Morgunblaðið - 24.10.2006, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 24.10.2006, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÁRNI Bjarnason skrifar grein í Morgunblaðið í dag þar sem hann talar um allt að því lífshættulegt við- horf Sigurðar Jónssonar fram- kvæmdastjóra SVÞ til þungaflutninga á veg- um landsins. Árni segir m.a. „Það er öllum ljóst sem ferðast akandi um íslenska þjóðvegi að vegakerfi okkar er verulega fjarri því að þola, hvað þá standast þá geysilegu aukningu sem orðin er staðreynd varðandi þungaflutn- inga.“ Og nokkru síðar segir hann …„Sann- leikurinn er sá að allt of þungum farartækjum er leyft að aka um vegi sem aldrei voru byggðir til að þola neitt sem er í líkingu við þá nauðgun sem fram fer á degi hverjum á vegakerfi Íslands.“ Flest í grein Árna er fyllsta ástæða til að taka undir. Það er ekki nokkur vafi að íslenskt vegakerfi er fjarri því að þola þá geysilegu um- ferðaraukningu sem orðið hefur á undanförnum árum, þá sérstaklega á tilteknum svæðum. Þá er ekki síður ástæða til að taka undir að íslenskir vegir voru aldrei byggðir með til að þola neitt í líkingu við þá umferð sem nú er um þá. Það sem verður þó að gera stórkostlegar athugasemdir við í títtnefndri grein Árna er sú nið- urstaða hans að gefa í skyn að upp- taka strandflutninga muni breyta stöðunni í þessum málum svo ein- hverju nemur eða yfirhöfuð að kom- ast þeirri niðurstöðu að lausnin á þeim samgönguvanda sem við blasir sé upptaka strandflutninga. Hér er ástæða til að spyrja spurn- inga og setja hlutina í samhengi. Ef það er ósk manna að íslenska ríkið leggi peninga í rekstur strandsigl- inga hlýtur forsenda þess að vera sú að við vitum nokkurn veginn hversu mikið slík að- gerð mundi losa okkur við af „þungaumferð“ af vegunum. Er það ekki nokkuð augljós krafa? Hversu stór hluti heildarumferðar um íslenska þjóðvegi eru svokallaðir „þunga- flutningar“? Hversu stóran hluta þeirra flutninga má áætla að hægt sé að færa yfir í strandflutninga og það sem meira er, hversu mikil heildaráhrif hefðu strandflutningar á umferð flutn- ingabíla um vegina? Ljóst er að upp- taka strandflutninga þýðir mun verri nýtingu þeirra bíla sem eru á veg- unum og því er engan veginn tryggt þó að strandflutningar verði teknir upp að umferð flutningabíla muni minnka mikið við það. Áður en strandflutningum var hætt var mikið um það að bílar fóru vel hlaðnir út á land en tómir til baka og ekki er ólík- legt að sú myndi verða raunin ef strandsiglingar hæfust að nýju. Hér verður ekki öllum þessum spurningum svarað en þó bent á eina mikilvæga staðreynd málsins til að átta sig nokkuð á því hvað um er að ræða. Miðað við þær umferðarkann- anir sem gerðar hafa verið á und- anförnum árum má ætla að svokall- aðir „þungaflutningar“ (sem vel að merkja eru skilgreindir sem bílar sem eru þyngri en 3,5 tonn) séu u.þ.b. 8 10% af heildarumferðinni á þjóðvegum landsins. Auðvitað er þetta nokkuð breytilegt eftir árstíð- um, tíma dags og vegaköflum en breytileikinn er þó ótrúlega lítill. Umferð bifreiða þyngri en 3,5 tonn er á þessu bili, 8 10% af heildar- umferðinni. Halda menn eins og Árni Bjarna- son að upptaka strandflutninga muni hafa svo stórkostleg áhrif á þessa tölu að landsmenn muni finna fyrir því í akstri á þjóðvegum landsins? Væri ekki nær að Árni og allir aðrir sem taka undir þennan málflutning með honum einbeiti sér nú að því sem raunverulega skiptir máli, en það er krefjast þess að verulegar úr- bætur verði gerðar á vegakerfi okkar og að í þær framkvæmdir verði ráð- ist án tafar? Getum við öll ekki sam- einast um það sem er kjarni málsins, þ.e.a.s. að gera stórátak í því að end- urbæta stofnbrautakerfið á Íslandi á fáum árum? Málið þolir enga bið. Hver er raunveruleikinn? Signý Sigurðardóttir skrifar um þungaflutninga » Getum við öll ekkisameinast um það sem er kjarni málsins, þ.e.a.s. að gera stórátak í því að endurbæta stofnbrautakerfið á Íslandi … Signý Sigurðardóttir Höfundur er forstöðumaður flutn- ingasviðs SVÞ-Samtaka verslunar og þjónustu. vaxtaauki! 