Morgunblaðið - 24.10.2006, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.10.2006, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING BÍÓFÍKLARNIR í Kinofíl, hópi kvikmyndafræðinema við Háskóla Íslands, sýna bíó- myndir á þriðjudagskvöldum kl. 20 í Stúdentakjallaranum. Kinofíll sýnir myndir af öllum gerðum og frá öllum tímabil- um, klassískar myndir og öðru vísi myndir. Á stefnuskrá hóps- ins er að sýna myndir sem hafa verið umdeildar eða hreinlega bannaðar en þó er það aðeins brot af því sem sýnt er. Í kvöld verða sýndar þrjár stríðsmyndir, Come and See eftir Elem Klimov frá 1985, San Pietro eftir John Huston frá 1945 og svo áróðursteikni- myndir frá Disney. Kvikmyndasýningar Stríðsmyndir í Stúdentakjallara Elem Klimov Hönnunarsýning Nytjahlutir, skart og listmunir SÝNINGIN Handverk og hönnun hefst í Ráðhúsinu á fimmtudaginn. Þar verður að finna fjölbreytta íslenska hönnun, handverk og listiðnað. Listamennirnir sjálfir kynna og selja vörur sínar, muni úr leðri og roði, skart- gripi, glermuni, nytjahluti úr leir, húsgögn, fjölbreyttar text- ílvörur, hluti úr hornum og beinum og trémuni. Með því forvitnilegra hljóta að vera handunnir gíraffastólar eftir Chuck Mack, sem er íslensk/bandarískur en stólarnir eru fyrirrennarar gíraffastólsins sem hefur vakið mikla athygli og er nú seldur víða. Sýningunni lýkur á sunnudag. Á MORGUN, 25. október verða liðin 62 ár frá tónleikum Florence Foster Jenkins í Carnegie Hall í New York. Florence Foster hefur stund- um verið kölluð versta söng- kona allra tíma, en naut samt umtalsverðra vinsælda. Þjóðleikhúsið frumsýnir á föstudag leikritið Stórfengleg, sem byggist á ævi hennar og fer Ólafía Hrönn Jónsdóttir með aðalhlutverkið. Þjóðleikhúsið býður áhorf- endum á æfingu á miðvikudagskvöld kl. 20, en set- ur það skilyrði að viðkomandi beri blómanafn. Blómanafnafólkið gefi sig fram við miðasölu. Leikæfing Rósur, Fjólur og Liljur fá frítt Florence Foster Jenkins ÓLAFUR Elíasson myndlistar- maður hefur gert listaverk fyrir tískumerkið Louis Vuitton, sem er leiðandi á sviði tískufatnaðar og starfrækir um 350 verslanir víða um heim undir því nafni. Verkið sem kallast Eye See You verður af- hjúpað níunda. nóvember næstkom- andi í verslun Louis Vuitton á fimmta breiðstræti í New York, þar sem stærsta verslun keðjunnar er til húsa. Verkið er sérstaklega pantað af Louis Vuitton og verður miðpunkt- urinn í jólaskreytingu í öllum versl- unum fyrirtækisins. Sýnt til frambúðar á 5. breiðstræti í New York Listaverkið minnir á lampa sem er eins og augasteinn í laginu og gefur frá sér gult ljós eins og sólin. Auk þess verður annað nýtt verk eftir Ólaf Elíasson sett upp í Louis Vuitton á 5. breiðstræti til fram- búðar. Verkið heitir You See Me og er stórt í sniðum. Í báðum verkunum, Eye See You og You See Me, fæst Ólafur við uppáhalds viðfangsefni sín sem tengjast náttúrunni og merkingu til- verunnar. Takmarkaður fjöldi seldur Allur ágóði af verkefninu rennur til 121Ethiopia.org, góðgerða- samtaka sem Ólafur og eiginkona hans stofnuðu nýlega. Stofnunin styður ýmis hjálparverkefni í Eþíópíu en fyrsta verkefni þeirra var enduruppbygging munaðarleys- ingjahælis í Addis Ababa. Takmarkaður fjöldi af Eye See You verður seldur við afhjúpun listaverksins í New York. Ágóði af sölunni rennur til samtakanna. