Morgunblaðið - 27.10.2006, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 27.10.2006, Qupperneq 22
22 FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík 27. og 28. október 2006 Kjósum Kolbrúnu í 6. sæti 6 SÆTIKO LB RÚ N www.kolbrun.ws (WebSite) Samkennd Staðfesta Stöðugleiki Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur og varaþingmaður Stuðningur þinn skiptir máli í þágu góðra verka! GERHARD Schröder, fyrrverandi kanslari Þýskalands, fer háðulegum orðum um George W. Bush Bandaríkjaforseta í endurminningum sínum en útgáfu bókarinnar var fagnað í Berlín í gær. Segir hann að Bush hafi í aðdraganda inn- rásarinnar í Írak sífellt verið að vísa til guðs. „Ég get vel skilið að sumt fólk sé mjög trúað … en það er í mínum huga vandamál þegar maður fær á tilfinninguna að pólitískar ákvarðanir séu teknar á grundvelli samráðs við guð,“ skrifar Schröder í bókinni. Endurminningarnar heita á íslensku „Ákvarð- anir: Líf mitt í stjórnmálum“ en í bókinni rekur Schröder það sem á daga hans dreif á meðan hann var kanslari, 1998–2005. Schröder segir um Angelu Merkel, núverandi kanslara, að hún sé veikur leiðtogi, en hann hrósar hins vegar vini sínum, Vladímír Pútín Rússlandsforseta. Schröd- er sagði í gær að hann hefði gjarnan viljað vera lengur við völd í Þýskalandi. Hann hefði hins vegar engin áform um snúa aftur í stjórnmálin. Fullyrt er að Schröder hafi fengið eina milljón evra í fyrirframgreiðslu frá útgefandanum Hoff- mann und Campe fyrir bókina. Reuters Schröder lítur yfir farinn veg Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is FULLYRT er að a.m.k. sextíu óbreyttir borgarar hafi beðið bana í aðgerðum Atlantshafsbandalagsins (NATO) í suðurhluta Afganistans í þessari viku. Embættismenn NATO segja að bandalagið aðstoði erind- reka varnarmálaráðuneytisins afg- anska við að sannreyna þessar full- yrðingar en ekki hafa jafn margir óbreyttir borgarar fallið í aðgerðum vestrænna hersveita í landinu síðan í innrás þeirra haustið 2001. Talsmenn ISAF-sveitanna svo- nefndu, sem lúta forystu NATO, sögðu í gær að a.m.k. 48, hugsanlega nær sjötíu, hefðu verið drepnir í hörðum bardögum á þriðjudag í Panjwayi í Kandahar-héraði. Þá hefðu þeir „áreiðanlegar vísbending- ar“ um að óbreyttir borgarar hefðu fallið og sagði í yfirlýsingu ISAF að málið yrði grandskoðað. Hundruð syrgjenda sóttu fjölda- útför í Kandahar-borg í gær. „Það eru allir mjög reiðir yfirvöldum og vestrænu herjunum. Þarna voru engir talibanar,“ hafði AP-fréttastof- an eftir Abdul Aye frá Panjwayi. Fullyrði hann að 22 nánir ættingjar hans hefðu dáið í aðgerðum NATO. „Svona hörmungar halda áfram að dynja yfir,“ sagði hann. Talsmaður NATO, Luke Knittig, sagði ráðist hefði verið gegn upp- reisnarmönnum sem höfðu gert árás á uppbyggingar- og hjálpargagna- sveitir. Eins dapurlegt og það væri þá féllu oft óbreyttir borgarar í svona aðgerðum. Haft var eftir Bismallah Afghan- mal, sem situr í héraðsstjórn Kan- dahar, að uppreisnarmennirnir, sem komu úr röðum talibana, hefðu hlaupið inn í hús óbreyttra borgara þegar bardagar hófust. NATO hefði síðan gert loftárásir á þau hús. Full- yrti hann að á bilinu 80 til 85 óbreytt- ir borgarar hefðu fallið. Í yfirlýsingu NATO sagði að afg- anska varnarmálaráðuneytið stýrði rannsókn á atburðunum. Afghanmal sagði fólk á þessum slóðum hins veg- ar orðið þreytt á öllum rannsóknum. „Að fram fari rannsókn hefur enga þýðingu,“ sagði hann. „Svona at- burðir hafa gerst ítrekað og það eina sem þeir [NATO] segja er „afsakið“. En hvernig er hægt að bæta fólki það upp sem misst hefur syni sína og dætur?“ Tugir óbreyttra borgara féllu í aðgerðum NATO NATO heitir rannsókn en íbúar í Kandahar eru ævareiðir Í HNOTSKURN »Bandaríkin og bandamennþeirra réðust inn í Afgan- istan haustið 2001, eftir hryðjuverkaárásirnar á New York og Washington, og steyptu stjórn talibana skjótt af stóli. »NATO tók við yfirstjórnmála í Kandahar í fyrra af Bandaríkjaher en suðurhluti Afganistans er langsterkasta vígi leifa talibanahreyfing- arinnar. Moskvu. AFP. | Jaap de Hoop Scheff- er, framkvæmdastjóri Atlantshafs- bandalagsins, fór í gær fram á það við rússnesk stjórnvöld að þau léttu af Georgíu viðskiptaþvingunum sem settar voru í kjölfar þess að yfirvöld í Tblisi héldu tímabundið fjórum rúss- neskum stjórnar- erindrekum á grundvelli grun- semda um að þeir hefðu stundað njósnir í landinu. De Hoop Scheffer átti fund með Vladímír Pútín Rússlands- forseta í Moskvu í gær. Varði hann m.a. stækkun og útvíkkun NATO undanfarin ár, sem hefur haft í för með sér að mörg fyrr- um austantjaldsríkis hafa verið tekin inn í bandalagið, en sú þróun hefur ekki fallið í kramið í Moskvu. Alexander Grushko, varautanrík- isráðherra Rússlands, sagði fyrir fund de Hoop Scheffers og Pútíns að stækkun NATO hefði stuðlað að því að ný ríki í bandalaginu og önnur, sem óska aðildar að því, líkt og Georgía, hefðu markað stefnu sem byggðist á fjandskap við Rússland. De Hoop Scheffer lagði hins vegar áherslu á góð samskipti Rússlands og NATO og vísaði hann m.a. í því samhengi til samráðshópsins sem settur var á laggirnar 2002. Hann tók þó jafnframt fram að þess væri ekki að vænta að fleiri ríkjum yrði boðin aðild að NATO á fundi banda- lagsins í Ríga í Lettlandi á næstunni. Reyndi að sefa Rússa Jaap de Hoop Scheffer
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.