Morgunblaðið - 27.10.2006, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 27.10.2006, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2006 37 UM ÞESSAR mundirer áratugur liðinnsíðan Norðurskauts-ráðið var stofnað en Bandaríkin, Danmörk, Finn- land, Ísland, Kanada, Noregur, Rússland og Svíþjóð eiga aðild að því. Ráðið þróast stöðugt og eflist til góðra verka. Norð- urskautsráðið er vettvangur um samstarf á öllum sviðum sjálf- bærrar þróunar, allt frá efnahags- og umhverf- ismálum til þess hvernig best sé að mæta fé- lagslegum þörfum íbúa á norð- urskautssvæðum. Nú er ár liðið síð- an Íslendingar fólu stjórn Norð- urskautsráðsins í hendur Rússum á fundi þess í Reykjavík eftir vel heppnað for- mennskutímabil sem kom mörgum mikilvægum mál- um drjúgan spöl áleiðis. Rússar eftirláta svo Norðmönnum for- mennsku á ráð- herrafundinum sem haldinn er í Salekhard dagana 25.–26. októ- ber í ár. Sú mikla breyting hefur orð- ið á undanförnum áratugum að norðurskautssvæðið er ekki lengur í viðjum átaka kalda stríðsins heldur á sér þar stað fjölþjóðlegt samstarf á marg- víslegum sviðum. Þegar unnið er að því að efla alþjóðlegan stöðugleika og öryggi gegnir samstarf yfir landamærin afar mikilvægu hlutverki en það er grundvöllur þess að hægt sé að finna lausnir á þeim vanda- málum sem ógna norðurskauts- svæðinu. Rússar og Norðmenn líta ekki aðeins á norðurskauts- svæðin í heild sinni sem land- fræðilegt hugtak. Á norð- urslóðum eru einnig miklir framtíðarmöguleikar. Á þessu svæði eru gríðarlegar nátt- úruauðlindir, þar með talin bæði vetniskolefni og fiskur. Umheimurinn hefur allur mikla þörf fyrir þessar auðlindir en það þarf að vinna þær og nýta með mikilli aðgæslu. Hlífa verður bæði dýra- og gróðurlífi heimskautssvæðisins vegna þess að verði þessi viðkvæmu vistkerfi fyrir tjóni hefur það áhrif um heim allan. Síðast en ekki síst ber samfélag þjóð- anna ábyrgð á því að rúmlega 40 þjóðir frumbyggja á norð- urslóðum geti áfram búið við sitt og haldið í tungumál sín, menningu og þær einstöku hefðir sem mótast þar sem ytri aðstæður eru jafn erfiðar og raun ber vitni. Helstu verkefnin sem við okkur blasa á norð- urskautssvæðinu eiga það sameig- inlegt að ná yfir öll landamæri. Þau verða einungis leyst með öflugu alþjóðlegu sam- starfi. Norð- urskautsráðið og starfsemi þess gegnir mikilvæg- ara hlutverki í því starfi en nokkru sinni fyrr. Á þetta lögðu Rússar áherslu þegar for- mennskan færðist til Moskvu árið 2004. Rússar hafa notað formennskutímabil sitt til þess að koma í gang já- kvæðri þróun og að hrinda í framkvæmd mikilvægri starf- semi sem kemur bæði norð- urslóðum Rússlands og öllum norðurskautslöndunum til góða. Sjálfbær þróun hefur verið forgangsverkefni. Með því er átt við það að finna rétt jafn- vægi milli umhverfismála, efnahagsmála og félagslegrar þróunar. Íbúar á norðurslóðum eiga rétt á viðhlítandi lífsskil- yrðum og ómenguðu umhverfi ásamt aðgengi að nútíma- menntun, heilsugæslu og hefð- bundinni félagslegri þjónustu. Rússar hafa í ljósi þessa ein- beitt sér á formennskutímabili sínu að því að koma í gang að- gerðaáætlun um sjálfbæra þró- un sem byggist á fjölda raun- hæfra verkefna í tengslum við efnahagsmál, félagsleg málefni og umhverfismál. Rússar hafa jafnframt gefið út aðgerðaáætl- un á landsvísu til varnar meng- un í hafi. Hafist hefur verið handa um fjölda alþjóðlegra verkefna í samstarfi við sam- tök frumbyggja á svæðinu með það fyrir augum að útrýma við- varandi efnamengun. Heilsu- gæsluverkefni á norðurslóðum hafa fengið fjárhagslegan stuðning, þar með taldar fjar- skiptalækningar (telemedisin) og stofnun læknamiðstöðvar sérfræðinga. Samstarf hefur verið aukið með það fyrir aug- um að vinna að forvörnum gegn áföllum af mannavöldum og bregðast við þeim ásamt því að hafa eftirlit með geislavirkri mengun. Rússar hafa einnig komið á