Morgunblaðið - 24.10.2006, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 24.10.2006, Blaðsíða 52
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 297. DAGUR ÁRSINS 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is  NV 10–15 m/s og snjókoma fyrir norðan eftir há- degi. Annars hægari NA-átt, él á S-landi en léttskýjað á A-landi. » 8 Heitast Kaldast 0°C -5°C ÓLAFUR Elíasson myndlistarmaður hefur skapað listaverk fyrir hið heimsfræga tísku- merki Louis Vuitton. Verkið, sem kallast Eye See You, verður af- hjúpað níunda nóv- ember næstkomandi í verslun Louis Vuitton á Fimmta breiðstræti í New York þar sem stærsta verslun keðjunnar er til húsa. Verkið er sérstaklega pantað af Louis Vuitton og verður miðpunktur jólaskreyt- inga í öllum verslunum fyrirtækisins. Listaverkið minnir á lampa sem er eins og augasteinn í laginu og gefur frá sér gult ljós eins og sólin. Auk þess verður annað nýtt verk eftir Ólaf Elíasson sett upp í verslun Louis Vuitton á 5. breiðstræti til frambúðar. Það verk kallast You See Me og er stórt í snið- um. Allur ágóði af verkefninu rennur til 121Ethiopia.org, góðgerðarsamtaka sem Ólafur og eiginkona hans stofnuðu nýlega. Takmarkaður fjöldi af Eye See You verður seldur við afhjúpun listaverksins í New York. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Ólafur vinnur með Louis Vuitton. Í október í fyrra vann listamaðurinn að verkefninu Your Loss of Senses. | 18 Ólafur Elíasson skapar listaverk fyrir Louis Vuitton ÉLJAGANGUR verður á landinu allra syðst í dag sem og norðan og norðaustan til, samkvæmt spá Veðurstofu Íslands. Að mati Aðalbjörns Sævars Einarssonar veð- urfræðings er ólíklegt að éljagangurinn sunnan til nái inn á höfuðborgarsvæðið en hinsvegar er ekki útilokað að það geti kom- ið slydda, snjókoma eða rigning á fimmtu- dag. „Hitinn á morgun verður í kringum frostmark en á fimmtudag fer líklega að hlýna,“ segir Aðalbjörn um væntanlegt hitastig á höfuðborgarsvæðinu. „Norðanlands verður leiðindasnjókoma og bylur eftir hádegi í dag og fram á kvöld og svo verður líklega éljagangur á morg- un.“ Þá gerir langtímaspá ráð fyrir að á föstu- dag verði rigning sunnan- og vestanlands en annars hægari átt og úrkomulítið. Hiti verði 0 til 5 stig, svalast norðaustanlands. Á laugardag, sunnudag og mánudag er svo gert ráð fyrir austanátt, rigningu sunnan- lands en annars slydduéli. Éljagangur um sunnanvert og norðanvert land í dag Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is BÓNDINN á bænum Akbraut við Þjórsá segist óttast að reynt verði að flæma sig af landinu þegar og ef framkvæmdir hefjast við Holtavirkjun, en áætlanir gera ráð fyrir því að virkjunarhúsið verði nánast á bæj- arstæðinu á Akbraut. Daníel Magnússon, bóndi á Akbraut í Rangárþingi ytra, segir að fulltrúar Lands- virkjunar hafi lofað sér því sl. fimm ár að þeir myndu byggja nýtt íbúðarhús og fjós á nýjum stað, ef til framkvæmda kæmi. Nú sé komið annað hljóð í strokkinn og hann sé hvattur til að hefja undirbúning að nýjum byggingum án þess að gerður sé samningur um hvernig Landsvirkjun komi að kostnaði. „Mér líst mjög illa á þetta, sérstaklega það að þeir vilja að ég geri þetta án þess að það sé gerður nokkur skriflegur samningur á milli okkar. Það segir manni að þeir ætla sér ekki að borga neitt, heldur ætla að haga sér eins og þeir hafa hagað sér við bændur annars staðar,“ segir Daníel. Hann segir að lauslega áætlað geti kostn- aður við að byggja nýtt íbúðarhús og fjós um kílómetra sunnar en núverandi bæj- arstæði numið 70–80 milljónum króna. Við það bætist kostnaður við að reisa nýjar girðingar og endurbæta tún. Kostnaður við undirbúning verður greiddur af LV Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, segir að ekki sé komið framkvæmdaleyfi fyrir virkjuninni og því sé of snemmt að gera samninga við land- eigendur um bætur vegna hugsanlegs tjóns. Hann staðfestir þó að fyrir skemmstu hafi verið lagt að Daníel að hefja und- irbúning að því að reisa íbúðarhús og fjós á nýjum stað, en það hafi verið skýrt tek- ið fram að kostnaður vegna undirbúnings- ins yrði greiddur af Landsvirkjun. Spurður hvernig Landsvirkjun muni bæta bóndanum og öðrum í hans stöðu tjónið, segir Þorsteinn: „Við munum standa straum af kostnaði við það. […] Ég veit ekki annað en menn séu sáttir við þetta.