Morgunblaðið - 27.10.2006, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 27.10.2006, Qupperneq 46
46 FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Dóra Hjálmarsdóttir: Áhættu- mati fyrir Kárahnjúkavirkjun er ekki ábótavant. Oddur Benediktsson: Áhættumati fyrir Kárahnjúka- virkjun er ábótavant. www.mbl.is/profkjor Ragnheiður Davíðsdóttir styður Sigurð Pétursson í próf- kjöri Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Unnar Ágústsson styður Guð- laug Þór Þórðarson í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykja- vík. Elín Jóhannesdóttir: Styðjum konur innan Sjálfstæðisflokks- ins. Björn Gíslason styður Vernharð Guðnason í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykja- vík. Atli Rafn Björnsson styður Guðfinnu S. Bjarnadóttur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar Kæri kjósandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík! Sjálfstæðisflokkurinn hefur alla tíð verið í fararbroddi í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna. Það er brýnt að hlutur kvenna verði góður í prófkjörinu í Reykjavík, sem fram fer í dag og á morgun, til að sýna fram á að Sjálfstæðisflokkurinn er enn sem fyrr trúverðugur málsvari jafnréttis. Á kjósendum hvílir sú ábyrgð að veita konum brautargengi til jafns við karla. Sýnum í verki að Sjálfstæðisflokkurinn er flokkur jafnréttis í reynd.Tryggjum konum góða kosningu! Hvöt, félag sjálfstæðiskvenna í Reykjavík Hvöt, félag sjálfstæðiskvenna í Reykjavík KRÖFUR um greiðar og örugg- ar samgöngur um landið árið um kring fyrir flestar gerðir ökutækja hafa vaxið mjög síðustu misseri. Til að svo megi verða þarf sam- félagið að leggja til góða vegi, vegi sem liggja ekki í meiri hæð en nauðsyn ber til þar sem því verður við komið til að tryggja sem öruggastar vetr- arsamgöngur. Að- alvegurinn milli Suð- vestur- og Norðurlands, Hring- vegurinn, liggur á löngum kafla í yfir 200 metra hæð um Holtavörðu- heiði en fer hæst í yfir 400 metra hæð. Sjaldgæft er í seinni tíð að vegurinn um heiðina sé lokaður allri umferð vegna snjóa enda hafa undanfarnir vetur verið venju fremur snjóléttir. Á hinn bóginn er leiðin oft tafsöm og varasöm yf- irferðar vegna þoku sem þar getur lagst yfir árið um kring auk þess sem fannfergi, hálka, skafrenn- ingur og hvassviðri er þar mun tíð- ara á vetrum en á láglendinu í kring. Lega láglendisvegar Á næstunni er stefnt að lagfær- ingu og að hluta gerð nýs vegar fyrir botni Hrútafjarðar, sem liggja mun lítið eitt norðar en núverandi vegur. Við þetta styttist leiðin fyrir fjörðinn um rúma 7 km þótt áhrif á lengd Hringvegarins verði óveru- leg. Þetta er vissulega hin þarfasta framkvæmd sem lengi hefur verið beðið. Úr því sem komið er er þó margt sem bendir til að áður en hafist verður handa væri vel þess virði að kanna til hlít- ar kosti þess að þvera fjörðinn um 10 km norðar en ráðgert er eða á milli Reykja- tanga við Reykjaskóla í Húnaþingi vestra og Kjörseyrar í Bæj- arhreppi á Ströndum eða þar skammt fyrir norðan, en fjörðurinn þar er um 1.400 metra breiður. Frá Reykja- tanga liggur rif lang- leiðina út í miðjan fjörðinn sem sýnist vel brúklegt undir nýjan veg. Þarna er fjörðurinn auk þess tiltölulega grunnur að öðru leyti en mesta dýpi er um 25 metrar og sjávarfalla gætir þar ekki í miklum mæli. Með þverun á þessum stað væri kominn áfangi að vegi sem síðan mætti byggja upp yfir Laxárdalsheiði, sem hæst fer í slétta 200 metra og hefur reynst mjög