laggirnar nýju sam- starfssviði um menningar- starfsemi sem ætlað er að varðveita menningu frum- byggja á norðurslóðum. Um það ríkir einnig fullt sam- komulag innan Norðurskauts- ráðsins að fjalla um orkugeir- ann með það að markmiði að koma á samstarfi um sjálfbæra nýtingu á olíu- og gasauðlind- um. Norðurskautsráðið hefur lýst yfir auknum áhyggjum sínum af þeim loftslagsbreytingum sem óttast er að verði en líka þeim breytingum sem þegar hafa átt sér stað. Loftslags- breytingar eru alvarleg ógnun við allt líf á jörðinni en áhrif þeirra koma fyrst fram á norð- urskautssvæðum. Rússar hafa á formennskutímabili sínu lagt mikla áherslu á niðurstöður úr umfangsmiklu mati á áhrifum loftslagsbreytinga á norð- urslóðum (The Arctic Climate Impact Assessment), rannsókn sem unnin var á vegum Norð- urskautsráðsins. Niðurstöður þessarar rannsóknar hafa djúpstæð áhrif á alla starfsemi vinnuhópanna sex sem ráðið skipaði. Að okkar mati hefur mikill árangur náðst. Norðmenn hafa fengið góðan grundvöll til að byggja starfsemi sína á þegar norsk yfirvöld taka við formennsku. Áfram verður lögð áhersla á sjálfbæra þróun og loftslagsbreytingar. Norð- menn munu leggja áherslu á að lýsa því á raunsannan hátt og á grundvelli nýjustu gagna hverju sinni hvaða loftslags- breytingar vofa yfir og hvaða framtíðarverkefni bíða okkar á norðurslóðum. Afla þarf frekari upplýsinga til þess að búa sig undir áhrif loftslags- breytinga á norðurskauts- svæðinu og afla skilnings á því hvaða áhrif loftslagsbreyt- ingar á norðurslóðum hafa á önnur heimssvæði. Okkur ber að þróa frekar samstarf um að safna gögnum um loftslagsmál á norðurslóðum og túlka þau. Einnig verður lögð mikil áhersla á sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda á for- mennskutímabili Norðmanna. Í meginreglunni um nýtingu á forsendum vistkerfisins felst að engin starfsemi manna, til dæmis fiskveiðar, flutningar og olíu- og gasvinnsla, megi skaða vistkerfið. Þannig nýt- ing tryggir langvarandi og sjálfbæra efnahagslega þróun og jafnvægi á milli hinna ýmsu atvinnuvega. Noregur miðar starf sitt við Nýting- aráætlun Barentshafs og reynslu annarra landa á norð- urslóðum. Danir og Svíar fylgja svo í fótspor Norð- manna með formennsku í Norðurskautsráðinu næstu tvö tímabil þar á eftir. Ríkin þrjú eru sammála um að sam- ræma áætlanir sínar á tíma- bilinu 2006–2012. Norðurskautsráðið getur nú litið um öxl á starfsemi sína í heilan áratug. Fjölmörgum verkefnum hefur verið komið á laggirnar og verið er að vinna að nýjum verkefnum sem vekja bjartsýni. Rússar og Norðmenn sjá nú þegar fram á mörg samstarfssvið sem lofa góðu og geta komið til framkvæmda síðar meir. Starfsemi Norðurskautsráðs- ins byggist engu að síður áfram á hagnýtum verkefnum sem gagnast eiga íbúum á norðurslóðum sem best. Norðurskautsráðið – samstarf í áratug um hagsmuni norðurskautssvæða Eftir Sergei V. Lavrov og Jonas Gahr Støre »Helstu verkefninsem við okkur blasa á norðurskauts- svæðinu eiga það sameiginlegt að ná yfir öll landamæri. Þau verða einungis leyst með öflugu al- þjóðlegu samstarfi. Sergei V. Lavrov Sergei V. Lavrov er utanrík- isráðherra Rússlands. Jonas Gahr Støre er utanríkisráðherra Noregs. Jonas Gahr Støre PRÓFKJÖR minna áóvissuferð. Óvíst erhverjir taka þátt íþeim. And- stæðingar flokka leitast við að nýta prófkjörstímann til að koma illu af stað milli samherja sem þurfa eðli málsins samkvæmt að halda fram sínum hlut, stundum á kostnað annarra. Þá getur kosningahitinn orðið svo mikill í próf- kjörsbaráttunni, að upp úr sjóði og til verulegra vandræði komi innan flokka. Nú dregur að lyktum próf- skjörsbaráttu okkar sjálfstæð- ismanna í Reykjavík. Hún tók óvænta stefnu í síðustu viku, þegar svo virtist sem andstæð- ingar Sjálfstæðisflokksins væru teknir til við að hlutast þannig til um innri málefni flokksins, að þeir teldu sig geta