Morgunblaðið - 24.10.2006, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 24.10.2006, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 2006 35 ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Elsku Halli bróðir, Hulda, Raggi, Imba og fjölskyldur, innilegar sam- úðarkveðjur. Sólrún. Nú hefur hún kvatt okkur hún Svava frænka mín. Eftir löng og ströng veikindi er hún komin til henn- ar „Systur“ sinnar. Eftir að Hulda tví- burasystir hennar lést í júní þetta ár fannst mér hún segja „hún Systir mín“ á alveg sérstakan hátt, með svo mikilli áherslu á systir. Hún fann hana í kringum sig og gleymdi því stundum að hún væri farin á undan henni. Ég held að ég hafi aldrei kynnst fallegri væntumþykju en þeirri sem var á milli tvíburanna okk- ar. Enda þær eins og tveir dropar sem amma þekkti ekki í sundur er þær sváfu hlið við hlið. Skapgerð þeirra hefði sæmt sér vel í einni per- sónu, rólegheitin hennar Huldu og krafturinn og fyndin tilsvör Svövu. En sem betur fer voru þær tvær og þar með áttum við þær og fjölskyldur þeirra beggja. Ég trúi því eins og Svava að amma og Hulda kæmu að sækja hana og það hjálpar í sorginni og saknaðarferlinu. Það er erfitt að hugsa um aðra þeirra án þess að þær séu þar báðar og sérstaklega núna þegar þær eru báðar farnar. Þetta er stórt skarð í okkar fjölskyldu en við verðum að halda áfram og reyna að finna hlátur og gleði á ný. Það hefði Svava viljað sem alltaf gat fundið broslegu hliðina á lífinu. Jafnvel í sín- um alvarlegu veikinum var hún ánægðust ef hún gat komið læknum og hjúkrunarfólki til að hlæja. Það fer margt í gegnum hugann núna þegar við kveðjum Svövu. Þær Hulda og Svava voru 6 árum eldri en ég og við aldar upp í sama húsinu. Húsinu hennar ömmu á Bergþóru- götu 6B. Eðlilega voru þær mínar fyr- irmyndir og ég fetaði í fótspor Svövu og náði mér í Vestmannaeying eins og hún. Konur halda stundum að það séum bara við sem getum hugsað um maka í veikindum en Halli hennar Svövu afsannaði það. Svava þjáðist meðal annars af mjög alvarlegri hjartabilun og þegar hún var heima svona veik, eins og hún var þá orðin, vék Halli helst ekki frá henni nema einhver annar væri hjá henni. Það má segja að hann hafi gætt hennar dag og nótt. Vil ég enda þessi fátæklegu orð með því að biðja guð að styrkja hann og afkomendur hans og Svövu. Sólveig Guðlaugsdóttir. ✝ Ferdinand Söe-bech Guðmunds- son fæddist í Byrg- isvík á Ströndum 14. febrúar 1922. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 11. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðmundur Jónsson bóndi í Byrgisvík, f. 14.5. 1864, d. 28.10. 1952, og Sigríður Ingimundardóttir frá Veiðileysu, næsta bæ frá Byrg- isvík, f. 14.8. 1874, d. 10.9. 1952. Foreldrar Ferdinands eignuðust 16 börn og komust 14 til fullorðins ára. Systkini Ferdinands voru: Ingibjörg Sína Vilhelmína, f. 28.9. 1893; Ingimundur Jón, f. 13.10. 1895; Sveinn, f. 17.1. 1897; Guð- rún, f. 10.6. 1898; Sæmundur Ingi- mundur, f. 5.10. 1899; Guð- mundur, f. 6.1. 1901; Kristín, f. 11.5. 1902; Guðbjörg, f. 20.12. 1904; Jóhanna Steinunn, f. 10.8. 1906; Sigríður, f. 10.12. 1907; Jón Jósteinn, f. 3.1. 1911; Jón Rós- mundur, f. 4.3. 1912; Lárus Jó- hann, f. 11.9. 1913; stúlka, f. 1916; og Steinunn Jakobína, f. 25.7. 1917. Öll eru þau nú látin nema Kristín sem er 104 ára og býr á Sólvangi í Hafnarfirði. Ferdinand kvæntist 24. júní 1950 Ernu Helgu Matthíasdóttur frá Patreksfirði, f. 27. júní 1930, d. 22. febrúar 2002. For- eldrar hennar voru Steinunn G. Guð- mundsdóttir, f. 5.8. 1894, d. 27.6. 1967, og Matthías Pétur Guðmundsson, f. 22.2. 1888, d. 8.7. 1964. Erna Helga og Ferdinand eign- uðust átta börn og eru sex þeirra á lífi, 22 barnabörn og fimm barna- barnabörn. Börn þeirra eru: Smári, f. 28.6. 1951, d. 5.4. 1986; Sigríður Guðmunda, f. 4.11. 1952, á þrjú börn og fjögur barnabörn; óskírð stúlka, f. 21.3. 1955, lést sex vikna gömul; Steinunn, f. 21.3. 1956, á fjögur börn, Erla, f. 13.1. 1958, á fjögur börn og eitt barna- barn; Sæmundur Birgir, f. 16.5. 1960, á þrjú börn; Freyr, f. 9.7. 1961, á þrjú börn; Ríkey, f. 23.8. 1970, á tvö börn. Fyrir átti Ferd- inand Kristmund, f. 6.9. 1946, d. 4.12. 1986, á eina dóttur; og Sig- urð, f. 1.2. 