Morgunblaðið - 24.10.2006, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 24.10.2006, Blaðsíða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Atvinnuauglýsingar Kynning ehf. Vegna aukinna verkefna vantar okkur kynning- arfulltrúa til starfa hjá okkur STRAX! Við erum þjónustufyrirtæki og tökum að okkur vörukynn- ingar í verslunum auk annarra spennandi verk- efna. Þú þarft að vera stundvís, mannblendinn, brosmild/ur og áhugasöm/samur á aldrinum 16 og uppúr. Vinnutíminn er sveigjanlegur en mestu annirnar eru eftir hádegi á fimmtud., föstud., laugard. og sunnud. og í ca 4-6 tíma í senn. Frekari upplýsingar eru veittar í síma 586 9000 www.kynning.is/starfsumsókn. Ert þú að leita að nýjum, ferskum starfsframa? Ert þú 18-26 ára? Metnaðargjörn/gjarn og áköf/ ákafur með alvöru fjárhagsleg framtíðarplön? Okkur vantar 12 manneskjur núna til þjálfunar í einstakt sölustarf í nýju íslensku fyrirtæki! Hlunnindi m.a.: Góð grunnlaun. Laun eftir að takmarki er náð geta orðið 340.000 kr. á mán. Bíll og aðrir bónusar, t.d. stöðuhækkun upp í sölustjóra. Vinsamlegast sendið inn náms- og starfsferil. Mynd verður að fylgja. Umsækjendur sendi umsóknir til augldeildar Mbl. eða á box@mbl.is merktar: „F — 19188“. Raðauglýsingar 569 1100 Húsnæði óskast Lögmannsstofa/ félagasamtök Húsnæði óskast á svæði 101, 105 eða 108 í Reykjavík, fyrir lögmannsstofu og félagasam- tök, þ.e. tvö rúmgóð vinnusvæði sem mega vera misstór. Nauðsynleg hliðaraðstaða eða hlutdeild með annarri skyldri starfsemi: b) Kaffiaðstaða c) Fundaraðstaða d) Móttaka Góð aðkoma og góð sameign æskileg. Upplýsingar sendist til avald@sumarhus.is eða upplýsinar í síma 863 8090. Nauðungarsala Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins í Hafnarstræti 107, Akureyri, sem hér segir á eftirfarandi eignum: Hafnarstræti 20, 01-0101, Akureyri (214-6869), þingl. eig. Inga Mirra Arnardóttir, gerðarbeiðandi Frjálsi fjárfestingarbankinn hf., föstudag- inn 27. október 2006 kl. 10:00. Haukur EA-76, skipaskr.nr. 0236, þingl. eig. Stakkar ehf., gerðarbeið- andi Tryggingamiðstöðin hf., föstudaginn 27. október 2006 kl. 10:00. Sýslumaðurinn á Akureyri, 23. október 2006. Eyþór Þorbergsson, ftr. Tilboð/Útboð ÚTBOÐ Hitaveita Suðurnesja hf, Brekkustíg 36, 260 Reykjanesbær Sími: 422 5200 - www.hs.is - hs@hs.is ORKUVER 6, SVARTSENGI Útboð F0217-18 12kV dreifi- og rafalaskápar og straumskinnukerfi (12kV Air-Insulated Switchgear, Generator Breaker, Neutral Point and Busbar System) Óskað er eftir tilboðum í hönnun, framleiðslu og fob-afhendingu á 11kV dreifiskápum, rafalaskápum og straumskinnukerfi fyrir 30MW rafal orkuversins. Afhendingardagsetningar eru frá 22. janúar til 23. október 2007. Tilboðum skal skilað á skrifstofu Hitaveitu Suðurnesja hf., Brekkustíg 36, 260 Reykjanesbæ, eigi síðar en mánudaginn 27. nóvember 2006 kl. 14.00. Útboðsgögn er unnt að nálgast á heimasíðu Hitaveitunnar, www.hs.is frá kl. 13.00 þriðjudaginn 24. október 2006. Útboð þetta er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu. Útboðsgögn eru á ensku. Tilkynningar Auglýsing um breytingu á deiliskipulagi í landi Kross (1. áfangi) Hvalfjarðarsveit Samkvæmt ákvæðum 25. gr. Skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með lýst eftir athugasemdum við tillögu að breytingu á deili- skipulagi í Krosslandi (1. áfangi) Hvalfjarðar- sveitar. Tillagan felur í sér hækkun á nýtingu ytri bygg- ingarreita fjölbýlishúsa úr 33% í 50%. Breyting verður á byggingarreit Fögruvalla 1 og húsið hækkað úr tveimur hæðum í þrjár, íbúðum fjölgað úr 26 íbúðum í 39 íbúðir og fyrirkomu- lagi bílastæða breytt. Byggingarreitir Kross- valla 2 og Krossvalla 4 verða stækkaðir og leyft verður að nýta hluta 1. hæðar sem bílageymsl- ur og er fyrirkomulagi bílastæða breytt því samfara. Tillagan ásamt byggingar- og skipulagsskilmál- um liggur frammi á skrifstofu Hvalfjarðarsveit- ar, Innrimel 3, frá 24. okt. til 21. nóv. 2006 á venjulegum skrifstofutíma. Athugasemdum skal skila á skrifstofu oddvita Miðgarði fyrir 5. des. 2006 og skulu þær vera skriflegar. Þeir sem ekki gera athugasemd inn- an tilgreinds frests teljast samþykkir tillögunni. Skipulags- og byggingarfulltrúi Hvalfjarðarsveitar. Félagslíf  HLÍN 6006102419 VI  Hamar 6006102419 I  