Morgunblaðið - 24.10.2006, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.10.2006, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI EFTIR ítarlega tveggja daga rann- sókn komu í ljós fjögur atvik þar sem rafrænar nýskráningar í Samfylk- inguna í Norðausturkjördæmi, vegna prófkjörs þar, skiluðu sér ekki inn á kjörskrá. Þetta kemur fram í yfirlýsingu kjörstjórnar flokksins í kjördæminu. Benedikt Sigurðarson, dósent við Háskólann á Akureyri, sem býður sig fram í 1. sæti listans eins og Kristján Möller alþingismaður, sagði á heimasíðu sinni fyrir helgi að í ljós hefði komið alvarlegur vandi við skráningu í flokkinn, um vanstill- ingu hefði verið að ræða á skráning- arsíðu flokksins, og vildi hann því opna kjörskrá aftur. Í yfirlýsingu kjörstjórnar segir um tilvikin fjögur: „Ástæða þess að skráningar misfórust eru samverk- andi þættir af misskráningum send- enda á netföngum og stillingum ör- yggiskerfa hýsingarfyrirtækja vefsíðu Samfylkingarinnar. Mikil- vægt er að fram komi að ekkert er athugavert við vefsíðu flokksins og ekkert bendir heldur til að verulegur fjöldi skráninga hafi misfarist. Í ljósi þessa er almennt ekki ástæða til þess fyrir fólk að óttast að skráning þess hafi ekki skilað sér. Í ljósi að- stæðna gaf kjörstjórn frambjóðend- um kost á að koma með athugasemd- ir eftir að kjörskrá hafði verið lokað og tók kjörstjórn jákvætt í þær at- hugasemdir sem bárust. Kjörskrá hefur nú verið lokað samkvæmt ákvörðun kjörstjórnar. Kjörseðlar voru póstlagðir fyrir helgi og munu kjörgögn berast flokksmönnum eftir helgina.“ Kjörstjórn biður þá frambjóðend- ur, sem fjallað hafa um málið á heimasíðu sinni, vinsamlegast um að birta þessa yfirlýsingu þar. Benedikt gerir það en segir einnig: „Þau vandamál sem frambjóðendur hafa gert athugasemdir við – varðandi skráningarsíðu Samfylkingarinnar – hafa leitt til þess að 199 nöfnum hef- ur verið bætt við kjörskrána. Ástæða er til að undirstrika að það er að sjálfsögðu aðalskrifstofa Samfylk- ingarinnar og framkvæmdastjóri sem ber fulla ábyrgð á vefsíðu flokksins og prófkjörsnefndir í ein- stökum kjördæmum reikna að sjálf- sögðu með því að þar sé allt í lagi.“ Tóku jákvætt í athugasemdir Morgunblaðið/Golli Flestir Stærsta Samfylkingarfé- lagið í kjördæminu er á Akureyri. Í HNOTSKURN »Kjörstjórn segir að í ítarlegrirannsókn hafi komið í ljós fjögur atvik þar sem rafrænar nýskráningar skiluðu sér ekki. »Benedikt Sigurðarson segirað vegna athugasemda hafi 199 nöfnum verið bætt við kjör- skrána. KRAKKARNIR á Naustatjörn velta því líklega aldrei fyrir sér hvar kennararnir eru menntaðir en í þessari viku er því fagnað í Háskólanum á Akureyri að tíu ár eru frá því að leikskólabraut var sett á stofn. Af því til- efni verða m.a. haldnir tveir fyrirlestrar á fimmtudag- inn. Guðmundur Heiðar Frímannsson forseti kenn- aradeildar fjallar um skóla, menntun og lýðræði og Alison Clark við University of London heldur hátíð- arfyrirlestur. Á föstudag verður svo opið hús í nokkr- um leikskólum bæjarins. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Haldið upp á tíu ára afmælið Neskaupstaður | Blús-, rokk- og djassklúbburinn á Nesi er þekktur fyrir að trylla lýðinn í byrjun vetrar og í ár er engin undantekning þar á. Síðastliðna helgi var Queen- sýning Brjáns, „Brján will rock you“ frumsýnd í Egilsbúð. Mikil spenna myndast gjarnan áður en gefið er upp hvert þema ársins er, en í ár eru það snilling- arnir í Queen sem fá óskipta at- hyglina. Einungis hinir íslensku Stuðmenn hafa orðið þess heiðurs aðnjótandi að fá heila sýningu til- einkaða sér hjá Brján. Að sögn Ágústs Ármanns Þorlákssonar sem er þreyttur og rámur eftir átök helgarinnar, var ákveðið að hafa Queen sýningu til heiðurs Freddie Mercury, sem hefði orðið sextugur á árinu. Mesti hetjutenór rokksins Áður en sýningin sjálf hefst gæða gestir sér á glæsilegri þrírétta mál- tíð: reyksoðnum lax, unaðslegum andabringum