Morgunblaðið - 24.10.2006, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 24.10.2006, Blaðsíða 25
Morgunblaðið/Eyþór Munaður Ármann Reynisson nýtur þess að lesa í bók og hafa vinjettu- munað sem gælir við bragðlaukana við höndina. ÉG ER alveg í skýjunum yfir því hvað ég hef fengið rosalega góð við- brögð við vinjettuvarningnum,“ segir Ármann Reynisson sem hefur sett á markaðinn sérstakt vinjettukaffi, vinjettukonfekt og vinjettuskeiðar. Margir kannast við Ármann sem höf- und bóka sem innihalda vinjettur, en það eru örstuttar myndrænar frá- sagnir, nokkurs konar söguljóð. „Áskrifendur mínir að vinjettunum hafa tjáð mér hvað bækurnar mínar eru notalegar til að grípa í þegar fólk langar að hafa það huggulegt og fá sér kaffi, góðgæti og jafnvel vínglas. Þá datt mér í hug að láta sjálfur fram- leiða vinjettutengdar munaðarvörur svo fólk geti haft þetta allt í stíl. Ég ætla mér að bæta einhverju við þenn- an vöruflokk á hverju ári og jafnvel gætu það orðið munaðarmatvörur.“ Nauðsynlegt að hafa spari Ármann segist stoltur af samstarf- inu við íslensku framleiðendurna, sem eðli málsins samkvæmt eru allir eðal. „Ég hef alltaf lagt áherslu á það, í hverju því sem ég tek mér fyrir hendur, að vera í samstarfi við topp- fólk. Þess vegna leitaði ég til hans Hafliða í Mosfellsbakaríi sem nýlega opnaði litla konfektgerð en hann er meistari á heimsmælikvarða á sínu sviði. Hann framleiðir fyrir mig vinjettukonfektið sem er í fjórum bragðtegundum, einni fyrir hverja árstíð. Ég samdi líka við snillinginn Aðalheiði í Kaffi Tári um að búa til al- gjöra lúxuskaffiblöndu og því er vinj- ettukaffið sparikaffi sem passar vel við eftirrétti og með koníaki og sérríi. Silfurskeiðarnar, sem bæði eru mokkaskeiðar og desertskeiðar, eru sérsmíðaðar hjá okkar elstu silfur- smiðju sem heitir Erna.“ Ármann segir að sér finnist það vera að hverfa í tæknisamfélaginu að fólk hafi eitthvað spari. „Með þessari vörulínu er ég að leggja mitt af mörk- um til að gera lífið skemmtilegra. Við eigum að hafa það huggulegt og lifa lífinu lifandi.“ Bráðnar í munni Vinjettukonfektið er í fjórum litum fyrir árstíðirnar. Vinjettumunaður Vinjettuvörurnar fást í verslunum Mosfellsbakarís, Kaffis Társ og í Vínberinu á Laugavegi. Auk þess verður hægt að panta þær á heimasíðunni www.armannr.com. Lúxublanda Vinjettukaffið er gull- slegið sérblandað eðalkaffi. daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 2006 25 www.sigridurandersen.is Prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík, 27. og 28. október. Kosningaskrifstofa stuðningsmanna Sigríðar Andersen er í Landssímahúsinu við Austurvöll. Síminn er 561 4567. Alltaf heitt á könnunni. Öryggi og réttarríki Það er frumskylda ríkisvaldsins að tryggja frelsi og öryggi borgaranna. Öryggi er okkur öllum mikilvægt, á heimilum okkar, á ferð um bæinn og úti á þjóðvegum landsins. Góð löggæsla helst í hendur við virðingu borgaranna fyrir lögum og reglum. Einfaldar og skýrar reglur styrkja réttarríkið og auðvelda löggæslu. Sigríður Andersen Hafrannsóknastofnun rannsakaði hörpudisksmiðin í Breiðafirði í byrj- un mánaðar. Niðurstöður liggja ekki fyrir, en vísbendingar vekja ekki bjartar vonir. Þykir mönnum ljóst að í langan tíma þurfi að bíða eftir því að hörpudisksstofninn styrkist svo að veiðar verði leyfðar að nýju. Nú eru þrjú ár síðan skelveiðar voru bannaðar. Afleiðingar þessa hafa verið að koma í ljós síðan. Sjáv- arútvegur var undirstaða í atvinnu- málum bæjarbúa. Nú er orðin mikil breyting á. Mikilvægi sjávarútvegs í atvinnulífinu hefur minnkað til muna og störfum hefur fækkað. Einn þátt- urinn er að útgerð hefur mjög dregist saman og eru aðeins gerðir út þrír bátar sem eru yfir 20 tonn að stærð. Þrátt fyrir fækkun fólks í sjávar- útvegi hefur ekki komið upp atvinnu- leysi. Þar vegur upp á móti mikill uppgangur sem er í byggingariðnaði. Mikið hefur verið byggt í Hólminum, bæði húsnæði fyrir einstaklinga og stofnanir. Hendur sem áður unnu á sjónum hafa fengið verkefni í landi.    