Morgunblaðið - 24.10.2006, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 2006 43
menning
Einstakt tilboð til VISA kreditkorthafa til 28. október:
Miðinn í forsölu á 1.600 kr. í stað 2.900 kr.
Tilboðið gildir á eftirtaldar sýningar:
28. og 29. október, 2., 3., 4., 5., 9., 10., 11., 12., 16., 17. og 18. nóvember
Frumsýning 28. októberMiðasala 4 600 200 I leikfelag.is
Sala hafin – fyrstir koma – fyrstir fá. Tryggðu þér miða núna!
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
F
I
0
1
8
8
0
0
Tilboð óskast í einbýlishúsið
að Vesturhúsum 3, Reykjavík.
Stórkoslegt útsýni. Sundin, Esjan og Jökullinn.
Stærð 340 m²
Upphitað stórt bílaplan.
Tvöfaldur bílskúr með jeppa lofthæð.
Fallegur gróinn garður.
Möguleiki á íbúð á neðri hæð hússins.
Gegnheil rauðeik og flísar á gólfum,
innréttingar og loftklæðning úr rauðeik.
Arinn í stofu, granít í eldhúsi.
Fallegar gönguleiðir, golf, sundlaug,
skíðalyfta í næsta nágrenni.
Stutt í skóla og alla þjónustu.
Upplýsingar gefur Björn í síma 697 5696
VERKIÐ Suzannah sem hér er til
umfjöllunar er byggt á sam-
nefndum þríþættum einleik norska
leikskáldsins Jon Fosse um skör-
unginn og bakhjarlinn Suzanne
Ibsen, eiginkonu skáldjöfursins
með skeggið. Ekki verður ráðið af
leikskrá eða sýningunni sjálfri
hversu mikið stendur eftir af texta
Fosse, né þá heldur hvort einhver
róttækari umstöflun hafi átt sér
stað en stytting.
Hér hefur verið gerð tilraun
með sambræðslu tónlistar og leik-
texta á öðrum forsendum en vana-
legt er. Tónlistin hefur meira vægi
en ef um einbera áhrifstónlist við
að öðru leyti „hefðbundna“ upp-
færslu verksins væri að ræða.
Kannski stendur afraksturinn
óstyrkum fótum einhvers staðar
mitt á milli slíkrar nálgunar og
óperu, þar sem texti er tónsettur
fyrir hljómsveit og söngvara. Fyr-
ir utan andrúmsloftið sem skapast
í sýningunni er klárlega aðdáun-
arverðast hve vel hefur tekist við
að stilla saman þessa þætti, list
leikkvennanna og textaflutning
þeirra við brothætta og tætings-
lega tónlist Atla Ingólfssonar. Það
virðist nokkuð ljóst að hér er ekki
mikið svigrúm fyrir mistök eða
frelsi til einstaklingsbundinna til-
þrifa. Merkilega lifandi samt.
Hér hefur verið gerð tilraun.
Leit að nýrri aðferð til að tala við
áhorfendur, snerta þá og hreyfa
við þeim. Það er virðingarvert
sem slíkt. En það vekur óneit-
anlega athygli hvað útkoman er
gamaldags.
Það botnar að sumu leyti í text-
anum, sem er alveg sérdeilis lít-
ilsigld uppsuða úr leikhúsi fárán-
leikans og kannski einkum og sér í
lagi Beckett. Endurtekningar,
minningabrot, lífsþreyta, texta-
áminning af segulbandi eða úr
hljómsveit. Og aðalpersónan jafn
fjarverandi og Godot, því vita-
skuld hefur enginn, hvorki höf-
undurinn né áhorfendur, nokkurn
áhuga á Súsönnu nema fyrir Hen-
rik, sem hún talar um látlaust,
elskar, hatar og samsamar sig
með. Þessi stíll hefur frá upphafi
verið alls kyns höfundum, góðum
og slæmum, tilvalin afsökun fyrir
því að vera óræðir, fjarlægir, al-
mennir. Því miður þýðir það
gjarnan að útkoman verður flöt,
ófrjó.
Og þótt ég hafi aðeins lítilsiglda
leikmannsþekkingu á samtíma-
tónlist þá grunar mig að einnig
hún hefði ekki þótt nema álíka
frumleg og önnur framúrstefna
fyrir fimmtíu árum eða svo. En
alls ekki leiðinleg sem slík. Og
ekkert er eins gott og tónlist til að
breiða yfir dramatíska ágalla í
leikhúsi. Hennar má alltaf njóta,
en taki hún athyglina þá er úti um
leikræn áhrif, því tónlistin, ab-
strakt og almenn, er andstæða
leiklistarinnar, mannlegrar og sér-
tækrar.
Sjálf sambræðslan virkaði líka
eins og gömul framúrstefna, mód-
ernísk blindgata sem óþarfi var að
aka aftur. Flott vinna, leikkon-
urnar nákvæmar en samt trúverð-
ugar persónur þótt ekki kalli
formið eða textinn á mikla dýpt,
tilþrif eða nærveru. Samskipti við
hljómsveitina og uppbrot hljóm-
sveitarmeðlimanna virkuðu svo
aftur ýmist eins og lélegir brand-
arar í hámenningarlegum hátíð-
leikanum, eða þá vanhugsuð en
samt áreynslukennd tilraun til að
tengja þá sterkar inn í leikhluta
sýningarinnar.
Suzannah er sýning sem hreyfir
við skilningarvitunum, þreytir
vitsmunina og snertir ekki hjart-
að. Það er ekki nóg.
Tónleikur
LEIKLIST
Cinnober Teater
Texti: Jon Fosse. Þýðandi: Svante Aulis
Löwenborg. Tónlist: Atli Ingólfsson. Leik-
mynd: Råger Johannsson. Búningar: Lise-
lotte Zetterlund. Lýsing: Anna Wemmert
Clausen. Förðun: Ylva Brodin. Hljóð-
hönnun: Lars Indrek Hansson. Hljóm-
sveit: Christian Berg, Marcus Alexand-
ersson, Ann Elkjär Gustafson, David
Hansson, Anna Svensdotter, David Kan-
gasniemi, Joar Skorpen og Amund Sjølie
Sveen. Leikendur: Sara Estling, Anna
Forsell og Lena Nordberg. Smíðaverk-
stæði Þjóðleikhússins 19. október 2006.
SUZANNAH
Þorgeir Tryggvason
Tilraun „Hér hefur verið gerð tilraun með sambræðslu tónlistar og leiktexta á öðrum forsendum en vanalegt er.“
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn