Morgunblaðið - 24.10.2006, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.10.2006, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR í Bókabúð Máls og menningar Laugavegi 18. Þriðjudaginn 24. október kl. 17.00 Höfundur áritar bók sína Fullt verð bókarinnar er kr. 4680 kr. 3990 Tilboðsverð Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns- son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Morgunblaðið í dag þriðjudagur 24. 10. 2006 íþróttir mbl.isíþróttir Pétur og Gunnar gefast ekki upp í meistarabaráttunni >> 3 BJARTSÝN Á FRAMHALDIÐ KNATTSPYRNUKONAN GUÐLAUG JÓNSDÓTTIR LEGGUR SKÓNA Á HILLUNA EFTIR GLÆSTAN FERIL Ljósmynd/Víkurfréttir egnumbrot Tyson Patterson bakvörður KR-inga smeygir sér framhjá Arnari Frey Jónssyni og Gunnari Einarssyni. KR bar sigurorð af Keflavík í rvalsdeild karla með 11 stiga mun. Reykjavíkurliðið hefur unnið tvo fyrstu leiki sína í úrvalsdeild karla í körfuknattleik á þessu tímabili. » 4 ERLA Steina Arnardóttir, lands- liðskona hjá Malbacken í Svíþjóð, gerði eitt af fjórum mörkum liðsins þegar það vann Hammarby 4:1 um helgina. Með sigrinum virðist sem Malbacken ætli að bjarga sér á æv- intýralegan hátt frá falli úr deild- inni. Þetta var fyrsta mark Erlu Steinu fyrir liðið á þessu tímabili. Hún var besti leikmaður liðsins, lék sérlega vel í fyrri hálfleiknum, en sagði eftir leikinn að óvíst væri hvort hún yrði áfram hjá félaginu. Þetta er annað tímabilið hennar hjá því. Erla Steina skoraði KRISTJÁN Halldórsson hefur ver- ið ráðinn þjálfari karlaliðs Stjörn- unnar í Garðabæ sem leikur í DHL-deildinni í handknattleik. Þorsteinn Johnsen, formaður handknattleiksdeildarinnar, sagði við Morgunblaðið í gærkvöld að þar á bæ væru menn mjög ánægðir með að fá Kristján til starfa. „Samningur Kristjáns gildir út leiktíðina og við munum svo ræða saman á ný í vor. Við erum mjög ánægðir með að fá Kristján til starfa og það er stjörnubjart yfir Garðabæ þessa stundina. Það hef- ur ekki verið neitt „neyðarástand“ hjá félaginu á undanförnum vikum þar sem málin voru leyst tíma- bundið af leikmönnum liðsins. Við stefnum hátt og ætlum okkur stóra hluti á þessu tímabili,“ sagði Þor- steinn. Magnús Teitsson og Sigurður Bjarnason hættu störfum sem þjálfarar liðsins á dögunum og hafa Konráð Olavsson og Patrekur Jóhannesson stýrt því í und- anförnum tveimur leikjum. Kristján þjálfaði kvennalið FH á síðustu leiktíð en hann hefur á undanförnum árum þjálfað kvenna- og karlalið í efstu deild í Noregi og Danmörku. Kristján er margreyndur þjálf- ari sem meðal annars stýrði kvennalandsliðinu í þrjú ár. Þá hefur hann starfað Noregi þar sem hann þjálfaði kvennalið Stabæk, Larvik, sem hann gerði í tvígang að meisturum, og karlalið Haslum. Frá Noregi lá leiðin til Danmerkur þar sem hann þjálfaði kvennalið SK Århus í Danmörku. Hann þjálf- aði karlalið ÍR veturinn 1998–1999. Kristján er jafnframt for- stöðumaður kennslusviðs við íþróttaakademíuna í Reykjanesbæ og mun halda því starfi áfram. Kristján tekur við Stjörnunni tir Skúla Unnar Sveinsson uli@mbl.is ÖRUNDUR Áki Sveinsson, lands- ðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, un á næstunni gera þriggja ára mning um að þjálfa kvennalið reiðabliks í knattspyrnu, en Guð- undur Magnússon, sem þjálfaði ðið í sumar, óskaði eftir því að ætta með liðið og féllst stjórn knattspyrnudeildar Breiðabliks á þá beiðni um helgina. Jörundur Áki er ekki ókunnur í herbúðum Breiðabliks því hann þjálfaði kvennalið félagsins á árun- um 1998 til 2001 og tók þá við þjálfun karlaliðs félagsins. Hann var aðstoð- arþjálfari hjá Fram um tíma áður en hann tók síðan við karlaliði Stjörn- unnar sumarið 2005. „Þetta er ekki alveg frágengið, en það stefnir í að þetta verði,“ sagði Jörundur Áki í samtali við Morgun- blaðið