Morgunblaðið - 24.10.2006, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 24.10.2006, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 2006 31 ÉG vil byrja á því að kynna mig fyrir lesendum þessarar greinar. Ég er fæddur og alinn upp í Reykjavík. Fljótlega eftir að ég hætti skólanámi, þá tæplega 19 ára gamall, réð ég mig í lögregl- una í Reykjavík. Í fyrstu vann ég við al- menn lögreglustörf, síðan um 10 ára skeið í umferðardeild, þá um sex ára skeið í fíkni- efnadeild, hjá Rann- sóknarlögreglu rík- isins í 15 ár og nú sem lögreglufulltrúi í of- beldisbrotadeild lög- reglunnar í Reykjavík. Ég á því rúmlega 41 árs starfsferil að baki í lögreglunni. Af hverju skyldi ég nú vera að rekja þetta hér. Jú, á þessu tímabili hafa verið 14 dómsmálaráðherrar, allt frá Bjarna Benediktssyni til Björns Bjarnasonar, núverandi dómsmálaráðherra. Hef ég því nokkurn samanburð á áhuga ráð- herranna fyrir löggæslumálum, getu þeirra og vilja til að koma á nauðsynlegum breytingum. Þar sem ég hef starfað í flestum deild- um lögreglunnar tel ég mig hafa talsverða yfirsýn á hvar skórinn kreppir. Í mínum huga ber Björn Bjarna- son höfuð og herðar yfir aðra dóms- málaráðherra í þessum efnum. Áhugi hans og eljusemi við að koma á afar nauðsynlegum umbótum í löggæslumálum er aðdáunarverð og jafnframt þakkarverð. Hefur hann lagt sig fram um að vera í sem nán- ustu sambandi við lögreglumenn og þegið ráð þeirra sem best þekkja til. Mér finnst því hjá- kátlegt og næsta aumkunarvert þegar félagar mínir í Sam- fylkingunni eru að ráð- ast að þeim eina dóms- málaráðherra sem hefur gert og er að gera eitthvað af viti í löggæslumálum. Ég teldi farsælla að fé- lagar mínir og skoð- anabræður í pólitík kynntu sér betur mál- efnið og viðhefðu svo málefnalega krítík og settu fram ábendingar um hvað betur mætti fara. Nú hefur nokkrum stjórn- málamönnum dottið til hugar að lögreglunni væri best borgið hjá sveitarfélögunum. Minni ég á að forðum var slíkt skipulag við lýði og þótti afleitt. Myndi ég segja að afar fáum lögreglumönnum hugnaðist sú hugmynd. Það er mín skoðun að best væri að lögreglan á Íslandi væri eitt lög- reglulið undir einni yfirstjórn, enda liðið ekki fjölmennt (700 lög- reglumenn). Við það næðist mest samræming í vinnubrögðum og út- rýmdi sýslumörkum (bæj- armörkum) sem oft á tíðum hafa haft hamlandi áhrif í lögreglu- aðgerðum. Við það skapaðist einnig möguleiki á að færa til lögreglu eft- ir því sem þörfin fyrir slíkt kallaði. Með því að fækka lögreglu- umdæmum, eins og nú er verið að gera, og þá ekki síst að sameina lögreglulið höfuðborgarsvæðisins, er verið að stíga veigamikið skref til bóta. Veit ég að allflestir lög- reglumenn höfuðborgarsvæðisins binda miklar vonir við að með því megi ná betri árangri við löggæslu. Varnir gegn hryðjuverkum eru alls staðar ofarlega á baugi í heim- inum og því afar nauðsynlegt að öll umræða um slíkt sé á vitrænu plani. Það er deginum ljósara að allar að- gerðir til að sporna við hryðjuverk- um hafa áhrif á persónufrelsi allra. Fólk verður að gera sér ljóst að þetta er fórnarkostnaður fyrir auk- ið öryggi. Skora ég á stjórnmálamenn, hvar í flokki sem þeir standa, að