Morgunblaðið - 24.10.2006, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 24.10.2006, Blaðsíða 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ BÖRN KVIKMYND EFTIR RAGNAR BRAGASON eee Ó.H.T. RÁS2 eeee HEIÐA MBL WWW.HASKOLABIO.ISSTÆRSTA KVIKMYNDAHÚS LANDSINS HAGATORGI • S. 530 1919 Ekki missa af kraftmestu spennumynd ársins Þegar hættan steðjar að ... fórna þeir öllu Frá leikstjóra “The Fugitive” KEVIN COSTNER ASHTON KUTCHER Varðveit líf mitt fyrir ógnum óvinarins BYGGÐ Á METSÖLUBÓK ARNALDAR INDRIÐASONAR eeee SV, MBL eee MMJ, KVIKMYNDIR.COM eee EGB, TOPP5.IS NICOLAS CAGE SÝNIR STÓRLEIK Í MYNDINNI. eee ROLLING STONE eeee EMPIRE eee BBC eeee TOPP5.IS HEIMURINN HEFUR FENGIÐ AÐVÖRUN. eeeee H.J. MBL eeee TOMMI/KVIKMYNDIR.IS eeee V.J.V. TOPP5.IS KVIKMYND EFTIR BALTASAR KORMÁK 20% AFSLÁTTUR FYRIR VIÐSKIPTAVINI Í GULLVILD OG PLATÍNUM GLITNIS, EF GREITT ER MEÐ GREIÐSLU- KORTI FRÁ GLITNI eeee Davíð Örn Jónsson – Kvikmyndir.com eeeee Hallgrímur Helgason – Kastljósið eeee H.S. – Morgunblaðið MÝRIN kl. 6 - 7 - 9 - 10:15 B.i. 12.ára. THE GUARDIAN kl. 6 - 9 B.i. 12.ára. WORLD TRADE CENTER kl. 8 - 10:30 B.i. 12.ára. THE QUEEN kl. 6 - 8 B.i. 12.ára. AN INCONVENIENT TRUTH kl. 6 - 10:10 LEYFÐ BÖRN kl. 8 B.i. 12.ára. Já, nú er hann napur ÞAÐ er kominn vetur og nú verður ekki aftur snúið. Næstu sex mán- uðina munu bílstjórar þjóðarinnar þurfa að vakna fimm mínútum fyrr á morgnana til að skafa af rúðum bíla sinna og fatahengin með útifötum hafa verið rannsökuð í krók og kima í leit að einhverju til að klæða af sér kuldann. Á hverjum morgni ætla ég alltaf að hjóla í skólann en þegar út er komið renni ég oft hýru auga til bíls- ins og læt þá oft í minni pokann fyrir norðangolunni. Þegar ég stíg upp í bílinn og keyri af stað með miðstöð- ina í botni hugsa ég oft hlýtt til þeirra sem hafa þrammað og/eða hjólað af stað til vinnu sinnar eða skóla, þvílík hraustmenni það. Ég er að klára sautjánda árið og því algjör nýgræðingur þegar kem- ur að akstri. Eitt virðist ég þó kunna betur en margur bílstjórinn og það er að stoppa fyrir gangandi vegfar- endum. Að vísu stoppaði ég óvart ekki fyrir manni um daginn því ég tók ekki eftir honum fyrr en ég var kominn framhjá og bræddi það með mér að fara aftur til mannsins og biðja hann afsökunar á því að hafa brotið á lagalegum rétti hans, sem er sá að ég sem bílstjóri á að stoppa fyrir honum þegar hann hyggst ganga yfir gangbraut. Ég fór þó ekki til baka. Ég tel að úr þessu megi bæta. Þegar ég er gangandi þarf ég oft að bíða bíl eftir bíl til að komast yfir götu jafnvel þótt hver og einn bíl- stjóri hafi séð mig. Þá hef ég oft leitt hugann að því að setja ætti kannski upp einhvers konar kassa, fulla af hörðum boltum sem viðkomandi mætti henda af alefli í bílana sem stoppuðu ekki fyrir honum. Það myndi hins vegar ekki ganga, bíla- verkstæði hefðu ekki við að taka við beygluðum afturhurðum og svona boltaköst yrðu í meira lagi hættuleg. Nú þegar hann er orðinn napur vil ég því biðja bílstjóra þjóðarinnar að hugsa meira til þeirra sem fótgang- andi eru og sýna þá sjálfsögðu kurt- eisi að stoppa við gangbrautir. Haukur Björgvinsson, nemi í MR. Rjómi er týndur KISINN minn, hann Rjómi, fór frá heimili sínu í Ásabraut í Sandgerði 20. okt. sl. Rjómi er svart- ur og hvítur, með hvíta litla sokka að fram- an en háa að aftan. Einnig er hann með hvítan depil í rófunni sinni. Hann er eyrna- merktur og með ól sem er merkt, svört að lit. Rjómi er særður fyrir neðan hægra eyra og á baki. Hans er sárt saknað og ef einhverjir hafa séð Rjóma eða vita um ferðir hans eru þeir vinsam- lega beðnir að hafa samband við Helgu Björgu í síma 846-0349 eða 421-5609. Fundarlaun. Ljónsi er týndur KÖTTURINN Ljónsi hvarf frá Hverfisgötu 119 17. október sl. Hann er blanda af norskum skóg- arketti, gulbröndóttur og loðinn. Hans er mjög sárt saknað. Hann er feiminn og gæti hafa falið sig og ver- ið búinn að týna ólinni sinni. Hann heldur sig alltaf í nágrenninu og er stutt úti í senn, svo að við höfum miklar áhyggjur. Þeir sem hafa orð- ið hans varir eða geta gefið upplýs- ingar vinsamlega hafi samband í síma 844 8496. Lyklakippa í óskilum LYKLAKIPPA fannst við Tónabæ hjá Framhúsinu. Upplýsingar gefur Steinunn í síma 690 0535. Vínylplata í óskilum VÍNYLPLATA er í óskilum á Hlöllabátum, Ingólfstorgi. Upplýs- ingar í síma 845 8606. