Morgunblaðið - 27.10.2006, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
www.jpv.is
Vilborg Dagbjartsdóttir kann
þá list að segja börnum góðar
sögur sem halda huganum
föngnum. Í bókinni birtast
sögur og ljóð sem komu út á
árunum 1959–2005.
Barnaefni Vilborgar er þegar
orðið sígilt.
Eftir Brján Jónasson
brjann@mbl.is
GRUNDVALLARFORSENDA
þess að Íslendingar geti nýtt sér þau
tækifæri sem felast í hnattvæðingu
er stöðugleiki í efnahagslífi, á vinnu-
markaði og hvað varðar félagslegt
réttlæti. Á það hefur skort og hafa
stjórnvöld sýnt takmarkaða ábyrgð.
Þetta var meðal þess sem kom
fram í ræðu Grétars Þorsteinssonar,
forseta Alþýðusambands Íslands
(ASÍ), þegar hann setti ársfund sam-
bandsins á Hótel Nordica í gær.
Meginefni ársfundarins er hnattvæð-
ingin og staða launafólks og sagði
Grétar að félög, einstök ríki og al-
þjóðasamfélagið í heild, ætti að
skuldbinda sig til að vinna að því að
hnattvæðingin leiddi til aukinnar vel-
ferðar.
„Stjórnvöld hafa ítrekað sýnt tak-
markaða ábyrgð og skort á aðhaldi
þegar kemur að réttindum erlends
launafólks. Það vantar upp á fræðslu,
íslenskukennslu og annað það sem
tryggir nauðsynlega aðlögun að ís-
lensku samfélagi. Þetta leiðir til fé-
lagslegrar einangrunar,“ sagði Grét-
ar. „Þetta viljum við uppræta. Við
viljum öflugt velferðarkerfi sem
tryggir öllum íbúum félagslegt rétt-
læti og efnahagslegt öryggi. Með því
drögum við úr ójöfnuði og tryggjum
samstöðu meðal þjóðarinnar.“
Grétar benti á að ASÍ hefði oft tal-
að fyrir mikilvægi þess að samþætta
stefnuna í efnahags-, atvinnu- og fé-
lagsmálum. Því miður hefði oft verið
talað fyrir daufum eyrum og oft hefði
verið horft upp á alvarlegar afleið-
ingar þess.
„Ólga í efnahagsmálum og á vinnu-
markaði á undanförnum árum er
ekki síst til komin vegna þess að
stjórnvöld hafa litið hlutina öðrum
augum. Stefna ríkisstjórnarinnar
hefur þannig beinlínis ýtt undir nei-
kvæðar afleiðingar hnattvæðing-
arinnar,“ sagði Grétar.
Reglur og refsiákvæði
„Hnattvæðingin krefst […] meiri
samábyrgðar vegna þess að við verð-
um sífellt háðari því sem aðrir
ákveða og gera. Hún krefst þess að
settar verði skýrari reglur á alþjóð-
legum vettvangi og jafnframt að skil-
greind séu refsiákvæði gagnvart
löndum og fyrirtækjum sem fylgja
ekki þessum alþjóðlegu reglum,“
sagði Grétar.
Eitt af meginverkefnum verka-
lýðsfélaga er að tryggja að launafólk
njóti jákvæðra áhrifa hnattvæðingar,
sagði Grétar. „Þess vegna viljum við
ábyrga og réttláta hnattvæðingu. Við
krefjumst þess að tekið verði tillit til
mannréttinda, vinnuumhverfis, nátt-
úruverndar og félagslegra réttinda á
forsendum öflugs velferðarkerfis.
Við gerum þá kröfu að aukinn hag-
vöxtur og frjálsari heimsviðskipti
verði í ríkari mæli byggð á fé-
lagslegum, siðferðilegum og um-
hverfislegum gildum – en ekki ein-
ungis því sem snýr að viðskiptum.“
Þarf samstöðu á alþjóðavísu
Grétar sagði að stórauka yrði upp-
lýsingagjöf og umræðu um þau
vandamál sem alþjóðleg verkalýðs-
hreyfing stæði frammi fyrir. „Við
verðum þannig að vera reiðubúin til
að bregðast við af hörku til að geta
brotið á bak aftur neikvæðar afleið-
ingar hnattvæðingarinnar. Það ger-
ist ekki án samstöðu – samstöðu
heima fyrir og á alþjóðavísu,“ sagði
Grétar, áður en hann setti ársfund
ASÍ.
