Morgunblaðið - 24.10.2006, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 24.10.2006, Blaðsíða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Lau 28/10 kl. 14 Sun 29/10 kl. 14 Sun 5/11 kl. 14 Sun 12/11 kl. 14 Sun 29/10 kl. 20 Fös 3/11 kl. 20 Fim 9/11 kl. 20 Fös 10/11 kl. 20 Fös 27/10 kl. 20 UPPS. Lau 28/10 kl. 20 Sun 5/11 kl. 20 Lau 11/11 kl. 20 BRILLJANT SKILNAÐUR MANNTAFL Fös 27/10 kl. 20 Lau 28/10 kl. 20 Sun 5/11 kl. 20 TÓNLISTARSKÓLI AKRANESS Þjóðlagasveit tónlistarskólans á Akranesi Mið 25/10 kl. 20:30 UPPS. Miðaverð 1.500 12 ÁRA OG YNGRI FRÍTT Börn 12 ára og yngri, fá frítt í leikhúsið í fylgd með fullorðnum* Gildir ekki á barnasýningar og söngleiki www.leikfelag.is 4 600 200 Síðasta vika kortasölunnar! Herra Kolbert – forsala í fullum gangi! Lau 28. okt kl. 20:30 UPPSELT – Frumsýning Sun 29. okt kl. 20 UPPSELT – 2. kortasýn Fim 2. nóv kl. 20 UPPSELT – 3 .kortasýn Fös 3. nóv kl. 19 örfá sæti laus – 4. kortasýn Lau 4. nóv kl. 19 UPPSELT – 5. kortasýn Fim 9. nóv kl. 20 – 6. kortasýn Næstu sýn: 10/11, 11/11, 16/11, 17/11, 18/11 Sýningin er ekki við hæfi barna. Karíus og Baktus - Sýnt í Rýminu Sun 29. okt kl. 14 UPPSELT Sun 29. okt kl. 15 UPPSELT Næstu sýn: 4/11, 5/11, 12/11, 19/11, 26/11                                      ! "           #   $%   $  &'() *+, -./     $#   $  &'() *+, -./ .--'. 01/+/ 2 , 3.' 444     5       !"## $% &  '( $6   7 8 69  :7 7     ;  <0=  # 6  (()    ' &)  *+   ,'( - *     " +!  8 : ! >   ! ? @"  A !  B  0  !      "C MÝRIN trónir á toppi bíólistans eft- ir þriðju helgina í október, það verð- ur að teljast gott þar sem myndin var frumsýnd á föstudaginn. Tekjur helgarinnar af miðaverði námu hátt í 16 milljónum og hafa nálægt 16.000 manns séð Mýrina nú þegar, en stærsti aðsóknardagurinn var á sunnudaginn. Með þessari glæsilegu opnun sló myndin met og er sú kvik- mynd sem hefur fengið mesta að- sókn frá upphafi og tvöfalt meiri en sú sem átti gamla metið. Mýrin var langstærsta opnun árs- ins á kvikmynd hér á landi og sú næststærsta frá upphafi mælinga. Eins og flestir vita er Mýrin gerð eftir samnefndri skáldsögu Arnaldar Indriðasonar og fjallar um rann- sóknarlögreglumanninn Erlend, sem leikinn er af Ingvari E. Sigurðs- syni, lausn hans á glæpamálum og persónulegt líf. Mýrin hrinti vitleysingunum í Jac- kass number two úr fyrsta sætinu þar sem þeir fengu að tróna í eina viku. Önnur mynd sem var frumsýnd um helgina, The Guardian, náði að komast upp í þriðja sæti en Monster House, sem var í fyrsta sæti bíólist- ans fyrir tveimur vikum, þarf að gera sér fjórða sætið að góðu. Hin nýfrumsýnda Material Girls fær svo að verma fimmta sætið, en í henni leika systurnar Hilary og Hay- lie Duff systurnar Tanzie og Ava Marchetta sem eru erfingjar að risa- stóru snyrtivörufyrirtæki. Þegar það fer nærri því á hausinn vegna hneykslismáls þurfa þær að taka á honum stóra sínum til að bjarga því frá glötun. Önnur svokölluð stelpu- mynd, Devil Wears Prada, er svo í sjötta sæti. Kvikmyndir | Vinsælustu myndirnar á Íslandi Mesta aðsókn sem íslensk kvikmynd hefur fengið                                 "# # $# %# &# '# (# )# *#           Mýrin Ingvar E. Sigurðsson og Ágústa Eva Erlendsdóttir í hlutverkum sín- um sem Erlendur og Eva Lind í Mýrinni. FRÁ leikstjóranum Christopher Nolan