Morgunblaðið - 27.10.2006, Qupperneq 26
26 FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Djúpivogur | Sl. sunnudag var
á svonefndu Beitivallaklifi
vígður minnisvarði um Hjálm-
ar Guðmundsson frá Beru-
firði, en hann var forvígis-
maður um vegagerð yfir
fjallveginn um Öxi, milli Beru-
fjarðar og Skriðdals.
Minnisvarðinn er unninn í
Álfasteini og festur á stein
sem fannst í árfarvegi við
Axarveginn. Er honum hag-
anlega fyrir komið skammt of-
an við Folaldafoss, sem er ein
af fjölmörgum náttúruperlum á
þessari fjölförnu leið.
Á minnisvarðanum er vísa eftir
Hjálmar, sem var góður hagyrð-
ingur:
Hérna ruddu aldnir áar
okkar fyrsta steini úr vegi.
Leiðir virtust færar fáar
fram þeir sóttu á nótt sem degi.
Frumkvæði að minnisvarðanum
átti Þorsteinn Sveinsson, fyrrum
kaupfélagsstjóri á Djúpavogi og síð-
ar á Egilsstöðum. Naut hann að-
stoðar starfsmanna Vegagerðar-
innar, einkum Reynis Gunnarssonar
og Guðna Nikulássonar, en Vega-
gerðin annaðist uppsetningu. Heið-
urinn af framtakinu á þó Þorsteinn
Sveinsson og færði sveitarstjóri
Djúpavogshrepps honum þakkir frá
sveitarstjórn og viðstöddum.
Með skóflu og haka inn dalinn
Þorsteinn flutti ávarp, áður en
minnisvarðinn var afhjúpaður og
rakti stuttlega æviágrip Hjálmars
Guðmundssonar. Hann var fæddur
14. júní 1897. Kona hans var Jónína
Þorbjörg Magnúsdóttir frá Fossár-
dal. Þau eignuðust sjö börn; Borg-
hildi, Snjófríði, Guðmund, Hrefnu,
Magnús, Ásgeir og Rannveigu. Fjöl-
margir afkomendur þeirra voru við-
staddir þennan atburð og auk þess
fólk úr Djúpavogshreppi og frá ná-
grannabyggðum. M.a. voru þarna
tveir synir Hjálmars, Ásgeir og
Magnús. Það var dóttir Ásgeirs,
Jónína, sem afhjúpaði minnisvarð-
ann.
Í ávarpi Þorsteins kom m.a. fram
að Hjálmar var maður framsýnn og
tók hann sveitasíma fyrstur manna.
Hann sinnti mörgum trúnaðar-
störfum og var oddviti í Berunes-
hreppi í nær þrjá áratugi. Einnig
hafði hann snemma brennandi
áhuga á vegamálum og byrjaði því
ungur að fást við vegagerð. Hann
réðst í það verkefni árið 1952 að
gera veg yfir Öxi, fyrst með skóflu
og haka, en árið 1959 var komin til
skjalanna lítil jarðýta TD-6, sem
ekki myndi nú kallast stórt jarð-
vinnslutæki í dag.
Það er því aðdáunarvert fyrir okk-
ur, sem förum þessa leið í dag, að
hugsa til þess áræðis sem til þurfti
að ráðast í svo viðamikið verkefni
með tvær hendur tómar.
Bjalla í happdrættisvinning
Þar sem Hjálmar var ekki efnaður
maður lagði hann í vegargerðina
mikla vinnu sína og sona sinna. Auk
þess fékk hann þá hugmynd að efna
til happdrættis undir merkjum Ung-
mennafélagsins Djörfungar í Beru-
firði til að afla fjár til framkvæmda. Í
því skyni keypti hann Volkswagen
bjöllu sem vinning í happdrættinu.
Töluvert seldist af miðum, en sem
betur fór dróst vinningurinn ekki út,
þannig að Hjálmar gat selt hann og
nýtt bæði söluandvirði hans og það
sem kom inn vegna sölu miðanna til
að fjármagna framkvæmdina. Auk
þess tókst honum að fá fjármagn úr
Fjallvegasjóði og selja víxla, sem
sveitarstjórnir Berunes-, Búlands-
og Geithellnahreppa samþykktu.
Einnig var lögð fram ómæld sjálf-
boðavinna, en Hjálmar stýrði ætíð
verkinu. Þegar fram liðu stundir
batnaði tækjakostur og voru ýtu-
stjórar Gunnar Árnason, Djúpavogi,
og Einar Gunnlaugsson, Berufirði.
