Morgunblaðið - 24.10.2006, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.10.2006, Blaðsíða 22
tómstundir |þriðjudagur|24. 10. 2006| mbl.is daglegtlíf Í Alþjóðaskólanum eru börn frá ýmsum löndum við nám og stefnan er að skólinn sé alveg í tvítyngdu umhverfi. » 24 menntun Að horfa á fótbolta er hollt fyrir heilsuna enda losar fótbolta- áhorfið um góðar og slæmar til- finningar. » 24 íþróttir Súkkulaði fyrir hverja árstíð, silfurskeiðar og eðalkaffi fylgja bóklestri hjá Ármanni Reynis- syni. » 25 daglegt HÆGT og hljótt er dottið úr tísku, a.m.k. þar sem jarðarfarir Dana eru annars vegar. Nú skulu útfarirnar vera persónulegar og þannig eru legstaðir sem skarta fótbolta- handklæðum, böngsum eða skúlptúrum ekki óalgeng sjón. Dæmi eru um að menn hafi óskað eftir statistum til að vera við eigin út- för. Berlingske Tidende greinir frá því að danskar jarðarfarir séu óðum að taka á sig nýjan svip. Fyrir 10–15 árum óskuðu 90 pró- sent Dana eftir bálför og nafnlausu leiði í kirkjugarðinum en í dag á ekki að fara framhjá fólki að hér hvíli þjóðfélagsþegn sem fólk syrgir en minnist einnig fyrir þær gleðilegu stundir sem það átti með honum. Kim Larsen vinsæll Hefðbundnar blómaskreytingar eru ekki lengur taldar fullnægjandi heldur eru hnúa- járn rokkarans sýnileg við útförina. Fasani veiðimannsins liggur þvert yfir kistulokið eða þá uppáhaldskylfa golfarans. Messu- skráin er gjarnan prýdd myndum frá dýrðarstundum úr lífi hins látna og í einu tilfelli uppfyllti útfararþjónusta hinstu ósk þess sem dó og leigði statista til að vera við- staddir jarðarför hans. Þeim fer fjölgandi sem óska eftir því að ösku sinni sé dreift á haf út og margir eft- irlifendur láta hefðbundna legsteina ekki nægja heldur halda úti minningarsíðum um látna ástvini á netinu. „Glæsibrúðkaup nútímans hafa smitað út frá sér yfir á jarðarfarirnar,“ segir Peder Thomasen hjá útfararþjónustunni Begra- velses Service. Hann hefur einu sinni séð um útför sem fór fram í eldhúsi þess sem látinn var en í Danmörku er engin skylda að fá presta til að syngja yfir þeim sem horfnir eru yfir móðuna miklu. Thomasen spáir því líka að opnar kistur verði æ algengari í jarðarförum eftir því sem fram líða stundir, sem kallar á frekari þjónustu þeirra er sjá um förðun genginna manna. Þá eru algengar óskir um að leika eða spila af geisladiskum uppáhaldstónlist hinna látnu og þannig er lag Kims Larsens „Om lidt bli’r her stille“ orðið sannkallaður útfararsmellur. Morgunblaðið/Sverrir Hinsta kveðja Jarðarfarir verða æ persónulegri og íburðarmeiri í Danmörku. Glæsilegar jarðarfarir Bráðnar í munni Granólakakan er ekki aðeins góð heldur líka fögur! Ég er algjörlega ólærð í köku-bakstri en mikil áhugakona umhverskonar bakstur og finnst rosalega gaman að baka, en auk þess er ég mikill sætabrauðsgrís,“ segir Ingi- björg Lydia Yngvadóttir sem hefur und- anfarin tíu ár séð um allan bakstur fyrir kaffihúsið Súfistann, sem er til húsa bæði í Hafnarfirði og í bókabúð Máls og menn- ingar á Laugaveginum. „Ég var ekki alin upp við sérstaklega mikinn bakstur en hún amma mín var mjög flink við slíkt og bakaði mikið. Ég fékk fyrst alvöru áhuga á bakstri þegar ég eignaðist strákana mína þrjá, mér fannst alltaf rosalega gaman að baka fyrir afmælin þeirra.“ Granólakakan hennar Ingibjargar sem boðið er upp á hjá Súfistanum hefur ver- ið vinsæl í áraraðir, en Ingibjörg segir að hún hafi þróað hana og breytt henni með tímanum. „Uppistaðan er Granóla múslí sem gerir hana heilsusamlega en svo er líka kornflex og súkkulaði í henni, því fólki finnst svo gott að hafa kökur fullar af svona allskonar gumsi. Svo gerir fína karamellukremið hana sæta og hún fer vel með sterku góðu kaffi,“ segir Ingi- björg sem býr líka til bökurnar sem Súf- istinn býður upp á. Ingibjörg féllst á að gefa uppskrift að gómsætri kaniltertu sem hún bakar stundum heima hjá sér. 175 g smjör 225 g sykur 1 hrært egg 150 g hveiti 1–2 tsk. kanill 3–4 dl rjómi 100 g suðusúkkulaði nokkrar heilar möndlur til skrauts Stillið ofninn á 175 °C. Hrærið smjör- inu og sykrinum vel saman og bætið egg- inu í. Látið kanilinn út í hveitið og hrærið því saman við eggjahræruna. Lögin eru bökuð í grunnum, kringlóttum, lausbotna formum. Best er að hafa tvö. Sníðið bök- unarpappír eftir botnunum og klippið út. Smyrjið deiginu örþunnt á pappírinn (hafið hann á formbotninum á meðan) og bakið í u.þ.b 8 mínútur, eitt lag í einu. Bræðið suðusúkkulaði í vatnsbaði og smyrjið á eitt lagið. Skreytið það síðan með möndlum. Súkkulaðinu er smurt á efsta lagið áður en kakan er sett saman af því að hætta er á að efsti botninn brotni sé það gert eftir á. Leggið lögin síðan saman með þeyttum rjóma, ekki of miklum og hafið súkkulaðilagið efst. At- hugið að um leið og búið er að setja tert- una saman, byrjar hún að mýkjast upp, sumum finnst hún best stökk, en öðrum mjúk. Morgunblaðið/Eyþór Kökumeistarinn Ingibjörg Lydia Yngvadóttir hefur gaman af að baka. Kyndir ofninn á Súfistanum Hallgerður Helga Þorsteins- dóttir er upprennandi skák- drottning, sem saknar þess að fleiri stelpur tefli. » 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.