Morgunblaðið - 24.10.2006, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Anna GuðrúnSteingrímsdóttir
fæddist á Akureyri
16. júlí 1910. Hún
lést á hjúkr-
unarheimilinu Sól-
túni 13. október síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru Stein-
grímur Matthíasson
héraðslæknir á Ak-
ureyri og Kristín
Katrín Þórðardóttir
Thoroddsen. Systk-
ini hennar voru
Baldur Þórður
Steingrímsson, f. 1907, d. 1968,
Bragi Matthías Steingrímsson, f.
1907, d. 1971, Ingvi Steingrímsson,
f. 1908, d. 1911, Jón Steingrímsson,
f. 1914, d. 2004, Þorvaldur Stein-
grímsson, f. 1918, og Herdís Elín
Steingrímsdóttir, f. 1921, d. 1995.
Anna ólst upp á Akureyri en stund-
aði nám í píanóleik og tungumálum
í Þýskalandi og Englandi. Hún
gekk að eiga Árna Kristjánsson pí-
anóleikara haustið
1932 og dvaldi með
honum vetrarlangt í
Berlín þar sem hann
var við nám, en árið
1933 sneru þau heim
til Akureyrar og
fluttust síðan til
Reykjavíkur um
haustið þar sem
Árna bauðst kenn-
arastaða við Tónlist-
arskólann í Reykja-
vík. Þau Anna og
Árni eignuðust þrjú
börn, Ingva Matt-
hías, f. 3. september 1933, d. 28.
september 1996, Kristján, f. 26.
september 1934, og Hólmfríði
Kristínu, f. 14. mars 1943. Barna-
börn þeirra voru tólf, en þrjú eru
látin. Barnabarnabörnin eru fjór-
tán og barnabarnabarnabörnin
fimm. Árni lést árið 2003.
Útför Önnu verður gerð frá
Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.
„Cherchez la femme!“ eða „leitið
að konunni“ er sagt á frönsku þeg-
ar karlmaður skarar fram úr á ein-
hverju sviði. Frakkar vita sem er
að flestir afreksmenn eiga sér bak-
hjarla í konum sem eru þeim ómiss-
andi en sjaldnast sýnilegar í kast-
ljósi fjölmiðlanna. Þann hóp fyllti
elskuleg tengdamóðir mín, Anna
Guðrún Steingrímsdóttir, sem í dag
er kvödd hinstu kveðju. Í sjötíu ár
var hún ómetanleg stoð og stytta
eiginmanns síns, Árna Kristjáns-
sonar heitins, eins besta píanóleik-
ara og kennara sem þjóðin hefur
átt.
Þau voru bæði fædd og uppalin á
Akureyri, en eins og Anna sagði
sjálf var hann framan af „bara
strákur úti í bæ, fjórum árum eldri
en ég“. Sem pattaralegur unglingur
var hann sendur í píanónám til
Berlínar, en þegar hann kom heim í
sumarfrí nokkrum árum seinna
hafði hann grennst mikið og líklega
var hún í stelpnahópnum sem köll-
uðu hver til annarrar: „Komum nið-
ur á bryggju til að sjá hvað hann
Árni er orðinn mjór!“ Ekki grunaði
hana þá að þau ættu eftir að verða
förunautar langa ævi.
Anna var sjálf af miklu tónlist-
arfólki. Móðir hennar, Kristín
Katrín Thoroddsen, var systir Em-
ils Thoroddsens tónskálds og sjálf
ágætis píanóleikari auk þess sem
hún beitti sér fyrir tónlistarkennslu
barna á Akureyri. Faðir Önnu var
læknirinn vinsæli, Steingrímur son-
ur þjóðskáldsins Matthíasar, og
eignuðust þau Kristín stóran
barnahóp. Yngsti sonurinn, Þor-
valdur, og sá eini sem enn lifir af
systkinunum, gerði fiðluleik að ævi-
starfi.
Ung var Anna send einn vetur til
Englands, líklega til að læra ensku.
