Morgunblaðið - 24.10.2006, Blaðsíða 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
fólk
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
STELPUR ELSKA
ÁSTARLJÓÐ
HVAÐ RÍMAR VIÐ
„MAURAÆTA“?
AULI
AF HVERJU
ERU ÞIÐ
SVONA
HRÆDDIR
Á SVIPINN?
VIÐ ERUM
HRÆDDIR VIÐ
FRAMTÍÐINA!
HAFIÐ ÞIÐ
ÁHYGGJUR AF
EINHVERJU
SÉRSTÖKU?
NEI... VIÐ
HÖFUM
ÁHYGGJUR
AF ÖLLU!
ÞETTA ERU FREKAR
ALMENNAR ÁHYGGJUR
HÁDEGISMATUR ER
UPPÁHALDS MÁLTÍÐIN MÍN.
OG Í DAG ER HÚN
SÉRTAKARI EN VENJULEGA
UNDANFARNA
DAGA HEF ÉG
VERIÐ AÐ DREPA
FLUGUR OG SETJA
ÞÆR Í KRUKKU
Í DAG VAR ÉG LOKSINS
KOMINN MEÐ NÓG TIL ÞESS
AÐ KREMJA ÞÆR MEÐ SKEIÐ
OG BÚA TIL MAUK
ÉG KALLA
ÞAÐ „PÖDDU
SMJÖR.“
VILTU
SMAKKA?
HVERNIG
ER ÞAÐ,
ÁTTU
EINHVERJA
VINI
KALVIN?
ÞAÐ ER EKKI BÚIÐ
AÐ VERA NÓGU MIKIÐ
AÐ GERA HJÁ OKKUR
UNDANFARIÐ
EN ÉG ER VISS UM
AÐ ÞAÐ Á EKKI EFTIR
AÐ LÍÐA LANGUR TÍMI
ÁÐUR EN VIÐ DETTUM
Í LUKKUPOTTINN
MAÐURINN
MINN VAR
VANUR AÐ HORFA
SVONA Á MIG
OG HVAÐ
GERÐIST?
SPURÐU HANN,
ÞETTA ER
MAÐURINN
MINN
ÞAÐ ER ALLT TILBÚIÐ
FYRIR VEISLUNA HANS
LÚLLA, RAJIV
GOTT ÞAÐ ER ERFITT AÐ TRÚA ÞVÍ
AÐ HANN SÉ Á LEIÐINNI TIL ÍRAK.
EN ÉG ER BÚINN AÐ ÁTTA MIG Á
ÞVÍ AÐ ÞAÐ ER MIKLU FLEIRA
FÓLK AÐ FARA EN ÉG HÉLT!
AF HVERJU
SEGIRÐU
ÞAÐ?
Í BAKARÍINU VORU
HELLINGUR AF KÖKUM Í
LAGINU EINS OG HERBÍLL
ÉG
SKIL
M.J. HRAPAR Í ÁTT AÐ GÓLFINU...
NÁÐI ÞÉR!
ÞARNA
SKALL
HURÐ
NÆRRI
HÆLUM
ÉG MUNDI ALDREI LÁTA
NEITT KOMA FYRIR
KONUNA SEM ÉG ELSKA
HEYRÐIR
ÞÚ
ÞETTA?
HANN SAGÐI AÐ
HANN ELSKAÐI
HANA
SKEIFAN 3E-F · SÍMI 581-2333 · FAX 568-0215 · WWW.RAFVER.IS
99,99% hreinlæti
Fjögra þrepa hreinsun á lofti
Engir ryksugupokar
Hepa 12 loftsía
Fjórföld síun á lofti skilar
því tandurhreinu út í
andrúmsloftið
Vatni með óhreinindum
hellt úr fötunni
DS 5500
■ Afl: 1400 W
Sagnfræðingafélagið stendurfyrir röð fyrirlestra í vetur. Ídag, þriðjudag, mun ÁrniDaníel Júlíusson, doktor í
sagnfræði, flytja erindi í fyrirlestr-
arsal Þjóðminjasafnsins kl. 12:05.
Fyrirlesturinn ber yfirskriftina Hin
þrjú andlit Klíó: Átökin í sagnfræð-
inni.