vera ekki með upphrópanir sem eiga ekkert skylt við málefnalega gagn- rýni. Við lifum ekki í sama heimi og áður. Upphrópanir um löggæslumál Bjarnþór Aðalsteinsson skrifar um Björn Bjarnason og löggæslumálin »Mér finnst því hjá-kátlegt og næsta aumkunarvert þegar félagar mínir í Samfylk- ingunni eru að ráðast að þeim eina dómsmálaráð- herra sem hefur gert og er að gera eitthvað af viti í löggæslumálum. Bjarnþór Aðalsteinsson Höfundur er lögreglufulltrúi. MEÐ reglulegu millibili ríður alda áreitis yfir landið. Hún á sér hina ýmsu dulbúninga en er þó alltaf jafn- óþolandi. Síðustu daga hefur hún klætt sig upp í prófkjörsbúning og spyr nú alla sem á vegi hennar verða, líkt og á hrekkja- vöku, „Grikk, eða gott?“ Yfirþyrmandi áreiti Ástandið fer stigmagnandi. Það byrj- ar rólega, símhringingar með nokk- ura daga millibili, tölvupóstur á stangli og smjaðurslegir bæklingar inn um lúguna. Fyrr en varir er áreit- ið hinsvegar orðið yfirþyrmandi og eru þar úthringingar í nafni fram- bjóðenda sýnu verstar. Allir vilja stuðning í fyrsta, annað, þriðja eða fjórða sæti. Allir vilja atkvæði, gef mér, gef mér, gef mér. Bíómiðar eða partí fyrir atkvæði Ég hef sjálfur tekið þátt í svona ein- elti. Ég hef margoft ónáðað fólk á heimili þess undir formerkjum hinna eða þessa fylkinga eða frambjóðenda í hinum og þessum kosningum. Mark- miðið er alltaf hið sama. Að lofa sem mestu og reyna að lokka eitt atkvæði enn í kjörkassann. Ferlið er svo ógeð- fellt að ég neyðist nánast til að fara í sturtu eftir dag á kosningaskrifstof- unni. Lengst gengur þessi geðveiki í ungliðapólitíkinni þar sem óhörðn- uðum unglingum er lofað bíómiðum, aðgangi í partí og þar fram eftir göt- unum, allt ef þeir bara kjósa mig og mína. Flestum er alveg sama um hvað málið snýst. „Var það ekki þessi Nonni sem var með bíómiðana?“, „Jú, þú kýst hann þá!“ Neyðist til að svara Þvílík skrumskæling og afskræming á lýðræðinu. Benito Mussolini hitti naglann á höfuðið þegar hann líkti því við rotnandi hræ. Sem betur fer hef ég ekki áður orðið fyrir barðinu á þessum aðferðum sem þolandi, en minn tími hlaut að koma. Ég þarf nú að eiga samskipti við misgóða fulltrúa frambjóðenda, marga hverja sem virðast varla vera skriðnir af gelgju- skeiðinu, lesandi innantóma kveðju upp af blaði af fullkomnu áhugaleysi. Ég neyðist til að svara símanum oft á dag til þess eins að losa mig við út- sendarana áður en þeir komast á skrið og útskýra að ég sé þegar búinn að gera upp hug minn í fyrsta, annað, þriðja og fjórða sæti. Engin atkvæði hér, því miður! Hrífa svona aðferðir? En mig hryllir við tilhugsuninni um þá sem ekki hafa gert upp hug sinn á grundvelli stefnumála. Hrífa svona ódýrar aðferðir á þá? Dugir að angra fólk nógu mikið? Lofa einfald- lega nógu miklu? Það virðist vera, því alltaf heldur það áfram. Ég vona hinsvegar innilega að sú sé ekki raunin, því þá gætum við alveg eins kvatt mörg hundruð ára þróun lýð- ræðis og setið heima á kjördag. Vert er að minnast orða Íslandsvinarins Gorbachevs um valfrelsið; á því eiga engar undantekningar að vera. Þegar upp er staðið erum við ein í kjörklefanum og engu skiptir hverj- um við höfðum lofað stuðningi og