“  Segir Landsvirkjun | 10 Óttast að reynt verði að flæma sig burt  Of snemmt að semja um bætur vegna hugsanlegs tjóns af virkjun, að sögn talsmanns Landsvirkjunar  Ekki liggur fyrir framkvæmdaleyfi vegna virkjananna í Þjórsá en viðræður standa yfir um orkukaup Í HNOTSKURN »Ekki hefur verið gefið fram-kvæmdaleyfi til að virkja neðarlega í Þjórsá, en áætlanir eru uppi um að reisa þrjár virkjanir. »Viðræður hafa verið í gangi frá því íbyrjun árs milli Landsvirkjunar og álfyrirtækisins Alcan um kaup á orku frá nýju virkjununum í Þjórsá. »Samkvæmt samningi á milli Lands-virkjunar og Alcan verður ekki rætt við aðra aðila um kaup á raforku frá þessum virkjunum á meðan viðræður standa yfir. Eftir Berg Ebba Benediktsson bergur@mbl.is FJÖLMENNI var á opnum um- ræðufundi samtakanna Sól í Straumi sem hyggst berjast gegn fyrirhugaðri stækkun álversins í Straumsvík. Í máli framsögu- manna var lögð áhersla á að bar- átta þeirra gegn stækkuninni væri óháð pólitískum skoðunum og þyrfti ekki endilega að vera af sömu rótum runnin. Pétur Óskars- son, talsmaður samtakanna, lagði í ræðu sinni mikla áherslu á hversu mikil fyrirhuguð stækkun væri og hversu stórt svæði yrði óhæft til íbúðabyggðar og landbúnaðar vegna hennar. „Þetta verður skrímsli,“ sagði Pétur. Í framsöguræðu fundarins kynnti Pétur mikið magn tölulegra upplýsinga um stækkunina, hversu langt hún væri komin í stjórnsýslu- kerfinu og áhrif hennar á umhverfi og samfélag. Pétur eyddi drjúgum tíma í að ræða svokallað þynning- arsvæði álversins, en það er svæði í kringum álverið sem verður aðeins nýtanlegt sem iðnaðarsvæði vegna magns lofttegunda o.þ.h. Taldi hann óeðlilegt að Hafnarfjarðarbæ yrði ekki greidd nein leiga fyrir svæðið og sagði almennt að tekjur bæjarins af stækkuninni yrðu afar lágar miðað við fórnarkostnaðinn. Sögðu framsetningu villandi Þá flutti Valgerður Halldórs- dóttir ræðu þar sem hún lýsti því hversu margvísleg rök væri hægt að færa gegn stækkun álversins og að þau þyrftu alls ekki að endur- spegla sams konar stjórnmálaskoð- anir. Margrét Pétursdóttir nýtti svo tækifærið og las upp kveðju frá Skeiða- og Gnúpverjahreppi og sagði að stækkunin væri ekki einkamál Hafnfirðinga og að fleiri fögnuðu umræðu um málið. Í opnum umræðum nýttu svo margir tækifærið og fögnuðu því að einhvers konar samstaða hefði myndast gegn stækkuninni. Þá kvöddu sér einnig hljóðs menn sem voru fylgjandi stækkun og töldu framsetningu upplýsinga á fundin- um villandi. Kom til snarpra orða- skipta sem leystust þó á málefna- legan hátt. Samtökin stefna að því að halda opna fundi á tveggja til þriggja vikna fresti í vetur, þann fyrsta 1. nóvember. „Þetta verður skrímsli“ Fjölmennur fundur um fyrirhugaða stækkun álversins í Straumsvík Andstæðingar telja að stækkunin muni hafa neikvæð áhrif á Hafnarfjörð ÞAU sjónarmið heyrðust á fundinum í gær að vegna mögulegrar yfirtöku rússneska álfyr- irtækisins Rusal á Alcan, sem er núverandi eigandi álversins, væri mikil óvissa fram- undan um starfsemi álversins og framkomu þess gagnvart Hafnarfjarðarbæ. Þá töldu sumir fundarmenn að þeir gætu sætt sig við stækkun en hana yrði að selja dýrt. „Það er engin ástæða til þess að gefa þeim þetta,“ sagði einn fundarmanna. Aðrir höfðu meiri áhyggjur af mengunarmálum í íbúðabyggð og enn aðrir lýstu því yfir að þeir væru á móti öll- um álverum, hvort sem þau væru ný eða í formi stækkana, sama hvar þau væru niður komin. Morgunblaðið/Árni Sæberg Margar og fjölbreyttar skoðanir komu fram

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.