Morgunblaðið - 27.10.2006, Page 50

Morgunblaðið - 27.10.2006, Page 50
50 FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ GuðmundurRúnar Pét- ursson fæddist á Mið-Fossum í Anda- kíl 23. júlí 1937. Hann lést á Sjúkra- húsi Akraness 16. október síðastlið- inn. Hann var yngsta barn Péturs Þorsteinssonar, f. 12. júní 1896, d. 24. nóvember 1970, bónda á Mið- Fossum og Guð- finnu Guðmunds- dóttur, f. 1. apríl 1895, d. 10. sept- ember 1975, húsfreyju á Mið-Fossum. Systkini Rúnars eru: Kristín, f. 28. desember 1925, d. 2. ágúst 2001, Sigrún, f. 24. mars 1928, d. 3. desember 1929, og Þor- steinn, f. 22. október 1930. Hinn 26. desember 1961 kvænt- ist Rúnar Guðnýju Jónsdóttur f. 13. júlí 1941. Foreldrar hennar voru Jón Pálsson, vélstjóri frá Sólmundarhöfða, f. 8. október 1917, d. 15. apríl 1994, og María Magnúsdóttir frá Siglufirði, f. 22. maí 1920, d. 8. nóvember 1979. Dóttir Rúnars og Guðnýjar er Guðfinna, f. 31. júlí 1963, gift Birgi Guðnasyn, f. 4. júní 1955. Börn þeirra eru Rúnar Örn, f. 1990, og Guðný Sara, f. 1993. Fósturdóttir Rúnars og Guð- nýjar er Ingibjörg Margrét Krist- jánsdóttir, f. 8. júní 1967, gift Fjölni Lúðvígssyni, f. 30. maí 1962. Þeirra börn eru Rúnar Máni, f. 1988, Birta Líf, f. 1990, og Helga Lind, f. 1995. Rúnar ólst upp á Mið-Fossum og að loknu námi í Reyk- holti hélt hann til Akraness þar sem hann fór í Iðnskól- ann og nam vél- smíði. Hann lauk síðan vélstjóraprófi frá Vélskólanum 1967 og prófi frá rafmagnsdeild sama skóla 1968. Rúnar vann á skurðgröfu í nokkur sumur hjá Rækt- unarsambandi Hvalfjarðar og var lögreglumaður í héraðslögreglu Borgarfjarðar og síðar í lögregl- unni á Akranesi á árunum 1958– 1978. Rúnar var framkvæmdastjóri prjóna- og saumastofunnar Akra- prjóns 1970–1990. Hann var vél- stjóri á Akraborginni 1969–1977 og á nótaskipinu Víkingi AK 100 frá 1991 til dauðadags. Rúnar var í Kiwanisklúbbnum Þyrli í fjölmörg ár og gegndi þar trúnaðarstörfum. Þá var hann varamaður í bæjarstjórn og sinnti ýmsum nefndarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn á Akranesi. Rúnar var mikill áhugamaður um íþróttir og einarður stuðn- ingsmaður ÍA. Útför Rúnars fer fram frá Akraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Pabbi minn. Alltaf hlýr, heitar hendur, stórt hjarta. Hann veit allt, hann kann allt. Hann miðlar, kennir og deilir. Ekkert getur komið fyrir hann pabba minn. Fallegur, kátur, traustur. Hann þekkir, hann skilur, hann elskar. Hann styður, huggar og gefur. Ekkert getur komið fyrir hann pabba minn. Keppnismaður mikill – sigurveg- ari. Hann fagnar, brosir, grætur. Hann hugsar, hann vill og hann fær. Ekkert getur komið fyrir hann pabba minn. Sveitastrákur – góður réttsýnn. Tilbúinn – treystir á almættið. Um- vafinn hlýju, svífur á braut. Ekkert getur komið fyrir hann pabba minn. Því hann er engill. Þín elskandi dóttir, Guðfinna. Elsku pabbi, Hér sit ég ósátt og döpur yfir því hvað lífið og tilveran getur verið óréttlát. Aðeins nokkrum mánuðum eftir að þú greinist með krabbamein ertu farinn. Besti maður í heimi. Það er ekki spurt að því hvernig fólk lifir lífinu. Því þú ert einn af þeim fáu sem höfðu allt, reglumað- ur algjör, trúaður, borðaðir hollan mat, hreyfðir þig reglulega og gafst öllum sem þú kynntist svo ótal margt með hlýrri nærveru, góð- mennsku og léttri lund. Ég veit ekki hvar skal byrja, því minningarnar eru svo ótal margar og þú hefur mótað mig á svo marga vegu og ég er að átta mig á því