Morgunblaðið - 24.10.2006, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 24.10.2006, Blaðsíða 23
tómstundir barna MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 2006 23 FYRIRLESTUR IMMACULÉE ILIBAGIZA Í MIÐSTÖÐ SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA Rúandíski rithöfundurinn Immaculée Ilibagiza heldur fyrirlestur og situr fyrir svörum um lífsreynslu sína og störf í Miðstöð Sameinuðu þjóðanna, Laugavegi 42, Í DAG kl. 12.10–13.00. Nýlega kom út á íslensku bók Immaculée Ilibagiza Ein til frásagnar en þar segir hún frá ótrúlegri lífsreynslu sinni þegar útrýmingarher- ferð Hútúa á hendur Tútsum brast á í landinu árið 1994. Morðæðið stóð í þrjá mánuði og kostaði nærri eina milljón landsmanna lífið. Immaculée lifði blóðbaðið af því í 91 dag sat hún ásamt sjö öðrum konum þögul í hnipri í þröngri baðherbergiskytru meðan hundruð morðingja með sveðjur á lofti leituðu þeirra. Fyrirlesturinn er öllum opinn meðan húsrúm leyfir. Aðgangur ókeypis. Eftir Unni H. Jóhannsdóttur uhj@mbl.is Skák og mát. Hallgerður HelgaÞorsteinsdóttir hefur marg-sinnis farið með þessi sigur- orð í skákinni enda orðið sex sinnum í röð stúlknameistari Íslands. „Ég lærði mannganginn þegar ég var fjögurra ára af bróður mínum, Hilm- ari Þorsteinssyni, sem nýlega varð reyndar Norðurlandameistari fram- haldsskóla með skáksveit Mennta- skólans í Reykjavík. Ég fór fljótlega að fara á skólaæfingar, en stelpurnar voru því miður og eru alltof fáar,“ segir Hallgerður sem vill gjarnan fá fleiri stelpur á æfingar. „Við erum nokkrar í Skákskóla Íslands, þar sem ég æfi nú. Kennararnir mínir þar eru Helgi Ólafsson stórmeistari og Lenka Ptacknikova kvennastór- meistari. Skákfélagið mitt er Hellir sem er auðvitað besta félagið.“ – Teflirðu þá aðallega við stráka? „Já ég geri það nú oftast,“ segir Hallgerður brosandi og neitar því ekki að sumum þeirra finnist erfitt að tapa fyrir stelpu en þeir þurfi bara að venjast því. „En ég á nú samt marga stráka að ágætisvinum,“ segir hún dálítið sposk. Heimsmeistaramótið upplifun Hún segir félagsskapinn, félags- lífið og ferðalögin sem fylgja oft skákinni mjög skemmtileg. „Ég hef farið þrisvar á Heimsmeistaramót barna og unglinga, á Krít, í Grikk- landi og í Frakklandi, og það var skemmtileg upplifun. Það var ótrú- legt að sjá hundruð stúlkna sam- ankomnar frá ólíkum löndum til þess að tefla skák. Sumar voru klæddar eins og við en aðrar í svörtum kufli með slæðu eða í litríkum sari. En all- ar voru þær mjög góðar í skák. Við gátum svo sem ekki mikið talað sam- an, því þær töluðu ekki allar ensku eða tungumál sem allar gátu skilið en það skipti ekki máli yfir skák- borðinu og þetta var mjög lærdóms- ríkt.“ Hallgerður segist æfa sig með því að skoða skákir, jafnt sínar sem ann- arra, og stúdera jafnt byrjanir, mið- töfl og endatöfl. „Það verður enginn góður í skák nema æfa sig og tefla mikið. Við æfingar nota ég einnig sérstök skákforrit í tölvunni og stundum bækur.“ Spilar handbolta og á fiðlu Skákin er þó ekki það eina sem Hallgerður leggur stund á í tóm- stundum sínum því hún hefur einnig lært á fiðlu frá því hún var fjögurra ára og fyrir fjórum árum byrjaði hún að æfa handbolta. – Hvernig hefurðu tíma til þess að stunda þetta allt saman? „Ég hef ekki tíma í það,“ segir hún og hlær. „Mér finnst svo gaman að læra á fiðlu og reyndar er það víst nokkuð algengt að skákmenn séu einnig í tónlistarnámi. En mig vant- aði hreyfingu, bæði til þess að vera í betra líkamlegu formi og eins til þess að fá útrás, svo ég skellti mér í hand- boltann hjá KR, þar sem ég er í stöðu hornamanns. En einhvern tím- ann verð ég líklega að velja á milli,“ segir þessa vaska stelpa sem gaman verður að fylgjast með í framtíðinni, á hvaða sviði sem það verður. Upprennandi drottning í skák Morgunblaðið/ÞÖK Hæfileikarík Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir segir að strákar verði bara að venjast því að tapa fyrir stelpum. „ÞAÐ geta allir sem áhuga hafa á því að tefla komið í Skákskóla Ís- lands, lært og æft sig en skólinn býður upp á margs konar nám- skeið bæði fyrir byrjendur og lengra komna,“ segir Lenka Ptankcikova, kvennastórmeistari og Norðurlandameistari í skák, en hún er einn kennara við skól- ann. „Í kennslunni er lögð áhersla á að auka þekkingu og skilning nemenda á lögmálum skáklist- arinnar. Einnig er fjallað um ýmsa þætti skáksögunnar og far- ið í gegnum grundvallargildi góðrar taflmennsku, s.s. drengi- lega keppni, virðingu fyrir and- stæðingnum, frumkvæði, þraut- seigju, útsjónarsemi og hugmyndaflug.“ Hún segir að börn þurfi að læra að tapa rétt eins og að vinna og læra af mistökum sínum. „Í skákinni fá þau fjölmörg tækifæri til þess. Félagslífið er einnig öfl- ugt og einnig alþjóðleg samskipti, Námskeið fyrir alla í Skákskólanum Morgunblaðið/Eyþór www.skakskolinn.is/ t.d. í gegnum netið, en notkun netsins er þá markviss eins og þátttaka á skákmótum þar.“ ókeypis smáauglýsingar mbl.is Sængurfataverslun, Glæsibæ • Sími 552 0978 • www.damask.is • Opið mán.-fös. kl. 10-18, lau. kl. 10-16 Rúmföt fyrir alla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.