Morgunblaðið - 24.10.2006, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 24.10.2006, Blaðsíða 40
|þriðjudagur|24. 10. 2006| mbl.is Staðurstund Verk Valgerðar Hauksdóttur myndlistarmanns á yfirlitssýn- ingu á verkum hennar í Hafn- arborg sem nú stendur yfir, spanna meira en 20 ár af ferli hennar. » 45 myndlist Mýrin, kvikmynd Baltasars Kormáks eftir samnefndri skáldsögu Arnalds Indr- iðasonar, sló öll met í íslenskum bíóhúsum um helgina, enda afbragð að margra mati. » 42 bíó Gamla rokkkempan Chuck Berry lætur ekki deigan síga þrátt fyrir háan aldur. Hann varð áttræður þann 19. október síðastliðinn og rokkar enn af miklum móð. » 49 fólk Arnar Eggert Thoroddsen rekur síðasta kvöld Iceland Airwaves- tónlistarhátíðarinnar á sunnu- dag – kvöld sem margir telja þynnkukvöld, en reyndist vera stórskemmtilegt. » 41 tónlist „[Þ]að vekur óneitanlega at- hygli hvað útkoman er gam- aldags.“ Þorgeir Tryggvason fjallar um uppfærslu Cinnober Teater á Suzannah eftir Jon Fosse. » 43 leiklist Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is Ítilefni af Kanadískri menning-arhátíð í Kópavogi var opnuðnýlega sýning á inúítalist íGerðarsafni. Gripirnir á sýn- ingunni eru allir fengnir frá Þjóð- listasafninu í Québec og kom for- stöðumaður þess, dr. John R. Porter, hingað til lands til að vera viðstaddur opnunina. „Fyrir einu ári keypti Þjóð- listasafnið frábært einkasafn af inúítalist sem Raymond Brousseau hafði safnað síðan 1956. Þetta er sér- stakt safn sem var byggt upp af ein- um manni og sýnir sögu listarinnar. Í því eru 2635 verk frá öllum nyrstu svæðum Kanada, þar af 2107 högg- myndir. Hér á sýningunni á Íslandi eru 110 verk úr þessu safni, þau eru í senn fjölbreytt og dæmigerð og vitna um sköpunargáfu þjóðar sem lifir og hrærist í djúpri virðingu fyrir nátt- úrunni. Í byrjun seinustu aldar leit fólk á þessa list sem viðfang þjóðfræði en ekki lengur, hún er algjörlega list- ræn,“ segir Porter og bætir við að sýningin hér á landi sé sú fyrsta úr þessu safni fyrir utan Kanada. Mikil fjölbreytni „Allir gripirnir á sýningunni eru unnir á seinni helmingi tuttugustu aldar og eru mismunandi eftir svæð- um. Heimskautasvæði Kanada, lönd inúíta, eru í norðvesturhlutanum, þar sem heitir Nunavut, Nunatsia- vut og Nunavik. Í þessum víðernum búa um 51 þúsund manns. Byggðin er dreifð og skiptist í um fimmtíu samfélög og fjarlægðin á milli sumra þeirra er þúsundir kílómetra. Nokk- ur munur er á menningu þessara svæða, mismikill þó. Engu að síður tengir sameiginlegur uppruni þessa hópa og það sést í list þeirra. En það er mikil fjölbreytni og hver lista- maður hefur sín sérkenni. Á sýning- unni hér eru verk nokkurra lista- manna og hver og einn er sérstakur en þeir eru samt að fást við sama viðfangsefnið sem er lífið í Kanada.“ Listin fjallar um lífið Aðspurður hvort það gæti áhrifa frá hvítum mönnum í list þeirra seg- ir Porter svo ekki vera. „Þegar þú skoðar inúítalist þá er lítið fjallað um hvíta manninn sem kom að sunnan, þau eru að fást við sitt daglega líf í listinni; hefðir, goðsagnir, börn, trú og fólkið. Listin fjallar um hvernig þeir lifa. Inúítar voru alltaf á ferð- inni en um miðja 20. öld fóru þeir að setjast að í sérstökum þorpum, þá voru líka komin áhrif frá hvíta manninum inn í lifnaðarhætti þeirra. Þá varð það þeim mikilvægt að und- irstrika einkenni sín og það kemur fram í listinni. Áhrif hvíta mannsins koma helst fram í stærð gripanna en inúítar voru á faraldsfæti og gátu ekki íþyngt sér með þungum hlut- um. Þegar þeir komust í kynni við hvíta menn á 18. öld þróaðist list- gerðin frekar og varð að gjaldmiðli og þá fóru gripirnir stækkandi.“ Spurður út í framtíð inúítalistar segir Porter að það verði alltaf inúíta-listamenn sem muni halda áfram að skapa á rótum forfeðranna en í samruna við aðra list. „Það mun alltaf verða þessi mikla virðing fyrir upprunanum og hefðinni en það eru líka mjög nútímalegir listamenn meðal inúíta, fólk er farið að sjá muninn á minjagripum sem það kaupir á flugvöllum og alvöru inúíta- list. En miðað við fjölda inúíta í Kan- ada er þar að finna mjög marga myndhöggvara og frjóa listsköpun, svo framtíðin er björt,“ segir Porter að lokum. Sýningin stendur yfir í Gerð- arsafni til 10. desember en ásamt skúlptúrum inúíta má þar sjá verk eftir Carl Beam sem fjallar um menningararfleifð indíána og Myron Zabol sem sýnir sviðsettar portrett- ljósmyndir af Írókesa-indíánum. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Uppruninn Verkið Hvalfangarar eftir Ross Kayotak, gert úr serpentín, hreindýrshorni og leðri árið 1998. Frjó listsköpun meðal inúíta í Kanada Inúítar Dr. John R. Porter stendur hér í Gerðarsafni við verkið Veiðimað- ur með boga frá Þjóðlistasafninu í Québec í Kanada. SÖNGVAKEPPNI Sjónvarpsins verður hald- in af Sjónvarpinu í samvinnu við framleiðslu- fyrirtækið BaseCamp með undankeppni og lokakeppni í janúar og febrúar á næsta ári. Tilgangur keppninnar er að velja það lag sem verður framlag Íslands í forkeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2007 sem fram fer í Finn- landi í maí. Nú hefur verið auglýst eftir lögum til þátt- töku í hinni íslensku keppni. Þeir sem hyggj- ast taka þátt í henni hafa tæpan mánuð til að skila inn lögum til BaseCamp en umsókn- arfresturinn er til 16. nóvember. Innsend lög skulu vera ný og áður óútgefin verk og mega vera hámark þrjár mínútur að lengd. Má hver höfundur senda inn að hámarki þrjú lög. Söngtextinn skal vera á íslensku. Eins og flestum er í fersku minni stóð Silvía Nótt uppi sem sigurvegari Söngva- keppni Sjónvarpsins 2006. Það voru hins veg- ar hinir stórgerðu rokkarar í Lordi sem tryggðu Finnum sigurinn í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Auglýst eftir lögum til þátttöku í Evróvisjón Silvía Nótt Hin óútreiknanlega Silvía Nótt lenti í 13. sæti í und- ankeppni Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í fyrra. Morgunblaðið/Eggert Skrímslarokk Skyldi skrímslarokk í anda Lordi verða áberandi í Söngvakeppni Sjónvarpsins sem fram fer í upphafi næsta árs?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.