Morgunblaðið - 27.10.2006, Page 16
16 FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
ÚR VERINU
„SÍÐASTLIÐIÐ fiskveiðiár var að
mörgu leyti einstakt í sögu smá-
bátaútgerðarinnar. Þar var bæði
toppi og botni náð. Jákvæðu frétt-
irnar eru þær að aflinn hefur aldr-
ei orðið meiri hjá smábátum, end-
aði í 80.666 tonn tonnum.
Krókaaflamarksbátar voru með
75.481 tonn og aflamarksbátar
5.185 tonn. Alls voru það 802 smá-
bátar sem lönduðu afla, 684 í
krókaaflamarki og 118 í aflamarki.
Í krókaaflamarkinu var meðaltal-
safli á bát 110 tonn. Með hliðsjón af
þessum afla má ætla að heildar-
útflutningsverðmæti hans losi 22
milljarða.“
Þetta kom fram í skýrslu Arnar
Pálssonar, framkvæmdastjóra LS,
á aðalfundi samtakanna í gær.
„En það eru ekki allar línur í
gröfunum á leið upp,“ sagði Örn og
hélt áfram:
„Frá stofnun Landssambands
smábátaeigenda er fjöldi báta með
afla sá minnsti á ársgrundvelli.
Bátunum hefur fækkað um 237 á 2
árum eða um tæp 23%.
Miklar sveiflur
Ekkert lát er á gríðarlegum
sveiflum og það sem ræðumaður
telur vera sérstaklega neikvæðar
fréttir þegar rýnt er í þróun sl. ára
er hversu handfæraveiðar hafa
gefið eftir. Þorskaflinn á færin er
nú aðeins þriðjungur miðað við það
sem hann var fyrir 3 árum. Það ár,
fiskveiðiárið 2002/2003, voru veidd
16.505 tonn af þorski á handfæri,
en aðeins 5.703 tonn á síðasta fisk-
veiðiári. Á tímabilinu hefur hlutur
handfæranna lækkað úr 8% af
heildarþorskaflanum í 3%.
Helstu orsakir fyrir þeim tveim-
ur niðursveiflum sem hér hafa ver-
ið nefndar, fækkun báta og minni
handfæraafla, er ákvörðun stjórn-
valda að afnema sóknardagakerfi
smábáta 2004.
Heimsmetið bætt
Góðir fundarmenn – miklum afla
fylgja fréttir af aflakóngum. Þrír
bátar sköruðu fram úr á árinu, Guð-
mundur Einarsson, Hrólfur Einars-
son og Sirrý, allir úr Bolungarvík.
Þrír aðrir voru ekki langt á eftir,
Narfi SU, Kristinn SH og Gísli Súrs-
son GK, en þessir sex bátar rufu allir
1.000 tonna múrinn og nam saman-
lagður afli þeirra 10,3% af heildar-
afla krókaaflamarksbáta.
Guðmundur Einarsson bætti um
betur frá fyrri heimsmetum og er nú
kominn nær 2.000 tonnunum en
1.000 endaði í 1.507 tonnum. Skip-
stjóri á Guðmundi er Egill Jónsson.
Í aflamarkinu var Már frá Grinda-
vík með mestan afla, 287 tonn.
16% með tvo þriðju
hluta aflans
Tveir þriðju hlutar afla krókabáta
skiptast þannig eftir fjölda báta og
tegundum. 109 bátar eða 16% með
heildarafla krókaaflamarksbáta. 111
bátar eða 17% með þorskinn. 74
bátar 14% veiddu tvo þriðju hluta
ýsunnar og 28 eða úr 7% bátanna
með steinbítinn.
Á yfirstandandi fiskveiðiári hefur
alls 42.642 þorskígildum verið út-
hlutað til krókaaflamarksbáta sem
nálgast að vera 12% af heildarverð-
mæti úthlutaðra aflaheimilda. Alls
voru það 516 bátar sem fengu út-
hlutað varanlegum veiðiheimildum,
þar af 475 sem skipta með sér 27
þúsund tonnum af þorski, 391 skiptir
með sér 12.400 tonnum af ýsu og 374
rúmum 4.000 tonnum af steinbít.
Hæstu hlutföllin í Grindavík
72% heildarverðmæta krókaafla-
marksbáta komu í hlut þeirra sem
fengu meira en 100 tonn í þorskígild-
um talið, alls voru það 99 bátar.