10% Frábært TILBOÐ! Kynntu þér málið á spron.is A RG U S / 06 -0 47 2 UPPELDISHÆTTIR og leiðir að góðu uppeldi eru þættir sem hafa verið mikið til umfjöllunar síðustu ár og jafnvel áratugi og hefur mikið verið skrifað og fjallað um uppeldishætti og þær leiðir sem vænleg- astar eru til árangurs. En hvað er upp- eldi? Uppeldi eru samskipti fullorðinna og barna sem hafa það að markmiði að barnið nái að verða þroskaður ábyrgur einstaklingur. Þannig á að nást með aga og uppeldi að barnið læri samskiptareglur, sið- ræn gildi og sjálfsaga. Sem betur fer þá eru flestir foreldrar þannig úr garði gerðir að þeir vilja börnum sínum aðeins það besta en er það nóg? Nei, það er ekki nóg að vilja börnum sínum aðeins það besta heldur verðum við að gefa börnunum okkar aðeins það besta. Þá er ég ekki að tala um veraldlega hluti sem fást keyptir fyrir peninga og mölur og ryð eyðir, heldur er ég að tala um mun dýrmætari hluti. Ég er að tala um ást, kærleika, nærveru og síðast en ekki síst tíma. Gefum við börnunum okkar tíma? Ég tel uppeldi snúast að stórum hluta um að taka þátt. Taka þátt í því sem börnin okkar og ungling- arnir eru að gera. Sama hvert sem litið er þá finnst mér eins og for- eldrar hafi engan tíma fyrir börnin sín leng- ur, megi ekki vera að því að hugsa um þau og sinna þeim. Það er t.d. sorglegt hve stór hluti leikskólabarna eru 9–9,5 klst. í vistun á leikskólum. Ef að barn vaknar klukkan 7 á morgnana og er sofnað klukkan 20.30 á kvöldin (sem er nokkuð eðlilegt að ég tel) þá er barnið upp undir 70% af vöku- tíma sínum í vistun á leikskóla. Svo er ekki eins og tíminn eftir leikskólann sé alltaf einhver gæðatími hjá fjölskyldunni. Það þarf að hendast í búð- ina og kaupa inn, búa til matinn og slíkt. Á meðan eru börnin oft annaðhvort fyrir framan sjónvarpið eða í tölvuleikjum. Svo má ekki gleyma þeim börnum sem eru sótt á leik- skólann, það er farið beint með þau í pössun á líkamsræktarstöð- inni þar sem þau eru næsta einn Uppeldi og árangur Gunnar Einar Steingrímsson fjallar um gildi samvist- arstunda foreldra og barna »Hvort erdýrmætara veraldlegur auð- ur eða börnin okkar? Gunnar Einar Steingrímsson MARGT hefur verið sagt í fjöl- miðlum undanfarna daga um þann gjörning yfirvalda að fórna landi með þeim hætti sem nú er gert við Kárahnjúka. Í því sambandi hafa sumir tjáð sig þannig að augljóst er að þeim hinum sömu er fyrirmunað að horfa á þetta alþjóðar varðandi stórmál frá öðru sjónarhorni en harðsoðnum eiginhagsmunum. Það gildisfellir málflutning slíkra manna meira en lítið. Það er nefnilega eðlilegast og skyn- samlegast að hugsa um svona mál út frá heildarhagsmunum þjóðarinnar til lengri tíma litið. Í því tilliti bendir margt til að farið hafi verið í Kára- hnjúkavirkjun án eðli- legra undanfarandi rannsókna og tilgang- urinn hafi verið látinn helga meðalið. Allt sem mælti á móti virkjuninni virðist hafa verið þaggað niður og Lands- virkjunarandinn hefur síðan fengið að svífa í gullnum gróðadraumum yfir vötnum valdsmanna ríkisins í allsráðandi ofurlíki. En orkuverðið sem á samkvæmt yfirlýsingum ráðamanna að vera svo hátt og þjóðarvænt fæst ekki gefið upp því einhvern veginn virð- ast menn skammast sín fyrir að láta þjóðina, kostnaðaraðila fram- kvæmdanna, vita hvernig í pottinn er búið. Trúlegt er því að við séum enn og aftur í því þrælafari að nið- urgreiða orkuna okkar fyrir auð- hringinn og aldrei verður með sanni sagt að slíkt sé eða geti verið farsældar-forsenda fyrir afkomu þessarar þjóðar. Ýmsir hafa að undanförnu séð ástæðu til að gagnrýna Ómar Ragnarsson