Morgunblaðið - 24.10.2006, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.10.2006, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Frumsýning… …á 7 manna sportjeppa Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is AFTUR heyrist jarm á bænum Austurhlíð, ábúendum þar til mik- illar ánægju. Fyrir skemmstu fengu hjónin Magnús Kristinsson og Guð- rún Sigurrós Poulsen, ábúendur í Austurhlíð í Bláskógabyggð í Bisk- upstungum, afhent um þrjú hundruð lömb úr Öræfasveit, en félaust hefur verið í Austurhlíð sl. tvö ár þar sem skera þurfti allt sauðfé á bænum þegar riða greindist þar, sem og á fjórum öðrum bæjum í sveitinni. Að sögn Magnúsar var þetta í annað sinn síðan þau hjónin hófu sjálfstæðan búskap árið 1975 sem riða greindist á bænum, en fyrra skiptið var fyrir um tuttugu árum. Spurður hvernig þau hafi tekist á við þann fjárhagslega skell sem hljóti að fylgja því að missa lífsviðurværi sitt segir Magnús það alls ekki hafa ver- ið óyfirstíganlegt. Hann tekur fram að vissulega hafi niðurskurðinum fylgt mikil vinna enda þurfti að hreinsa bæinn, rífa fjögur fjárhús með hlöðum, hreinsa út innréttingar og urða í jörðu. Segir hann þetta hafa verið kostnaðarsamt ferli, en á móti hafi komið förgunarbætur, beingreiðslur og afurðatjónsbætur. „Þannig að tekjulega kom þetta ekki mjög illa út meðan á þessu stóð, en erfiðasti tíminn er fram undan, þ.e. næstu tvö árin meðan við erum að koma rekstrinum í gang aftur.“ Aðspurður segir hann afar sárt að sjá eftir skepnunum á sínum tíma. „Þetta voru mikil viðbrigði því það var hreinlega eins og að staðurinn hljóðnaði um leið og skepnurnar fóru og húsin stóðu eftir tóm. Það verður allt svo líflaust þegar maður sér ekki lengur kind í haga,“ segir Magnús og upplýsir að hann sé mik- ill „kindakall“ eins og hann orðar það og sé því mikið fyrir fjárhald. Spurður hvernig sér hafi verið inn- anbrjósts þegar lömbin úr Öræfum komu í hús segir Magnús það hafa verið afar notaleg tilfinningu. „Það er í raun ómetanlegt fyrir „kinda- kall“ eins og mig að heyra jarmið aftur,“ segir Magnús. Lömb komin í fjárhús bænda í Bláskógabyggð sem skáru niður fé sitt vegna riðu Gaman að heyra jarmið á ný Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Lifnar yfir Hjónin Magnús Kristinsson og Guðrún Sigurrós Poulsen, ábúendur í Austurhlíð, hafa nú fengið um þrjú hundruð lömb úr Öræfasveit, en fjárlaust hefur verið í Austurhlíð síðastliðin tvö ár vegna riðu. Í HNOTSKURN »Skera þurfti niður fé á fimm bæjum í Bláskógabyggð í Biskups-tungum vegna riðu fyrir tveimur árum. »Á bænum Austurhlíð þurfti að farga samtals 450 sauðkindum. Ný-verið komu á bæinn 300 lömb austan úr Öræfasveit. NÝTT þróunarfélag sem hafa mun það verkefni finna leiðir til að nýta varnarsvæðið á Miðnesheiði verður stofnað í dag, en stofnun félagsins, sem verður hlutafélag í ríkiseigu, var tilkynnt eftir að íslensk stjórnvöld tóku við varnarsvæðinu úr höndum Bandaríkjamanna. Þrír menn verða í stjórn hins nýja félags, en upplýst verður hverjir það eru í dag. Heimildir Morgunblaðsins herma að þar verði stjórnarmenn þeir Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, Stefán Þórarinsson, stjórnarformaður Nýsis, og Magnús Gunnarsson, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri vinnuveitendasam- bandsins. Eitt fyrstu verkefna nýrr- ar stjórnar verður að ráða fram- kvæmdastjóra félagsins. Stofna félag um nýt- ingu varnarsvæðis Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is Í TILLÖGUM ríkisstjórnarinnar um lækkun á virðisaukaskatti á nauðsynjavöru er ekki gert ráð fyrir lækkun skatta á lyfjum. Verða þau skattlögð áfram með 24,5% virðisaukaskatti og eru því flokkuð með sykurvörum, sælgæti og lúxusvöru. Þetta gagnrýnir Ásta Möller, al- þingismaður Sjálfstæðisflokksins, og bendir á að lyf séu nauðsynja- vara sem að öllu jöfnu sé ekki tek- in nema vegna tilvísunar frá lækni. „Ég tel að þessar ráðstafanir varð- andi skatt á matvæli hafi verið al- gjörlega nauðsynlegar, en jafn- framt að þegar þetta er skoðað í samhengi þá blasi það við að virð- isaukaskattur á lyf sé algjör tíma- skekkja,“ segir Ásta. „Lyf teljast til heilbrigðisþjón- ustu en engin önnur heilbrigðis- þjónusta ber virðisaukaskatt,“ seg- ir Ásta. „Þau eru nauðsynjavara, notuð einkum af barnafólki, elli- og örorkulífeyrisþegum. Lækkun eða afnám virðisaukaskatts á lyfj- um kemur þessum hópum því sér- staklega til góða.