Fyrir tilstilli móður sinnar hafði
hún snemma farið að leika á píanó
og gekk svo vel að næst var hún
send til Berlínar í framhaldsnám
ásamt frænku sinni, Guðrúnu Þor-
steinsdóttur, sem síðar varð þekkt-
ur söngkennari í Reykjavík. Og
fleiri ungmeyjar komu til Berlínar
frá Íslandi í þá daga. Anna Sigurð-
ardóttir sótti þangað hugmyndir
um kvennasögu og móðir mín, Ólöf
Árnadóttir, lærði þar dans og leik-
fimi. Berlín millistríðsáranna var
háborg lista og nýrra hugmynda,
og framtíðin sýndist björt. Og
ástarfiðrildin tóku að blaka vængj-
um sínum. Sumarið 1932 giftu Árni
og Anna sig á Akureyri og sigldu
seint um haustið aftur til Berlínar.
Með sama skipi voru Kristín, móðir
Önnu, og yngri systir, Herdís Elín,
kölluð Dísella. Var förinni heitið til
Indlands á vit guðspekinga, en hug-
myndir þeirra voru þá nýjar af nál-
inni og höfðuðu til margra kvenna
úr borgarastétt ekki síður en karla.
Kristín sleit þar með hjónabandi
þeirra Steingríms, og var það mjög
sársaukafullt fyrir hann. Ofan á
bættist að hann var uggandi um
framtíð dóttur sinnar. „Hvernig á
nokkur maður að geta séð fyrir
konu sinni með því að leika á pí-
anó?“ spurði hann. En Önnu varð
ekki haggað: „Ég vissi hvað í hon-
um Árna mínum bjó.“ Henni þótti
líka vænt um tengdaforeldra sína,
Hólmfríði Gunnarsdóttur og Krist-
ján Árnason sem rak verslunina
Eyjafjörð af stakri ljúfmennsku.
Það mun hafa verið hann sem tók
svo vel á móti Tryggva Emilssyni,
þegar hann tíu eða tólf ára gamall
var sendur af bláfátæku fólki sínu
fótgangandi ofan úr Öxnadal alla
leið niður á Akureyri til að sækja
einhverja matbjörg sem þau áttu
hvorki innlegg né peninga fyrir.
Tryggvi lýsir þessu í ævisögu sinni,
Fátækt fólk. Þau hjón, Hólmfríður
og Kristján, höfðu haft áhyggjur af
syni sínum í tónlistarnáminu og
sollinum ytra „en þá kom ég til
Berlínar og reddaði honum“, sagði
Anna og hló.
Hún naut þess í botn að vera ung
eiginkona. „Hann Árni minn var
svo glaður og indæll og skemmti-
legur,“ og fyrstu mánuðina í Berlín
voru þau alsæl. Árni æfði sig af
kappi og borgin faðmaði þau að sér.
En hinn 30. janúar 1933 dró svart-
ar blikur á loft. Þau voru stödd um
kvöldið á tónleikum píanósnillings-
ins Wilhelms Kempf við breiðgöt-
una Unter den Linden, þegar há-
reysti og öskur bárust inn í salinn.
Og þegar þau komu út var hin
glaða borgarstemning horfin.
Gangstéttirnar glumdu undan stíg-
vélahælum nasista í sigurvímu og
lúðrasveitir léku hergöngulög. Þeir
marséruðu á eftir foringja sínum í
átt að kanslarahöllinni þar sem Hit-
ler tók við stjórntaumum landsins.
Göturnar iðuðu af fólki sem fylgdi
þeim eftir. Þegar ungu hjónin voru
komin upp í íbúðina sína þar
skammt frá varð þeim ekki svefn-
samt.
Síkvik leitarljós sveimuðu upp
um húsveggina, svo öðru hverju
varð óhugnanlega skellibjart í her-
berginu. Daginn eftir voru allir í
húsinu komnir með hakakrossinn
og hvarvetna voru SS-menn á
sveimi. Handtökur, óp og vein urðu
daglegt brauð. Árna og Önnu leist
ekki á blikuna. Fljótlega tóku þau
sig upp og hafa líklega farið fyrst
til Kaupmannahafnar og þaðan með
vorskipum til Akureyrar.
Suður í Reykjavík var tónlistar-
lífið að glæðast og meðal annars
var á döfinni að stofna tónlistar-
skóla. Hinn 17. júní var kuldalegt á
Akureyri, norðanhregg og hríð. En
þann dag kom maður nokkur með
skipi til bæjarins og bar Árna þau
boð að Ragnar í Smára og Páll Ís-
ólfsson, tilvonandi skólastjóri, vildu
fá hann til að koma suður um
haustið og veita nemendum við
nýja skólann tilsögn í píanóleik.