fyrir að fara seint af stað með fulla andspyrnu gegn framkvæmdunum fyr- ir austan. Það má vel vera að Ómar hefði mátt taka fastar á málinu fyrr, en hitt er vitað að hann hefur alla tíð verið andvígur því sem þarna hefur verið að gerast og trú- lega vonað fram undir það síðasta að eitthvað yrði til þess að breyta málum. Það er eins og hann hafi ekki viljað trúa því að á yf- irstandandi tæknitím- um hefðu menn ekki aðra leið til orkuframleiðslu en að tortíma að fullu merkri náttúru sem margra alda þróunarferli hefur þurft til að skapa. En hvaða skoðun sem menn ann- ars hafa á tiltektum Ómars upp á síðkastið, verður því ekki á móti mælt að varla er til sá maður hér á „Ísland er landið …“ Rúnar Kristjánsson skrifar um Kárahnjúkavirkjun Rúnar Kristjánsson Í ÁLYKTUN um landbúnaðarmál frá síðasta Landsfundi Sjálfstæð- isflokksins segir í kafla um ferðaþjón- ustu að ferðaþjón- ustan hafi skapað aukna atvinnu til sveita. Meðal tillagna er að vinna þurfi markvisst að lengingu ferðamannatímans. Einnig að breyta þurfi lögum og reglugerðum þannig að íslenskir bændur geti unnið og selt afurðir sínar beint, enda séu þeir ábyrgir fyrir fram- leiðslu sinni. Næstu árin væri hægt að leggja meiri rækt við þessa atvinnugrein og aðlaga kröfur framleiðslunnar að að- stæðum. Eitt af þeim atriðum sem geta stuðlað að auknum tekjum fólks í landbúnaðarhéruðum landsins er staðbundin framleiðsla á vörum og þjónustu til ferðamanna og ekki síst ef þessi framleiðsla getur farið fram inni á heimilum. Hér kemur ýmiss konar framleiðsla til greina, t.d. á minjagripum og ekki síst á mat- vælum. Það ferli sem framleiðand- inn þarf að ganga í gegnum áður en hann getur selt vöru sína er, eins og sakir standa, óþarflega flókið og viðamikið og á engan veginn við þegar um er að ræða heimilisfram- leiðslu. Staðan í dag er með þeim hætti að til þess að mega framleiða og selja matvæli þarf að taka framleiðslustaðinn út. Framleiðslunni fylgir síðan ámóta eft- irlit, strangt og íþyngj- andi, líkt og væri um verksmiðjuframleiðslu að ræða. Ef kröfum um ákveðna staðla er ekki fullnægt fæst ekki leyfi fyrir sölunni. Á þessu sviði mætti gera end- urbætur sem miða að því að stuðla að og hvetja til heimilisframleiðslu. Skilvirkasta eftirlitið felst í því að bændur og aðrir þeir sem eru með heimilisframleiðslu verði einfaldlega ábyrgir fyrir sinni vöru. Það eina sem skiptir máli í þessu sambandi er að ef upp koma vandkvæði með vör- una eða í tengslum við hana, verður að vera hægt að rekja hana til selj- andans. Á mörgum heimilum er til mikil þekking á hvernig á að framleiða matvæli. Aðstaða er víða til staðar og oft er hægt að komast af með ein- faldan tækjakost. Ekki þarf mikið til að búa til sem dæmi flatkökur, sult- ur, pönnukökur, kökur eða brauð. Þetta eru vörur sem eru eftirsóttar, ekki hvað síst af því að um er að ræða heimilisframleiðslu sem fram- leidd er í smáum, fjölbreytilegum og heimilislegum stíl. Markaðslögmál munu í þessu sambandi virka vel. Framleiðslan fylgir einfaldlega eft- irspurn. Ef þessi hefð nær að myndast munu ferðamenn og aðrir njóta þess enn frekar að sækja bændur heim. Ásamt því að kynnast fólkinu á staðnum og skoða náttúru landsins geta gestir keypt framleiðsluvörur þar sem þær standa til boða. Við það að eftirspurn og vinsældir aukast má búast við að þessi þáttur fari vaxandi og fjölbreytni framleiðslunnar auk- ist. Víða liggja möguleikar. Heimilisframleiðsla hefur hvetjandi áhrif á ferðaþjónustu Kolbrún Baldursdóttir skrifar um eflingu ferðaþjónustu Kolbrún Baldursdóttir » Á þessu sviði mættigera endurbætur sem miða að því að stuðla að og hvetja til heimilisframleiðslu. Höfundur er varaþingmaður og býður sig fram í 6. sæti í prófkjöri Sjálfstæð- isflokksins í Reykjavík. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.