Morgunblaðið - 27.10.2006, Qupperneq 63

Morgunblaðið - 27.10.2006, Qupperneq 63
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2006 63 menning Til sölu lausamunir úr veitingahúsinu Naustinu Nýleg tæki úr eldhúsi. Úr borðsal - borð, stólar og sófar. Barborð - heilt til flutnings. Ýmislegt fleira. Tilboð óskast í ofangreinda hluti. Til sýnis og sölu. Upplýsingar veitir Aron í síma 861 3889. Fasteignafélagið Kirkjuhvoll. Hef hafið störf á Hárgreiðslu- og rakarastofunni Klapparstíg Viðskiptavinir, bæði gamlir og nýir, velkomnir Lilja Björg Eiríksdóttir hársnyrtir MYNDIN Fearless í leikstjórn Ronny Yu er frumsýnd í Smárabíói og Regnboganum í dag. Hér er á ferðinni mynd um ævi eins frægasta bardagamanns Kína, Huo Yuanjia, sem var uppi á 19. öld. Eftir hörmu- legt slys í kjölfar slagsmála ákvað Huo að yfirgefa heimahagana í leit að hinum sanna anda bardagaíþrótt- anna. Það er bardagalistamaðurinn og stórstjarnan Jet Li sem fer með hlutverk Huo en hann hefur lýst því yfir að Fearless sé síðasta hefð- bundna bardagamyndin sem hann ljái krafta sína. Frumsýning | Fearless Bardagagoðsögn ERLENDIR DÓMAR: Hollywood Rep. 70/100, Variety 70/100, NYT 70/100. (Allt skv. Metacritic.com) Kanntu þjóðsönginn? Já, en ég er hlynntari einfaldari ættjarðarlögum, „Ísland ögrum skorið“ og „Hver á sér fegra föð- urland“. Hefur þú fengið Viagra-tölvupóst? (Spurt af síðasta aðalsmanni, Birni Hlyni Haraldssyni.) Já, ég get glatt Björn Hlyn með því. Hann var ekki sá eini, við erum greinilega tvö. Áttu þér gælunafn? Já, af ættingjum og vinum er ég kölluð Rúna. Ég man eftir því, sem lítil stúlka, að hafa orðið rosalega fúl þegar ég frétti af öðrum með sama nafn. Mér fannst Guðrún ekk- ert sérstakt nafn þá, t.d. öfundaði ég af öllu hjarta stelpur sem hétu Ýr, Sylvía og svona óvenjulegum nöfnum. En í seinni tíð þykir mér virkilega vænt um nafnið mitt. Hvað talarðu mörg tungumál? Ég tala óhikað við Norðmenn, Svía og Dani, enda bjó ég í Noregi um tíma. Hef núorðið komið mér upp svona skandinavísku sem gengur upp í þessum löndum, enda sæki ég stundum norræn mót í tónlist þar sem maður verður að geta spjallað við alla. Svo kann ég eitt orð í finnsku … kuka, þýðir hver. Svo auðvitað talar maður ensku, – er það ekki að verða hliðarmóðurmál? Þá get ég bjargað mér á þýsku, ef ég þarf nauðsynlega. Mjög nauð- synlega. Hvenær fórstu síðast til útlanda og hvert? Ég fór til Finnlands, til að syngja fyrir Norðurlandabúana marg- umtöluðu og til að hitta vin minn. Felix eða Friðrik Ómar? Þótt þú héldir skammbyssu að gagnauganu gæti ég ekki gert upp á milli þeirra. Ég vel Valgeir. Uppáhaldsmaturinn? Villibráð og kalkúnn. Bragðbesti skyndibitinn? Austurlandahraðlestin er í uppá- haldi og Síam í Hafnarfirði. Hvaða bók lastu síðast? Síðustu bókina í leshring 6 til sjö, góð leið til að VERÐA að lesa nýja bók á tveggja vikna fresti. Hvaða leikrit sástu síðast? Ég sá Sitji guðs englar í Þjóðleik- húsinu og grét svo hátt að dætur mínar þurftu að sussa á mig, þessi sýning er svo íslensk og falleg að hún snart mig djúpt. Hvaða plötu ertu að hlusta á? Vá, hvað á ég að velja? Plöturnar þeirra Heru, Regínu og Friðriks Ómars eru á borðinu hjá mér, Lay Low er góð og svo er ég ánægð með Helga Rafn og hlakka til að heyra í Guðrúnu Árnýju ofl. ofl. … ég er örugglega að gleyma ein- hverju. Já auðvitað held ég mest upp á Góða skemmtun, tvöfalt al- búm okkar Friðriks. Ég skemmti mér-diskarnir, tveir á verði eins! Uppáhaldsútvarpsstöðin? Morgunþáttur Gests og Hrafnhild- ar og síðdegisþátturinn á Bylgj- unni. Þetta er það sem maður hlustar eitthvað á og svo fréttirnar, oftast af netinu, enda alltaf á þön- um. Besti sjónvarpsþátturinn? Auðvitað 6 til