valdið þar klofningi. Leikurinn snerist um að sá óvild milli fylgismanna okkar Geirs H. Haarde, for- manns flokksins og forsætisráð- herra, og til þess átti að nota ör- yggi Íslands, fjöregg þjóð- arinnar. Við svo búið var boðað til al- menns fundar í Valhöll, þar sem við Geir H. Haarde ræddum öryggismálin, ytra og innra ör- yggi. Við gerð- um grein fyrir farsælli nið- urstöðu í viðræðunum við Bandaríkjamenn um varn- armálin og þeim ráðstöfunum, sem hafa verið gerðar til að efla lögreglu og landhelgisgæslu. Jafnframt sá Geir ástæðu til að lýsa sérstöku trausti í minn garð og ég fagnaði hinu góða samstarfi okkar, frá því að hann varð flokksformaður og for- sætisráðherra. Með þessum fundi var hrund- ið aðför að Sjálfstæðisflokknum. Andstæðingar hans, einkum í Samfylkingunni, standa orðið svo illa málefnalega, að þeir hafa gefist upp við að lýsa nokk- urri stefnu eða eigin mark- miðum – von þeirra um árangur byggist á því einu að geta komið lúalegu höggi á sjálfstæð- ismenn, formann þeirra og flokk. Þeim verður ekki kápan úr því klæðinu, ef við sjálfstæð- ismenn stöndum þannig að ákvörðunum í prófkjörinu, að samstaða okkar sé sterk og öll- um ljós. Ég geng til þessa prófkjörs undir kjörorðinu: Samstaða til sigurs! Ég vel mér þetta kjörorð, af því að ég veit, að andstæðingar sjálfstæðismanna á hinum póli- tíska orrustuvelli óttast ekkert meira en öflugan, sameinaðan Sjálfstæðisflokk. Sagan geymir mörg dæmi um ill örlög flokka, ef þeir verða sundurlyndi að bráð. Að láta eins og ekki sé ástæða til að taka mark á þeirri reynslu, er í besta falli barna- skapur. Ég skora á sjálfstæðismenn í Reykjavík að fjölmenna á kjör- stað og staðfesta samhug og samstöðu innan Sjálfstæð- isflokksins með atkvæði sínu. Samstaða til sigurs! Eftir Björn Bjarnason »… andstæðingarsjálfstæðismanna á hinum pólitíska orrustuvelli óttast ekkert meira en öfl- ugan, sameinaðan Sjálfstæðisflokk. Björn Bjarnason Höfundur er dóms- og kirkju- málaráðherra og sækist eftir 2. sæti á lista sjáfstæðismanna í Reykjavík. ggð áfram. g fæ best séð þá rfélög hins vegar man um hver eigi n af þjónustunni,“ ndir á að verði næsta haust þurfi ða kona hans að nu til að geta Að mati Ólafs er uð börn fái ekki au þurfa á að eta sótt sinn mikilvægt að u hverfi og eigi fnöldrum sínum í „Í staðinn er lt yfir á foreldr- foreldrar fatlaðra rið fullir þátttak- arkaði,“ segir Ólafur og leggur jafnframt áherslu á mikilvægi lengdrar viðveru sem félagslegt úrræði til þess að sporna við félagslegri einangrun fatlaðra barna. Að sögn Ólafs er ljóst að sonur hans unir hag sínum af- skaplega vel bæði í Foldaskóla og Regnbogalandi og því fyndist þeim hjónum algjörlega óviðunandi ef sonur þeirra neyddist til að skipta um skóla og væri með því rifinn úr félagahóp sínum og umhverfi sem hann þekkir. Aðspurður segir Ólafur að engin önnur gæsluúrræði standi Kjartani til boða, því þó Öskjuhlíðarskóli bjóði upp á lengda viðveru til loka 10. bekkjar sé sú þjónusta aðeins ætluð börnum viðkomandi skóla. Segir hann þá þjónustu greidda til helminga af ríki og borg. m eftir 4. bekk grunnskólans að fötluð erfisskóla Morgunblaðið/Eyþór firvöldum í von um úrbætur fyrir Kjartan, son sinn. Í HNOTSKURN »Grunnskólabörnum Reykja-víkur stendur aðeins til boða lengd viðvera meðan þau eru í 1.–4. bekk. » Í áfangaskýrslu starfshóps,sem fjallaði um möguleika á lengri viðveru fyrir fatlaða nem- endur í 5.–10. bekk, er lagt til að gert verði bráðabirgðasam- komulag milli ríkis og sveitarfé- laga um að lengd viðvera fatlaðra grunnskólabarna verði tryggð áfram meðan á endurskoðun laga um málefni fatlaðra stendur yfir. eru fatlaðra 5.–10. bekk í allt ndurskoðun laga nr. 59/1992 ur fram að að tluð börn í ár- því 620 börn á 10 árgöngum. ður vegna lengri barna í 5.–10. gnu framlagi for- m 109 milljónum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.