núna. Til dæmis þegar þú bauðst mér starf á skrifstofunni hjá þér ár- ið 1987 og ég kunni ekkert í því fagi og ég man að þú lést mig í dágóða stund pikka á reiknivélina bara til þess að æfa mig. Þarna fann ég mitt lífsstarf, því í dag vinn ég sem bókari og við skrifstofustörf og hef gert svotil allar götur síðan. Þarna vann ég með þér á skrifstofunni í rúm þrjú ár og aldrei varð okkur sundurorða og reyndar bara man ég ekki til þess að það hafi nokkurn tímann gerst. Maður sá þig sjaldan skipta skapi nema á fótboltavell- inum, því Skagamaður varstu svo sannarlega af lífi og sál. Ég sé þig í minningunni með kveikt á sjónvarpinu að horfa á íþróttir, með kveikt á litla útvarp- inu að hlusta á beina lýsingu upp við annað eyrað eða að hlusta á Orð kvöldsins og allt í botni, því það mátti ekki missa af neinu. Enda buðuð þið okkur systrunum í óg- leymanalega ferð til Bandaríkjanna árið 1984 m.a. til þess að fara á Ól- ympíuleikana í Los Angeles. Þar var ferðast um á húsbíl í 6 vikur og notið lífsins. Það er sárt að hugsa til þess að loksins þegar þú ætlaðir að fara að hætta að vinna, ferðast með mömmu og njóta elliáranna með henni, þá gerist þetta. Það verður erfitt og tómlegt lífið hjá henni mömmu minni eftir þetta, þið búin að vera saman í heil 47 ár. Ég dáist að henni, hún er búin að vera ótrúlega sterk og standa þér við hlið í veikindunum eins og klett- ur. Ég vil bara þakka þér fyrir allt og allt, þakka þér fyrir að hafa tek- ið þig að mér eins árs og níu mán- aða. Þakka þér fyrir alla hjálpina og stuðninginn í gegnum tíðina, ekki síst þegar ég flutti til ykkar þegar ég skildi, komin sjö mánuði á leið að Rúnari Mána. Þakka þér fyrir að vera vinur minn og mannsins míns og afi barnanna minna. Og mest af öllu fyrir að vera pabbi minn. Hvíldu í friði, elsku pabbi, Guð geymi þig. Þín Ingibjörg. Mig langar að minnast hér tengdaföður míns, Rúnars Péturs- sonar, sem lést á Sjúkrahúsi Akra- ness þann 16. október síðastliðinn. Rúnari kynntist ég árið 1987, þegar ég og Guðfinna dóttir hans kynntumst og felldum hugi saman. Rúnar kom mér fyrir sjónir sem af- skaplega rólegur og yfirvegaður maður og sérstakt þótti mér að hann virtist alltaf hugsa áður en hann svaraði, þegar hann var spurður að einhverju. Rúnar var afar traustur og ábyggilegur og vildi hafa sitt á hreinu. Rúnar og Níný eignuðust land- spildu í landi Mið-Fossa í Andakíl, fæðingar- og uppeldisstað Rúnars og byggðu sér sumarhús þar. Þau undu sér vel þar, bæði við að dytta að húsinu og gróðursetja. Þangað var alltaf gott að koma og slaka á í pottinum í fallegu umhverfi. Þar öðlaðist Rúnar kraft og geislaði af gleði yfir að vera í sveitinni, á æskuslóðum. Ég minnist hans. Ímynd trausts, trúverðugs manns. Í mynd. Ég mun sakna hans. Birgir Guðnason. Elsku afi, Við viljum kveðja þig með bæn- inni sem þú kenndir okkur. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) Amen Hvíldu í friði, afi okkar, Við vitum að þér líður vel núna. Rúnar Máni , Birta Líf og Helga Lind Hann elsku afi Rúnar var ljúfasti maður í lífi mínu, og sá rólegasti. Aldrei heyrði maður hann segja; ,,Nei ég nenni þessu ekki núna.“ En hann vildi allt gera fyrir alla. Hann var svo hlýr og hjartgóður maður, og ekki er hægt að hugsa sér betri afa í heiminum. Núna hefur Guð tekið hann og eins og afi sagði fyrir ekki svo löngu síðan: „Fyrst Guð ætlar að taka mig núna, þá hlýtur hann að ætlast til einhvers annars af mér uppi hjá honum.