„Ragnar krækti strax í Árna til að
kenna, vissi hvað hann gat,“ sagði
Anna. Þau svöruðu kallinu, og þar
með hófst þeirra eiginlega ævistarf.
Með nýfæddan son í fanginu, Ingva
Matthías, fluttu þau um haustið al-
farið til Reykjavíkur. Næsta haust,
1934, fæddist þeim annar sonur,
Kristján. Þau bjuggu þá enn í
leiguíbúð, og það var orðið aðkall-
andi að eignast eigið húsnæði.
Vestur við Hávallagötu var bygg-
ingarfélag nokkurt að reisa nýstár-
leg hús, og þau festu kaup á nr. 30,
því sem næst stendur Hofsvalla-
götu. Þar fæddist dóttirin Kristín
nokkru síðar, 1943. Í fyllingu tím-
ans varð hún ástfangin af fríðum
Spánverja, giftist honum og settist
að í Barcelona. Á sumrin fóru Árni
og Anna oft suður í sólina til þeirra,
og Anna lærði talsvert í spönsku til
að geta spjallað við barnabörnin
þar.
Verkefnin hlóðust fljótt á Árna.
Auk kennslunnar hélt hann tón-
leika og lék í útvarpið og varð síðar
tónlistarstjóri þess. En einnig var
hann eftirsóttur meðleikari söngv-
ara og annarra listamanna, sem
komu furðu margir frá útlöndum og
voru heimsfrægir orðnir. Sem fyrr
sagði hafði Anna lært á píanó bæði
í foreldrahúsum og síðar í Berlín.
En nú breyttist tíðarandinn. Hinni
blómlegu réttindabaráttu kvenna
sem fór að gæta í Evrópu og víðar
um 1870, og var m.a. kveikjan að
Brúðuheimilinu, leikriti norska
skáldsins Henriks Ibsen, lauk með
uppgangi nasismans og hervæðingu
Evrópu. Þá höfðu íslenskar konur
fengið ýmis réttindi, svo sem kosn-
ingarétt og leyfi til að stunda há-
skólanám, en nú hrökk allt í gamla
farið. Svonefnd húsmæðrahyggja
varð alls ráðandi í Evrópu. Sam-
kvæmt henni var brýnt fyrir giftum
konum að halda sig inni á heim-
ilunum. Á brúðkaupsdaginn áttu
þær að hætta afskiptum af stjórn-
málum og dútli við æðri listir en
helga fjölskyldunni alla sína krafta,
hlúa að börnum sínum og vera „afl
og arinn eiginmannsins“, svo aftur
sé vitnað í Ibsen. Svo Anna lagði
sinn eigin píanóleik algjörlega á
hilluna og sneri sér að því að búa
fjölskyldunni fagurt heimili. Það
létti undir með henni að fljótlega
fór Ólöf Eldjárn frá Tjörn í Svarf-
aðardal, frænka Árna, að koma
suður og dvelja hjá þeim á veturna.
Hún var glaðlynd og skemmtileg,
hrókur alls fagnaðar, og það kom
sér vel hvað hún var barngóð, því á
heimilinu var í mörgu að snúast.
Anna var afar smekkvís. Líka
ótrúlega handlagin, límdi upp vegg-
fóður, saumaði áklæði á hæginda-
stóla og sófa, rak nagla í veggi og
hengdi upp málverk og myndir. Svo
var hún mikil garðyrkjukona. Hús-
inu fylgdi allstór lóð, umkringd
háum steinveggjum. Aftan við hús-
ið ræktaði hún rifsrunna, rabar-
bara, kartöflur og alls kyns mat-
jurtir. En framan við húsið var
grasflötur og þar gróðursetti hún
tré og runna að ógleymdum margs
konar blómum. „Þetta er eins og
klausturgarður hjá henni Önnu
minni,“ sagði eiginmaðurinn í aðdá-
unartón og kímdi við, en þeir voru
fegurstir garða á miðöldum. Þegar
trén stækkuðu flykktust þangað
fuglar, þeim hjónum til yndisauka.
Einu sinni hafði þröstur gert sér
hreiður fyrir eggin sín í smáglugga
á gestasnyrtingu eða náðhúsi rétt
innan við útidyrnar. Anna læsti þá
snyrtingunni í tvær þrjár vikur eða
þangað til ungarnir voru orðnir
fleygir og þrastafjölskyldan flogin
út í vorið. Á meðan voru gestir
sendir upp í einkabaðherbergi
þeirra hjóna á efri hæðinni.