Stöðugleika þarf til að nýta
tækifærin, segir forseti ASÍ
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Trommur og rímur Mikill fjöldi var samankominn á ársfundi ASÍ í gær og hlýddu gestir m.a. á tónlist frá Gíneu og
Ástralíu sem og íslenskar rímur við upphaf fundar og gaf það tóninn fyrir umræður um hnattvæðingu.
Segir stjórnvöld hafa ýtt undir neikvæðar afleiðingar hnattvæðingarinnar
MIKILVÆGT er að fjölgun erlendra fyrirtækja og út-
lendinga á innlendum vinnumarkaði raski ekki reglum
og samskiptahefðum sem mótast hafa hér á landi fyrir
tilstuðlan aðila vinnumarkaðarins, sagði Magnús Stef-
ánsson félagsmálaráðherra á ársfundi ASÍ í gær.
„Tryggja þarf að erlent starfsfólk njóti þeirra rétt-
inda og kjara sem gilda hér á landi sem og að stuðla að
því að milliliðalaust ráðningarsamband milli vinnuveit-
anda og starfsmanna verði áfram meginreglan,“ sagði
Magnús.
Í því sambandi sagði ráðherra mikilvægt að atvinnu-
lífið, ekki síður en stjórnvöld, sé vakandi og finni til ábyrgðar. „Af heimild
til að ráða erlendan starfsmann leiðir ábyrgð um að uppfræða hann um
réttindi og skyldur. Það er flókið og erfitt að átta sig á aðstæðum í nýju
landi þar sem aðrar reglur gilda en fólk hefur vanist í sínu heimalandi,“
sagði Magnús.
„Það er því mikilvægt að útlendingar sem koma hingað til starfa hafi
kynnt sér íslenskar reglur, meðal annars hvar þeir eigi að skrá sig og
sækja um tilskilin leyfi til að dvelja hér á landi. Hér gegna aðilar vinnu-
markaðarins lykilhlutverki, ásamt stjórnvöldum.“
Ráðherra sagði sveigjanleikann höfuðeinkenni íslensks vinnumarkaðar,
en bera þurfi virðingu fyrir þeim kostum sem sveigjanleikinn hafi í för
með sér til að koma í veg fyrir misnotkun á honum. Hætti menn að virða
leikreglur, sem lengi hafi viðgengist í samskiptum atvinnurekenda og
launafólks, þurfi að taka það mál upp og ræða á opinskáan hátt.
Milliliðalaust ráðningarsam-
band verði áfram meginreglan
Magnús Stefánsson
ALÞÝÐUSAMBAND Íslands ætlar
að óska formlega eftir viðræðum við
BSRB um mögulegt samstarf í
fræðslumálum og kjaramálum. Þetta
tilkynnti Grétar Þorsteinsson, for-
seti ASÍ, á þingi BSRB á miðviku-
dag, og ítrekaði á ársfundi ASÍ í gær.
Grétar sagði hugmyndirnar hafa
verið ræddar nýlega í miðstjórn ASÍ,
og tekin ákvörðun um að senda
BSRB bréf þar sem óskað var eftir
viðræðum. Sagði hann ýmis skilyrði
gera það að verkum að auðveldara
væri að ræða slíkt samstarf nú en áð-
ur.
Ögmundur Jónasson, formaður
BSRB, fagnar frumkvæðinu. „Ég
hef lengi talað fyrir auknu samstarfi
innan verkalýðshreyfingarinnar al-
mennt, bæði við Alþýðusamband Ís-
lands og önnur samtök á vinnumark-
aði; Kennarasambandið, BHM og
Samband íslenskra bankamanna.“
Hann bendir á að BSRB hafi fund-
ið að því við gerð síðustu kjarasamn-
inga, og ekki síður við endurskoðun
kjarasamninga, að þar hefði BSRB
verið haldið frá borði. „Það er mjög
jákvætt að fá þennan stuðning frá
forseta Alþýðusambands Íslands um
hans áherslur varðandi sameiginleg-
ar aðkomu að kjarasamningum, og
ég fagna þessu frumkvæði hans,“
segir Ögmundur.
