Morgunblaðið - 08.11.2006, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.11.2006, Blaðsíða 11
Í HNOTSKURN » Þetta mun ekki vera í fyrstaskipti sem endurkoma lækj- arins hefur komið til tals en árið 1986 lagði Katrín Fjeldsted, fyrrv. borgarfulltrúi Sjálfstæð- isflokks, tillögu þess efnis fram í borgarráði. » Lækurinn er nefndur Tjarn-arlækur í máldaga Engeyj- arkirkju um 1500. Hann var þó að jafnaði nefndur Arnarhóls- lækur eða bara lækurinn. » Lækurinn mun vera ákaf-lega lygn en á flóði snerist rennslið í honum við og þá rann sjór inn í tjörnina. FRAMKVÆMDASVIÐ Reykjavík- urborgar mun á næstunni kanna kosti og galla þess að opna á nýjan leik gamla lækinn sem rennur úr Reykjavíkurtjörn til norðurs í sjó fram. Tillaga borgarfulltrúa Fram- sóknarflokks og Sjálfstæðisflokks þess efnis var samþykkt samhljóða á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í gær. Þar kemur fram að lækurinn kunni að verða að nýju áberandi hluti götumyndar miðborgarinnar þar sem hann verði látinn renna í fal- legum farvegi meðfram Lækjargötu, borgarbúum til augnayndis. Björn Ingi Hrafnsson, borgar- fulltrúi Framsóknarflokks, flutti til- löguna. Hann tók fram að hér væri fyrst og fremst verið að kanna hvort umrædd framkvæmd væri möguleg, hver kostnaðurinn kynni að vera og með hvaða hætti framkvæmdin félli inn í þá vinnu sem nú á sér stað í skipulagsmálum miðborgarinnar. Framþróun í holræsamálum mun vinna á vondri lykt Björn Ingi fór jafnframt yfir sögu lækjarins og vísaði til þess að um 1911 hefði verið byggt yfir hann og hann horfið af sjónarsviðinu. Margar sögulegar heimildir væru þó til um lækinn sem rann í Lækjargötu og væru þær ekki allar tillögunni til framdráttar. Þannig væri iðulega greint frá heldur vondri lykt sem stafaði af honum á sínum tíma enda var lækurinn kallaður „Fúlilækur“. „Ég bind hins vegar ákveðnar vonir við að framþróun hafi orðið í holræsamálum síðan sem eigi að geta komið í veg fyrir að sú lykt magnist upp aftur verði gamli læk- urinn opnaður. […] Eftir að hafa kynnt mér málin sérstaklega á vett- vangi Orkuveitu Reykjavíkur get ég fullyrt að það er hægt með tækni nú- tímans að koma í veg fyrir vonda lykt verði lækurinn opnaður að nýju,“ sagði Björn Ingi. Þrátt fyrir góðar undirtektir ann- arra borgarfulltrúa var bent á vand- ræði sem kynnu að hljótast af því að opna gamla lækinn á nýjan leik. Þannig benti Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Samfylkingar, á að lagt hefði verið til að gler yrði yfir læknum ellegar kynni hann að verða drukknu fólki fjötur um fót. Þorleif- ur Gunnlaugsson, varaborgarfulltrúi Vinstri grænna, sagði að það myndi ekki duga eitt og sér að lækurinn yrði grafinn upp, enda myndi að lík- indum blasa við drullupyttur í gam- alli skolplögn. Fallegur lækur eða fúll? „Fúlilækur“ Lækjagata um 1906 þegar lækurinn þótti lítil bæjarprýði.        !       #               %  &  '    " !  '   ( )*   $                    !+  " ,  " * +    - . $  *    "  " $ 0 "        &         " '11 2  $  "  3 *+    $* 2     4 $     "  &- 2 $        2  4 $     "  " /    ! "     0          #2  *   ! " $$ %&'( MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 2006 11 FRÉTTIR UMRÆÐAN hófst á því að forsvars- menn Jafningjafræðslunnar (JF) spurðu hversu margir nemendur þekktu til fórnarlamba kynferðisof- beldis. Niðurstaðan var sláandi; 25 nemendur af 30 þekktu einhvern sem hafði orðið fyrir barðinu á kynferðis- ofbeldismanni. Framkvæmdastjóri JF segir auðséð að umræðunni verði að koma upp á yfirborðið. „Þetta er eitthvað sem okkur þykir afar merkilegt,“ sagði Ösp Árnadótt- ir, framkvæmdastjóri Jafninga- fræðslunnar, eftir tímann og bætti við: „Það er í raun ótrúlegt hversu margir þekkja til fórnarlamba kyn- ferðisofbeldis.“ Vilhjálmur Leví Egilsson, starfs- maður JF, tók í sama streng. „Þetta er svona alls staðar sem við komum og ég get einnig nefnt að þegar átakið var að hefjast vorum við níu saman í hugmyndavinnu. Þessa spurningu bar á góma og allir réttu upp hönd,“ sagði Vilhjálmur og bætti við að inni- byrgð reiði væri algeng sökum al- gengi þess hversu margir eru eða þekkja fórnarlömb. „Við þurfum að koma reiðinni á framfæri og nota í baráttunni – því þetta er tilfinninga- mál.