Morgunblaðið - 24.10.2006, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 24.10.2006, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ✝ Jónína Þórð-ardóttir fæddist á Akranesi 12. jan- úar 1935. Hún lést á Landspítala há- skólasjúkrahúsi 11. október síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru hjónin Anna Ingvarsdóttir, húsmóðir, f. 1.mars 1910, d. 28. des. 1971, og Þórður Sigurðsson, skip- stjóri, f. 30. jan. 1901, d. 30. apríl 1965. Systkini Jónínu eru: 1) Jón- ína, f. 4. okt. 1932, d. 11. jan. 1933. 2) Þórður, f. 5. okt. 1933, kvæntur Höllu Þorsteinsdóttur, en þau eiga fjórar dætur, Önnu, Gíslnýju Báru, Þóru og Rósu. 3) Rafn, f. 2. apríl 1936, d. 19. júní s.á. 4) Rafn, f. 3. ágúst 1938, d. 21. ágúst 2006. 5) Guðrún, f. 7. apríl 1943, d. 21. okt. 1977. 6) Ingvar, f. 29. okt. 1946. Jónína bjó á Ská- latúnsheimilinu í Mosfellsbæ frá árinu 1972, en þar vann hún við hand- verk og pökkun alla tíð. Útför Jónínu verður gerð frá Akraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Nú þegar Jónína mágkona mín hef- ur kvatt er mér það minnisstætt hvað mér þótti hún falleg þegar ég sá hana í fyrsta sinn. Það var á Laugavegi 8 í Reykjavík þar sem tengdamóðir mín hafði sumardvöl og það mun vera um hálf öld síðan. Jónína var sannarlega gullfalleg ung kona sem ekki tók út fullan andlegan þroska vegna veik- inda sem hún varð fyrir í æsku. Jónína tók mér ákaflega vel alveg frá fyrstu kynnum okkar. Hún var svo lánsöm að njóta umönnunar og leiðsagnar Önnu móður sinnar fram- an af ævinni og missir hennar og Guð- rúnar systur hennar, sem einnig var fötluð, var mikill þegar Anna féll frá. Eftir móðurmissinn fluttu þær systur inn á heimili okkar Þórðar og fjögurra ungra dætra okkar og dvöldu þar um nokkurt skeið. Vart er hægt að hugsa sér þægilegri heimilismann en Jónínu sem ætíð vildi gera allt sem í hennar valdi stóð til að létta undir með mér. Hún hafði mikinn áhuga á systrunum, vildi kenna þeim góða siði og sussaði óspart á þær ef þær hlýðnuðust ekki móður sinni. Eftir um það bil hálfs árs dvöl hjá okkur fluttist Jónína á Skálatún. Það var henni þungbært að þurfa að yf- irgefa heimabæ sinn, Akranes, og vera fjarri sínum nánustu. En skap- höfn hennar var sterk og hún fann lífi sínu nýjan farveg í nýju umhverfi. Alla sína tíð var Jónína mikil dama, vildi vera vel til höfð og viðhafa góða siði. Hún hafði ákveðnar skoðanir á ýmsum málefnum og hélt þeim óhik- að fram. Ég minnist þess að þegar hún flutti á Skálatún var það löngu orðið alsiða að konur klæddust bux- um og hafði ég saumað buxur á Jón- ínu. Hún var hins vegar þeirrar skoð- unar að buxur væru alls ekki frambærilegur kvenklæðnaður, síst fyrir dömur, og þurfti að beita hana talsverðum fortölum til að fá hana til að tileinka sér þessa nýjung. Jónína sýndi dæmafáa þrautseigju í veikindum þeim sem á henni dundu á lífsleiðinni og lét erfiðleikana aldrei buga sig. Minningin um hana er björt og falleg. Guð blessi hana. Halla Þorsteinsdóttir. Jónína föðursystir mín fékk hjarta- áfall á heimili sínu að morgni hins 11. október