Í þorski eru það 65 bátar sem
fengu úthlutað meira en 100 tonnum,
sem jafngildir 57% af veiðiheimild-
unum, í ýsu 35 bátar með 60% veiði-
heimildanna og í steinbít koma 61%
hlutdeildarinnar í hlut 26 báta sem
fengu meira en 50 tonnum úthlutað.
Hæstu hlutföll eins báts eru 2,9% í
þorski, 5,6% í ýsu, 5,9% í steinbít og
3,3% í þorskígildum. Þeir þrír bátar
sem hér eiga hluta að máli eiga allir
heimahöfn í Grindavík, Þórkatla, Óli
á Stað og Gísli Súrsson.“
Afli smábátanna
aldrei orðið meiri
Áætla má að
heildarútflutnings-
verðmæti afla smá-
bátanna nemi 22
milljörðum króna
!"#$
%$
&
'( )
&
( )
# *
&
+
!
" # $
%
Í HNOTSKURN
» Á tímabilinu hefur hluturhandfæranna minnkað úr
8% af heildarþorskaflanum í
3%.
» Þrír bátar sköruðu framúr á árinu, Guðmundur
Einarsson, Hrólfur Einarsson
og Sirrý, allir úr Bolungarvík.
» Hæstu hlutföll eins bátseru 2,9% í þorski, 5,6% í
ýsu, 5,9% í steinbít og 3,3% í
þorskígildum.
Eftir Hjört Gíslason
hjgi@mbl.is
„GOTT fiskveiðikerfi á að hafa innbyggða hvata
fyrir fiskimenn að færa veiðarnar sem mest yfir á
kyrrstæð veiðarfæri. Línuívilnun er vissulega
skref í rétta átt og ég hef heyrt marga erlenda
kaupendur fisks ljúka lofsorði á þessa að-
ferðafræði. Það segir mér aðeins eitt: Markaður-
inn mun í sívaxandi mæli gera kröfu þar um, hvort
sem einhverjum stórútgerðarmönnum líkar betur
eða verr,“ sagði Arthur Bogason, formaður
Landssambands smábátaeigenda, á aðalfundi
þess í gær.
„Það er á þessu sviði, sem mörgum öðrum sem
sóknarfæri smábátaútgerðarinnar liggja og það
er sannfæring mín að LS eigi að beina kröftum
sínum af alefli til að sem flestir félagsmanna fái
notið. Sífellt fleiri aðilar sýna smábátaútgerðinni
áhuga og það er trú mín að enn sjáum við bara
toppinn á ísjakanum í því sambandi.
Á aðalfundum svæðisfélaganna komu víða fram
áhyggjur félagsmanna yfir þeirri þróun að smá-
bátum fækki og að örfáir bátar sem rétt rúmast
innan reglna um stærð smábáta muni innan
skamms veiða þær aflaheimildir sem smábátaflot-
inn ræður yfir. Þverstæðan sem við stöndum hins
vegar frammi fyrir er sú staðreynd að smábáta-
flotinn fiskar sem aldrei fyrr.
Samfara því að lýsa yfir áhyggjum sínum af
þessari þróun kom víða fram sú skoðun að nauð-
synlegt væri að til væri handfærakerfi, með til-
tölulega þröngan stakk hvað varðar stærð báta og
tækjabúnað til veiða. Eitt af því sem stærri smá-
bátar og samþjöppun aflaheimilda þeirra á meðal
mun framkalla er sífellt sterkari krafa um slíkt
kerfi. Og í ljósi nýjustu tíðinda, þar sem hægt var
að gefa út leyfi til hvalveiða í atvinnuskyni, eitt-
hvað sem langflestir töldu að aldrei yrði, get ég
ekki ímyndað mér að það sé óyfirstíganlegt fyrir
stjórnvöld að opna slíkt handfæraleyfi,“ sagði
Arthur.
Sífellt fleiri sýna útgerð smábáta áhuga
Morgunblaðið/Eyþór
Fiskveiðar Arthur Bogason, formaður LS, er
fylgjandi hvalveiðum.
EINAR K. Guðfinnsson sjávarút-
vegsráðherra segir miklar rang-
færslur vaða uppi um hvalveiðar okk-
ar í erlendum fjölmiðlum, sem haldið
sé á lofti af ýmsum ráðamönnum, t.d. í
Bretlandi, Svíþjóð og Ástralíu.
