Morgunblaðið - 24.10.2006, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.10.2006, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT PANAMAMENN samþykktu í þjóð- aratkvæðagreiðslu á sunnudag áform um að stækka Panama- skurðinn. Yfir 78% kjósendanna voru hlynnt stækkuninni og tæp 22% á móti. Kjörsókn var um 40%. Árið 1934 var gert ráð fyrir því að skurðurinn gæti árlega annað 80 milljón tonna umferð. Um skurðinn fóru í fyrra ríflega fjórtán þúsund skip, sem samtals báru um 280 milljónir tonna af varningi, en frá opnun hans árið 1914 hafa um 850.000 skip farið um hann. Talið er að nýting á skurðinum sé nú á bilinu 95–100%. > ( &Q%&F  &-D  &"* 6&78 9       7 &   +- ":*() &   * &   );+     #$ % &   8 (    <  &*&!  &&*&;  & &*&(         &-D  &, & !- =( A # & !& # # # &,# #&" * " *& 4& B&        &"& !  &9  5, &   &, & &",4 * 4& !-&" " #  & &-D!! &L& -& !- % L&,  &4& !- &"* &- & 6#,  % 6:>3#?:@34:6 #3>A > '&"   *& &. & !-& !& #&" * " *&- & *& & #&9  5,  $  5 6 7 F ! ' (    "   ) & * )#  #& B &  R &, # &,#&. #&  & & !  !# *&, # &; D & !& # R &, #& #&! & R &"*&*&" # %&$ *",R*( & #&-  && R & & &.*&& #&!" & #&  !    AB &"   AB &"   !  !# &4&&9  5,  &F &F!; &, # (B"#& &; ""# @ !   &,#&/D 5  -#&; ""#& &(B"# / & '*    (  + * 5 6 7 89:89;66<= :89 6>  9?   ; 5 < ; @ Stækkun samþykkt Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is FJÖLDI frammámanna víðsvegar að úr heimi minntist þess með Ung- verjum í Búdapest í gær, að þá voru 50 ár liðin frá uppreisn þeirra gegn einræði kommúnista og Sovétmanna árið 1956. „1956 er eins og skuggsjá, sem sýnir okkur hver við erum,“ sagði Ferenc Gyurcsany, forsætis- ráðherra Ungverjalands, en mikil átök í stjórnmálum landsins vörpuðu nokkrum skugga á athöfnina. Minningarathöfnin hófst með her- sýningu og með því, að þjóðfáninn var dreginn að hún fyrir utan þing- húsið. Að því búnu lögðu erlendir gestir eina hvíta rós við stall minn- ismerkis um uppreisnina á Kossuth- torgi. Voru þeir síðar viðstaddir þingfund þar sem „Búdapest 1956- frelsisyfirlýsingin“ var samþykkt. Uppreisnin í Ungverjalandi hófst 23. október með friðsamlegri mót- mælagöngu námsmanna en hún varð til þess, að menntamenn og allur al- menningur tóku höndum saman og kröfðust frelsis. Snerust mótmælin upp í vopnaða baráttu, sem sovéskir skriðdrekar bældu loks niður 4. nóv- ember. Lágu þá að minnsta kosti 2.800 Ungverjar í valnum og um 200.000 manns flýðu til Vesturlanda. Margir Ungverjar efast um sið- ferðilegan rétt Sósíalistaflokksins, sem nú er við stjórnvölinn, til að stýra minningarathöfnum um upp- reisnina og líta á hann sem arftaka kommúnistaflokksins þótt undir öðr- um formerkjum sé. Þá skiptir það líka máli, að fyrir skömmu var birt upptaka af lokuðum fundi sósíalista í vor þar sem Gyurcsany sagði, að hann og aðrir frammámenn í flokkn- um hefðu logið að kjósendum um ástandið í efnahagsmálunum. Einingin ekki til staðar Af þessum sökum ákvað hægri- flokkurinn Fidesz, langstærsti flokk- ur stjórnarandstöðunnar, að hunsa