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Ekki vildi Víkverjivera Paul McCartney. Að minnsta kosti ekki þessa dagana. Gamla goðsögnin úr Bítl- unum á ekki sjö dag- ana sæla vegna deilna við fyrrver- andi eiginkonu sína, einhverja fyrirsætu sem fer fram á hlut- deild í yfirgengileg- um auðæfum hans. Ganga aursletturnar fylkinga á milli og hefur Bítillinn verið borinn þungum sök- um. Það eru nöturleg örlög að þurfa að heyja slíkt stríð frammi fyrir alheiminum enda þótt fólk kalli ekki allt ömmu sína í þeim efnum eftir áratugi í sviðsljósinu. Víkverji hefur markvisst reynt að sneiða hjá þessu máli en gengur það brösulega enda allir miðlar uppfullir af nýjustu fréttum af Sir Paul og spúsu hans fyrrverandi. Það er ekki tekið út með sældinni að vera almenningseign. x x x Talandi um frægt fólk. Í Morg-unblaðinu birtist á dögunum stórmerkileg ljósmynd þar sem grindvísk ungmenni hópuðust að rússneska auðkýf- ingnum Roman Abramovitsj, sem var í heimsókn á landinu, til að fá hjá honum eiginhand- aráritun. Gesturinn var svolítið kind- arlegur að sjá á myndinni enda hefur hann líklega ekki átt von á þessu óvænta fylgi suður með sjó. Ekki veit þó Víkverji annað en Abramo- vitsj hafi uppfyllt óskir ungmennanna með bros á vör enda virkar maðurinn ákaflega alþýðlegur. x x x Eflaust undrast ýmsir þennanmikla áhuga grindvískra ung- menna á þessum rússneska kaupa- héðni en hann á sér afskaplega ein- falda skýringu. Hún er ekki sú að ungmenni þessi séu höll undir Mammon og dáist að framtakssemi rússnesku óligarkanna. Öðru nær. Skýringin er sú, eða því trúir Vík- verji a.m.k., að téður Abramovitsj er eigandi Englandsmeistara Chelsea í knattspyrnu og hefur af þeim sökum verið mikið í sviðsljós- inu undanfarin þrjú ár eða svo. víkverji skrifar | vikverji@mbl.is                    dagbók MORGUNBLAÐIÐ, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. SÍMI: 569 1100. SÍMBRÉF: ritstjórn: 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 569 1118, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: ritstjorn@mbl.is, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Í dag er þriðjudagur 24. október, 297. dagur ársins 2006 Orð dagsins: Sjá, Drottinn mun út fara frá bústað sínum, mun ofan stíga og ganga eftir hæðum jarð- arinnar. (Mík. 1, 3.) Fólk folk@mbl.is Fréttavefurinn Ananova.comheldur því fram að Daniel Craig, sem leikur James Bond í nýj- ustu kvikmyndinni um leyniþjón- ustumann- inn enska, hafi ekki verið fyrsta val leik- stjórans Martins Campbells. Ewan McGregor sé sá sem menn hafi helst viljað sjá sem næsta Bond. Vefurinn hefur eftir Campbell að hann hafi ekki verið alveg viss um að Craig myndi standast sam- anburðinn við fyrri leikara í hlut- verkinu, sem meðal annars eru Pierce Brosnan og Sean Connery. Mun þetta ekki vera fyrsta gagn- rýnin sem kemur fram á Craig síðan hann ákvað að taka við hlutverkinu. Helstu ástæður þess að McGregor vildi ekki taka að sér hlutverkið munu vera þær, að hann óttaðist að festast um of í Bond-hlutverkinu. Næsta Bond-myndin, Casino Ro- yale, með Craig í aðalhlutverki, verður frumsýnd í nóvember.    Clint Eastwood segist hafa ver-ið feiminn sem barn. Í viðtali við tímaritið Parade segist hann aldrei hafa ætlað að verða leikari, og sé undrandi á því hve langt hann hafi náð. „Ég veit ekki hvernig ég náði svona langt í líf- inu,“ segir hann. „Þegar ég var að alast upp hafði ég ekki hugmynd um hvað ég vildi … Ég var feim- inn krakki.“ Eastwood segist reyndar hafa verið beinlínis ákveðinn í að verða ekki leikari því að hann hafi haldið að það myndi rústa lífi sínu. „Ég vildi ekki verða leikari. Ég hélt að leikarar yrðu að vera úthverfir – njóta þess að segja brandara. Svo- leiðis fólki myndi fara fljótt aftur.“ Þá segist Eastwood í viðtalinu kunna betur við sig á bak við myndavélina vegna þess að þar geti hann klætt sig eins og sér sýnist. Hann útilokar þó ekki að hann muni leika í fleiri myndum. „Ég vil aldrei segja aldrei.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.