“ Ég man alltaf eftir því þegar við vorum upp í bústað, það er svo stutt síðan, en hann hljóp alltaf alla leiðina frá bústaðnum og að hliðinu til þess að opna það fyrir manni, þegar við fórum heim. Hann var alltaf svo hraustur og stæltur mað- ur. Núna á hann eftir að hitta mömmu sína og pabba, og fleiri skyldmenni sem taka blíðlega á móti honum, vegna þess að hann á það skilið og sjálfur er hann svo fal- legur og blíður maður. Hvíl í friði, elsku afi. Guðný Sara. Í dag kveðjum við hinsta sinni elskulegan mág minn, hann Rúnar. Kveðjustundin kom ekki á óvart en er engu að síður bæði ótímabær og sár. Ég kynntist þér fyrir 47 árum síðan þegar þú varst að stíga í vænginn við Níný systir og sóttir hana á jeppanum þínum, M 313. Ég man þetta einsog þetta hafi gerst í gær. Það eru ógleymanlegar stund- ir. Þið voruð svo glæsileg saman. Alltaf eins og nýtrúlofuð, það skein af ykkur ástin langar leiðir. Ég held að allir þeir sem hafi kynnst þér hafi aldrei þekkt betri og heil- steyptari manni en þig, mín reynsla er sú. Ég minnist þess hvað þú varst góður við mömmu og pabba meðan þeirra naut við. Ég bið góð- an guð að styrkja elsku Níný, Guð- finnu, Ingibjörgu og fjölskyldu þeirra í sorginni. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem) Hvíl þú í frið, hafðu þökk fyrir allt. Þín mágkona Rósa. Vinur minn Rúnar Pétursson er fallinn frá um aldur fram. Þessi bóndasonur úr Andakílnum hefur búið á Akranesi í hálfa öld og komið víða við í bæjarlífinu enda einstak- lega áhugasamur um flest það sem bæjarbúar voru að fást við, svo sem atvinnumál, stjórnmál, íþróttir og félagsmál. Rúnar var einstaklega hlýr og notalegur maður og hafði næmt auga fyrir spaugilegum hlið- um tilverunnar. Rúnari kynntist ég fyrst þegar við störfuðum saman hjá Þorgeiri & Ellert fyrir margt löngu. Þaðan lá leið hans í Vélskólann. Hann starf- aði sem lögreglumaður í nokkur ár og einnig sem vélstjóri á Akraborg- inni. Rúnar varð síðan umsvifamik- ill atvinnurekandi um langt árabil eftir að hann stofnaði Akraprjón ásamt nokkrum félögum sínum. Starfsliðið var fjölmennt, oftast 40– 50 manns, mest konur. Starfsfólkið bar Rúnari vel söguna og líkaði vel að vinna hjá honum. Miklir erf- iðleikar steðjuðu að prjónaiðnaðin- um á níunda áratugnum og fækkaði prjónaverksmiðjunum jafnt og þétt. Akraprjón hélt einna lengst út og kom þar til þrautseigja Rúnars sem var framkvæmdastjóri fyrirtækisins öll þau 20 ár sem það starfaði. Eftir að rekstri Akraprjóns lauk gerðist Rúnar vélstjóri á aflaskip- inu Víkingi AK-100, þá hálfsextugur að aldri. Þar starfaði hann til dauðadags og fór á sína síðustu loðnuvertíð í vor. Sjómennskan átti vel við Rúnar og eignaðist hann góða vini um borð, en lengst af var áhöfnin á Víkingi nær óbreytt. Rúnar var einlægur sjálfstæðis- maður og starfaði mikið fyrir flokk- inn. Við sátum saman í bæjarstjórn- arflokki Sjálfstæðisflokksins í eitt kjörtímabil. Þar lagði Rúnar margt gott til mála, enda annt um sitt bæjarfélag og hafði mikinn metnað fyrir Akranes. Þá sat hann í ýmsum nefndum bæjarstjórnar og mætti jafnan á landsfundi og kjördæm- isráðsfundi ef hann var í landi. Þeg- ar ég var fyrst í framboði til Al- þingis vorið 1991 bauðst Rúnar til að starfa fyrir mig á kosningaskrif- stofunni. Þar vann hann af krafti þar til tveimur dögum fyrir kosn- ingar þegar hann hélt til síldveiða. Hann var svo allra manna glaðastur þegar úrslit lágu fyrir og Sjálfstæð- isflokkurinn hafði stóraukið fylgi sitt