Morgunblaðið - 27.10.2006, Page 34
tíska
34 FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Flestar stjórmálakonur deymir sennilega
um að komast á þingpalla - færri á tísku-
sýningarpalla. Nokkrar gengust þó undir
síðarnefndu prófraunina um liðna helgi -
fyrir íslenskan iðnað - og glönsuðu í gegn-
um hana!
Tískuþrautir stjórn
Eftir Unni H. Jóhannsdóttur
uhj@mbl.is
Síðustu helgi léðu nokkrar stjórnmálakonur tísku-teymum Samtaka iðnaðarins liðstyrk sinn á tísku-sýningu Konunnar í Laugardalshöllinni. Fékkhver og ein þeirra heildræna meðferð tískuteymis,
frá toppi til táar.
Tíminn er dýrmætur og hleypur hratt í dagsins önn frá
konum í stjórnmálum en allar voru þær sammála um að
honum væri vel varið til þess að vekja athygli á störfum í
íslenskum iðnaði og þess vegna hefðu þær gefið sig að
þessu verkefni. „Ég tók þátt í þessu vegna þess að íslenskt
fagfólk er að kynna fagmennsku sína og ég vil styðja þær í
því,“ og „mér finnst sjálfsagt að leggja íslenskum iðnaði og
iðnstéttum lið,“ voru algeng svör. „Við eigum öflugt fag-
fólk,“ og „þetta eru stórkostlegar konur,“ var viðkvæðið
þegar spurt var út í fagmennskuna.
Þegar stjórnmálakonurnar höfðu verið klæddar, þeim
greitt og þær verið farðaðar var haldin skemmtilega heim-
ilisleg tískusýning í Höllinni. Konurnar svifu í gegnum þá
prófraun eins og þær hefðu ekki gert annað og slógu allar í
gegn, hver með sinn stíl og sitt einstaka göngulag. Sann-
kallaðar drottningar þessar stjórnmálakonur, sama á
hvaða pöllum þær kjósa að standa …
Skartgripir eru frá Gullkúnst Helgu
Fylgihlutir eru frá Leðuriðjunni Atson
Barna- og fjölskylduljósmyndir tóku myndirnar
Ásta Möller
„Það var happafengur að
komast í hendur tískuteymisins.
Tvískipti silkikjóllinn var auðvit-
að eins og sniðinn á mig og lit-
urinn afskaplega fallegur,“ segir
Ásta Möller. „Hálsmenið, sem
var úr silfri með lapis lasuli-
steini, smellpassaði við en í
eyrnalokkunum var blár kórall.“
Klæðskeri:
Klæðskerahöllin/Berglind
Magnúsdóttir
Hársnyrting: Hár-
og snyrtihúsið Ónix
Snyrting og förðun:
Snyrtistofan Jóna
Kristrún Heimisdóttir
„Litasamsetningin á kjólnum var djörf og óvenjuleg og
mér fannst mjög gaman að klæðast honum. Hann var eins
og listaverk og myndi sóma sér vel í kóngaveislu,“ segir
Kristrún Heimisdóttir sem heillaðist einnig af stórum silf-
urskartgripunum. „Ég hef alltaf verið hrifin af stórum
skartgripum og það er svo skemmtileg tilviljun að Helga í
Gullkúnst Helgu, sem hannaði skartgripina, hannaði einn-
ig giftingarhringinn minn.“
Klæðskeri: Klæðskerahöllin/Berglind Magnúsdóttir
Hársnyrting: Hársnyrtistofan Pílus
Snyrting og förðun: Snyrtistofan Jóna
Margrét Sverrisdóttir
„Mér líkaði mjög vel við klæðnaðinn og sköpunargáfa hönnuðarins,
Selmu Ragnarsdóttur, fékk að njóta sín. Ég fékk reyndar að vera
með í ráðum með buxurnar og litinn á vestinu,“ segir Margrét Sverr-
isdóttir. „Þetta var skemmtileg reynsla og ég tók þátt í verkefninu af
tveimur ástæðum, annars vegar til þess að sýna íslenskt handverk og
hins vegar vegna þess að mér finnst almennt skorta á að fyrirsætur á
sýningarpöllum séu bara venjulegar konur. Og það erum við konur í
stjórnmálum. Það er mín reynsla að þetta sé tímafrekt starf og
stundirnar til að sinna útlitinu meira en þörf krefur er ekki margar.“
Klæðskeri: Listauki/Selma Ragnarsdóttir.
Hársnyrting: Hársaga.
Snyrting og förðun: SPA fegurð.
Sigríður Anna Þórðardóttir
„Það er langt síðan ég veitti bæði Guðrúnu í GuSt og
Helgu athygli og ég á bæði flíkur og skartgripi sem þær
hafa hannað,“ segir Sigríður Anna Þórðardóttir sem var í
fallegum tvískiptum silkikjól með léttu krínólínupilsi oghár-
greiðslu undir áhrifum 19. aldar. „Það var því skemmtileg
tilviljun að ég lenti í þeirra teymi. Fatnaðurinn er afar fal-
legur og stórir skartgripirnir ekki ólíkir þeim sem ég er vön
að bera. Mér þykja íslenskir gullsmiðir alveg stórkostlegir
og er stolt af því að ganga með þeirra skartgripi.“
Klæðskeri: GuSt/Guðrún Kr. Sveinbjörnsdóttir.
Hársnyrting: Xit hárstofa.
Snyrting og förðun: SPA fegurð.
Jónína Bjartmarz
„Ég kunni vel við hönnunina sem
var klassísk og mjög stílhrein en
ljósgræni liturinn kom skemmtilega
á óvart,“ segir Jónína Bjartmarz um
dragtina sem hún klæddist. „Dragtir
og annar tvískiptur klæðnaður er í
uppáhaldi hjá mér. Kjólar verða af
einhverjum ástæðum sjaldnar fyrir
valinu,“ segir umhverfisráðherrann
sem er jafnhrifin af silfri og gulli.
„Ég hrífst af stórum skartgripum og
silfurskart Helgu var óskaplega fal-
legt en jafnframt sígilt.“
Klæðskeri: MG saumur –
MG föt/María Gunnarsdóttir.
Hársnyrting:
Hársnyrtistofan Ýr.
Snyrting og förðun:
Snyrtistofan Jóna.