Það mun svo hafa verið árið 1962,
sem fyrst var ekið yfir heiðina og
upp í Skriðdal.
Ruddi veginn yfir Öxi
Hjálmar Guðmundsson frá Berufirði tók til
óspilltra málanna við Axarveg árið 1952 einungis
vopnaður haka og skóflu. Nýverið var vígður
minnisvarði um Hjálmar og rekur Björn Hafþór
Guðmundsson, sveitarstjóri á Djúpavogi, sögu
þessarar vegagerðar.
Ljósmynd/Björn Hafþór Guðmundsson
Brautryðjandi Á svonefndu Beitivallaklifi hefur verið reistur minnisvarði
um Hjálmar Guðmundsson frá Berufirði sem hóf vegagerð yfir Öxi.
Úrræðagóður Hjálmar stóð fyrir happdrætti
til að fjármagna vegagerðina yfir Öxi.
Ljósmynd/Páll Baldursson
AUSTURLAND
FORRÁÐAMENN í íþróttahreyf-
ingunni á Akureyri eru á einu máli
um mikilvægi þess að komið verði á
fót jöfnunarsjóði vegna ferðakostn-
aðar íþróttaliða af landsbyggðinni.
Ekki er vitað hver heildarkostnaður
keppnisliða í bænum er á ári vegna
ferðalaga, en talið er að hann gæti
numið allt að 50 milljónum króna.
Á fjölmennum fundi um málið,
sem íþróttafélagið Þór stóð fyrir í
hádeginu í gær í félagsheimilinu
Hamri, hafði framsögu Helga Stein-
unn Guðmundsdóttir, fyrrverandi
formaður KA. Á fundinum voru
bæði forsvarsmenn félaga og deilda í
bænum og aðrir íþróttaáhugamenn.
Helga Steinunn á sæti í fram-
kvæmdastjórn ÍSÍ og er fulltrúi
Norðurlands í nefnd á vegum
menntamálaráðherra sem á að gera
úttekt á kostnaði við ferðalög
íþróttafélaga á viðurkennd mót og
leggja fram tillögur um hvort, og þá
hvernig, skuli koma á sérstökum
sjóði til að taka þátt í þeim kostnaði.
Einnig hvernig fjármögnun hans
skuli háttað og eftir hvaða reglum
skuli úthlutað úr honum. Enn frem-
ur á nefndin að gera tillögur um
hvaða íþróttagreinar gætu fengið
framlög úr sjóðnum, m.a. með tilliti
til einstakra landsvæða, aldurshópa
og kynja.
Nefnd þessi á að skila af sér til-
lögum 1. febrúar á næsta ári, en hef-
ur reyndar ekki enn verið kölluð
saman til fundar.
„Við sem höfum staðið í því að
reka íþróttafélög úti á landi þekkj-
um mætavel að það er dýrt að halda
úti liðum í Íslandsmóti, bæði meist-
araflokkum og yngri flokkum,“ sagði
Helga Steinunn í gær. Hún sagði ná-
kvæmar tölur reyndar ekki liggja
fyrir varðandi öll félög á Akureyri en
skv. upplýsingum frá KA og Þór
virðist ferðakostnaður hvors félags
vegna meistaraflokka um 15 millj-
ónir króna á ári og vegna yngri
flokka um 10 milljónir. Reiknaði hún
því með að heildarferðakostnaður
félaga innan Íþróttabandalags
Akureyrar væri allt að 50 milljónum
króna árlega. „Það er dágóður pen-
ingur,“ eins og hún sagði.
Helgi Steinunn benti á þá stað-
reynd að lengi hefði verið rætt um
slíkan sjóð en ekkert orðið úr fram-
kvæmdum, m.a. vegna þess að menn
hafi hreinlega ekki séð hvernig
framkvæmdin ætti að vera.
Hún sagði að líklega myndi það
brenna mest á nefndarmönnum
hvaða reglur ætti að setja varðandi
úthlutun fjárins. „Og eflaust verða
menn á öndverðum meiði hvernig
eigi að skipta á milli liða- og ein-
staklingsíþrótta.“ Nefndin yrði hins
vegar að komast að niðurstöðu.
Flestir fundarmenn í gær voru á
þeirri skoðun að skynsamlegast yrði
að einskorða greiðslur úr ferðajöfn-
unarsjóði vegna þátttöku á Íslands-
móti, að minnsta kosti fyrst í stað.
Mikilvægast væri að koma slíkum
sjóði á fót sem allra fyrst og síðan
gæti hann þróast.