kemur myndin sem er í fyrsta sætinu í bíóhúsum vest- anhafs eftir helgina 20. til 22. októ- ber. The Prestige, sem halaði inn 14,8 milljónir Bandaríkjadala frum- sýningarhelgina, segir frá tveimur töframönnum (Hugh Jackman og Christian Bale) sem eru eldheitir keppinautar. Frá því þeir hittust fyrst sem ungir töframenn á upp- leið hafa þeir háð baráttu um yf- irráð sem er full af svikum, öfund og þráhyggju og leiðir til hættu og jafnvel dauða fyrir alla í kringum þá. Fyrir utan Jackman og Bale má sjá í myndinni leikarana Michael Caine, Scarlett Johansson og David Bowie. The Prestige hrinti Martin Scor- sese-kvikmyndinni The Departed, sem var frumsýnd fyrir hálfum mánuði, úr fyrsta sætinu sem hún var búin að halda frá frumsýning- arhelginni. The Departed segir frá glæpaforingja í Boston sem kemur sínum manni inn í raðir lögregl- unnar á sama tíma og utanaðkom- andi maður valsar um í hans eigin samtökum. Íslandsvinurinn Clint Eastwood er svo í þriðja sæti vestanhafs með mynd sína Flags of Our Fathers sem var tekin upp að hluta hér á landi. Myndin var frumsýnd um helgina og halaði inn 10,2 milljónir Bandaríkadala sem var aðeins minna en væntingar voru gerðar til. En alkunnt er vestanhafs að Eastwood-myndir taki sinn tíma í að komast á toppinn svo engar ör- væntingarraddir hafa heyrst ennþá frá framleiðendunum sem halda í vonina um aukna aðsókn. Tveir töframenn á toppnum 1. The Prestige 2. The Departed 3. Flags of Our Father 4. Open Season 5. Flicka 6. The Grudge 2 7. Man of the Year 8. Marie Antoinette 9. Texas Chainsaw Massacre 10. The Marine Reuters Bíó Kvikmynd Clint Eastwood Flags of Our Fathers vermir þriðja sætið yfir mest sóttu kvikmyndir vestanhafs um helgina. Kvikmyndir | Vinsælastar vestanhafs Konur voru stærsti hluti áhorf- enda á myndina Flicka sem er í fimmta sæti en hún fjallar um upp- reisnargjarna stúlku sem reynir að temja villihest. Sofia Coppola vermir svo áttunda sætið með mynd sína Marie Antoi- nette þar sem Kirsten Dunst fer með aðalhlutverkið. Leikarinn Pierce Brosnan aukfleiri þekktra stjarna komu saman í Bandaríkjunum í gær til þess að mótmæla fyrirhugaðri byggingu á að- stöðu fyrir jarð- gasvinnslu í um 22 km fjarlægð frá Kaliforn- íuströnd. „Við verðum að beita okkar röddum og koma saman og stöðva þetta,“ sagði leik- konan Halle Berry. Auk Brosnans og Berrys voru saman komin þau Cindy Crawford, Jane Seymour, Dick Van Dyke og Tea Leoni í Malibu. Tilgangurinn með mótmæl- unum var að vekja athygli á því hvernig orkuiðnaðurinn hefur fjárfest milljónir dala í því að breyta jarðgasi í vökva og flytja hann þvert yfir höf. Búið er að leggja til að byggja fimm vinnslustöðvar í Kaliforníu, en þrjár þeirra eiga liggja við strand- lengju ríkisins. Eitt stærsta orku- fyrirtæki heims, BHP Billiton, sem er staðsett í Ástralíu, hefur óskað eftir að fá að byggja stöð skammt undan strönd Malibu og Oxnard. Búist er við svari á næsta ári. Brosnan, sem var í forsvari fyrir mótmælendum, sagði að andstaða sín gagnvart vinnslustöðunum tæki til stærra svæðis en þess hluta strandarinnar sem er í hans eigin nágrenni. Hann sagðist einnig ætla að mót- mæla öðrum fyrirhugðum vinnslu- stöðvum, þ. á m. einni á Long Beach og annarri í Port Hueneme. Fólk folk@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.