„Fyrirlesturinn fjallar um þann
fræðilega klofning sem er meðal
sagnfræðinga um grundvallarviðmið í
rannsóknum á sagnfræði,“ útskýrir
Árni. „Mikil átök hafa verið um sagn-
fræðirannsóknir síðustu 25 ár á Ís-
landi og enn lengur í Evrópu og tak-
ast þar á þrjú grundvallarviðmið.“
Elst þessara viðmiða er empírísk
sagnfræði: „Hún kemur fram á 19.
öld og er iðulega kennd við þýska
sagnfræðinginn Ranke. Hann gerði
þá kröfu að sagnfræði væri vísindaleg
að því leyti að mikið var lagt upp úr
að sannreyna heimildagildi heimilda,“
segir Árni. „Sagnfræðingar af þess-
um skóla eru tregir til að nota kenn-
ingar í sagnfræði, eða bera saman
einstök lönd. Empírísk sagnfræði var
ríkjandi langt fram á 20. öld og
fjallaði mikið um þjóðarsögu, stjórn-
málasögu og persónusögu stór-
menna.“
Árni nefnir þann galla á empírískri
sagnfræði að henni hættir til að velja
sér þröngt sjónarhorn: „Dæmi þar
um er hin íslenska sagnfræði Jónasar
frá Hriflu sem fjallar um atburði á Ís-
landi úr samhengi við atburði ann-
arsstaðar í heiminum á sama tíma.
Þannig getur hann látið einok-
unarverslunina virðast einstakt ólán í
íslenskri sögu á meðan raunin er sú
að einokunarverslun og viðskiptahöft
af sama toga voru stunduð víðast
hvar um lönd.“
Félagsvísindaleg sagnfræði kemur
fram síðar: „Sá fyrsti sem segist
skrifa félagsvísindalega sagnfræði er
enginn annar en Karl Marx. Fé-
lagsvísindaleg sagnfræði notar vís-
indalegar aðferðir: notaðar eru kenn-
ingar og tilgátur,
rannsóknarspurningar mótaðar og
búin til módel,“ segir Árni. „Þessi að-
ferðafræði sló í gegn í Evrópu upp úr
seinna stríði þó hún hefði í upphafi
mætt mikilli mótspyrnu.“
Póstmódernísk viðmið í sagnfræði
koma fram snemma á 10. áratug síð-
ustu aldar: „Gagnrýni póstmódern-
ismans er á sjálfan vísindaleikann,
sjálfa skynsemina; að aldrei sé hægt
að fjalla um samfélög með vísinda-
legum hætti enda sé sá texti sem
menn leggja til grundvallar sagn-
fræðinni alltaf afstæður og aldrei
hægt að finna endanlegan sannleika.
Þetta viðhorf hefur reynst mjög frjótt
og skapandi, en er ekki hafið yfir
gagnrýni. “ Í erindi sínu hyggst Árni
m.a. gagnrýna póstmódernísk viðmið:
„Meðal þess sem ég held fram er að
sagnfræði hljóti alltaf að vísa í heim-
ildir, sem orðið hafa til óháð þeim
texta sem sagnfræðingar skrifa. Út
frá því sjónvarmiði er nýja póstmód-
erna sagnfræðin aðeins framhald
eldri félagsvísindalegu sagnfræð-
innar, mjög spennandi framhald.“
Fyrirlestraröð Sagnfræðinga-
félagsins er öllum opin og aðgangur
ókeypis.
Rannsóknir | Opinn fyrirlestur í Þjóðminja-
safninu í dag kl. 12.05: Hin þrjú andlit Klíó
Átökin innan
sagnfræðinnar
Árni Daníel
Júlíusson fæddist
í Reykjavík 1959.
Hann lauk stúd-
entsprófi frá MA
1978, B.A. prófi í
sagnfræði frá Há-
skóla Íslands
1987, meistara-
gráðu 1991 frá
sama skóla og hlaut doktorsgráðu í
sagnfræði frá Kaupmannahafnarhá-
skóla 1997. Árni starfaði sem blaða-
maður og tónlistarmaður. Hann hef-
ur fengist við ritstörf, m.a. ritstýrt
íslenskum Söguatlas. Að loknu dokt-
orsnámi hefur Árni verið sjálfstætt
starfandi fræðimaður. Árni á tvö
börn og er giftur Birnu Gunn-
arsdóttur, starfsmanni menningar-
áætlunar Evrópusambandsins.