og bætt við þingmanni á Vest- urlandi. Ekki er hægt að minnast Rúnars án þess að nefna hans góðu konu, Guðnýju Jónsdóttur. Rúnar og Níní voru einstaklega samhent hjón sem kunnu að njóta lífsins saman. Þau voru miklir vinir vina sinna og ræktuðu þann vinskap flestum bet- ur. Mörg undanfarin ár hafa þau t.d. haft þann sið að bjóða okkur hjónum ásamt Íðu og Fróða til grillveislu í sumarbústað sínum í ágúst. Það voru skemmtilegar sam- verustundir þar sem rætt var um allt milli himins og jarðar. Síðast hittumst við þar fyrir tveimur mán- uðum. Við Guðný þökkum Rúnari sam- fylgdina og sendum Níní og fjöl- skyldu innilegar samúðarkveðjur. Guðjón Guðmundsson Ég hef setið kyrr svolitla stund á brekkubrúninni. Sólin er lágt á lofti og sterkar andstæður ljóss og skugga flökta á trjábolum allt um kring. Smám saman hverfur sólin bak við fjallsbrúnina, skyndilega virðist allt flatt og tómlegt. Ef til vill er þetta ekki ólíkt þeim tilfinningum sem elskuleg vinkona mín, Guðfinna upplífir þessa dagana við fráfall Rúnars pabba síns eftir stutt en erfið veikindi, en milli þeirra feðgina ríkti einstaklega sterkt samband. Engum sem kynntist Rúnari Péturssyni duldist að þar fór góður maður með hlýja og rólega nærveru. Heimili þeirra hjóna Níníar og Rúnars, stóð ávallt opið fyrir okkur vinkonurnar, hvort sem bankað var á glugga árla dags eða drukkið te síðla kvölds og spjallað fram undir morgun. Enda mynduðust þar ævilöng vinkvenn- abönd. Góður maður er fallinn frá sem manni finnst svo gjarnan að hefði mátt eiga meiri tíma með ástvinum. Til huggunar harmi gegn liggja fal- legar minningar um yndislegan mann. Elsku Guðfinna mín, Níní, Ingi- björg og fjölskyldur ég veit að söknuðurinn er mikill, megi Guð vera með ykkur og vernda. Kveðja Helena Elsku Rúnar, Þegar við settumst niður til að skrifa til þín, þá voru það orðin heil- steyptur, tryggur, blíður, rólegur og ljúfur sem komu upp í huga okk- ar. Ekki minnumst við þess að hafa heyrt þig tala illa um nokkurn mann. Heldur voru það gleði og ró- legheit sem einkenndu þig. Þú einn vilt alla styðja og öllum sýna tryggð. Þú einn vilt alla biðja og öllum kenna dyggð. Þú einn vilt alla hvíla og öllum veita lið. Þú einn vilt öllum skýla og öllum gefa frið. (Davíð Stefánsson) Elsku Níný, Guðfinna, Ingibjörg og fjölskyldur. Megi Guð styrkja ykkur. Rúnar, við kveðjum þig með þeim orðum sem þú kvaddir okkur svo oft með. Vertu sæll vinur, Pétur, Ágúst, Kári, Guðbjörg, Jakob, Skúli, Sigrún og fjölskyldur. Fyrir nokkrum dögum lést Rún- ar Pétursson. Rúnar var mikill vin- ur foreldra minna ásamt konu sinni, henni Níný. Við systkinin töldum Rúnar Pétursson Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ANTON KRISTINN JÓNSSON, Mýrarvegi 111, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri mánu- daginn 23. október. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 30. október kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Parkinsonfélagið. Ragnheiður A. Kristinsdóttir, Reynir H. Antonsson, Jóna Kr. Antonsdóttir, Þorsteinn Rútsson, Ragnheiður Antonsdóttir, Eyþór Karlsson, Arndís Antonsdóttir, Ólafur R. Hilmarsson, Börkur Antonsson, Janne Antonsson, barnabörn og barnabarnabörn. Eiginmaður minn, GUÐMUNDUR HAUKDAL ANDRÉSSON, til heimilis á Kirkjusandi 3, Reykjavík, lést á Landspítala háskólasjúkrahúsi miðvikudag- inn 4. október. Jarðarförin hefur farið fram. Ingibjörg Júlíusdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.