Morgunblaðið - 24.10.2006, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 2006 29
Höfum
kaupendur
Erum með kaupendur að öllum stærðum og gerðum fyrir-
tækja sem mega kosta allt upp í 3-400 milljónir. Margt
kemur til greina. Einnig kaupendur að öllum gerðum lítilla
fyrirtækja. Greiðslur eru oftast staðgreiðsla. Hafið samband
við Reyni Þorgrímsson, sem stofnaði þessa elstu starfandi
fyrirtækjasölu landsins og starfar þar enn. Hann þekkir því
þessi mál betur en flestir aðrir. Gemsinn hans er 896 1810.
Allar upplýsingar í fullum trúnaði.
Nánari upplýsingar veittar á skrifstofunni, ekki í síma eða
á netinu.
Skráin á netinu: www.fyrirtaeki.is
Lögg. fasteignasali: Bergur Guðnason hdl.
Elsta fyrirtækjasalan á landinu.
FIMMTUDAGINN 12. október
flykktust nemendur HÍ í með-
mælagöngu niður á Austurvöll. Til-
gangurinn var að
hvetja til umræðu um
menntamál, hvorki
meira né minna en að
gera menntamál að
kosningamáli. Há-
skólanemar eiga heið-
ur skilinn fyrir þetta
framtak, því mennta-
mál eru að sjálfsögðu
hin sönnu eilífðarmál
hverrar þjóðar.
Um stjórn mennta-
málaráðherra Íslands
síðustu árin þarf ekki
mörg orð að hafa.
Hún birtist í sömu
mynd og t. d. stóriðjustefnan, í því
að sýna valdið, keyra í gegn oft
gamlar ákvarðanir án þess að
rannsaka aðstæður til hlítar eða að
skeyta um afleiðingar. Andmælum
fagfólks er vísað alfarið á bug.
Þegar talið berst að fram-
kvæmdum er þó gjarnan vísað til
„hins góða fagfólks, sem sé fylli-
lega treystandi“. Skýrt dæmi um
þetta er fyrirhuguð stytting náms
til stúdentsprófs. Hún byggir á
nefndaráliti frá 1994. Síðan þá hef-
ur margt breyst í skólakerfinu, t.
d. voru nýjar námskrár teknar í
gagnið í grunn- og
framhaldsskólum og
stefnan „skóli án að-
greiningar“ í grunn-
skólum. Í raun veit
enginn nákvæmlega,
hvernig nemendum
þetta skilar, því
menntayfirvöld létu
ekki svo lítið að kanna
málið áður en ráðist
skyldi í styttingu. Í
menntamálum eru
slíkir stjórnunarhætt-
ir ekki vænlegir til ár-
angurs. Þar lúta fram-
kvæmdir öðrum
lögmálum en stóriðjufram-
kvæmdir. Skólastarf byggist á
dugnaði, vilja, ábyrgð og frum-
kvæði þeirra sem við skólana
starfa. Skipanir að ofan, ákvarð-
anir án samráðs eða í óþökk þeirra
eru líklegar til að mistakast. Það
er fyrsta lexían í þeim fræðum er
fjalla um skólaþróun og breytingar
á skólastarfi. Hin raunverulega
stjórn menntamála fer fram innan
skólanna sjálfra, inni í skólastof-
unni. Það ættu menntamálayfirvöld
að hafa í huga við ákvarðanatöku
sína.
En hver er stefna núverandi rík-
isstjórnar í menntamálum? Hún
birtist í grundvallaratriðum í
þremur meginmarkmiðum: a) Að
fjölga einkaskólum á grunn-
skólastigi, b) að stytta námstíma í
framhaldsskólum um eitt ár og c)
að þröngva ríkisreknum háskólum
til að taka upp skólagjöld. Allt
snýst þetta að meira eða minna
leyti um peninga, í fyrsta tilvikinu
um fjármagn sveitarfélaga en rík-
isfé í þeim síðari. Fyrsta málið er
þegar í höfn, hin tvö eru vægast
sagt umdeild og enn óútkljáð. Að
baki liggur væntanlega hin sér-
kennilega trúarkredda ýmissa
Sjálfstæðismanna að líta á allt og
alla út frá sjónarmiðum markaðs-
lögmálanna. Þetta er stórhættu-
legur hugsunarháttur, sem því
miður litar alla umræðu á Íslandi.