Já, gestirnir voru kapítuli fyrir
sig. Oft kenndi Árni nemendum
sínum heima, og urðu margir
þeirra heldur betur liðtækir í tón-
listarlífinu innlendis sem erlendis.
Anna hlúði líka að þeim. Þegar hún
heyrði að kennslustund var lokið
kom hún oft hljóðlega inn með smá-
hressingu á bakka, kaffi eða jafnvel
púrtvínsstaup og kökur. Svo var
setið og spjallað um heima og
geima. Það var gestkvæmt hjá
þeim hjónum. Þau héldu mörg boð
fyrir vini sína, innlenda sem er-
lenda. Í þeim hópi voru heimsfræg-
ir tónlistarmenn eins og fiðluleik-
arinn Busch og tengdasonur hans,
píanóleikarinn Serkin, söngvarinn
Anna Guðrún
Steingrímsdóttir
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, dóttir, systir og mágkona,
BÁRA RUT SIGURÐARDÓTTIR,
Fífubarði 7,
Eskifirði,
lést föstudaginn 13. október síðastliðinn.
Útför hennar fer fram frá Áskirkju miðvikudaginn
25. október kl. 13.00.
Emil Thorarensen,
Aron Thorarensen,
Regína Thorarensen, Arnór Friðrik Sigurðsson,
Emil Thorarensen,
Rósa Geirþrúður Halldórsdóttir,
Rósa Sigríður Sigurðardóttir,
Þorleifur Már Sigurðsson,
Dóra Guðný Sigurðardóttir, Jón Harry Óskarsson,
Elmar Örn Sigurðsson, Tinna Sigurðsson,
Kristján Guðni Sigurðsson.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
SNORRI HELGASON
hljóðfæraviðgerðarmaður
og fyrrverandi póstfulltrúi,
verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju miðviku-
daginn 25. október kl. 13.00.
Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hans er bent á Umhyggju, félag langveikra barna.
Þórdís Todda Jónsdóttir,
Helgi Snorrason, Þóra Sigurþórsdóttir,
Jón Snorrason, Guðrún Úlfhildur Grímsdóttir,
Páll Snorrason,
barnabörn og barnabarnabarn.
Okkar innilegustu þakkir fyrir vináttu, hlýhug og
samúð við andlát og útför ástkærrar móður
okkar, tengdamóður, dóttur, systur, mágkonu og
ömmu,
SIGRÚNAR MAGNÚSDÓTTUR,
Meistaravöllum 9,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir viljum við veita Margréti J.
Pálmadóttur og Gospelsystrum fyrir fallegan söng.
Harpa Jónsdóttir,
Andrea Jónsdóttir, Marinó Njálsson,
Magnús Gunnlaugsson, Ólöf Steinunn Einarsdóttir,
Gunnlaugur Magnússon, Valdís Sveinbjörnsdóttir,
Helgi Grétar Magnússon, Nadezda Klimenko,
Svanhvít Magnúsdóttir,
Ægir Magnússon, Anna Bragadóttir,
Katrín, Freyja og Nói Jón.
Hjartans þakkir fyrir samúð og hlýhug vegna and-
láts elskulegrar móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
KRISTÍNAR SÍMONARDÓTTUR,
áður Þorfinnsgötu 8,
Reykjavík,
sem lést á Hrafnistu, Reykjavík, miðvikudaginn
27. september.
Sérstakar þakkir eru færðar öllu starfsfólki deildar A-3 á Hrafnistu fyrir
frábæra umönnun hennar síðustu árin.
Ingibjörg Júlíusdóttir, Jón Kr. Hansen,
Halldór Kr. Júlíusson, Ólína Guðmundsdóttir,
Lára V. Júlíusdóttir, Þorsteinn Haraldsson,
Sigurður Júlíusson, Anna Eyjólfsdóttir,
barnabörn og langömmubörn.
Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir,
ANNA GUÐRÚN STEINGRÍMSDÓTTIR,
Hávallagötu 30,
lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni föstudaginn
13. október.
Útför hennar verður gerð frá Dómkirkjunni í dag
kl. 13:00.
Fyrir hönd vandamanna,
Kristján Árnason, Inga Huld Hákonardóttir,
Kristín Árnadóttir, Fernando Ferrer-Viana.