allar athafnir þar sem Gyurcsany yrði viðstaddur. Gærdagurinn var því ekki sá einingardagur með Ung- verjum, sem Laszlo Solyom, forseti landsins, hafði hvatt til. Fulltrúar 56 ríkja voru við minn- ingarathafnir í Búdapest í gær en þá átti meðal annars að vígja nýtt minn- ismerki á staðnum þar sem borg- arbúar steyptu styttunni af Stalín í október 1956. AP Tímamót Heiðursverðir með fána, sem tengjast ungverskri sögu, við minningarathöfn við Óperuhúsið í Búdapest. Minntust fallinna í uppreisninni 1956 Í HNOTSKURN » Leyniræða Krústsjovs1956 um grimmdarverk Stalíns varð til að ýta undir kröfur um frelsi í A-Evrópu. » Hetja Ungverja er ImreNagy, forsætisráðherra uppreisnarstjórnarinnar. Hann var tekinn af lífi. » Uppreisnin olli því aðmargir sósíalistar á Vest- urlöndum hurfu frá stuðningi við Sovétstjórnina. Bagdad. AP, AFP. | Fimm bandarískir hermenn og 17 nýliðar í írösku lög- reglunni féllu í gær í Bagdad á síð- asta degi Ramadan-hátíðarinnar meðal múslíma. Í Bandaríkjunum aukast kröfur um, að annaðhvort verði breytt um stefnu í stríðinu við skæruliða eða farið að huga að brott- flutningi bandaríska herliðsins. Áttatíu og fimm Bandaríkjamenn hafa fallið í þessum mánuði, sem ekki er liðinn, og í það stefnir, að hann verði einn sá blóðugasti frá upphafi. Í Bagdad eru um 15.000 bandarísk- ir hermenn en til- raunir þeirra til að auka gæslu virðast ekki hafa breytt neinu um ofbeldið. Þingkosningar eru í Bandaríkj- unum eftir hálfan mánuð og demókratar og sumir repúblikanar krefjast þess, að tekn- ar verði upp nýjar aðferðir í barátt- unni við skæruliða. Átti George W. Bush forseti fund með háttsettum hershöfðingjum Bandaríkjahers í Mið-Austurlöndum á laugardag en litlar fréttir hafa farið af honum. Baðst afsökunar Alberto Fernandez, yfirmaður al- mannatengsla fyrir Mið-Austurlönd nær í bandaríska utanríkisráðneyt- inu, baðst um helgina afsökunar á því að hafa sagt í viðtali við sjón- varpsstöðina Al-Jazeera, að líklega myndi sagan sýna, að Bandaríkja- menn hefðu sýnt „hroka og heimsku“ í Írak. Sagði hann, að sér hefðu orðið á mistök en hafði þó áður varið ummæli sín. CBS-sjónvarpsstöðin sagði í fyrradag, að á síðasta ári hefðu starfsmenn íraska varnarmálaráðu- neytisins stolið meira en hálfum milljarði dollara, sem átt hefðu að fara í stríðið við skæruliða. Nú væru þeir flestir flúnir úr landi. Október einn blóðugasti mánuður- inn fyrir Bandaríkjamenn í Írak George W. Bush London. AP. | Allnokkuð hefur dregið úr vinsældum David Camerons, leið- toga breska Íhaldsflokksins, sam- kvæmt nýrri könnun. Er ástæðan sögð sú meðal annars, að kjósendur, sem áður voru á báðum áttum, hafi nú gert upp hug sinn. Í könnun Ipsos Mori fyrir Financ- ial Times var 31% ánægt með Camer- on en 33% óánægð. Snemma í sept- ember höfðu þeir, sem voru ánægðir með hann, 14 prósentustig umfram þá óánægðu. Í sömu könnun kemur fram, að aðeins 20% eru ánægð með Tony Blair forsætisráðherra. Cameron í mótbyr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.