Litið er á menntakerfið sem mark-
aðskerfi og rekstur skóla sem hag-
fræðilegt viðfangsefni eða vanda-
mál. Skólar eiga að selja menntun,
menntun er framleidd, þar er
ákveðin framleiðni og afkastageta
og allt ræðst þetta af framboði og
eftirspurn. Á markaðinum skal
ríkja samkeppni og valfrelsi vera
til staðar. Nemendur kaupa sér
menntun í formi prófgráðu, hún er
eins konar eign, eftirsóknarvert
góss á við hús eða jeppa, því hún
veitir aðgang að æðri menntastofn-
unum eða vel launuðum störfum.
Þess vegna sóa menn dýrmætum
tíma í að mennta sig í stað þess að
auka ævitekjur sínar og tekjur
þjóðarbúsins sælir í sveita síns
andlits.
Augljósasti gallinn við ofan-
greindan hugsunarhátt stjórnvalda
er að inntak menntunar skiptir hér
engu máli. Það hefur komið vel í
ljós í umræðunni um styttingu
námstíma til stúdentsprófs. Stytt-
ing um ár skerðir inntak námsins.
Um það þarf ekki lengur að efast
með tilvísan í hárfínan prósentu-
reikning hagfræðinga, það er nóg
að bera ný drög að námskrám sam-
an við núgildandi námskrár. Þessi
staðreynd gleymdist við stefnu-
mótunina, hún varð að víkja fyrir
kröfunni um meiri framleiðni, auk-
in afköst og arðsemi. Stóra spurn-
ingin hér á torgi markaðs-
lögmálanna hlýtur náttúrulega að
vera: Er mikil eftirspurn eftir slíku
námi? Því nemendur í mennta-
markaðskerfinu hafa lengi haft val
á milli bekkjarskóla og fjölbrauta-
skóla, þar sem þeir geta sjálfir ráð-
ið námshraða sínum. Einmitt þess
vegna voru slíkir skólar stofnaðir.
Meðalnámstími nemenda bekkjar-
skóla er 4, 2 ár, meðalnámstími
nemenda fjölbrautarskóla er tæp 5
ár. Það er bersýnilega ekki mikil
eftirspurn eftir þriggja ára stúd-
entsnámi. Hvers vegna þá að
þvinga það í gegn með valdboði?
Hvort er mikilvægara inntak og
gæði menntunar eða arðsemi, hraði
og hagræðing? Svar ríkisvaldsins
er að finna í fjárlögum fyrir árið
2007. Þar eru fjárframlög á hvern
framhaldsskólanema skert en 90
milljónum skal varið í undirbúning
styttingar náms til stúdentsprófs.
Þannig standa málin á Íslandi enda
eru hagfræðingar helstu mótendur
menntastefnunnar. Útkoman úr
reikningsdæmi þeirra er jafn gáfu-
leg og ef hópur kennara undir for-
ystu Jóns Torfa Jónassonar legði
grunn að næstu fjárlögum og
byggði starfið á fjölgreindarkenn-
ingu Gardners.
Menntun og markaðshyggja
Kolbrún Elfa Sigurðardóttir
skrifar um menntamál »Hvort er mikilvæg-ara inntak og gæði
menntunar eða arðsemi,
hraði og hagræðing?
Kolbrún Elfa
Sigurðardóttir
Höfundur er fornfræðingur.