at- kvæðum. Sjáum í gegnum ruglið og kjósum samkvæmt eigin sannfær- ingu. Gerum það í nafni lýðræðisins. Þakkir til þeirra sem þora Að lokum vil ég þakka þeim fáu frambjóðendum sem hafa ákveðið að þröngva sér ekki í símtól kjós- enda í kosningaslagnum og biðja hina um að taka sér þá til fyr- irmyndar, því þeir eru hinir sönnu vinir lýðræðisins. HAFSTEINN G. HAUKSSON, nemi við Verzlunarskóla Íslands. Skrumskæling lýðræðisins Frá Hafsteini G. Haukssyni: Hafsteinn G. Hauksson Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is og hálfa tímann. Svo er komið heim og borðað og svo kemur jafn- vel barnapían því foreldrarnir þurfa að fara aftur í vinnuna eða eru að fara í bíó eða eitthvað, þá eru börnin í vistun eða pössun jafnvel yfir 90% af vökutímanum sínum. Svo tölum við um að við séum fjölskylduvænt þjóðfélag! Það er í raun þrennt sem skiptir höfuð máli í uppeldi skv. kenn- ingum sem grundvallaðar eru á kenningum bandaríska sálfræð- ingsins og fræðimanneskjunnar Diönu Baumrind: 1) Hegð- unarstjórnun, þar sem eru sett skýr mörk og reglum er framfylgt. Þetta vísar til þess hvernig for- eldrar stjórna hegðun barna sinna, t.d. með því hvernig þeir setja þeim skýr mörk og reglur. 2) Stuðningur og samheldni fjöl- skyldu, þar sem allir taka þátt. Fjölskyldan gerir eitthvað saman sem heild og sýnir þannig stuðn- ing hvert við annað. Foreldrar hvetja börn sín til þess að standa sig vel í t.d. námi og veita þeim stuðning. 3) Viðurkenning for- eldra, þar sem börn eru hvött til þess að tjá sig og þar sem hlustað er eftir röddum og tilfinningum barnanna og unglinganna. For- eldrarnir taka hugrenningum barna sinna vel og sýna þeim þannig virðingu. Andstæða við- urkenningarinnar er sálræn stjórnun foreldranna sem er þegar foreldrar ásaka oft börn sín og gera lítið úr hugmyndum þeirra og skoðunum og eru stöðugt að setja út á börnin og ráðskast með líf þeirra. Líklega eru flestir sammála því, að foreldrar og/eða forráðamenn eru einn áhrifamesti þátturinn í umhverfi og uppeldi barna og ung- linga. Þessi stóri þáttur er fjöl- breytilegur með ýmsum kostum og göllum hver um sig. Foreldr- arnir eru misjafnir eins og þeir eru margir og beita mismunandi uppeldisaðferðum sem hafa mis- munandi áhrif. En börn og ung- lingar vilja samvistir við foreldra sína og vilja láta hlusta á sig og vilja fá að taka þátt í því sem ger- ist innan veggja heimilisins. Því er ómetanlegt að gera eitthvað sam- an sem fjölskylda. T.d. setjast nið- ur og spila, fara í göngutúr. Hlusta á tónlist með ungling- unum. Syngja með börnunum, lesa fyrir þau og spyrja þau út í söguna sem lesin var og leyfa þeim að tjá það sem þau upplifa og skynja. Fara með kvöldbænir með börnunum, við skírn þá gang- ast foreldrar undir þá ábyrgð að ala börn sín upp í kristinni trú og uppfræða þau um trúna og kenna þeim bænir. Börnin þrá samvistir við fullorðna, samvistir sem eru ekki á grundvelli þess fullorðna, heldur á grundvelli barnsins. Það eru ótal atriði sem hægt er að gera saman sem kosta ekki neitt, en eru óendanlega dýrmætar stundir, því þessar stundir safnast inn í banka minninganna. Banka sem mikið er leitað í, sérstaklega á erfiðum tímum. Hvað