sl. og var látin skömmu síðar. Jónína var dóttir þeirra hjóna, Þórðar Sigurðssonar skipstjóra á Akranesi og Önnu Ingvarsdóttur. Þeim hjónum fæddust sjö börn og af þeim lifðu fimm til fullorðinsára. Jónína sýktist af heilahimnubólgu þegar hún var þriggja ára gömul og hlaut af þeim veikindum varanlega andlega fötlun sem lýsti sér í þroskahömlun. Af þess- um sökum varð Jónína aldrei fær um að lifa lífi sínu á eigin spýtur heldur hlaut hún að hlíta forsjá og umönnun annarra alla sína ævidaga. Fyrri hluta ævinnar bjó Jónína í foreldrahúsum á Melteig 4 á Akranesi þar sem fjölskyldan var búsett um áratuga skeið í svipmiklu húsi sem foreldrar hennar létu reisa. Þar naut hún skjóls og handleiðslu móður sinn- ar sem hlynnti að henni og Guðrúnu systur hennar, sem einnig var fötluð af veikindum frá unglingsaldri, og ól þær upp með stakri natni og mynd- arskap. Þórður féll frá árið 1965 en Anna hélt eftir sem áður heimili fyrir sig og börn sín þrjú, Jónínu, Guðrúnu og Rafn, þar til hún andaðist í árslok 1971 eftir stutta sjúkdómslegu. Umönnun systranna varð daglegt og viðvarandi viðfangsefni Önnu ömmu minnar allt frá því að afleiðingarnar af veikindum þeirra komu í ljós og þar til ævigöngu hennar lauk. Fötlun þeirra systra leyfði ekki hin venjulegu kynslóðaskipti sem heyra til á ævi- ferli heilbrigðs fólks og þótt systurnar hættu að vera börn og fullorðnuðust gat móðir þeirra aldrei látið af for- sjár- og umönnunarhlutverki sínu gagnvart þeim. Úrræði fyrir þroska- heft og geðfatlað fólk voru hvorki mörg né nærtæk og Anna Ingv- arsdóttir mun heldur ekki hafa kosið neitt frekar en að annast dætur sínar meðan hún væri þess megnug og það gerði sú viljasterka kona til hinstu stundar ásamt því að sinna erfiðum og slítandi störfum verkakonu á vinnumarkaði. Eftir andlát móður sinnar fluttist Jónína að Skálatúni í Mosfellsbæ og þar átti hún heimili sitt síðan. Þetta var árið 1972 og þótt margt væri vel um Skálatún líktist það þá meira geymslustofnun fyrir fólk á framfæri hins opinbera en raunverulegu heim- ili. Mikið var lagt upp úr því að nýta sem gerst þá takmörkuðu fjármuni sem veitt var úr opinberum fjár- hirslum til þarfa fatlaðra og sáust þess vitaskuld merki í aðbúnaði Ská- latúnsfólks á þessum árum. Jónína, sem orðin var 37 ára að aldri er hún flutti að Skálatúni, stóð þá frammi fyrir því að þurfa að deila herbergi með öðrum konum á Skálatúnsheim- ilinu. Var misjafnt hversu margar voru um herbergi og hitt ekki síður hvort þær ættu einhverja samleið eða alls ekki eins og stundum var raunin. Var stundum bersýnilegt og jafnvel átakanlegt hversu fötlunin takmark- aði valfrelsi og sjálfsákvörðunarrétt frænku minnar. Eftir því sem árin liðu breyttist Skálatúnsheimilið mjög til hins betra og lífskjör og aðbúnaður heimilisfólks þar tók að líkjast æ meir því sem algengt var og sæmandi þótti meðal annarra landsmanna. Jónína Jónína Þórðardóttir FYRIR tæplega einu og hálfu ári síðan voru stofnaðar sex þjónustu- miðstöðvar í Reykjavík. Einn veigamesti tilgangurinn með stofn- un þeirra var að efla enn frekar