Morgunblaðið - 27.10.2006, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 27.10.2006, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2006 13 Höfum opnað netverslunina www.bestseller.is Ótrúleg opnunartilboð! að upp í gult. „Þá var hreint og beint sett í gang áætlun, þ.e.a.s. byrjað að kalla inn fólk, byrjað að gera menn, deildir og útbúnað klár- an, auk þess greiningarsveitir voru sendar á vettvang til að vinna með heilbrigðisstarfsmönnum á svæðinu. Allur spítalinn var gangsettur til að taka á móti þeirri hættu sem blasti við.“ Ófeigur tekur sem dæmi um það hversu víðtækar aðgerðirnar eru að t.a.m. er haft samband við eldhúsið sem gera þarf klárt til að afgreiða aukaskammta af mat. Ekki gerðist þörf fyrir að kalla starfsfólk til vinnu en þegar við- bragðsáætlunin fór í gang var að koma að vaktaskiptum þannig að starfsmenn fóru ekki af vöktum fyrr en hættunni hafði verið aflýst, eftir að vélin lenti. Morgunblaðið/RAX Í HNOTSKURN »Um kl. 14:45 í gærdag til-kynnti flugstjóri vél- arinnar truflun í hreyfli og óskaði eftir öryggislendingu. »Rétt eftir klukkan þrjúlýsti hann yfir neyðar- ástandi og fór þá í gang mikil viðbragðsáætlun. »Um fjögurleytið var ljóstað fullt afl var komið á hreyfla vélarinnar og vörpuðu viðbragðsaðilar þá öndinni léttar. »Flugvélin lenti heilu oghöldnu og hélt ferð sinni áfram eftir stutt stopp. Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is GESTUR Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, eins sak- borninga í Baugsmálinu, segir engan vafa leika á því í sínum huga að þau gögn, sem aflað var frá Lúxemborg við rannsókn málsins árið 2004, séu notuð ranglega, eða með öðrum hætti en gert hafi verið ráð fyrir þeg- ar þeirra var aflað. Jón H. Snorrason, yfirmaður efna- hagsbrotadeildar ríkislögreglu- stjóra, svaraði í Morgunblaðinu í gær ásökunum sem komu fram í bréfi Jóns Ásgeirs, sem birt var í Morgunblaðinu á miðvikudag. Í bréfi Jóns Ásgeirs kom fram að þegar heimild fékkst til húsleitar hjá Kaupþingi í Lúxemborg hafi verið vísað í grun um fjárdrátt, fjársvik, innherjasvik og peningaþvætti. Jón H. Snorrason segir að í beiðni til yf- irvalda í Lúxemborg hafi komið fram ítarleg lýsing á sakarefnum, og vegna sumra atvika hafi verið reist sakamál sem nú sé fyrir dómi. Gestur vísar í orð Jóns H. Snorra- sonar, sem sagði skýrt að óheimilt væri að nota þau gögn sem aflað var með þeim hætti sem gert var í Lúx- emborg vegna annarra sakarefna en þeirra sem nefnd voru í réttarbeiðn- inni sem lögð var fram hjá yfirvöld- um í Lúxemborg. „Mér finnst blasa við að þeir hafi ekki farið eftir því,“ segir Gestur og bendir á að í þremur ákæruliðum í endurákæru setts ríkissak- sóknara í hluta Baugsmálsins séu gögn frá Lúx- emborg notuð. Í réttarbeiðninni hafi verið farið fram á heimild á grundvelli þess að verið væri að rannsaka innher- jasvik, peningaþvætti, fjárdrátt og fjársvik, en ákæran hljóði upp á bók- haldsbrot. „Ég skil þetta þannig að það sé enginn vafi á því að þarna sé verið að fara öðruvísi með heldur en átti að gera samkvæmt réttarbeiðninni,“ segir Gestur. Hann bendir á að mik- ill munur sé á alvarleika þeirra brota sem nefnd voru í upphafi og bók- haldsbrota. „Þetta er eins og að bera saman ofsaakstur og stöðumæla- sekt.“ Notkun gagna skilyrt „Grundvöllurinn fyrir þessu í Lúx- emborg er að því réttarkerfi sem er þar verði ekki spillt með því að menn komi inn hjá þeim og leiti eftir af- brotum sem eru eftir atvikum ekki brot samkvæmt þeirra réttar- reglum. En á sama hátt vilja þeir líka tryggja að ef alvarlegir glæpir þríf- ast í þeirra samfélagi, eins og pen- ingaþvætti, eiturlyfjasala, mansal eða fjársvik, standi þeirra reglur ekki í vegi fyrir því að rannsaka slík mál með árangri. Þess vegna skiptir öllu máli að notkun gagna sem aflað er sé ekki önnur en sú sem tilgreind var þegar heimildar var aflað,“ segir Gestur. „Það er alvarlegt mál ef það er þannig að lögregluyfirvöld, í sam- skiptum við réttarvörsluna í Lúxem- borg, fara inn á öðrum forsendum heldur en rétt er. Ég er þeirrar skoð- unar að svo sé, með þeim forsendum sem ég hef lýst, og auðvitað getur komið til þess að á þetta reyni.“ Bréfi saksóknara ekki svarað Gestur bendir á að í bréfi saksókn- ara í Lúxemborg til ríkislögreglu- stjóra, sem sent var árið 2004, sé ítrekað að einungis megi nota gögnin sem aflað var við rannsókn á ákæru- efnum sem nefnd séu í réttarbeiðni. „Mér skilst að þessu bréfi hafi ekki einu sinni verið svarað af ís- lenskum yfirvöldum. Það er út af fyrir sig alvarlegt að menn skuli ekki svara erindum sem beint er til ís- lenskra yfirvalda þegar þau varða tvíhliða samskipti eins og í þessu til- viki. Það er afar mikilvægt að réttum leikreglum sé fylgt í samskiptum Ís- lands og annarra ríkja sem varða réttarvörslu í alvarlegum brotum. Það hlýtur að hafa alvarleg áhrif ef við svörum ekki erindum sem þetta varða frá öðrum aðila, svo það bætist ekki við að verið sé að brjóta gegn reglunum sem settar eru um hvernig eigi að nota þessi gögn,“ segir Gest- ur. Enginn vafi á að gögn séu notuð ranglega Gestur Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.