ÞAKRENNUKERFI
á öll hús – allsstaðar
BLIKKÁS –
Smiðjuvegi 74
Sími 515 8700
TALSVERT hefur verið fjallað
um mikla fjölgun öryrkja und-
anfarinn áratug og
hafa lífeyrissjóðir
landsins neyðst til að
hækka iðgjöld um 1%
af launum allra laun-
þega eða sem svarar 6
milljörðum á ári til að
standa undir þessari
byrði. Á fundi sem ég
hélt í Háskóla Íslands
sl. laugardag fjallaði
ég um stöðu öryrkja
en þeir fást við kerfi
sem vinnur gegn end-
urhæfingu og býr til
öryrkja. Ræddi ég um
hugmyndir sem ég hef þróað á
undanförnum árum til að taka á
þessum vaxandi vanda öryrkja og
samfélagsins. Fundarstjóri var
Sigursteinn Másson formaður Ör-
yrkjabandalags Íslands.
Hugmyndir mínar ganga út á al-
gerlega nýtt kerfi.
Hætt verði að einblína á van-
getu öryrkjans og litið til
getu hans og reynt af alefli að
rækta þá getu og gera öryrkj-
ann vinnufæran á ný. Í því
felst að fljótlega eftir slys eða
veikindi verði farið í aðgerðir
til að endurhæfa sjúklinginn
og þær aðgerðir vari alla tíð.
Mati á örorku verði breytt úr
læknisfræðilegri örorku í mat
á hæfni til að afla tekna.
Sumir öryrkjar
stunda núna fulla
vinnu.
Tekið yrði upp
mat á vinnugetu
í heilum prósent-
um 0%, 1%, og
upp í 90%. Mað-
ur með 60%
vinnugetu megi
þéna 60% af fyrri
tekjum án skerð-
ingar og fái 40%
af fullum lífeyri
frá lífeyrissjóði
og Trygg-
ingastofnun.
Tekið verði upp samfellt kerfi
kjarasamninga, sjúkrasjóða
og lífeyrissjóða til að tryggja
fólki afkomu í veikindum og
slysum.
Hver öryrki fái leiðbeinanda
sem aðstoðar hann í gegnum
kerfið og endurhæfinguna.
Samskipti lífeyrissjóða og
Tryggingastofnunar verði ein-
földuð verulega.
Á fundinum ræddi ég einnig um
deilu Öryrkjabandalagsins og 14
lífeyrissjóða.
Skemmtilegar og fróðlegar um-
ræður spunnust á fundinum og var
það mál manna að nauðsynlegt
væri að skera upp núverandi kerfi.
Voru hugmyndir mínar ræddar ít-
arlega og fengu góðan hljómgrunn.
Formaður Öryrkjabandalagsins
tók sérstaklega undir hugmyndir
um einföldun kerfisins. Fram kom
sú skoðun að atvinnulífið vildi ekki
ráða öryrkja í vinnu og að því
þyrfti að breyta. Mikið var rætt
um deilu ÖBÍ við lífeyrissjóðina.
Fram kom það sjónarmið að aldr-
aðir væru að bera skerðingu vegna
mikillar byrði af öryrkjum og
spunnust um það nokkrar umræð-
ur.
Síðasti fyrirlesturinn verður
miðvikudaginn 23. október og mun
ég þar fjalla um varðveislu og nýt-
ingu auðlinda. Andri Snær Magna-
son rithöfundur verður fund-
arstjóri og andmælandi.
Upplýsingar um fyrirlestraröðina
er að finna á heimasíðu minni pet-
ur.blondal.is.
Býr kerfið til öryrkja?
Pétur Blöndal skrifar
um öryrkja »Hugmyndir mínarganga út á algerlega
nýtt kerfi.
Pétur Blöndal
Höfundur er alþingismaður.
vaxtaauki!
10%Sagt var: Hann lúskraði á stráksa.RÉTT VÆRI: Hann lúskraði stráksa. Eða: Hann lumbraði ástráksa.
Gætum tungunnar
Fréttir
í tölvupósti