er þá mik- ilvægara en að eiga góðar og fal- legar minningar sem ylja manni um hjartaræturnar með þeim manneskjum sem eru okkur dýr- mætastar, börnum okkar og for- eldrum okkar. Náum áttum og áttum okkur á því hvað það er sem er dýrmætast og skiptir okkur mestu í lífinu þegar öllu er á botninn hvolft. Hvort er dýrmætara veraldlegur auður eða börnin okkar? Höfundur er með B.a. próf í guðfræði og starfar sem æskulýðsfulltrúi Graf- arvogskirkju í Reykjavík. landi sem þekkir betur til mála varðandi það land sem ákveðið hef- ur verið að fórna, en einmitt hann. Hann hefur flogið yfir það, ekið um það, gengið um það, myndað og metið það, siglt um það og gjörk- annað það á nánast allan hugs- anlegan máta. Það er því ljóst að hann veit manna best hverju er verið að fórna þarna og það gengur honum sýnilega hjarta nær. Eng- inn þarf að efast um að Ómar Ragnarsson er mjög elskur að landi sínu, hann þekkir það manna best, þekkir fegurð þess í öllum þess fjölbreytilegu myndum. Og hann tekur það sárt, að hluta af hinu náttúrulega dýrðarverki lands okkar, sé fórnað á altari efn- ishyggjunnar í skammsýnni trú á ætlaðan ávinning. Fórnin er sjáan- lega að hans mati allt of stór. En sem betur fer verður nú unnt að kvikmynda og sjónsögugera allt þetta ferli fyrir komandi kynslóðir. Afkomendur okkar munu geta lagt fullan dóm á málið síðar meir. Og ég hygg að dómur þeirra muni verða málstað Ómars Ragn- arssonar, Guðmundar Páls Ólafs- sonar, Vigdísar Finnbogadóttur og annarra sem gengið hafa fram fyrir skjöldu í þessu máli, að fullu í vil. „Ísland er landið“ segir í dásam- lega fallegu litlu ljóði sem löngu er orðið þjóðareign. En sérhver gjöf sem okkur er gefin kallar á að við metum hana að verðleikum og kunnum með hana að fara. Við verðum því að hugsa um landið okkar sem þá dýrmætu eign sem það er. Við getum ekki lagt það undir eiturspúandi stóriðju og á sama tíma talað um hreint land – fagurt land. Hagsmunaaðilar sem bjóða útlendum auðhringum að fjárfesta hér vegna ódýrrar orku, sem þjóðin þarf yfirleitt að greiða niður, eru hvorki að hugsa um ís- lenska náttúru né íslenska þjóð. Hjá slíkum aðilum snúast hlutirnir eingöngu um peningalegan ágóða, reikningslegan hagnað augnabliks- ins. Flest bendir hins vegar til þess að í náinni framtíð verði öll sjón- armið varðandi orkuöflun háð í miklu meiri mæli en hingað til varðveislu lands og óspilltrar nátt- úru. Þá verður það orðið ljóst og viðurkennt mál, að mannkynið verði alvarlega að huga að um- hverfi sínu af augljósri tilvist- arlegri nauðsyn. Þá verða landfórnir að hætti Landsvirkjunar ekki lengur leyfð- ar. Við núlifandi Frónbúar þurfum að læra að lifa með landinu okkar, svo það geti áfram verið það land sem gerir okkar að þeim Íslend- ingum sem við viljum áreiðanlega öll helst vera, það er, trú uppruna okkar og arfleifð eins og gengnar kynslóðir í þessu landi hafa verið. Slík afstaða til landsins er besti vegvísirinn til þeirrar þjóðlegu far- sældar sem við megum síst án vera. »En sérhver gjöf semokkur er gefin kallar á að við metum hana að verðleikum og kunnum með hana að fara. Höfundur er húsasmiður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.