, sem var áður móð- urfélag Olíufélagsins, á hendur eft- irlitinu, hefðu komist að þeirri nið- urstöðu að samkeppnisyfirvöld hefðu gefið sér rangar forsendur í útreikningum sínum á ávinningi ol- íufélaganna af samráði sín á milli. Jafnvel enginn ávinningur Í niðurstöðu áfrýjunarnefndar samkeppnismála frá því fyrir um tveimur árum kom fram að ávinn- ingur Kers af samráði olíufélag- anna á árunum 1996 til 2001 hefði verið 2.750 milljónir króna. Ker höfðaði mál gegn samkeppnisyf- irvöldum vegna niðurstöðunnar og var dómkvöddum matsmönnum falið að meta ávinninginn. Þeirra niðurstaða er að ávinningur Kers sé ekki meiri en 1.314 milljónir króna og jafnvel enginn. „Við höfum enn ekki fengið af- hent mat dómkvöddu matsmann- anna, þannig að við höfum ekki haft tækifæri til að kynna okkur forsendur þess,“ segir Páll Gunn- ar. „Ég get því ekki tjáð mig um það. En samkvæmt ákvörðun sam- keppnisyfirvalda liggur fyrir í mál- inu mjög alvarlegt brot á sam- keppnislögum, þar sem staðreynt er samráð um verðlagningu, sam- ráð um gerð tilboða og samráð um markaðsskiptingu. Og jafnframt samráð um aðgerðir til að auka álagningu og bæta framlegð fyr- irtækjanna. Í gögnum málsins ligg- ur fyrir eindreginn vilji olíufélag- anna og ásetningur þeirra um að ná út úr þessu samráði ávinningi fyrir félögin. Þess vegna getur það ekki staðist í okkar huga að ekki hafi orðið ávinningur af þessu samráði.“ Páll Gunnar segir að samkeppn- isyfirvöld séu opinber aðili sem hafi það hlutverk að fara ofan í saumana á málum eins og meintu samráði. Samkeppnisstofnun, sam- keppnisráð og áfrýjunarnefnd samkeppnismála hafi haft tækifæri til að fá yfirsýn yfir þetta mál og meta það í heild sinni. „Niðurstaða þessara samkeppnisyfirvalda stendur óhögguð,“ segir Páll Gunnar. Niðurstaðan stendur óhögguð Morgunblaðið/Ómar Eindreginn vilji Páll Gunnar Pálsson segir að fyrir liggi eindreginn vilji olíufélaganna og ásetningur um að ná ávinningi út úr samráði sínu. Samkeppniseftirlitið hefur enn ekki feng- ið álit matsmanna Skilling fær 24 ár í fangelsi JEFFREY Skilling, fyrrverandi for- stjóri bandaríska orkusölufyrirtæk- isins Enron, fékk í gær 24 ára og fjögurra mánaða fangelsisdóm fyrir þátt sinn í margvíslegri svikastarf- semi í rekstri stórfyrirtækisins. Skilling var í maímánuði síðast- liðnum dæmdur sekur um að bera meginábyrgð á gjaldþroti Enron ár- ið 2001, ásamt hinum forstjóra fyr- irtækisins, Kennert Lay, sem lést af völdum hjartaáfalls í júlímánuði. Samnefnari fyrir græðgi Enron-málið er eitt mesta hneykslismál bandarískrar fjár- málasögu. Stjórnendur fyrirtækis- ins, endurskoðendur þess og lög- menn hjálpuðust að við að fela fyrir fjárfestum og bandaríska fjármála- eftirlitinu hver raunveruleg staða fyrirtækisins var, en það var skráð á hlutabréfamarkað í Bandaríkjunum. Reynt var að fela skuldir að fjárhæð um 40 milljarða dollara, eða um 2.800 milljarða króna. Hefur Enron-málið orðið að eins konar samnefnara fyrir græðgi og óheiðarleika í stjórnun fyrirtækja. Það hefur hins vegar leitt til margvíslegra lagasetninga í Bandaríkjunum sem er ætlað að girða fyrir afbrot af þessu tagi. Dómurinn yfir Skillng, sem er 52 ára að aldri, er sá þyngsti sem kveð- inn hefur verið upp yfir fyrrverandi yfirstjórnendum Enron. Fyrrver- andi fjármálastjóri fyrirtækisins, Andrew Fastow, hlaut fyrir nokkru sex ára dóm, en tekið var tillit til þess að hann aðstoðaði saksóknara við að sakfella Skilling, og fékk hann vægari dóm fyrir vikið. Skilling neit- aði því allan tímann að eiga sök á fjármálamisferlinu hjá Enron. Reuters Dómur Jeffrey Skilling ásamt verj- anda sínum, Daniel Petrocelli.  !   "   ! 2   .   12 /1 . 34   +, +--. /0 1&  1 )8 ,&9 &-% )!-8 &-% ) " &9 &-% ), &9 &-%  "" ,6 &9 &-% : ;  &-% $3&9 &-% 9!  &; "&-% / . &; "&-% 3 (; "&'! (&-% 2 !&-% 2  8&$  &-% <+$&) ! 8&< !*  * 5 # &$ -%;%&-% = &-% 2 (0 3  >? &-% $!  &9 &-% @8! (8&9 &-% AB &-% C D  *# 6# &-% E ! 6# &-% 4 (   5 !  -7! &&# ! (&,-%     @F>G  "&  1 1* 1 **1 1 1* 1 *1 1 1 1 1 1 1 1 1 *1 1 1 1 1                                                               !( 5 ,#"  (   C!; #&4&! "&( H &&/ &&&&&&& ! % %  %% % %  %% %% %%   % % % %  % %%%  % %  %   %%  % %  % % %  %   % %  % % % % % % % 5 5 %%                                          5  5 5  E#" &4&" * )C %&I&)  !  $6!( ,#"          5 5  4#  ,#"%, # A ( J K<& (* (* 31 31 L L $C> :)M ( (* 31 31 L L F)F& N2M& ""% ( ( 31 31 L L N2M&/6- A"" * ( 31 31 L L @F>M& : O&P  ( ( 31 31 L L ● STEFÁN Svav- arsson hefur ver- ið ráðinn í starf aðalendurskoð- anda Seðlabanka Íslands. Hann mun hefja störf hinn 1. nóvember næstkomandi. Í tilkynningu frá Seðlabankanum segir að samkvæmt lögum ráði bankaráð aðalendurskoðanda bank- ans og að hann heyri undir það. Stefán hefur undanfarið gegnt dósentsstöðu við Háskólann í Reykjavík, en var áður dósent við Há- skóla Íslands. Í tilkynningunni segir að Stefán þekki vel til starfsemi Seðlabankans því hann hafi um langt árabil verið ráðherraskipaður ytri endurskoðandi bankans á grundvelli fyrri laga um bankann. Stefán ráðinn aðal- endurskoðandi SÍ Stefán Svavarsson ● VELTUAUKNING í dagvöruverslun í síðasta mánuði var heldur minni en að meðaltali síðustu mánuðina þar á undan. Þetta eru niðurstöður úr mælingu smásöluvísitölunnar, að því er fram kemur í tilkynningu frá Rann- sóknarsetri verslunarinnar á Bifröst. Í tilkynningunni segir að veltan í dagvöruversluninni hafi verið 3,5% meiri í september síðastliðnum mið- að við sama mánuð í fyrra á föstu verðlagi, og 16,2% hærri ef miðað er við hlaupandi verðlag. Þá segir í tilkynningunni að þó enn sé veltuaukning á milli ára virðist samt smám saman draga úr kaup- gleðinni meðal landsmanna, sem megi túlka sem minnkun á þenslu. Sé horft til þriggja mánaða með- altals sé vöxtur í dagvöruverslun á milli ára 3,8% á föstu verðlagi, en þegar mest var á miðju síðasta ári hafi vöxturinn verið 12,4%. Minni kaupgleði ● GREININGARDEILD KB banka spá- ir því að vísitala neysluverðs muni hækka um 0,1% á milli október og nóvember. Gangi spáin eftir mun 12 mánaða verðbólga hækka úr 7,2% í október í 7,4% í nóvember. Verðbólg- an minnkaði hins vegar úr 7,6% í 7,2% á milli september og október. Í sérritinu Verðbólguspá nóvember 2006, segir greiningardeildin að fasteignaverð leggi mest til hækk- unar á vísitölunnar í nóvember en lækkun eldsneytisverðs vegi á móti. Deildin spáir því að 12 mánaða verðbólga haldist há fram í mars á næsta ári en þá lækki hún skarpt. KB banki spáir aukinni verðbólgu í nóvember

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.