möguleika á þverfag- legu samstarfi innan gömlu kerfanna, fé- lagskerfis, skólakerfis og frístundakerfis. Þjónustan sam- anstendur af fé- lagsþjónustu, sér- fræðiþjónustu leik- og grunnskóla og frí- stundaráðgjöf. Til að sinna þessari þjónustu við fjölskyldur og stofnanir borgarinnar koma að margar mis- munandi fagstéttir, s.s. félagsfræðingar, félagsráðgjafar, frí- stundaráðgjafi, sál- fræðingar, og leik- skóla- og sérkennsluráðgjafar. Þjónustumiðstöð Breiðholts (ÞB) legg- ur mikið upp úr því að vinna málin í náinni samvinnu fag- aðila. Strax haustið 2005 voru mynduð teymi tengiliða við fimm skólahverfi, en hvert teymi sam- anstóð af félagsráðgjafa, leik- skólaráðgjafa, sálfræðingi og sér- kennsluráðgjafa. Eitt skólahverfi samanstendur af einum grunnskóla og 2–3 leikskólum. Myndað var nýtt samráð við alla leikskóla sem tengiliðir ÞB sátu. Í grunnskól- unum voru fyrir nemendavernd- arráð sem tengiliðir sátu. Þar með myndaðist samfella milli skólastiga og ráðgjafarþjónustunnar. Með þessari breytingu varð þjónustan heildstæð og þverfagleg. Barn sem t.d. fer í gegnum sálfræðilega greiningu og eftirfylgd sér- kennsluráðgjafa í leikskóla nýtur góðs af því þegar það kemur í grunnskólann þar sem gögn eru til staðar og ráðgjöf sem veitt væri í grunnskólanum yrði auðfengnari. Aðgangur að þjónustu ÞB er tví- þættur; (1) hringja og panta viðtal við félagsráðgjafa sem vinnur mál og vísar áfram ef þörf krefur og eða óskað sé eftir, (2) tilvísun til sérfræðiþjónustu skólanna, en gegnum tilvísun er aðgangur að öll- um ráðgjöfum. Tilvísanir skólanna til Þjónustumiðstöðvar Breiðholts geta verið með tvennum hætti; ein- staklingsmál og kerfismál (s.s. fræðsla, handleiðsla og ráðgjöf við innra starf skólanna). Skólarnir geta auk þessa óskað eftir viðtölum við ráðgjafa vegna mála sem upp koma, með svokallaðri viðtals- beiðni. Fræðsla er einnig mikilvægur þáttur í ráðgjöfinni en nýlega kom út haustfræðslubæklingur fyrir for- eldra og fagaðila með áherslum ÞB, Vorfræðsla kemur svo um ára- mót. Þjónustumiðstöð Breiðholts er þekkingarstöð í fjölskylduráðgjöf með áherslu á fjölskyldur barna sem eiga við hegðunar og tilfinn- ingalega erfiðleika. ÞB sinnir lausnarmiðaðri fjölskylduráðgjöf, leikniþjálfun og fjölskylduþjálfun. ÞB sér um framgang og þróun verkefnisins Stuðningur við já- kvæða hegðun (Positive Behavior Support ) eða PBS. PBS er heild- stætt vinnulag sem hefur þann til- gang að hvetja til jákvæðrar hegð- unar með kerfisbundnum hætti til að vinna gegn þeirri tilhneigingu að einblína á neikvæða hegðun og refsingar. PBS er þríþætt kerfi sem nær til alls skólasamfélagsins. Það felur í sér stuðningskerfi fyrir bekki, einstaka nem- endur og stuðning ut- an bekkjaraðstæðna. Tveir grunnskólar af fimm í Breiðholtinu eru að innleiða þessa hugmyndafræði undir handleiðslu fagaðila frá ÞB. Fljótlega fara 3–5 leikskólar að hefja undirbúning að þessari innleiðingu. ÞB var þátttakandi í samstarfsverkefni Hólabrekkuskóla, Mið- bergs og lögreglunnar sem fékk viðurkenn- ingu Menntaráðs síð- astliðið vor. Þá voru þrír