FJÖLNIR 6006102419 III  EDDA 6006102419 I I.O.O.F. Rb. 1  15610248-9.0* Gestir frá Danmörku á sam- komu í kvöld kl. 20.00. www.krossinn.is. Atvinnuauglýsingar sími 569 1100 FRÉTTIR LÖGREGLAN í Hafnarfirði lýsir eftir vitnum að umferðaróhappi mánudaginn 16. október klukkan 14.09 á gatnamótum Vífils- staðavegar og Hafnarfjarðarvegar í Garðabæ. Umferð þar er stjórnað með umferðarljósum og lentu þar saman hópbifreið af gerðinni Mercedes Benz Sprinter, hvít að lit, sem ekið var suður Hafnarfjarðar- veg og vörubifreið af Scania-gerð sem ekið var vestur Vífilsstaðaveg. Ágreiningur er uppi um stöðu umferðarljósa þegar áreksturinn varð og því eru þeir vegfarendur sem kunna að hafa orðið vitni að óhappinu beðnir að hafa samband við lögreglu í síma 525 3300. Lýst eftir vitnum Röng mynd ÞAU mistök urðu í blaðinu í gær að röng mynd birtist af Sigrúnu Vikt- orsdóttur, starfs- manni VR, með grein hennar um vinnu barna og unglinga. Mynd- in var af sam- starfskonu Sig- rúnar, Júníu Þorkelsdóttur, en hér er rétta myndin af Sig- rúnu. Rangt nafn Í UMFJÖLLUN um Björgunar- skóla Landsbjargar á laugardag var ranglega farið með nafn skólastjór- ans. Skólastjórinn heitir Oddur E. Kristinsson. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. LEIÐRÉTT Sigrún Viktorsdóttir VÁTRYGGINGAFÉLAG Íslands boðar til opins fundar um forvarna- og öryggismál í hestamennsku á Hótel Selfossi á morgun, miðviku- dag, klukkan 20. „Fólki sem stundar hesta- mennsku hefur fjölgað mikið á und- anförnum árum og að sama skapi hefur óhöppum og slysum fjölgað. Á síðustu mánuðum hafa orðið nokkur mjög alvarleg mænu- skaðaslys og eins banaslys tengd hestamennskunni og því er mik- ilvægt að brugðist sé við með mark- vissum slysavörnum,“ segir í frétta- tilkynningu. Frummælendur á fundinum verða Ragnheiður Davíðsdóttir, forvarnafulltrúi VÍS, Jón Albert Sigurbjörnsson, formaður Lands- sambands hestamannafélaga, Ólaf- ur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi, Rúnar Þór Guðbrandsson, svæðisstjóri VÍS Agria, og Þórir B. Kolbeinsson, heilsugæslulæknir á Hellu. Forvarna- og öryggismál í hestamennsku ÞEKKINGARSETUR Iðn- tæknistofnunar starfar bæði sem verktaki og frumkvöðull í miðlun þekkingar. Þekkingarsetrið þróar og skipuleggur ýmis námskeið og vinnustofur í tengslum við atvinnu- lífið. Námskeiðið Straumlínustjórnun hefur vakið athygli þar sem fyr- irtæki eru í sífelldri leit að nýjum hugmyndum varðandi rekstr- arstjórnun, þ.e. hvernig hámarka megi arðsemi þeirra fjárfestinga sem bundnar eru í mannauði, tækj- um, birgðum kerfum, vörum og þjónustu fyrirtækjanna, segir í fréttatilkynningu. Leiðbeinandinn Pétur Arason er rekstrarverkfræð- ingur hjá Marel og vinnur þar m.a. að innleiðingu aðferða straum- línustjórnunar. Á námskeiði um bætt tölvu- samskipti eru kenndar aðferðir til að gera tölvupóstinn skilvirkari þannig að skilaboð séu skýrari og virðing borin fyrir tíma viðtakanda. Kennt er hvernig á að eyða lág- markstíma í tölvupóst með há- marksárangri. Leiðbeinandinn Margrét Reynisdóttir er fram- kvæmdastjóri KAXMA-ráðgjafar, segir í tilkynningunni. Frekari upplýsingar um nám- skeiðin eru á vef Iðntæknistofnunar www.ti.is. Námskeið hjá Þekkingarsetri THORVALDSENSFÉLAGIÐ hefur á undanförnum árum gefið út jóla- kort til styrktar ýmissa líknarmála en þó sérstaklega sjúkum börnum. Félagið hefur starfað að líknar- málum barna vel á aðra öld. Myndin á jólakortinu í ár – Móðir og barn – er eftir Kristínu G. Gunn- laugsdóttur, listmálara. Sr. Hjálmar Jónsson, dóm- kirkjuprestur, orti ljóðið að þessu sinni sérstaklega fyrir Thorvald- sensfélagið. Jólakortin eru seld hjá félaginu og á Thorvaldsensbazarnum í Austur- stræti 4, einnig er hægt að nálgast þau í ýmsum bóka- og blómabúðum. Jólakort Thor- valdsensfélagsins Í TILEFNI af 30 ára afmæli Iðju- þjálfafélags Íslands var haldin ráð- stefna og veglegt afmælishóf. Í afmælishófinu var sú nýbreytni að halda uppboð á munum sem gerðir hafa verið í hinum ýmsu iðjuþjálfunarstöðvum. Allur ágóði af uppboðinu, 77.500 kr., rann til Ljóssins, endurhæf- ingar- og stuðningsmiðstöðvar fyr- ir krabbameinsgreinda og aðstand- endur þeirra. Félagar í Iðjuþjálfa- félagi Íslands styrkja Ljósið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.