Morgunblaðið - 27.10.2006, Page 21

Morgunblaðið - 27.10.2006, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2006 21 Í ljósi þeirrar reynslu... ...sem ég hef fengið af stjórnmála- starfi fyrir Sjálfstæðisflokkinn um margra ára skeið hef ég mótað mér skýra sýn í þeim viðfangsefnum sem ég tel brýnust á komandi árum. Fyrir störfum mínum og áhersluatriðum geri ég grein á vefsetri mínu og í bæklingi sem nú hefur verið dreift til sjálfstæðismanna í Reykjavík. Ég hef beitt mér á ýmsum sviðum í störfum mínum á Alþingi á undanförnum árum. Þar hef ég lagt sérstaka áherslu á heilbrigðismál sem ég er sannfærð um að eru undirstaða velferðarsamfélags okkar og samkeppnishæfni á komandi árum. Mér þætti vænt um stuðning þinn til áframhaldandi verka. www.astamoller.is PRÓFKJÖR SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS Í REYKJAVÍK Kaupmannahöfn. AFP. | Danskur dómstóll sýknaði í gær ábyrgð- armenn dagblaðsins Jyllands- Posten en nokkur samtök músl- íma í Danmörku höfðuðu mál á hendur þeim vegna birtingar 12 teiknimynda af spámanninum Mú- hameð í september fyrir rúmu ári. Það var niðurstaða dómstóls í Árósum að skopmyndirnar væru hvorki móðgandi né til þess ætl- aðar að niðurlægja múslíma. „Þótt nokkurn hæðnistón megi finna í textunum, sem myndunum fylgdu, þá eru þær sjálfar ekki móðg- andi,“ sagði í úrskurðinum. Sjö samtök múslíma höfðuðu mál gegn Carsten Juste, ritstjóra Jyllands-Posten, og Flemming Rose, menningarritstjóra blaðs- ins, og sökuðu þá um að hafa óvirt spámanninn. Með teikningunum hefði honum verið líkt við hryðju- verkamann. Studdu þau málshöfð- unina með vísan til laga um guð- last og kynþáttahatur. Áður höfðu saksóknarar í tveimur dönskum ömtum og ríkissaksóknari hafnað beiðni um saksókn. Lögfræðingur múslímsku sam- takanna kvaðst mundu reyna að fá dómnum hnekkt og hann kvaðst búast við að hann ætti eft- ir að valda „vandræðum“ víða vegna þess að með honum væri verið að segja að það væri allt í lagi að niðurlægja múslíma og ísl- am. JP sýkn í myndamáli VERÐ á nýjum íbúðum í Banda- ríkjunum lækkaði um nær tíu af hundraði í september og er það mesta verðlækkun á einum mán- uði vestra í rúm 35 ár. Viðskiptaráðuneyti Bandaríkj- anna skýrði frá því í gær að með- alverð á nýjum íbúðum hefði verið um 217.000 dollarar, sem sam- svarar tæpum 15 milljónum króna, og lækkað um 9,7% miðað við sama mánuð í fyrra, að því er fram kom á fréttavef breska ríkis- útvarpsins, BBC. Fátt bendir þó til þess að hrun verði á húsnæðismarkaði í Banda- ríkjunum, að mati þarlendra sér- fræðinga. Þrátt fyrir verðlækkunina voru fleiri nýjar íbúðir seldar í septem- ber en í sama mánuði í fyrra og nam fjölgunin rúmum 5%. Fyrr í mánuðinum var skýrt frá því að samdráttur hefði orðið í sölu eldra íbúðarhúsnæðis sjötta mánuðinn í röð. Meðalverð alls íbúðarhúsnæðis í Bandaríkjunum hefur einnig lækk- að um 2,2% milli ára, að sögn BBC. Íbúðaverð snar- lækkaði vestra Moskvu. AP. | Falskt vodka og eitrað- ur landi hafa drepið fjölda manna í Rússlandi á síðustu vikum og mán- uðum. Er ástandið svo alvarlegt sums staðar að hugsanlegt er að þar verði lýst yfir eins konar neyðarástandi. Í Belgorod-héraði hafa um 1.000 manns veikst og 44 látist og í Ír- kútsk í Síberíu hafa um 550 manns þurft á læknisaðstoð að halda og 19 látist. Sömu sögu er að segja frá öðrum héruðum um allt Rússland. Embættismenn í Rússlandi segja að þar deyi árlega þúsundir manna af völdum eitraðs heimabruggs og annarra drykkja, sem seldir eru sem áfengi en eru í raun lífshættu- leg efnablanda. Er skýringarinnar fyrst og fremst að leita í áfengis- sýkinni, sem er eitt mesta þjóðar- meinið í Rússlandi. Nokkuð hefur borið á þessu sama að undanförnu í Eystrasaltslönd- unum Lettlandi og Eistlandi. Stórhættulegt heimabrugg

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.