í gær og sagði að í raun ætti bara eftir að skrifa endanlega undir. Jörundur er með samning um þjálfun kvennalandsliðsins og renn- ur samningurinn út um áramótin. „Það á alveg eftir að skoða hvernig það verður. Samningurinn rennur út um áramótin og þetta verður sjálf- sagt skoðað í lok desember,“ sagði Jörundur Áki. Breiðablik varð í öðru sæti á eftir Val í Landsbankadeild kvenna í sumar og tapaði í úrslitum Visa-bikarkeppninnar fyrir Vals- stúlkum í vítaspyrnukeppni. Þau ár sem Jörundur Áki var þjáf- ari breiðabliksstúlkna urðu þær tvisvar Íslandsmeistarar, 2000 og 2001 og fjórum sinnum komust þær í úrslit bikarkeppni KSÍ og fögnuðu sigri 1998 og 2000. Jörundur til Breiðabliks Yf ir l i t                                  ! " # $ %     &         '() * +,,,                     Í dag Sigmund 8 Umræðan 28/32 Staksteinar 8 Bréf 29 Veður 8 Minningar 33/37 Úr verinu 11 Skák 37 Viðskipti 14 Brids 37 Erlent 16/17 Menning 40/43 Menning 18/19 Leikhús 42 Akureyri 20 Myndasögur 44 Austurland 20 Dægradvöl 45 Suðurnes 21 Staðurstund 46/47 Landið 21 Víkverji 48 Daglegt líf 22/25 Velvakandi 49 Forystugrein 26 Ljósvakamiðlar 50 * * * Innlent  Fjölmennur fundur var haldinn í Hafnarfirði af þverpólitískum sam- tökum sem hyggjast berjast gegn stækkun álversins í Straumsvík. Margvísleg sjónarhorn komu fram á fundinum og telja margir Hafnfirð- ingar að samfélagsleg og umhverf- isleg áhrif stækkunarinnar á bæinn séu neikvæð. » Baksíða  Hvalur 9 veiddi aðra langreyði síð- degis í gær. Sendiherra Japans á Ís- landi, sem hefur aðsetur í Ósló, segir ekki markað fyrir hvalkjöt í Japan. Rúmlega 15 þúsund mótmælabréf gegn hvalveiðum Íslendinga bárust utanríkisráðuneytinu í gærmorgun með tölvupósti. Forsíða, » 10  Bóndi á bænum Akbraut við Þjórsá í Rangárþingi ytra óttast að reynt verði að flæma sig af landinu þegar og ef framkvæmdir hefjast við Holtavirkjun. Talsmaður Landsvirkj- unar segir of snemmt að semja um bætur vegna hugsanlegs tjóns af virkjuninni. » Baksíða  Ábúendur í Austurhlíð í Blá- skógabyggð í Biskupstungum fengu fyrir skömmu afhent um þrjú hundr- uð lömb úr Öræfasveit, en þar hefur verið félaust undanfarin tvö ár þar sem skera þurfti allt sauðfé á bænum þegar riða greindist þar, sem og á fjórum öðrum bæjum í sveitinni. » 4 Viðskipti  Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir það ekki standast að olíufélögin hafi ekki haft ávinning af samráði sínu, en áður var sagt frá því að dóm- kvaddir matsmenn í máli Kers, sem var áður móðurfélag Olíufélagsins, hefðu komist að þeirri niðurstöðu að samkeppnisyfirvöld hefðu gefið sér rangar forsendur í útreikningi sínum. Niðurstaða samkeppnisyfirvalda stendur óhögguð segir forstjórinn. »14 Erlent  Fimm bandarískir hermenn og 17 nýliðar í írösku lögreglunni féllu í gær í Bagdad, á síðasta degi Ramad- an-hátíðarinnar meðal múslíma. Í Bandaríkjunum aukast kröfur um að annaðhvort verði breytt um stefnu í stríðinu við skæruliða eða farið að huga að brottflutningi bandaríska herliðsins. » 16 Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is HÁTÍÐIN Eid al-Fitr hófst í gær- morgun, daginn eftir að föstu- mánuðurinn Ramadan rann sitt skeið á enda. Múslímar um allan heim fögnuðu lokum föstunnar, þeirra á meðal um 70 manns sem komu saman í mosku í Ármúla í Reykjavík. Hátíðahöldin byrjuðu með stuttri bæn en síðan hófust veisluhöldin. „Við gleðjumst yfir því að hafa fast- að í Ramadan-mánuði. Við erum glöð yfir því að guð hafi vonandi samþykkt okkar bænir. Þetta er svipað og jól, krakkarnir eru í nýjum fötum og við skiptumst á gjöfum,“ sagði Salmann Tamimi, formaður Félags múslíma á Íslandi. Eid al-Fitr er þriggja daga hátíð en eiginleg hátíðahöld eru þó aðeins fyrsta daginn, að sögn Salmanns. Hver og einn sem tók þátt í veisl- unni í gærmorgun lagði til mat með sér og því varð úrvalið hið fjöl- breytilegasta en m.a. var boðið upp á kökur og ýmiss konar rétti frá Indónesíu, Eritreu og Egyptalandi. „Allir komu með eitthvað með sér. Þetta var mjög alþjóðlegt.