Menn veltu því líka fyrir sér hvað
væri ferðakostnaður. Helga Stein-
unn spurði: „Er það upphæðin sem
greidd er fyrir flugmiða? Á kannski
að telja líka með gistingu og mat?“
Á því var einnig vakin athygli að
ekki væri sanngjarnt að bera ein-
ungis saman krónutölur; algengt
væri að lið af höfuðborgarsvæðinu
þyrftu einu sinni á ári til Akureyrar
og kæmu þá fljúgandi – en norðan-
menn færu margar ferðir og keyrðu
gjarnan til þess að halda kostnaði í
lágmarki. Einn fundarmanna nefndi
að jafnvel mætti álíta vinnutap
ferðakostnað.
Bent var á að það kæmi oft fyrir
að ekið væri með yngri flokka í
einkabílum landshorna á milli, til
þess að halda niðri kostnaði, en það
væri ekki öruggasti ferðamátinn og
því ekki ákjósanlegt. Alltaf yrði að
setja öryggið á oddinn.
Það ræðst á Alþingi hvort ferða-
jöfnunarsjóður verður að veruleika.
Þó var nefnt að mikilvægt væri að
málið yrði rætt í íþróttahreyfingunni
en lítill áhugi er sagður á því hjá for-
ráðamönnum félaga syðra. Það væri
e.t.v. eðlilegt vegna ótta þeirra við
að fjármunir í sjóðinn yrðu skornir
af öðrum framlögum til íþróttamála,
en slíkt mætti ekki gerast. Fé í sjóð-
inn yrði að vera hrein viðbót.
Allt að 50 milljónir í ferðalög
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Mikill kostnaður Helga Steinunn Guðmundsdóttir ræðir um hugsanlegan ferðajöfnunarsjóð við fundarmenn.
Í HNOTSKURN
»Talið er skynsamlegastað einskorða greiðslur
úr jöfnunarsjóði við ferðir
vegna Íslandsmóta, að
minnsta kosti fyrst í stað.
»Lykilatriði að um við-bótarfé verði að ræða til
íþróttahreyfingarinnar;
ekki megi taka fé í sjóðinn
af öðrum framlögum.
Samstaða um
nauðsyn ferða-
jöfnunarsjóðs
Karl Guðmundsson verður ráðinn
bæjarritari á Akureyri. Meirihluti
bæjarráðs samþykkti í gær að
leggja þetta til við bæjarstjórn.
Karl er fæddur 1953, er stúdent frá
MA og viðskipta-
fræðingur frá
Háskóla Íslands
1980. Hann hefur
áður gegnt starfi
bæjarritara hjá
Dalvíkurbæ, ver-
ið sveitarstjóri í
Hveragerði,
framkvæmda-
stjóri Sjúkrahúss
og heilsugæslu-
stöðvar Suðurnesja, framkvæmda-
stjóri Hraðfrystihúss Ólafsfjarðar
og fjármálastjóri FMN og Samskip
Norge. Hann hefur verið sviðsstjóri
félagssviðs Akureyrarbæjar síðan í
ágúst 1999. Karl er giftur Svein-
björgu Hallgrímsdóttur, myndlist-
arkennara, og eiga þau tvö börn.
Gerður Jónsdóttir, Framsóknar-
flokki, lét bóka á fundi bæjarráðs að
hún lýsti furðu á því að nýtt starf
hjá Akureyrarbæ, bæjarritara-
starfið, skyldi ekki auglýst. Kristín
Sigfúsdóttir, fulltrúi VG, lét bóka að
hún tæki undir bókun Gerðar.
Skíðagöngubrautin í Hlíðarfjalli
hefur verið opnuð. „Þó nokkur snjór
er kominn í göngubrautina og nú
sést vel hve lagfæringarnar sem
gerðar voru á göngubrautinni í
sumar skila sér vel,“ sagði á heima-
síðu Skíðafélags Akureyrar í byrjun
vikunnar. „Bæði þarf nú minni snjó
til að hægt sé að ganga þar og einn-
ig safnast meiri snjór í hana en áð-
ur.“
Síðan hefur kyngt niður snjó og
færið örugglega orðið gott.
Hópur fólks sem mótmæla vill fyrir-
hugaðri breytingu á deiliskipulagi
við Sundlaug Akureyrar, þar sem
áformað er að byggja 2.000 fer-
metra líkamsræktarstöð á sund-
laugarsvæðinu, hefur opnað vefsíðu.
Slóðin er www.odinn.is/deiliskipulag
og „þar er hægt að kynna sér feril
málsins og skrifa undir mótmæla-
skjal, ef fólk er ósátt við fyrirhug-
aða breytingu,“ segir í fréttatil-
kynningu.
Karl Guðmundsson