“ Átakið sem Vilhjálmur vísar til nefnist „Nóvember gegn nauðg- unum“ og eru heimsóknir Jafningja- fræðslunnar í framhaldsskóla hluti af því. Meðal þess sem lögð er sérstök áhersla á er að koma nemendum í skilning um að sökin liggur ávallt hjá gerandanum en ekki fórnarlambinu og að þörf sé á að breyta hugmyndum í samfélaginu. Í gærmorgun voru Ösp og Vil- hjálmur stödd í félagsfræðitíma í Menntaskólanum við Hamrahlíð, þar sem voru þrjátíu nemendur á aldr- inum 16–19 ára. Farið var um víðan völl í umræðunum og nemendur virkjaðir til að taka þátt. Þyngja á refsingar Ösp gerði grein fyrir að þrátt fyrir að átak JF miðaðist að því að miklu leyti að ná til karlmanna væri það ekki af því að þeir einir nauðguðu. Hins vegar hefði verið sýnt fram á að 98% geranda væru karlmenn og því eðlilegt að reyna ná til þeirra. „En þó að við tölum um þetta svoleiðis erum við ekki að segja að allir karlmenn séu nauðgarar, síður en svo. Það er aðeins örlítil prósenta sem gengur þann veg.“ Vilhjálmur tók upp umræðuefnið og bætti við að þrátt fyrir að það þekktist að konur nauðguðu einnig, lægi meirihluti vandans hjá karl- mönnum. „Síðan neyðarmóttakan var stofnuð hafa komið upp um 1.408 mál, og þar af leiðandi jafnmörg fórn- arlömb. Af þessum málum eru karl- menn gerendur í 1.406 en í tveimur málum eru konur gerendur. Við vilj- um ná til þessara 1.406.“ Þegar nem- endur voru spurðir um hvað þeim þætti að gera ætti til að sporna við nauðgunum var einna mestur stuðn- ingur bak við þyngingu refsinga. Var rætt um að margir þeirra dóma sem fallið hafa séu nánast grín ef miðað væri við það tilfinningalega tjón sem fórnarlambið yrði fyrir. Auk þess kom upp sú hugmynd að setja ætti á fót stofnun sem sérhæfði sig í með- ferð fyrir kynferðisafbrotamenn en flestir töldu meðferðarúrræði í fang- elsum landsins ekki nægileg. Léttvæg umræða ekki góð? Nokkuð var fjallað um það í fjöl- miðlum þegar skólablað í MH birti í tölublaði sínu lista yfir tíu bestu lögin til að nauðga við. Skiptar skoðanir voru á því meðal nemenda í gær- morgun hvort of langt hefði verið gengið með athæfinu. Stuðnings- maður listans sagði þetta aðferð til að vekja umræðu en aðrir sögðu það ekki hjálpa umræðunni um kynferð- isafbrot að gera nauðganir léttvægar. „Hvað með stúlku sem hefur verið nauðgað og þarf svo að horfa upp á dálk í skólablaðinu þar sem fram koma lög til að nauðga við,“ sagði pilt- ur og náði greinilega til nokkurra samnemenda sem hugsuðu málið á nýjan leik. Að lokum var farið yfir hvert fórn- arlömb kynferðisofbeldis skyldu leita og segir Ösp að svo virðist sem al- mennt sé lítil vitneskja um þau úr- ræði sem fyrir hendi eru. Einnig nefndi hún dæmi um sektarkennd fórnarlamba sem vegna hennar vissu vart hvort þau mættu leita hjálpar, s.s. þar sem áfengi var haft um hönd. „Ótrúlegt hversu margir þekkja til fórnarlamba kynferðisofbeldis“ Jafningjafræðslan er um þessar mundir að fara á milli framhalds- skóla, ræða við nem- endur um kynferðisof- beldi, reyna að vekja þá til umhugsunar og opna umræðuna. Andri Karl fékk að fylgjast með fræðslustund í MH. Morgunblaðið/Eyþór Virk Nauðsynlegt er að færa umræðuna um kynferðisafbrot upp á yfirborðið að mati forsvarsmanna Jafningja- fræðslunnar. Nemendur í félagsfræðiáfanga í MH ræddu málin og viðruðu skoðanir sínar á þeim í gærmorgun. andri@mbl.is TILLÖGU Samfylkingar þess efnis, að leitað verði samstarfs við Lands- bankann/Landsafl um end- urskipulagningu og endurnýjun Lækjartorgs í kjölfar uppkaupa þeirra aðila á Hafnarstræti 20 var vísað til skipulagsráðs á fundi borg- arstjórnar í gær. Í tillögunni segir að þannig megi nýta þau einstöku tækifæri sem skapast við niðurrif hússins til að tengja saman gamla miðbæinn í Reykjavík og hið nýja austurhafnarsvæði þar sem nýjar höfuðstöðvar Landsbankans og nýtt Tónlistar- og ráðstefnuhús munu rísa á næstu árum. Í bókun Samfylkingarinnar við afgreiðslu málsins kemur fram að endurnýjun Lækjartorgs sé lyk- ilatriði við að tengja saman miðbæ Reykjavíkur og hið nýja aust- urhafnarsvæði. Það sé því brýnt að vinna náið með byggingaraðilum á hinu nýja austurhafnarsvæði. Þá er tekið fram að nýtt hús við Hafn- arstræti 20 og Lækjartorg þurfi að mynda lifandi heild. Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, sagði það ekki liggja fyrir að Hafn- arstræti 20 yrði rifið en slíkt erindi hefði ekki borist borginni. Endurnýjun Lækjartorgs

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.