“ Ekkert mál að fá frí Salmann líkir hátíðahöldunum við jól kristinna manna en mun- urinn á þessum tveimur hátíðum er m.a. sá að hér á landi eru vinnuveit- endur bundnir af lögum til að gefa starfsmönnum frí um jólin, eða borga yfirvinnukaup ella, en engin ákvæði eru í lögum um að múslímar fái frí á Eid al-Fitr. Aðspurður sagði Salmann að hann vissi ekki til þess að nokkur hefði átt í vandræðum með að fá frí, hvorki úr vinnu né skóla. Raunar hefði þetta aldrei verið vandamál hér á landi, eftir því sem hann vissi best. Fagna því að föstunni sé lokið á Eid al-Fitr Aldrei verið vandamál að fá frí vegna hátíðahalda múslíma Í HNOTSKURN » Um 350 manns eruskráðir í Félag múslíma á Íslandi en Salmann telur að heildarfjöldi múslíma á Íslandi sé um 800. » Hátíðahöldin á Eid al-Fitr hefjast með bæn en síðan hefst veisla. » Spámaðurinn Múham-eð, fylgismenn hans og ættingjar héldu fyrst upp á Eid al-Fitr árið 624 e.Kr. Ljósmynd/Yousef Ingi Tamimi Alþjóðlegt hlaðborð Veislugestir komu sjálfir með veisluföngin á Eid al-Fitr-hátíðahöldunum í gær. SAMNINGANEFNDIR bæklunar- lækna og heilbrigðis- og trygginga- ráðuneytisins áttu í gær fund um samning lækna við Tryggingastofn- un ríkisins (TR) en meðal sérgreina- lækna er langvarandi óánægja með samninginn. Í ágúst fjallaði Morgunblaðið um að læknar væru að íhuga að segja sig af samningnum, líkt og hjarta- læknar gerðu sl. vor. Sveinbjörn Brandsson, formaður samninga- nefndar bæklunarlækna sagði að síðan hefðu óformlegar viðræður farið fram og honum virtist sem það væri velvilji af beggja hálfu að reyna að leysa málið. Fundurinn í gær hefði verið góður og menn verið já- kvæðir en meira vildi hann ekki segja um fundinn að svo stöddu. Kristján Guðmundsson, formaður samninganefndar Læknafélags Reykjavíkur, sem annast samninga- gerð fyrir sérgreinalækna á lands- vísu, þ.e. aðra en bæklunarlækna, sagði að lítið hefði breyst undan- farnar vikur. Menn hefðu þó rætt saman og bætti hann við að samn- inganefndir Læknafélagsins og heil- brigðis- og tryggingaráðuneytisins myndu á fundi í dag fara yfir ýmis atriði í samningnum s.s. endurskoð- un á gjaldskrám o.fl. Framundan væru hins vegar mun mikilvægari samningaviðræður um endurskoðun á einingaverði til lækna, í samræmi við ákvæði í samningnum um rauð strik. Benti hann á að læknar hefðu á sínum tíma samið um 2% hækkun á ein- ingaverði en verðbólga hefði und- anfarið verið á bilinu 7–8% og launa- skriðið enn meira. Þetta hefði skiljanlega valdið læknum erfiðleik- um. Aðspurður hvort sérgreinalæknar væru enn að íhuga að segja sig af samningnum við TR sagði Kristján að læknar tækju væntanlega tölu- vert mið af því hvað kæmi út úr end- urskoðun einingaverðsins en henni ætti að ljúka fyrir 15. desember nk. Betri kvótastaða Algengt er að sérgreinalæknar dragi úr umsvifum sínum í nóvem- ber og desember ef þeir sjá fram á að annars muni þeir fara fram úr fjárheimildum sem þeim eru veittar í samningnum við TR. Kristján sagði að þessi mál væru í betra horfi nú en í fyrra. Miðað við stöðuna í ágúst stefndi í að framúrkeyrslan væri 1,4% miðað við um 10% á sama tíma í fyrra. Munurinn skýrðist að miklu leyti af því að læknar skili ekki inn öllum reikningum til TR, heldur láti sér nægja framlag sjúk- lingsins. Þetta geri þeir til að þurfa ekki að fara fram úr heimildum en eftir það þurfi þeir að veita 50% af- slátt af sinni vinnu. Sérgreinalæknar í viðræðum við TR Þurfa að endurskoða einingaverð vegna rauðra strika

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.