“ Ásta bendir á að þrátt fyrir að lyfjaverð hafi lækkað hér á landi í kjölfar samkomulags stjórnvalda og lyfjaheildsala sé það ennþá töluvert hærra, svo nemur tugum prósenta, en í nágrannalöndunum. Lækkunin hafi því aðeins að litlu leyti skilað sér til almennings. Heildarkostnaður af verslun með lyf hér á landi er um 14 millj- arðar króna á ári. Virðisaukaskatt- ur af því er um 3,5 milljarðar. Kostnaður almennings af lyfjum er árlega um fjórir milljarðar króna en þegar litið er á síðustu tvo ára- tugi hefur lyfjakostnaður almenn- ings og greiðsluþátttaka aukist verulega. „Niðurfelling á virðisaukaskatti á lyfjum myndi þýða eins milljarðs króna lækkun á lyfjakostnaði al- mennings, sem mundi skila sér beint til neytenda í lægra lyfja- verði og helst til þeirra sem mest þurfa á því að halda,“ segir Ásta. Slíkri lækkun sé auðvelt að fylgja eftir af eftirlitsaðilum. LSH greiðir 600 milljónir á ári í virðisaukaskatt Heildarlyfjakostnaður ríkisins á ári er um 10 milljarðar króna. Virðisaukaskattur af því er um 2,5 milljarðar. Þar af er lyfjakostn- aður á heilbrigðisstofnunum 3,5 milljarðar króna og greiðir t.d. Landspítali – háskólasjúkrahús um 2,5 milljarða í lyf á ári. Kostnaður spítalans vegna virðisaukaskatts af lyfjum sem greiddur er til baka til ríkisins er um 600 milljónir króna á ári. „Það er stór hluti af halla- rekstri spítalans í ár,“ bendir Ásta á. Hún segir að sérfræðingar, m.a. hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnun- inni, hvetji stjórnvöld nú til að lækka skatta á lyf. Víða í Evrópu séu lyf skattlögð mun lægra en hér, t.d. er skatturinn 8% í Finn- landi og enginn skattur sé á lyf- seðilsskyldum lyfjum í Svíþjóð. „Ég tel að fyrsta skrefið eigi að vera afnám virðiskaukaskatts á lyfseðilsskyld lyf enda eru þau tví- mælalaust nauðsynjavara,“ segir Ásta. „Síðan í framhaldinu mætti skoða lækkun skatts á önnur lyf.“ Virðisauki á lyfjum algjör tímaskekkja Í HNOTSKURN »Virðis-aukaskatt- ur á lyfjum í Danmörku er 25%, í Noregi 24%, Finnlandi 8% og Svíþjóð 0% á lyfseð- ilsskyldum lyfjum, en 25% af lyfjum í lausasölu. Í Bret- landi 0% á lyfseðilsskyldum lyfjum og 17,5% á lyfjum í lausasölu. »Hlutur sjúklinga hér álandi í lyfjakostnaði landsmanna var um 65% árið 2004 og hefur minnkað lít- illega frá 2002. Þar á undan jókst hlutur sjúklinga í greiðsluþátttöku vegna lyfja verulega. Finnst skjóta skökku við að lyf séu flokkuð sem lúxusvara Ásta Möller STJÓRN Nemendafélags Mennta- skólans við Hamrahlíð (NFMH) hef- ur síðan í sumar haft sérstaka klausu í samningum þeim sem þeir gera við allar þær hljómsveitir og þá tónlist- armenn sem troða upp á vegum fé- lagsins, um að séu menn undir áhrif- um vímuefna fái þeir ekki greitt. Einnig er í samningum kveðið á um hversu lengi leikið skuli. Jónas Margeir Ingólfsson, forseti nemendafélagsins, segir að aðeins einu sinni hafi reynt á slíkan samning og fékk tónlistarmaðurinn sem þá átti í hlut ekki nema 20% af umsaminni greiðslu sökum þess að hann lék und- ir áhrifum vímuefna og stóð ekki við ákvæðið í samningi sínum um það hversu lengi hann hygðist spila. Jónas segist ekki vita hvort fleiri framhalds- skólar hefðu farið að dæmi stjórnar NFMH, en tók fram að hann hefði komið hugmyndinni á framfæri á fundi Hagsmunaráðs íslenskra fram- haldsskólanema í sumar og hvatti þar til samskonar samninga. Fylgjast með hljómsveitum Vilmundur Sveinsson, forseti nem- endafélags Verzlunarskóla Íslands og talsmaður hagsmunaráðs framhalds- skólanna, ásamt Jónasi Margeiri seg- ir að nemendafélag sitt fylgist grannt með því ásamt stjórn skólans hvaða hljómsveitum sé ekki hægt að treysta í þessum efnum. „Við vitum af þessu tilfelli sem kom upp í MH í vetur og það myndi aldrei koma til greina að þessi hljómsveit spilaði fyrir okkur eftir þessa reynslu,“ segir hann en tekur fram að félagið hafi ekki enn farið þá leið að koma kröfum um vímuefnaleysi inn í samninga. Spili ekki undir áhrifum Nemendafélag MH vill allsgáða listamenn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.