Morgunblaðið - 27.10.2006, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 27.10.2006, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2006 21 Í ljósi þeirrar reynslu... ...sem ég hef fengið af stjórnmála- starfi fyrir Sjálfstæðisflokkinn um margra ára skeið hef ég mótað mér skýra sýn í þeim viðfangsefnum sem ég tel brýnust á komandi árum. Fyrir störfum mínum og áhersluatriðum geri ég grein á vefsetri mínu og í bæklingi sem nú hefur verið dreift til sjálfstæðismanna í Reykjavík. Ég hef beitt mér á ýmsum sviðum í störfum mínum á Alþingi á undanförnum árum. Þar hef ég lagt sérstaka áherslu á heilbrigðismál sem ég er sannfærð um að eru undirstaða velferðarsamfélags okkar og samkeppnishæfni á komandi árum. Mér þætti vænt um stuðning þinn til áframhaldandi verka. www.astamoller.is PRÓFKJÖR SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS Í REYKJAVÍK Kaupmannahöfn. AFP. | Danskur dómstóll sýknaði í gær ábyrgð- armenn dagblaðsins Jyllands- Posten en nokkur samtök músl- íma í Danmörku höfðuðu mál á hendur þeim vegna birtingar 12 teiknimynda af spámanninum Mú- hameð í september fyrir rúmu ári. Það var niðurstaða dómstóls í Árósum að skopmyndirnar væru hvorki móðgandi né til þess ætl- aðar að niðurlægja múslíma. „Þótt nokkurn hæðnistón megi finna í textunum, sem myndunum fylgdu, þá eru þær sjálfar ekki móðg- andi,“ sagði í úrskurðinum. Sjö samtök múslíma höfðuðu mál gegn Carsten Juste, ritstjóra Jyllands-Posten, og Flemming Rose, menningarritstjóra blaðs- ins, og sökuðu þá um að hafa óvirt spámanninn. Með teikningunum hefði honum verið líkt við hryðju- verkamann. Studdu þau málshöfð- unina með vísan til laga um guð- last og kynþáttahatur. Áður höfðu saksóknarar í tveimur dönskum ömtum og ríkissaksóknari hafnað beiðni um saksókn. Lögfræðingur múslímsku sam- takanna kvaðst mundu reyna að fá dómnum hnekkt og hann kvaðst búast við að hann ætti eft- ir að valda „vandræðum“ víða vegna þess að með honum væri verið að segja að það væri allt í lagi að niðurlægja múslíma og ísl- am. JP sýkn í myndamáli VERÐ á nýjum íbúðum í Banda- ríkjunum lækkaði um nær tíu af hundraði í september og er það mesta verðlækkun á einum mán- uði vestra í rúm 35 ár. Viðskiptaráðuneyti Bandaríkj- anna skýrði frá því í gær að með- alverð á nýjum íbúðum hefði verið um 217.000 dollarar, sem sam- svarar tæpum 15 milljónum króna, og lækkað um 9,7% miðað við sama mánuð í fyrra, að því er fram kom á fréttavef breska ríkis- útvarpsins, BBC. Fátt bendir þó til þess að hrun verði á húsnæðismarkaði í Banda- ríkjunum, að mati þarlendra sér- fræðinga. Þrátt fyrir verðlækkunina voru fleiri nýjar íbúðir seldar í septem- ber en í sama mánuði í fyrra og nam fjölgunin rúmum 5%. Fyrr í mánuðinum var skýrt frá því að samdráttur hefði orðið í sölu eldra íbúðarhúsnæðis sjötta mánuðinn í röð. Meðalverð alls íbúðarhúsnæðis í Bandaríkjunum hefur einnig lækk- að um 2,2% milli ára, að sögn BBC. Íbúðaverð snar- lækkaði vestra Moskvu. AP. | Falskt vodka og eitrað- ur landi hafa drepið fjölda manna í Rússlandi á síðustu vikum og mán- uðum. Er ástandið svo alvarlegt sums staðar að hugsanlegt er að þar verði lýst yfir eins konar neyðarástandi. Í Belgorod-héraði hafa um 1.000 manns veikst og 44 látist og í Ír- kútsk í Síberíu hafa um 550 manns þurft á læknisaðstoð að halda og 19 látist. Sömu sögu er að segja frá öðrum héruðum um allt Rússland. Embættismenn í Rússlandi segja að þar deyi árlega þúsundir manna af völdum eitraðs heimabruggs og annarra drykkja, sem seldir eru sem áfengi en eru í raun lífshættu- leg efnablanda. Er skýringarinnar fyrst og fremst að leita í áfengis- sýkinni, sem er eitt mesta þjóðar- meinið í Rússlandi. Nokkuð hefur borið á þessu sama að undanförnu í Eystrasaltslönd- unum Lettlandi og Eistlandi. Stórhættulegt heimabrugg
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.