Morgunblaðið - 24.10.2006, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.10.2006, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 2006 17 ERLENT Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is BARACK Obama hefur ekki átt sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings nema tvö ár. Hann er hins veg- ar nú þegar orð- inn ein skærasta stjarnan í banda- rískum stjórnmál- um og æ fleiri demókratar líta nú á hann sem helstu vonar- stjörnu flokksins. Það kom þó mörg- um í opna skjöldu þegar Obama lýsti því yfir á sunnudag að hann væri að íhuga að sækjast eftir útnefningu Demókrataflokksins vegna forseta- kosninganna 2008 – menn hafa talið líklegra að hann biði til 2012 eða 2016 með að blanda sér í þá baráttu. Eflaust hefur það haft áhrif á þankagang Obamas að demókratar halda vart vatni yfir honum. Fullyrt er að skrifstofu Obamas berist í hverri viku 300 fyrirspurnir frá sam- tökum eða stofnunum sem vilja fá hann til að flytja ávarp eða sitja fyrir svörum og það er ávallt mikil aðsókn að uppákomum þar sem þess er vænst að Obama komi fram. Á hinn bóginn segir Michael T. Corgan, prófessor við Boston-há- skóla og gestakennari við Háskóla Íslands, að margir demókratar hafi efasemdir um Hillary Clinton, öld- ungadeildarþingmann og fyrrver- andi forsetafrú, en hún hefur lengi verið álitin sigurstranglegust í hópi þeirra sem nefndir hafa verið sem hugsanlegir forsetaframbjóðendur flokksins 2008. „Hillary er auðvitað reyndari stjórnmálamaður en demókratar vita sem er að repúblikanar myndu ekki mála bjarta mynd af henni í að- draganda forsetakosninga, White- water-hneykslismálið yrði rifjað upp og annað af þeim toga. Demókratar munu þess vegna hugsa með sér, að sama hversu fær hún sé sé útilokað að hún geti náð kjöri sem forseti,“ segir Corgan. Corgan tekur undir að fari bæði Clinton og Obama fram muni bar- áttan um útnefninguna standa á milli þeirra, þ.e. að menn eins og John Kerry, Evan Bayh og John Edwards myndu algerlega falla í skuggann. „Ég sé alveg fyrir mér að Obama geti unnið útnefningu Demókrata- flokksins en frambjóðandi Repúblik- anaflokksins, hver svo sem það verð- ur, mun nota reynsluleysi hans gegn honum,“ segir Corgan síðan en sem fyrr segir hefur Obama aðeins setið í öldungadeild þingsins sl. tvö ár. Þá bendir Corgan á að enginn öld- ungadeildarþingmaður hafi náð kjöri sem forseti síðan John F. Kennedy var kosinn forseti 1960. Obama hafi hins vegar mikið að- dráttarafl sem stjórnmálamaður og það kunni að fleyta honum langt. Corgan er spurður að því hvort úr- slit þing- og ríkisstjórakosninga, sem fram fara í Bandaríkjunum eftir tvær vikur, muni skipta máli í að- draganda forsetakosninganna 2008. Hann segir að þau kunni vel að gera það. Fari svo fram sem horfir að demókratar nái völdum í fulltrúa- deild Bandaríkjaþings, sem virðist á þessum tímapunkti næsta öruggt, og hugsanlega einnig í öldungadeild- inni, muni það verða túlkað sem áfellisdómur kjósenda yfir fram- göngu ríkisstjórnar George W. Bush. „Slíkur dómur myndi gefa frambjóðanda demókrata í forseta- kosningum 2008 sterk vopn í barátt- unni við frambjóðanda Repúblikana- flokksins,“ sagði Michael T. Corgan. Obama og Clinton líkleg til að bítast um útnefninguna Flestir töldu að Bar- ack Obama myndi bíða með forsetaframboð Forsetaefni demókrata 2008? Barack Obama þykir hafa öðlast ótrúleg- ar vinsældir á þeim skamma tíma sem liðinn er síðan hann kom fram á sjónarsviðið í landsmálapólitíkinni í Bandaríkjunum. Í HNOTSKURN »Barack Obama skaut upp ástjörnuhimin bandarískra stjórnmála er hann flutti ávarp á flokksþingi demókrata fyrir for- setakosningarnar 2004. Um haustið var hann svo kosinn öld- ungadeildarþingmaður fyrir Ill- inois-ríki. »Obama er 45 ára, sonurblökkumanns frá Kenía og hvítrar konu frá Kansas. »Obama hefur nýverið gefið útbók, The Audacity of Hope. Önnur bók eftir hann, sem kom út 2004, hefur selst í bílförmum. Michael T. Corgan Sydney. AFP, AP. | John Howard, for- sætisráðherra Ástralíu, tilkynnti í gær að stjórn landsins hygðist verja 500 milljón- um ástralskra dollara, sem sam- svarar 26 milljörð- um króna, í barátt- una gegn loftslagsbreytingum í heiminum. Ástralar undirrituðu ekki Kyoto- bókunina um aðgerðir til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda sem eru taldar valda loftslagsbreytingum. Ástralía er helsti kolaútflytjandi heims og Howard hefur sagt að bók- unin sé ósanngjörn, of mörg störf myndu tapast og iðnaður landsins verða fyrir miklu tjóni. Howard sagði í gær að fénu yrði varið í nýja tækni, sem drægi úr mengun af völdum jarðefnaeldsneyt- is, og í endurnýjanlega orkugjafa. Ástralar standa nú frammi fyrir mestu þurrkum í rúma öld og fast hefur verið lagt að stjórn Howards að leggja meira af mörkum til barátt- unnar gegn loftslagsbreytingum. Ástralskir vísindamenn birtu í gær niðurstöður rannsóknar sem bendir til þess að loftslagsbreytingar verði til þess að vínframleiðslan í Ástralíu minnki um rúm 40% fyrir árið 2050. Vísindamennirnir sögðu að vín- framleiðendurnir þyrftu að búa sig undir að rækta nýjar tegundir vín- berja, færa vínekrur eða jafnvel hætta alveg vínframleiðslu. Fjárfest í nýrri tækni Ástralar leggja fé í baráttuna gegn loftslagsbreytingum John Howard

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.