Þó að fólk komist á aldur eins og sagt er og þurfi að hverfa af vinnumark- aðinum þarf það ekki að óttast að hafa lítið fyrir stafni. Um helgina komu eldri borgar á Snæfellsnesinu saman og skemmtu sér á hótelinu í Stykkishólmi. Skemmtunin heitir Nesball og er árlegur viðburður sem skiptist á milli þéttbýlisstaðanna. Vel var mætt á Nesballið að þessu sinni og fjölbreytileg skemmtiatriði undir borðhaldi. Að lokum var stiginn dans. Samkomugestir voru varla komnir heim af skemmtuninni þegar lagt var af stað á ný. Þá var ferðinni heitið á sæludaga á Hótel Örk í Hveragerði. Þessa vikuna er stór hópur eldri borgara á Snæfellsnesi í góðum og glöðum hópi á sæludögum og nýtur þess að vera til.    Körfuboltinn er sú íþróttagrein sem hefur verið hvað vinsælust hér í bæ. Ástæðan er eflaust sú að lið Snæfells hefur náð oft á tíðum mjög góðum ár- angri á Íslandsmótum. Vertíðin í körfubolta er hafin með þátttöku Snæfells í Íslandsmeistaramótinu bæði í karla- og kvennaflokki. Um helgina stóðu stúlkurnar sig vel og sigruðu lið Þórs frá Akureyri á öruggan hátt og karlaliðið vann sinn fyrsta sigur á þessu hausti er það sigraði Fjölni í spennandi heimaleik á sunnudag. Það kostar háar upphæðir að gera út tvö lið sem keppa í meistaradeild- inni. Aðalbakhjarl körfuboltans í Hólminum er KB banki sem hefur á myndarlegan hátt stutt við bakið á Snæfelli.    Öllum er hollt að eiga áhugamál. Þeim hefur fjölgað mjög sem stunda sauðfjárrækt sér til gagns og gam- ans. Það vekur athygli að fjölgun er áberandi hjá yngra fólki, sem finnur ánægju í því að umgangast sauð- kindina og gera hana að vinum sínum. Sauðfé er bæði rekið á fjall og eins eru margar Breiðafjarðareyjar nytj- aðar. Slátrun stendur yfir. Ekki hafa fengist nákvæmar tölur yfir meðal- þyngdina í haust, en þær er oft erfitt að fá því metnaður er meðal bænda um að hafa bestu meðalþyngdina. Úr bæjarlífinu STYKKISHÓLMUR Eftir Gunnlaug Árnason fréttaritara Hörpudiskur Þrjú ár eru síðan skelfiskveiðar voru bannaðar. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Jón Kristjánsson og HalldórBlöndal hætta á þingi í vor. Rúnar Kristjánsson hefur áhyggjur af því að þingveislurnar verði Bragavinalausar hér eftir: Jón og Halldór þings frá veislum víkja, varla mun þá lengur hefð sú ríkja, að stökur fljúgi þar á milli manna sem megi andagiftarhæfni sanna! Nú Steingrímur þar nánast einn er eftir og allir vita að fátt þar tungu heftir. En fæðist bara vinstri grænar vísur er viðbúið að sumir dragi ýsur! Hjá Samfylkingu er engin stuðluð stefna, menn standa þar með hugsun undirgefna sem öll er tengd við bráða Brussel-hlýðni og byggir fátt á réttri þjóðar tíðni! Það þarf að styrkja og magna merki Braga svo máttlaus verði ekki þingsins saga. Menn verða að kunna að kveða fast að orðum og kasta stökum eftir löngum borðum! Já, hafa verður hagyrðinga á þingi sem heiðra og meta sálarsterka kynngi, svo hefðin gamla haldist undir nafni og hugsun íslensk lifi þar og dafni! pebl@mbl.is VÍSNAHORNIÐ Af þingveislum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.