ráðgjafar (sál- fræðingur, sér- kennsluráðgjafi og fé- lagsráðgjafi) með kennslu í félags- og tilfinningafærni fyrir hóp unglinga. Þótt einungis séu um 16 mánuðir síðan þjónustumiðstöðvar tóku til starfa er raunin sú að samvinna fagstétta er afar góð og styrkist með hverju verkefninu. Þjónusta við íbúa Reykjavíkur hefur batnað ef litið er til kannana sem gerðar voru fyrir og eftir stofnun Þjón- ustumiðstöðva. Notendur fé- lagsþjónustu eru ánægðari með þjónustuna nú en fyrir stofnun þjónustumiðstöðva. Sama gildir um skólana, en 100% leikskóla í Breið- holti eru frekar eða mjög ánægðir með þjónustuna og 80% grunn- skóla. Enginn skóli er óánægður með þjónustuna. Allir aðilar telja þverfaglegt samstarf nokkuð gott og hafa miklar væntingar til þessa samstarfs. Þverfaglegt samstarf var lítið í gamla kerfinu miðað við það sem það er nú, en undirritaður starfaði sem yfirmaður sálfræðideildar grunnskóla Reykjavíkur í rúm fimm ár og starfar nú sem deild- arstjóri og sálfræðingur við ÞB. Breytingar eru nauðsynlegar og eðlilegur þáttur í lífinu, hvort sem um ræðir einstakling, stofnun eða kerfi. Breytingar krefjast hins veg- ar tíma, þrjú til fimm ár sam- kvæmt mati sambærilegra stofnana í nágrannalöndum okkar. Slíkur tími er nauðsynlegur hinum nýju þjónustumiðstöðvum til að þróa, efla og samstilla þjónustuhlutverk sitt gagnvart íbúum og stofnunum hvers hverfis. Tillaga liggur fyrir í velferðaráði Reykjavíkurborgar að færa yf- irstjórn þjónustumiðstöðva frá Þjónustu- og rekstrarsviði Ráð- hússins undir velferðaráð Reykja- víkurborgar. Slík breyting gæti orðið mikil ógn við þá þverfaglegu vinnu sem skapast hefur síðustu 16 mánuði. Lykilatriðið varðandi það hversu fljótt og vel hefur tekist að koma á þverfaglegri vinnu á ÞB er sú staðreynd að hinar nýju þjón- ustumiðstöðvar heyra ekki undir hin gömlu kerfi heldur nýtt svið. Þverfaglegt starf í þágu íbúa og stofn- ana í Breiðholti Hákon Sigursteinsson skrifar um starfsemi þjónustu- miðstöðvar Breiðholts »… samvinnafagstétta er afar góð og styrkist með hverju verkefninu. Hákon Sigursteinsson Höfundur er deildarstjóri og sálfræð- ingur á Þjónustumiðstöð Breiðholts. MINNINGAR ✝ Agnar Jónssonfæddist á Heggsstöðum í Ytri- Torfustaðahreppi, V-Húnavatnssýslu 9. maí 1917. Hann lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík 15. október síðast- liðinn. Foreldrar Agnars voru hjónin Jón Pálsson Leví, bóndi og söðla- smiður á Heggs- stöðum, f. 21. apríl 1888 á Heggsstöðum, d. 3. júlí 1971 og Sigurjóa Guðmannsdóttir, kennari og húsfreyja, f. 29. októ- ber 1883 í Krossanesi, Þver- árhreppi, V-Húnavatnssýslu, d. 27. febrúar 1979. Bræður Agnars eru Páll Leví Jónsson (tvíbura- bróðir), f. 1917, d. 1980 og Ár- mann Jónsson, f. 1920, d. 1981. vinnuskólann og lauk prófi þaðan vorið 1947. Á yngri árum vann Agnar á búi foreldra sinna og síð- ar um skeið verslunar- og skrif- stofustörf áður en hann á árinu 1949 fékk stöðu á skrifstofu Skipaútgerðar ríkisins. Aðalféh- irðir Skipaútgerðar ríkisins varð hann 1965 og allt til ársins 1987, er hann lét af störfum