Hann segir engan vafa í sínum
huga að markmið ASÍ og BSRB séu
samrýmanleg. „Þegar um er að tefla
grundvallarréttindi launafólks, og
grunninn í kjörunum, þá fara hags-
munir okkar saman.“
Sameiginlegur grundvöllur
en margvíslegar útfærslur
Hvað varðar sértækari hagsmuni,
eins og nákvæmar útfærslur á launa-
töxtum, segir Ögmundur: „Þarna er
spurning um blöndu sem menn þurfa
að ná samstöðu um. Í kjarasamning-
um á Norðurlöndum er iðulega sam-
ið á sameiginlegum grunni um sjálf-
an grundvöllinn, en svo eru til
margvíslegar útfærslur innan ein-
stakra greina, stofnana og fyrir-
tækja. Þetta eru hlutir sem þarf að
leggjast yfir.“
Ögmundur segist sem minnst vilja
segja um mögulega útfærslu sam-
starfsins á þessari stundu, heldur
eigi að ganga til viðræðna með opn-
um huga.
BSRB tekur ósk ASÍ um
aukið samstarf fagnandi
Grétar
Þorsteinsson
Ögmundur
Jónasson
NIÐURSTÖÐUR könnunar Per-
sónuverndar á rafrænni vöktun hér á
landi benda til þess að íslensk fyr-
irtæki geti bætt sig
hvað varðar notkun
myndavéla, hvernig
haga skuli eftirliti og
því að gögnum sé
eytt. Þetta kom fram
í erindi Sigrúnar Jó-
hannesdóttur, for-
stjóra Persónuvernd-
ar, á þingi BSRB í
gær.
Könnunin var unn-
in með spurningalistum sem sendir
voru til 150 íslenskra fyrirtækja,
sagði Sigrún í samtali við Morgun-
blaðið í gær. Hún segir miður að
þátttakan í könnuninni hafi verið lít-
il, innan við 30% fyrirtækja sem
fengu spurningalistann hafi séð sér
fært að svara. Því sé ekki unnt að
fullyrða neitt út frá niðurstöðunum
og þær verði ekki birtar. Hins vegar
felist ákveðnar vísbendingar í þeim
svörum sem bárust.
Í könnuninni var spurt um eftirlit
með net- og tölvupóstnotkun, notkun
eftirlitsmyndavéla og notkun ökusí-
rita til að fylgjast með akstri starfs-
fólks á ökutækjum í eigu fyrirtæk-
isins. Einnig var spurt hvort reglur
væru til um vöktun og framkvæmd
eftirlitsins, hvort starfsfólk hefði
fengið fræðslu um eftirlitið og þá
hvort tilgangur eftirlitsins hefði ver-
ið nefndur, hvort starfsfólk hefði
með einhverjum hætti samþykkt eft-
irlitið og hversu lengi gögn sem söfn-
uðust við eftirlitið væru geymd.
Um 75% geta bætt sig
Sigrún segir meginniðurstöðuna
vera þá að um 3⁄4 hlutar þeirra fyr-
irtækja sem svöruðu gætu bætt sig,
þá helst þegar kemur að fræðslu um
notkun myndavéla, og í því að setja
reglur um hvernig haga skuli eftir-
liti, einkum með akstri starfsfólks.
Einnig hafi verið misbrestur á því að
starfsfólk sé látið vita um eftirlit með
net- og tölvupóstnotkun, og að gögn-
um sem fást úr slíku eftirliti sé eytt.
Í erindi sínu benti Sigrún á að í
hliðstæðri rannsókn sem unnin var í
Svíþjóð árið 2005 reyndist rafræn
vöktun viðhöfð í um helmingi fyrir-
tækja og stofnana, en aðeins í helm-
ingi þeirra tilvika þar sem vöktun fór
fram hefði starfsfólk verið látið vita.
Rafræn
vöktun
könnuð
Sigrún
Jóhannesdóttir
Misbrestur á því að
starfsfólk sé látið vita