snjólétt og áfram um Vestfjarðaveg suður Bröttubrekku þar sem í framtíðinni mætti gera göng. Slík göng yrðu að vísu í allt að 280 metra hæð miðað við fyrirliggjandi hugmyndir en að- eins 1.800 metra löng og nýttust jafnt umferð til og frá Vestfjörðum og Norðurlandi. Vegalengdir Í dag er leiðin að norðan frá Reykjaskóla í Hrútafirði um Lax- árdalsheiði og Vestfjarðaveg að vegamótum Hringvegar við Dals- mynni í Borgarfirði um 106 km en milli sömu staða um Holtavörðu- heiði um 65 km (mismunur 41 km). Með um 3 km vegi frá Hringveg- inum yfir Hrútafjörð og áfram um 2 km suður Djúpveg að núverandi vegenda við Laxárdalsheiði yrði hugsanleg láglendisleið um 81 km en sýnist gæti farið niður í um 75 til 78 km eftir því hvernig vegurinn um Laxárdalsheiði yrði byggður upp og þar með orðið einungis 10 til 13 km lengri en leiðin um Holta- vörðuheiði. Miðað við óbreytt áform yrði hugsanleg láglendisleið hins vegar um 34 km lengri. Ekki yrði hjá því komist að sinna veginum um Holtavörðuheiði áfram en með- aldagsumferð þar á liðnu ári var 1.275 ökutæki og hafði aukist um 45% frá árinu 2000 en vetr- arumferð var 833 ökutæki og hafði aukist um 80% frá sama tíma. Margt bendir hins vegar til að heppilegt gæti verið að miða við að vegur yfir Hrútafjörð, um Lax- árdalsheiði og undir Bröttubrekku yrði skilgreindur sem aðalvegur milli Suðvestur- og Norðurlands og í framtíðinni byggður upp sem slík- ur. Ef til kæmi mætti hugsanlega beina þungaflutningum milli lands- hlutanna á þann veg meðan umferð minni ökutækja yrði fremur beint um Hrútafjörð Strandamegin og á Holtavörðuheiði þegar hún væri fær. Væri þá aðskilnaður milli stórra bíla og meiri hluta fólksbí- laumferðar á rúmlega 60 km kafla, kafla sem telja verður einn þann varasamasta á leiðinni milli Suð- vestur- og og Norðurlands. Annar ávinningur Annar ávinningur af þessari þverun felur í sér að með henni yrðu sveitarfélögin Bæjarhreppur og Húnaþing vestra eitt atvinnu- og þjónustusvæði og leiðin milli Vestfjarða og Norðurlands styttist um allt að 30 km í stað 7 km, sem hefði mikla þýðingu fyrir byggð við Húnaflóa og raunar alla Vestfirði og vestanvert Norðurland, þar sem íbúum fækkar jafnt og þétt. Ekki er kunnugt um að miklar rann- sóknir hafi farið fram á aðstæðum til þverunar þarna en kostnaður hefur verið áætlaður um 1.300 m. kr., sem vissulega er talsverð fjár- hæð en þó vart meira en kostnaður við t.d. byggingu íbúðablokkar með 40 íbúðum. Vera má að ýmsum þyki í mikið ráðist með framkvæmd sem þessari en miðað við kröfur nútímans um tryggar samgöngur allt árið milli helstu staða má segja að þetta blasi við og margar flugur séu slegnar í einu högg til lengri tíma litið. Eru sveitarstjórnarmenn og aðrir sem málum ráða á Vest- fjörðum og Norðurlandi hvattir til að leiða hugann að þeim mögu- leikum sem í þessu felast. Það væri síðan verkefni framtíðarinnar að byggja upp góðan veg um Lax- árdalsheiði, breikka Vestfjarðaveg og gera göng undir Bröttubrekku sem án efa færðust framar í for- gangsröð ef af þverun fjarðarins yrði eins og hér er lagt til. Láglendisveg framhjá Holtavörðuheiði Jónas Guðmundsson fjallar um samgöngumál »Með þverun Hrúta-fjarðar gæti hugs- anleg láglendisleið orðið einungis 10 til 13 km lengri en leiðin um Holtavörðuheiði. Jónas Guðmundsson Höfundur er sýslumaður í Bolungarvík og stjórnarformaður í Leið ehf., félagi um framþróun í samgöngum á landi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.