1947, á tvö börn. Ferdinand byrjaði til sjós 17 ára gamall og vann við smíðar og múrverk og lauk síðustu 14 árum starfsævinnar í Straumsvík. Útför Ferdinands verður gerð frá Kópavogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Okkur er það bæði ljúft og skylt að minnast vinar okkar sem er kvaddur í dag. Soebech eins og hann var jafnan kallaður var ætt- aður frá Byrgisvík á Ströndum; einn af þessum hraustu, duglegu Strandamönnum sem voru annál- aðir dugnaðarforkar. Hann var yngstur í stórum systkinahópi, mjög samrýndum og skemmtileg- um, söngelskum og glöðum hópi. Soebech var góður maður og fjöl- hæfur til margra verka, hvort heldur til sjós eða lands við smíðar eða múrverk. Það var sama hvað var. Þessi rólegi og prúði maður var líka skemmtilegur og gaman var að hlæja með honum. Hann var iðinn og alltaf að dunda sér við til- tektir. Já, hún var heppin með manninn sinn mín elskulega vin- kona Erna Matthíasdóttir frá Pat- reksfirði, sem lést árið 2002. Þau voru mjög hamingjusöm eins og tvær öðuskeljar úr fjörunni sem smullu saman, samanber ljóðið hans Jenna Jóns sem við sungum oft „við lékum heima saman að legg og skel, blítt var vor og bjart um fjöll og dal“. Já, þetta yljaði okkur. Þau eignuðust níu mann- vænleg börn sem öll eru yndisleg og dugleg. Við sendum þeim inni- legar samúðarkveðjur, sem og öllu skyldfólki og vinum Soebechs. Við þökkum allar góðar minningar sem ylja okkur um ókomna tíð. Guð blessi minningu þína. Elsa og Guðbrandur. Ferdinand Söebech Guðmundsson Sárindin við skrifum í sand og hamingjuna við ristum í stein. Þú litla hvönn sem hvarfst á brott, við bros þitt geymum, það er gott. En eftir stöndum hrygg og sár og lítið stöðvar okkar tár. Hún Arna er geymd í okkar sál við stöndum saman traust sem stál. Elsku Björgvin, Svafa, Fróði og Sindri. Hugur okkar er öllum stund- um hjá ykkur. Jóhanna, Ottó, Aldís Dagmar, Franz og Egill. Arna Ploder ✝ Arna Ploder fæddist 17. maí2006. Hún andaðist 14. októ- ber síðastliðinn og var útför henn- ar hennar gerð 23. október. Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 Guðmundur Jóhannsson f. 10. 6. 1932 d. 8. 3. 1989 Minning þín lifir Hvíl í friði LEGSTEINAR SteinsmiðjanMOSAIK Hamarshöfða 4 – sími 587 1960 www.mosaik.is                   Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar yndislegu AÐALHEIÐAR LILJU SVANBERGSDÓTTUR, Einigrund 8, Akranesi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki A-deildar Sjúkrahúss Akraness fyrir hlýja og góða umönnun. Kristín Minney Pétursdóttir, Svanberg Júlíus Eyþórsson, Minney Ragna Eyþórsdóttir, Hreiðar Þór Eyþórsson, Eva Rakel Eyþórsdóttir og fjölskyldur. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, GÍSLI GÍSLASON, Hvassaleiti 56, lést að morgni mánudagsins 23. október. Jarðarförin auglýst síðar. Ingibjörg Níelsdóttir, Kristinn Gíslason, Auður Björg Sigurjónsdóttir, Halldóra Gísladóttir, Reynir Ragnarsson, Kjartan Gíslason, Ólöf S. Jónsdóttir, Óskar Gíslason, Heiða Waage, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Hjörleifur Sveinbjörnsson, barnabörn og barnabarnabörn. Faðir okkar, tengdafaðir og afi, KARL GUÐMUNDSSON stýrimaður, lést á hjúkrunarheimilinu Ási laugardaginn 21. október. Jarðarförin verður auglýst síðar. Guðrún Karlsdóttir, Jón Snædal, Guðmundur Karlsson, Lynn Karlsson, Sigurður Karlsson, Gunnhildur Gísladóttir, Jóhannes Karlsson, Anna María Karlsdóttir, Friðrik Þór Friðriksson og barnabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, ALDA JÓNATANSDÓTTIR, Ásabraut 4, Keflavík, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju miðviku- daginn 25. október kl. 14.00. Gunnar Hjörtur Baldvinsson, Baldvin Gunnarsson, Bergþóra Vilhelmsdóttir, Jón Þór Gunnarsson, Ragnheiður Hólm Sævarsdóttir, Gunnar Gunnarsson, Angela Færseth, Þ. Magnús Gunnarsson og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUNNLAUGUR JÓN ÓLAFUR AXELSSON framkvæmdastjóri, Kirkjuvegi 67, Vestmannaeyjum, lést af slysförum mánudaginn 16. október. Jarðarförin fer fram frá Landakirkju, Vestmanna- eyjum, laugardaginn 28. október kl. 14.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á safnreikning unglingastarfs Golfklúbbs Vestmannaeyja, kt. 580169-7759, 582-14-101191. Þökkum sýndan hlýhug. Fríða Dóra Jóhannsdóttir, Axel Valdemar Gunnlaugsson, Fríða Sigurðardóttir, Jóhanna Kristín Gunnlaugsdóttir, Guðjón Örn Guðjónsson, Halldór Gunnlaugsson, Lovísa G. Ásgeirsdóttir, afabörn og systkini hins látna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.