Morgunblaðið - 27.10.2006, Síða 22
22 FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík 27. og 28. október 2006
Kjósum Kolbrúnu
í 6. sæti
6
SÆTIKO
LB
RÚ
N
www.kolbrun.ws (WebSite)
Samkennd
Staðfesta
Stöðugleiki
Kolbrún Baldursdóttir
sálfræðingur og varaþingmaður
Stuðningur þinn skiptir máli
í þágu góðra verka!
GERHARD Schröder, fyrrverandi kanslari
Þýskalands, fer háðulegum orðum um George
W. Bush Bandaríkjaforseta í endurminningum
sínum en útgáfu bókarinnar var fagnað í Berlín í
gær. Segir hann að Bush hafi í aðdraganda inn-
rásarinnar í Írak sífellt verið að vísa til guðs.
„Ég get vel skilið að sumt fólk sé mjög trúað …
en það er í mínum huga vandamál þegar maður
fær á tilfinninguna að pólitískar ákvarðanir séu
teknar á grundvelli samráðs við guð,“ skrifar
Schröder í bókinni.
Endurminningarnar heita á íslensku „Ákvarð-
anir: Líf mitt í stjórnmálum“ en í bókinni rekur
Schröder það sem á daga hans dreif á meðan
hann var kanslari, 1998–2005. Schröder segir
um Angelu Merkel, núverandi kanslara, að hún
sé veikur leiðtogi, en hann hrósar hins vegar vini
sínum, Vladímír Pútín Rússlandsforseta. Schröd-
er sagði í gær að hann hefði gjarnan viljað vera
lengur við völd í Þýskalandi. Hann hefði hins
vegar engin áform um snúa aftur í stjórnmálin.
Fullyrt er að Schröder hafi fengið eina milljón
evra í fyrirframgreiðslu frá útgefandanum Hoff-
mann und Campe fyrir bókina.
Reuters
Schröder lítur yfir farinn veg
Eftir Davíð Loga Sigurðsson
david@mbl.is
FULLYRT er að a.m.k. sextíu
óbreyttir borgarar hafi beðið bana í
aðgerðum Atlantshafsbandalagsins
(NATO) í suðurhluta Afganistans í
þessari viku. Embættismenn NATO
segja að bandalagið aðstoði erind-
reka varnarmálaráðuneytisins afg-
anska við að sannreyna þessar full-
yrðingar en ekki hafa jafn margir
óbreyttir borgarar fallið í aðgerðum
vestrænna hersveita í landinu síðan í
innrás þeirra haustið 2001.
Talsmenn ISAF-sveitanna svo-
nefndu, sem lúta forystu NATO,
sögðu í gær að a.m.k. 48, hugsanlega
nær sjötíu, hefðu verið drepnir í
hörðum bardögum á þriðjudag í
Panjwayi í Kandahar-héraði. Þá
hefðu þeir „áreiðanlegar vísbending-
ar“ um að óbreyttir borgarar hefðu
fallið og sagði í yfirlýsingu ISAF að
málið yrði grandskoðað.
Hundruð syrgjenda sóttu fjölda-
útför í Kandahar-borg í gær. „Það
eru allir mjög reiðir yfirvöldum og
vestrænu herjunum. Þarna voru
engir talibanar,“ hafði AP-fréttastof-
an eftir Abdul Aye frá Panjwayi.
Fullyrði hann að 22 nánir ættingjar
hans hefðu dáið í aðgerðum NATO.
„Svona hörmungar halda áfram að
dynja yfir,“ sagði hann.
Talsmaður NATO, Luke Knittig,
sagði ráðist hefði verið gegn upp-
reisnarmönnum sem höfðu gert árás
á uppbyggingar- og hjálpargagna-
sveitir. Eins dapurlegt og það væri
þá féllu oft óbreyttir borgarar í
svona aðgerðum.
Haft var eftir Bismallah Afghan-
mal, sem situr í héraðsstjórn Kan-
dahar, að uppreisnarmennirnir, sem
komu úr röðum talibana, hefðu
hlaupið inn í hús óbreyttra borgara
þegar bardagar hófust. NATO hefði
síðan gert loftárásir á þau hús. Full-
yrti hann að á bilinu 80 til 85 óbreytt-
ir borgarar hefðu fallið.
Í yfirlýsingu NATO sagði að afg-
anska varnarmálaráðuneytið stýrði
rannsókn á atburðunum. Afghanmal
sagði fólk á þessum slóðum hins veg-
ar orðið þreytt á öllum rannsóknum.
„Að fram fari rannsókn hefur enga
þýðingu,“ sagði hann. „Svona at-
burðir hafa gerst ítrekað og það eina
sem þeir [NATO] segja er „afsakið“.
En hvernig er hægt að bæta fólki
það upp sem misst hefur syni sína og
dætur?“
Tugir óbreyttra borgara
féllu í aðgerðum NATO
NATO heitir rannsókn en íbúar í Kandahar eru ævareiðir
Í HNOTSKURN
»Bandaríkin og bandamennþeirra réðust inn í Afgan-
istan haustið 2001, eftir
hryðjuverkaárásirnar á New
York og Washington, og
steyptu stjórn talibana skjótt
af stóli.
»NATO tók við yfirstjórnmála í Kandahar í fyrra af
Bandaríkjaher en suðurhluti
Afganistans er langsterkasta
vígi leifa talibanahreyfing-
arinnar.
Moskvu. AFP. | Jaap de Hoop Scheff-
er, framkvæmdastjóri Atlantshafs-
bandalagsins, fór í gær fram á það
við rússnesk stjórnvöld að þau léttu
af Georgíu viðskiptaþvingunum sem
settar voru í kjölfar þess að yfirvöld í
Tblisi héldu tímabundið fjórum rúss-
neskum stjórnar-
erindrekum á
grundvelli grun-
semda um að þeir
hefðu stundað
njósnir í landinu.
De Hoop
Scheffer átti fund
með Vladímír
Pútín Rússlands-
forseta í Moskvu í
gær. Varði hann
m.a. stækkun og
útvíkkun NATO undanfarin ár, sem
hefur haft í för með sér að mörg fyrr-
um austantjaldsríkis hafa verið tekin
inn í bandalagið, en sú þróun hefur
ekki fallið í kramið í Moskvu.
Alexander Grushko, varautanrík-
isráðherra Rússlands, sagði fyrir
fund de Hoop Scheffers og Pútíns að
stækkun NATO hefði stuðlað að því
að ný ríki í bandalaginu og önnur,
sem óska aðildar að því, líkt og
Georgía, hefðu markað stefnu sem
byggðist á fjandskap við Rússland.
De Hoop Scheffer lagði hins vegar
áherslu á góð samskipti Rússlands
og NATO og vísaði hann m.a. í því
samhengi til samráðshópsins sem
settur var á laggirnar 2002. Hann
tók þó jafnframt fram að þess væri
ekki að vænta að fleiri ríkjum yrði
boðin aðild að NATO á fundi banda-
lagsins í Ríga í Lettlandi á næstunni.
Reyndi
að sefa
Rússa
Jaap de Hoop
Scheffer