og Irish coffee frauði sem er borið fram undir fyrstu tón- um sýningarinnar, One Vision, sem Bjarni Freyr Ágústsson syngur. Á efnisskrá eru öll vinsælustu lög Queen í gegnum tíðna, m.a. Tie your mother down, You’re my best friend, A kind of magic, Another one bites the dust, Bohemian Rhap- sody og We are the champions svo einhver séu nefnd. Það eru söngv- ararnir Bjarni Freyr Ágústsson, Jón Jósep Snæbjörnsson og Hreim- ur Örn Heimisson í fjarveru Jónsa, sem bera hitann og þungann af söngnum með glæsilegum árangri. Að sögn Ágústs Ármanns er þetta er mjög erfið og krefjandi tónlist að syngja. „Það er ekki á hvers manns færi að syngja Freddie, enda var hann mesti hetjutenór rokksins“. Aðrir söngvarar í sýningunni eru Kolbrún Gísladóttir, Helgi Bjarka- son, Hanna Valdís Jóhannsdóttir og Steinar Gunnarsson. Hljóðfæraleik- arar eru Viðar Guðmundsson, Þor- lákur Ægir Ágústsson, Ágúst Ár- mann Þorláksson, Jón Hilmar Kárason, Marías B. Kristjánsson og Helgi Georgsson. „Skemmtilegasta sýningin sem við höfum sett upp til þessa“ Frumsýningargestir virtust mjög ánægðir með sýninguna og voru fljótir upp úr sætum sínum til að taka þátt í fjörinu. Jón Hilmar Kárason, formaður Brjáns og gít- arleikari í sýningunni, segir að ekki hafi verið ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur: „Fyrir okkur tón- listarmennina er þetta skemmtileg- asta sýningin sem við höfum sett upp. Þetta er mjög krefjandi sýning fyrir söngvara og hljóðfæraleikara en við höfum haft svaka gaman af þessu og erum búnir að leggja mikla vinnu í þetta.“ Eftir því sem leið á sýninguna færðist meira fjör í leikinn og þegar Jónsi söng lokalag sýningarinnar, „We are the cham- pions“ tóku sýningargestir vel und- ir með í söngnum. Að þessu sinni eru einungis tvær sýningarhelgar þar sem sýnt er bæði föstudags- og laugardags- kvöld og er uppselt á sýninguna n.k. laugardagskvöld, en örfá sæti laus á föstudag. Þá eru „ýmis önnur plön í gangi“ að sögn Ágústs Ár- manns, „en ekkert hægt að gefa neitt upp á þessi stigi málsins annað en að það er hefð fyrir því að sýna í Reykjavík.“ Sýningin verður að halda áfram Bjarni Mercury, heit- asti Queen-aðdáandinn norðan Kálfafellsfjalla. Skikkjuflaks Jón Jósep Snæbjörnsson með til- komumikla sviðsframkomu að vanda. Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir Við erum sigurvegararnir! Jónsi og frumsýningargestir í miklum ham í lok æsilegrar Queen-rokksýningar Brjáns. Drottningartaktar hjá BRJÁN AUSTURLAND AÐ undanförnu hefur hlutleysi í trúarbragðakennslu verið deiluefni víða um lönd. Á og getur trúar- bragðafræðsla verið hlutlaus? kall- ast fyrirlestur sem Ingvill T. Plesner flytur við Háskólann á Ak- ureyri í dag kl. 12 í stofu L201 Sólborg. Plesner skrifaði meist- araritgerð í félagsfræði við Ósló- arháskóla um trúarbragðakennslu í grunnskólum en hún vinnur nú að doktorsritgerð um trúfrelsi og af- stöðu ríkisins til trúarbragða í völd- um löndum með sérstakri áherslu á Noreg og Frakkland. Hlutlaus fræðsla? SEX sóttu um starf þróun- arstjóra Fjalla- byggðar; Halldór Kr. Jónsson, inn- kaupa- og vöru- stjóri, Jón Hall- dór Guðmunds- son, skrifstofu- stjóri, Jón Hrói Finnsson, ráð- gjafi, Kári Sturluson, frkv.stjóri, Magnús Jón- asson, deildarstjóri og Sveinbjörg Sveinsdóttir, frkvstjóri. Sex sóttu um Miðbik Mynd úr Héðinsfirðinum. FEMÍNISTAFÉLAG Akureyrar heldur fund í kvöld í tilefni þess að 31 ár er í dag frá því Kvennafrídag- urinn var fyrst haldinn. Fundurinn verður á Café Amor kl. 20.30 og yf- irskriftin er Þarf að efast um kjark kvenna? Í tilkynningu frá félaginu segir að sorglegt sé að skv. könnun sem félagsmálaráðuneytið lét gera nýlega hafi kynbundinn launamun- ur hérlendis lítið sem ekkert breyst síðan 1994. Óútskýrður munur sé enn 15,7% og spurt er: Er þetta eitt- hvað sem við erum tilbúin að sætta okkur við árið 2006? Þarf að efast?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.