Morgunblaðið - 27.10.2006, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 27.10.2006, Qupperneq 18
18 FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Í HNOTSKURN » Hlutfall rekstrarkostn-aðar af hreinum rekstr- artekjum var 42,7% í lok sept- ember samanborið við 34,4% í lok árs 2005. » Arðsemi eigin fjár nam32,6% í lok september en í lok árs 2005 nam arðsemi eig- in fjár 45,8%. » Eiginfjárhlutfall A nam13% í lok september en var 11,9% í lok árs 2005. CAD- hlutfall var 15% í lok sept- ember en 13,1% í lok árs 2005. HAGNAÐUR Landsbankans á þriðja ársfjórðungi nam 5,7 milljörð- um króna en þar af nam hagnaður hluthafa 5,3 milljörðum króna. Þetta er undir væntingum en Greining Glitnis hafði spáð 6,2 milljarða hagn- aði hluthafa og Kaupþing banki 7,8 milljarða hagnaði hluthafa. Hagnað- ur hluthafa á þriðja ársfjórðungi í fyrra nam tæpum fimm milljörðum en á öðrum ársfjórðungi þess árs nam hann tæpum sex milljörðum. Í Morgunkorni Glitnis segir að tekjuliðir hafi á heildina litið verið í takt við spá Greiningar en kostnað- arliðir hafi verið nokkru hærri og skýri mestan hluta spáskekkju hagnaðar. Enn aukast rekstrartekjur Hreinar vaxtatekjur námu 9,3 milljörðum króna samanborið við 6,3 milljarða á þriðja ársfjórðungi í fyrra, hreinar þóknanatekjur námu 6,6 milljörðum samanborið við 4,4 milljarða á sama tímabili í fyrra og aðrar rekstrartekjur voru 2,7 millj- arðar samanborið við 6,2 milljarða á sama tímabili í fyrra. Rekstrargjöld námu 9,7 milljörð- um miðað við tæpa fimm milljarða á sama tímabili í fyrra og virðisrýrnun útlána nam 1,6 milljörðum króna en var 1,7 milljarðar á fjórða ársfjórð- ungi í fyrra. Á fyrstu níu mánuðum ársins nam hagnaður Landsbankans 26,2 millj- örðum króna samanborið við 16,2 milljarða á sama tímabili í fyrra. Þetta er um 61% aukning hagnaðar. Þar af nam hagnaður hluthafa 25,2 milljörðum. Heildareignir bankans námu tæp- um tveimur milljörðum króna í lok september og jukust um 8,3% á þriðja fjórðungi. Útlán bankans juk- ust um 8% og innlán frá viðskiptavin- um jukust um 8% en heildarinnlán bankans stóðu í stað þar sem innlán frá fjármálastofnunum drógust sam- an. Eigið fé hluthafa nam 130 millj- örðum í lok fjórðungsins samanborið við 110 milljarða í byrjun árs. Uppgjör Landsbankans undir væntingum Hagnaður bankans jókst um 61% á fyrstu níu mánuðum ársins Morgunblaðið/Brynjar Gauti Uppgjör Landsbankinn birti uppgjör fyrir þriðja ársfjórðung í gær og var hagnaður bankans á fjórðungnum 5,7 milljarðar króna. ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● MIKIL viðskipti voru með hlutabréf í Kauphöll Íslands í gær eða fyrir um 49 milljarða króna en þar af voru við- skipti með bréf í Straumi-Burðarási fyrir um 42,3 milljarða króna. Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands lækkaði um 0,41% í gær eða í 6.473,5 stig. FL Group lækkaði um 2,5%, Össur um 1,96% og Landsbankinn um 1,49%. Bakkavör hækkaði hins veg- ar um 1%. Mikil viðskipti í Straumi-Burðarási ● VIÐSKIPTABANKARNIR þrír, Glitnir, Kaupþing banki og Landsbankinn, eru allir með óbreytt lánshæfismat hjá alþjóðlega matsfyrirtækinu Moo- dy’s. Þetta kemur fram í nýjum skýrslum fyrirtækisins sem gefnar voru út í vikunni. Í Morgunkorni Greiningar Glitnis segir að í skýrslunum komi fram að horfur séu stöðugar hvað varðar lánshæfiseinkunnir bankanna á skuldbindingum til lengri og til skemmri tíma. Fyrr á árinu sagði Moody’s hins vegar að horfur væru neikvæðar varðandi einkunnir bank- anna fyrir fjárhagslegan styrkleika. Fyrirtækið setti Kaupþing banka þá á athugunarlista og var einkunn bank- ans fyrir fjárhagslegan styrkleika lækkuð úr C+ í C í septembermán- uði. Fram kemur í Morgunkorninu að enn séu sagðar neikvæðar horfur fyr- ir C einkunn Landsbankans og C+ einkunn Glitnis fyrir fjárhagslegan styrkleika en Moody’s hefur þó séð ástæðu til að breyta einkunnagjöf- inni. „Áfram ríkir því óvissa um hvort einkunnir bankanna verði lækkaðar með tilliti til fjárhagslegs styrkleika, en sú hætta virðist minnkandi,“ seg- ir í Morgunkorni Glitnis. Óbreytt mat Moody’s á bönkunum ● BJARNI Birg- isson hefur verið ráðinn nýr for- stjóri Kögunar, dótturfyrirtækis Dagsbrúnar í stað Gunnlaugs M. Sigmundssonar sem hefur látið af störfum sem for- stjóri fyrirtæk- isins. Þá hefur Jóhann Þór Jónsson verið ráðinn fjármálastjóri Kögunar. Bjarni er með M.Sc. gráðu í tölv- unarfræði og hefur starfað hjá Kögun frá árinu 199. Hann gegndi stöðu tæknistjóra og yfirmanns hugbún- aðardeildar íslenska loftvarnakerf- isins til 1998 en hefur síðan byggt upp starfsemi Kögunar á sviði upp- lýsingatækni á innlendum og erlend- um mörkuðum sem framkvæmda- stjóri þróunardeildar. Jóhann er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og hefur starfað hjá Kögun frá nóvember 2004. Gunnlaugur hefur gegnt starfi for- stjóra frá því félagið hóf starfsemi ár- ið 1989, auk þess að vera einn helsti hvatamaður að stofnun þess. Gunnlaugur mun áfram gegna stjórnarformennsku í mörgum af dótturfélögum Kögunar. Gunnlaugur hættir hjá Kögun Gunnlaugur Sigmundsson SAMSON Global Holdings hefur keypt 16,74% hlut í Straumi- Burðarási af Fjárfestingafélaginu Gretti og var gengi bréfanna í við- skiptunum 17,3. Eftir kaupin á Samson Global Holdings 30,2% hlut í Straumi-Burðarási. Samson Global Holding er í eigu Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thors Björgólfssonar, sem er stjórnarformaður Straums- Burðaráss. Grettir og Blátjörn sameinuð Í gær voru svo Grettir og Blátjörn ehf. sameinuð undir nafni Grettis eftir að eignarhaldsfélagið Hansa ehf., sem er í eigu Björgólfs Guð- mundssonar, keypti 33,6% hlut í fyrrnefnda félaginu. Sund átti um 49% hlut í Blátjörn og Hansa og Novator einnig um 49%. Eftir sameiningu Blátjarnar og Grettis undir nafni Grettis eru helstu eigendur félagsins Sund ehf. með 49,05%, Hansa ehf. með 28,51% og Opera fjárfestingar ehf. með 20,6% en það er félag í eigu Björgólfsfeðga. Heildareignir Grettis eru um 40 milljarðar króna og er eigið fé um 60%. Samson með rúm 30% í Straumi-Burðarási BAKKAVÖR Group var rekið með 4,6 