vegna ald- urs. Agnar var löngum mikill áhugamaður um æðarrækt og efldi mjög æðarvarp á Heggs- stöðum, en þangað norður sótti hann jafnan hvenær sem færi gafst og heilsa leyfði. Hann var virkur félagi í Æðarræktarfélagi Íslands og sat um árabil í vara- stjórn þess félags. Agnar og Ragn- hildur uppeldissystir hans byggðu hús á Hallveigarstíg 10 A í Reykjavík og þar héldu þau sam- an heimili í 45 ár. Síðustu 3 árin bjó Agnar á dvalar- og hjúkr- unarheimilinu Grund. Útför Agnars fer fram frá Foss- vogskapellu í dag og hefst athöfn- in klukkan 13. Uppeldissystir þeirra bræðra er Ragnhild- ur Anna Kristjáns- dóttir, f. 1911, d. 2004. Ragnhildur var dóttir hjónanna Krist- jáns Guðmundssonar og Ragnhildar Guð- mannsdóttur, og var Sigurjóa móðursystir Ragnhildar Önnu (samfeðra). Agnar lauk búfræðiprófi frá Bændaskólanum á Hvanneyri, og í kjöl- far þess hélt hann á árinu 1938 til Noregs til að kynna sér loðdýrarækt, aðallega við Landbúnaðarskólann á Sem. Hann komst í mars 1940 frá Noregi með Lagarfossi til Íslands, með viðkomu í Kaupmannahöfn, í frosthörkum fyrsta vetrar heimsstyrjaldarinnar síðari. Agnar stundaði nám við Sam- Föðurbróðir minn, Agnar Jóns- son, er látinn á nítugasta aldursári. Agnar var af þeirri kynslóð Íslend- inga, sem á fyrri hluta síðustu aldar tóku ungir ákvörðun um að flytja frá bernskuslóðum í sveitinni og til höf- uðstaðarins. Hjá honum eins og mörgum öðrum í hans sporum var þó hugurinn alla ævi við æskuslóðirnar. Agnar fæddist á Heggsstöðum í Mið- firði. Þar ólst hann upp í skjóli for- eldra sinna ásamt bræðrum og upp- eldissystur við rótgróna húnvetnska sveitamenningu, þar til hann ungur að árum hleypti heimdraganum. Hann sá Reykjavík breytast úr bæ í borg og hann af útsjónarsemi byggði sér myndarlegt hús í miðju höfuð- staðarins. Samt var hann í besta skilningi alla tíð rammíslenskur sveitamaður. Agnar var fróður og lesinn, einkum áttu fornbókmennt- irnar og sagan hug hans. Varð Sturl- unga honum óþrjótandi umhugsun- ar- og umræðuefni. Agnar lifði tímana tvenna, og gerði sér grein fyrir því. Að afloknu búfræðinámi hélt hann á árinu 1938 til Noregs í því skyni að kynna sér loðdýrarækt. Á þeim tíma var nánast ógerlegt að verða sér úti um gjald- eyri, enda enn kreppa á Íslandi. Það stóð á endum, að hann átti ekki eyri, er hann loks náði til Sem, þar sem hann í fallegu umhverfi dvaldi við nám og störf. Á göngum sínum um nágrennið rakst Agnar iðulega á prúðbúinn mann með pípuhatt á höfði einan á rölti um skógarstíga. Tóku báðir ofan í kveðjuskyni. Taldi Agnar víst, að hér hlyti prófasturinn að vera á ferð. Er hann að íslenskum sið forvitnaðist nánar um mann þennan var honum tjáð að svo væri ekki. Hér mundi verið hafa Hákon Noregskonungur, en hann dveldi stundum á þessum slóðum og gengi sér til heilsubótar. Sjálfsagt hefur Agnar á þessum árum ekkert séð at- hugavert við það að rekast svona á kóng einan síns liðs, en síðar skilið, að þetta væru tímar, sem aldrei kæmu aftur. Agnar vann lengi á skrifstofu Agnar Jónsson Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.