sjö og við fáum alveg frábærar viðtökur, maður er stopp- aður í kjörbúðinni af fólki sem vill þakka fyrir. Maður er farinn að hljóma eins og ónefndur stórleik- ari … „fagnaðarlátunum ætlaði aldrei að linna“. Þú ferð á grímuball sem …? Þoli ekki grímuböll og svona þema- tengd eitthvað boð. Eitur í mínum beinum. Helstu kostir þínir? Ó boy, þar fórstu með það. Ætli hlátur og fíflagangur flokkist undir kosti? Æ ég veit það ekki, ég held ég sé að minnsta kosti seinþreytt til vandræða. En gallar? Tala of mikið, gríp fram í fyrir fólki og tek of mörg verkefni að mér. Svo vil ég ekki nefna fleiri ókosti, ef maður færi nú í prófkjör … Fyrsta ástin? Fyrsta stóra alvöruástin í mínu lífi er eiginmaðurinn, Valgeir Skag- fjörð. Ég er alltaf jafnástfangin af honum. Besta líkamsræktin? JSB, bara konur af öllum stærðum og gerðum og yndisleg stemmning. Toppurinn. Algengasti ruslpósturinn? Eitthvert bissnesstilboð bla bla og svo eitthvert fólk í útlöndum sem segist vera prinsessur og greifar í álögum og biður um hjálp. Ég ýti beint á delete. Grimmhildur. Hvaða ilmvatn notarðu? Þoli ekki ilmvötn. Ég get sagt þér að það hafa konur og menn eyðilagt fyrir mér leikhúsferðir og bíó með of miklum ilmi. Takk fyrir tækifær- ið til að fá að segja þetta: „Getið þið ekki notað minna af þessu?!“ Hvar myndirðu vilja búa annars staðar en á Íslandi? Á Norðurlöndunum, ég elska frændur vora. Ertu með bloggsíðu? Nei. Mér finnst þetta ekki skemmtileg iðja, vil miklu heldur tala við fólk í eigin persónu. Hvers viltu spyrja næsta viðmæl- anda? Ef þú ættir eina ósk, veistu hvers þú myndir óska þér? Reynd’ að giska á, hvers eðlis þessi ósk þín er … Íslenskur aðall | Guðrún Gunnarsdóttir Grimmhildur Rúna seinþreytt til vandræða Guðrún Gunnarsdóttir stjórnar sjónvarps- þættinum 6 til sjö á Skjá einum hvern virk- an dag ásamt Felixi Bergssyni. Í kvöld er svo frumsýnd söng- skemmtunin Góða skemmtun þar sem Guðrún stígur á svið með Friðriki Ómari og stórsveit Ólafs Gauks. Guðrún, eða Rúna eins og hún er stundum kölluð, er aðalskona vikunnar. Morgunblaðið/Sverrir Aðalskonan Guðrún Gunnarsdóttir grét svo hátt á leikritinu Sitji guðs englar að dætur hennar urðu að sussa á hana. Danska hirðinstaðfesti í gær að Mary, krón- prinsessa Dana, gengi nú með ann- að barn sitt og Friðriks krónprins. Fyrir eiga þau son- inn Kristján, sem varð ársgamall þann 15. október. Þetta kemur fram á fréttavef Jyl- lands-Posten. Mary, sem er 34 ára, varð krón- prinsessa Dana er hún giftist Friðriki, krónprinsi Dana, sem er 38 ára, þann 14. maí árið 2004. Hún mun eiga von á barninu í maí en sögusagnir hafa verið á kreiki um að hún ætti von á barni frá því hún þurfti að yfirgefa hátíð- arathöfn í tilefni þess að Dagmar keisaraynja var jarðsett í Rúss- landi í september.    Faðir malavísks barns semsöngkonan Madonna hefur ættleitt hefur hvatt mannréttinda- samtök, sem hafa gagnrýnt ætt- leiðinguna, til að láta barnið í friði. Yohane Banda sagði í sam- tali við breska ríkisútvarpið BBC að hann óttaðist að deilumálið sem samtökin hafa vakið athygli á myndi leiða til þess að Madonna skilaði barninu. Mannréttindasamtök í Malaví hafa sótt lagalega að Madonnu og gagnrýnt ættleiðinguna, en þau saka söngkonuna um að hafa farið í kringum lögin svo hún gæti ætt- leitt barnið. David Banda er nú á heimili Madonnu í London eftir að dómari í Malaví veitti henni tímabundna umsjá. Samtökin í Malaví segja að Ma- donna hafi notað auðæfi sín og stöðu til þess að fara framhjá lög- unum, sem kveða á um að útlendir fósturforeldrar verði að búa í landinu í eitt og hálft ár ætli þeir að ættleiða börn. Fólk folk@mbl.is Reuters
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.