milljarða króna hagnaði eftir skatta á fyrstu níu mánuðum ársins sem er 68% aukning frá sama tíma- bili í fyrra. Hagnaðurinn á þriðja fjórðungi ársins nam tveimur millj- örðum króna eftir skatta sem 70% aukning frá sama tímabili í fyrra og methagnaður á einum fjórðungi. Arðsemi eigin fjár fyrstu níu mán- uði ársins var 28,2% sem er mjög svipað og í fyrra. Eigið fé nam 27,2 milljörðum í lok tímabilsins og eig- infjárhlutfall var 16,5% á móti 12,4% um síðustu áramót. Nær 10% vöxtur Hagnaður fyrir skatta og fjár- magnsliði (EBIDTA) nam 14,2 millj- örðum fyrstu níu mánuði ársins, þar af voru 5,3 milljarðar vegna þriðja fjórðungs. EBIDTA jókst um 82% fyrstu níu mánuði og um 53% á þriðja fjórðungi ársins miðað við sömu tímabil í fyrra. Vöxtur í und- irliggjandi rekstri Bakkavarar Gro- up var rétt tæp 10% fyrstu níu mán- uði ársins. Sala Bakkavarar fyrstu níu mánuðina nam 116,7 milljörðum króna og 43,6 milljörðum (+36%) á þriðja fjórðungi. Uppgjör Bakkavarar fyrir þriðja ársfjórðung var yfir væntingum greinenda og á heildina litið mjög gott að mati greiningardeilda bank- anna. Þannig er bent á í Vegvísi Landsbankans að fyrirtækið hafi slegið met í hagnaði á fjórðungi, sjóðstreymi þess sé sterkt og að það hafi greitt niður langtímaskuldir um- fram það sem samningar kveði á um. Í tilkynningu Bakkavarar Group til Kauphallarinnar kemur fram að tímabilið hafi einkennst af stöðugum vexti og auknum hagnaði. Vöxtur fé- lagsins á Bretlandi hafi áfram verið umfram vöxt markaðarins, rekstur á meginlandi Evrópu hafi batnað til muna og afkoma félagsins í Kína sé í takt við væntingar stjórnenda. Bakkavör Group hafi því aldrei verið betur í stakk búið til áframhaldandi vaxtar en nú. Metafkoma hjá Bakkavör Group Aldrei betri Stofnendur Bakkavarar, þeir Lýður og Ágúst Guðmundssynir, geta vel við unað. Ágúst segir félagið aldrei hafa verið betur statt en nú. Í HNOTSKURN » Bakkavör selur mestanhluta framleiðslu sinnar á Bretlandi eða um 92% og af- koman ræðst því að mestu leyti af aðstæðum þar. » Bakkavör yfirtók reksturNew Primebake á þriðja fjórðungi ársins. » Handbært fé BakkavararGroup frá rekstri fyrir skatta og vexti nam 16,2 millj- örðum króna fyrstu níu mán- uði ársins. Sjóðstreymi á þriðja fjórðungi nær tvöfald- aðist frá sama tímabili í fyrra. , # - ./        + + 01 2 3     + + 4 4  563 78       + + 563'7"  ,    + + 9413 2 :;        + +                 &! &  '()*+   ) < = > ?7 8   < 7 8  > ?7 8 = > ?7 8 @  ="> ?7 8 2 * A7 8 B> ?7 8 >  7 8 ' ?C* 7 8 B #  D  # 7 8 6 7 8 6 < 7  7 8 /%    </  &   &)@E $  !$ 887 8 F 7 8 ,%% (  1G 7 8  * > ?7 8 9< #<> ?7 8 ,H7!7 8 0I*** &E "E7 8 J  "E7 8 - !  .&/& $  K *E #  = 8 . 0  12 941L 3 &   *%                                                                   M# ) =E ?  # *  0 E # * N ' ?  8 8 8  8 8 8 8 8 8 8 88 8 8  88   8 8 8 8 8 8  8 8  8 8 8 8  88 88  8  8 ) 8 8 8 ) 8 )                                                ) )  JE ? (& 0M8O 7*   !"# =E ?         )  )  ) E =E 8=E
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.