Morgunblaðið - 24.10.2006, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 24.10.2006, Blaðsíða 19
Morgunblaðið/Einar Falur Vinsæll Hróður Arnaldar Indriðasonar hefur borist víða um heim. Hér sést hann árita eintak af Jar City (Mýrinni) í útgáfuhófi í New York í fyrra. UMFJÖLLUN um enska þýðingu á glæpaskáldsögunni Grafarþögn eftir Arnald Indriðason birtist á vefútgáfu The New York Times á sunnudaginn. Gagnrýnandi blaðsins Marylin Stas- io, sem sérhæfir sig í að rýna í glæpa- skáldsögur, fer fögrum orðum um Grafarþögn og segir meðal annars í inngangi sínum að Arnaldur hafi komið Íslandi á kortið sem „áhuga- verðum viðkomustað fyrir unnendur norrænna glæpasagna“, nú þegar hafa tvö af verkum hans verið gefin út á ensku en fyrri skáldsagan var Mýrin (Jar City) sem kom út í fyrra. Myrkur en samúðarfullur Marylin Stasio segir stílbrögð Arn- aldar vera laus við allan íburð þrátt fyrir að tónninn í sögunni sé mjög traustvekjandi; hann eyði ekki orðum að óþörfu. Þegar slíkum stíl- brögðum er hins vegar beitt við frásögn af svo „fé- lagslega marg- slungnum“ glæp öðlist sagan vídd sagnaskáld- skapar. Þá kemur fram í niðurlaginu að rannsóknarlögreglumaðurinn Er- lendur sé myrk persóna en einn af samúðarfyllri rannsóknarlög- reglumönnum sem hafa komið fram á sjónarsviðið í langan tíma fyrir vikið. Grafarþögn nefnist Silence of the Grave í þýðingu Bernards Scudders. Áður hefur Mýrin eftir Arnald komið út á ensku, undir heitinu Jar City. Ísland á kortið Gagnrýnandi The New York Times fjallar um Grafarþögn Arnaldar Indriðasonar MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 2006 19 Knarrarvogi 4, Reykjavík Skilagjaldið er 10 krónur Suðurlandsbraut 20 – 108 Reykjavík – Sími 588 0200 –www.eirvik.is -hágæðaheimilistæki Ef þú kaupir Miele þvottavél færðu kaupverðið endurgreitt með betri meðferð á þvottinum þínum Miele þvottavélar erumeð nýrri tromlumeð vaxkökumynstri semferbeturmeðþvottinn. Einkaleyfi Miele. Miele þvottavélar eru byggðar á stálgrind og eru með ytri þvottabelg úr ryðfríu stáli ólíkt flestum öðrum þvottavélum. Miele þvottavélar endast lengur en aðrar þvottavélar. Íslenskt stjórnborð AFSLÁTTUR 30% ALLT AÐ 1. VERÐLAUN í Þýskalandi W2241WPS Gerð Listaverð TILBOÐ ÞvottavélW2241 kr. 160.000 kr. 114.800 1400sn/mín/5 kg. Þurrkari T223 kr. 112.200 kr. 78.540 útblástur/5 kg. Þurrkari T233C kr. 131.000 kr. 91.700 rakaþéttir/5 kg. MIELE ÞVOTTAVÉL - fjárfesting sem borgar sig Hreinn sparnaður NÝ ljóðabók Einars Más Guð- mundssonar, Ég stytti mér leið framhjá dauðanum, er ekki fyrsta íslenska ljóðabókin sem birt er í útlöndum áður en hún hefur verið prentuð á Íslandi eins og sagt var í frétt Morgunblaðsins á laugardag- inn. Knut Ødegård, skáld og þýð- andi, bendir á að ljóðabókin Om vindheim vide eftir Matthías Jo- hannessen kom út í norskri þýð- ingu Knuts árið 1994 hjá Cappel- an-forlaginu í Ósló. Bókin inniheldur samnefndan ljóðaflokk sem birtist í ljóðabók Matthíasar, Vötn þín og vængur, árið 1996 undir íslenska heitinu „Um vind- heim víðan“. Einar Már Guðmundsson Matthías Johannessen Um vindheim víðan kom fyrst á norsku

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.