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Ólafur vinnur með Louis Vuitton. Í október í fyrra vann listamaðurinn að verkefninu Your Loss of Senses sem hann hannaði fyrir enduropnun Louis Vuitton höfuðstöðvanna á Champs-Elysées í París. Louis Vuitton fagnar samstarf- inu við Ólaf Elíasson „Við fögnum því að samstarf okk- ar með Ólafi Elíassyni haldi nú áfram, ekki einungis listræn sam- skipti heldur einnig persónuleg samskipti. Þetta nýja samstarfs- verkefni hefur dýpkað samskipti okkar við Ólaf. Louis Vuitton, sem ávallt hefur sýnt frumkvæði í sam- félagslegri ábyrgð fyrirtækja, veitir með þessu Ólafi tækifæri til að styðja við bakið á málefni sem hon- um liggur skiljanlega mikið á hjarta,“ segir Yves Carcelle, stjórn- armaður og framkvæmdastjóri Louis Vuitton Malletier í frétta- tilkynningu sem barst Morg- unblaðinu. Myndlist | Ólafur Elíasson gerir verk fyrir Louis Vuitton Afhjúpað í New York í nóvember Sjáandinn Verkið var sérstaklega pantað og verður miðpunktur jólaskreytinga í öllum verslunum Louis Vuitton. Í HNOTSKURN » Ólafur Elíasson er fæddurí Kaupmannahöfn 1967. Nam við dönsku listaakadem- íuna í Kaupmannahöfn 1989– 1995. »Louis Vuitton, 1821–1892hannaði og framleiddi töskur í París. Leðurvörur Vuitton eru í dag stöðutákn um allan heim. HVORT sem maður er staddur í ræktinni, í banka, í strætó eða á kaffihúsi þá er næsta öruggt að á vegi manns verður fólk sem er að hlusta á tónlist úr iPod-spilara. Nú þegar fimm ár eru liðin frá því að fyrsti iPod-spilarinn var kynntur til sögunnar er óhætt að segja að þetta handhæga, stafræna tæki sé alls staðar. Uppfinningin hefur enda tryggt Apple fyrirtækinu 75% hlutdeild á markaði fyrir MP3- spilara og yfir sextíu milljónir ein- taka hafa selst. Helst iPod í tísku? Eins og títt er um tækninýjungar létu ýmsir í ljósi efasemdir um ágæti fyrirbærisins á sínum tíma og gáfu í skyn að spilarinn ætti sér ekki viðreisnar von í samkeppni við aðra sambærilega tækni. Þótt þær efasemdaraddir hafi verið kveðnar í kútinn svo um munar hafa margir orðið til þess upp á síðkastið að spá dauða spilarans; að iPod bíði brátt sömu örlög og Sony Walkman vasadiskósins, Sinclair Spectrum leikjatölvunnar, VHS mynd- bandtækisins og annarra tækja sem voru einráð á markaði í skamman tíma á seinni hluta síð- ustu aldar. Það er ljóst að tækninni heldur áfram að fleygja fram og að Apple þarf að halda í við þá þróun ætli fyrirtækið sér að halda fengnum markaðshlut. En það er engin ástæða til að ætla að á þeim bænum séu menn ekki tæknivandanum vaxnir. Ef marka má forspá sem birtist í grein í The Guardian þann 10. september sl. er ein hættan sem iPod er búin sú að detta úr tísku. Spilarinn gæti hreinlega orðið fórnarlamb eigin velgengni og út- breiðslu; hann gæti orðið of al- gengur og sýnilegur til að tolla lengur í tísku. iPod í eyr- unum í hálf- an áratug Fyrsta eintakið afhjúpað 23. okt. 2001 Vinsæll iPod-spilarar hafa selst í tugum milljóna eintaka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.