„Það er mjög bágt að hugsa til þess
að fulltrúar virðulegra ríkja sem vilja
láta taka sig alvarlega á alþjóðlegum
vettvangi, vinaþjóðir okkar á borð við
Breta og Svía svo dæmi séu tekin,
skuli fara með fleipur. Bera upp á
okkur Íslendinga það sem fær ekki
staðist og öllum á að vera ljóst að eru
staðlausir stafir. Það er óhrekjanleg
staðreynd að hvorug þeirra hvalateg-
unda sem veiðar hafa verið leyfðar á,
hrefna eða langreyður, er í útrýming-
arhættu hér við land, langt því frá,“
sagði Einar á aðalfundi Landssam-
bands smábátaeigenda í gær.
Hann gerði hvalveiðar, krókaafla-
markskerfi við fiskveiðistjórnun, línu-
ívilnun og byggðakvóta að umtalsefni
í ræðu sinni á aðalfundi Landssam-
bands smábátaeigenda sem haldinn
var á Grand Hóteli í dag.
Möguleikar á markvissari
úthlutun byggðakvóta
Ráðherra fjallaði um möguleika á
að úthluta byggðakvóta með mark-
vissari hætti en hingað til svo afla-
heimildirnar skiluðu því hlutverki
sem til væri ætlast. Til dæmis mætti
gera ríkari kröfur um að afla væri
landað til vinnslu í heimabyggð.
„Ég tel ennfremur koma til álita að
skoða hvort úthluta eigi þessum
byggðakvótum til lengri tíma í senn,
að minnsta kosti að hluta til, í því
skyni til að draga úr óvissu. Við vitum
að óvissa er óvinur sjávarútvegsins og
eftir því sem óvissa eykst um starfs-
aðstæður greinarinnar þeim mun
minni áhugi verður á því að fjárfesta
til frambúðar.“
Grundvelli línuívilnunar
ekki breytt
Grundvelli línuívilnunar sagði Ein-
ar Kristinn ekki standa til að breyta.
Línuívilnun styrki byggðirnar og
grundvöll smábátakerfisins. Við setn-
ingu kvótaþaks í krókaaflamarkskerf-
inu sagði sjávarútvegsráðherra heild-
arhagsmuni hafa verið hafða að
leiðarljósi. „Fullt tilefni var til þess-
arar lagasetningar. Samþjöppunin
var heilmikil, við sáum að hún jókst
hratt og stefndi í að verða óhæfilega
mikil. Ég nefni það svo vegna þess að
óheft áframhaldandi þróun hefði
smám saman dregið máttinn úr ýms-
um byggðarlögum og sú landfræði-
lega dreifing sem var meginforsenda
krókaaflamarksins í upphafi hefði
brátt orðið úr sögunni. Hætt er við að
ný átök hefðu hafist í kringum þetta
fyrirkomulag – öllum til ills. Útgerð-
um, smáum sem stórum, og byggð-
unum ekki síst. Þess vegna var nauð-
synlegt að grípa til aðgerða.“
Með þessu hafi menn viljað við-
halda sérstöðu þessa kerfis og þeim
forsendum sem til grundvallar voru
lagðar í upphafi. „Þess vegna var
þetta algerlega óhjákvæmilegt að
mínu mati og ég er ekki í nokkrum
vafa um að hefur jákvæð áhrif þegar á
heildina er litið,“ sagði Einar Kristinn
Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra á
aðalfundi Landssambands smábáta-
eigenda í gær.
Morgunblaðið/Eyþór
Fundir Frá setningu aðalfundar LS. Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir fund-
arritari, Örn Pálsson, framkvæmdastjóri LS, og Einar K. Guðfinnsson sjáv-
arútvegsráðherra.
Rangfærslur
um hvalveiðar
H ö n n u n / S m í ð i / V i ð g e r ð i r / Þ j ó n u s t a
Omega 3-6-9
FRÁ
H
á
g
æ
ð
a
fra
m
le
ið
sla
A
ll
ta
f
ó
d
ýr
ir
GÓÐ HEILSA
GULLI BETRI
Fjölómettaðar
fitusýrur
NNFA QUALITY
APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR