Morgunblaðið - 08.11.2006, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 08.11.2006, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 2006 9 FRÉTTIR Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 20% afsláttur af öllum úlpum og kápum Pelsfóðurjakkar Pelsfóðurkápur Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, sími 562 2862 STÆRÐIR 40 - 52 KYNNING 6-11 NÓV HAUST/VETUR 06NÝJAR HUGMYNDIRNÝR STÍLL Peysusett margar tegundir Nýbýlavegi 12, Kóp., sími 554 4433 Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga kl. 10-16 Ný sending Úlpur, útigallar, kápur og frakkar Jólaföt í úrvali Kringlunni - sími 568 1822 www.polarnopyret.is 20% afsl. af ullarfatnaði Bolir, samfellur og gammósíur Allt úr 100% Merinóull sem er mjúk, stingur ekki og má þvo í þvottavél á ullarkerfi Einstaklega vel með farinn Volvo S80 til sölu árg. 2003. Vél 2.0 t. Aðeins ek. 39 þús. km., silfurmet, sjálfskiptur, leðurklæðning, viðarklæðning, útv./segulb./cd, cruise control, rafdrifnar rúður/speglar, fjarstýrðar samlæs. Hiti í sætum. 17" álfelgur og dekk. Verð 2.700 þús. kr. Aðrar upplýsingar í síma 820 0401. MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Jóni Ás- geiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs Group. Í henni mótmælir hann harð- lega staðhæfingum Ekstrablaðsins um fyrirtækið. Blaðið hefur neitað að birta athugasemdir frá Baugi. „Baugur Group mótmælir harð- lega þeim blaðagreinum sem blaða- menn danska Ekstrablaðsins hafa skrifað um fyrirtækið að undan- förnu. Greinarnar eru fullar af vill- um. – Engin tengsl eru eða hafa nokk- urn tíma verið á milli Baugs Group og Rússans Mikhail Fridman. – Baugur Group er ekki eigandi að Sterling. – Baugur Group hefur engin áform uppi um að stækka í Rússlandi. – Í júní 2005 sagði forstjóri Mosaic Fashion í breska blaðinu Times, að áhugi væri fyrir því að fara inn á Rússlandsmarkað. Það geta því varla talist nýjar upplýsingar fyrir neinn, nema kannski blaðamenn Ekstrablaðsins. Eins og flestir vita er Mosaic Fashions skráð í Kauphöll Íslands en hlutur Baugs Group í fyr- irtækinu eru 36,7%. Fyrirtækið á einar 1.750 verslanir í yfir fimmtán löndum, þar á meðal fjórar í Rúss- landi. Þá hyggst fyrirtækið opna þar þrjár verslanir til viðbótar á næstu mánuðum. – Baugur Group er ekki háður fjármagni frá Kaupþingi banka. Þvert á móti vinnur fyrirtækið með fjölda annarra banka víðs vegar um heiminn. – Deutsche Bank hefur aldrei lán- að Gaumi peninga eða stjórnað hlutabréfum félagsins. Baugur Group er alþjóðlegt fyrir- tæki sem sérhæfir sig í rekstri smá- sölu og fasteigna á Norðurlöndum sem og í Bretlandi. Baugur Group hefur alltaf unnið samkvæmt lögum þeirra landa sem fyrirtækið starfar í og staðhæfingar um annað eru fráleitar. Með öflugu stjórnunarteymi hefur okkur tekist að snúa við rekstri fjölda fyrirtækja sem við höfum tek- ið yfir á undanförnum árum og nýtt þau tækifæri vel sem okkur hafa boð- ist, dönskum neytendum til mikilla hagsbóta. Magasin Du Nord er ef- laust eitt besta dæmið um það og er- um við mjög stolt af því verkefni. Hvað dönsku blaðamönnunum gengur til með skrifum sínum er okkur ekki ljóst. Hins vegar er ljóst að við munum verja okkur með laga- legum ráðum. Blaðamenn danska blaðsins segja hvergi svör að finna varðandi málefni Íslendinga erlendis, enginn vilji tjá sig um málin. Baugur Group hefur hins vegar ítrekað reynt að fá birtar athugasemdir frá fyrirtækinu í Ekstrablaðinu varðandi það sem snýr að Baugi en þær athugasemdir hafa þó af einhverjum ástæðum ekki ratað inn á síður blaðsins.“ Vísar á bug fréttum í Ekstrablaðinu Forstjóri Baugs segist ekki hafa fengið svör sín birt KÓPAVOGSDEILD Rauða kross- ins, Kópavogsbær og Svæðisskrif- stofa málefna fatlaðra á Reykjanesi hafa gert með sér samning um rekstur Dvalar, athvarfs fyrir geð- fatlaða í Kópavogi, til næstu tveggja ára. Samkvæmt samningn- um annast Kópavogsdeild rekstur- inn en Kópavogsbær og svæðis- skrifstofan greiða launakostnað og leggja til húsnæði. Við undirritun samningsins sagði Garðar H. Guðjónsson, formaður Kópavogsdeildar Rauða kross Ís- lands, að fjölmörg dæmi væru um það hvernig Dvöl hefði breytt lífi fólks til batnaðar og ekki þurfi að spjalla lengi við gestina til að komast að því hvaða þýðingu athvarfið hef- ur. Athvarfið Dvöl var opnað 1998 að frumkvæði Kópavogsdeildar Rauða kross Íslands. Markmiðið er að rjúfa félagslega einangrun gestanna, draga úr fordómum í garð geðfatl- aðra og auka lífsgæði þeirra. Fjöldi sjálfboðaliða Kópavogsdeildar starf- ar í tengslum við athvarfið og sjá þeir meðal annars um að hafa það opið á laugardögum. Reynslan af rekstri Dvalar í Kópa- vogi og Vinjar í Reykjavík hefur orð- ið til þess að sambærileg athvörf eru nú rekin víða um land, segir í frétta- tilkynningu. Rekstur Dvalar tryggður KÁRI Sölmund- arson gefur kost á sér í 3.–4. sæti í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins í Suðurkjördæmi vegna alþingis- kosninganna í vor. Prófkjörið fer fram um næstu helgi. Kári hefur verið félagi og þátttakandi í starfi Sjálfstæðis- flokksins í tuttugu ár, fyrst á Horna- firði, en síðustu ár í Reykjavík. Hann var fyrsti formaður Félags ungra sjálfstæðismanna á Hornafirði, vara- bæjarfulltrúi og varaformaður hafn- arstjórnar fyrir hönd flokksins. Kári hefur starfað við sölu og markaðssetningu á sjávarafurðum frá 1992, þar af fjögur ár í Frakk- landi og er í dag sölustjóri land- frystra afurða hjá HB Granda. Hann hefur starfað að hagsmuna- málum útflytjenda sem formaður út- flutningshóps Félags íslenskra stór- kaupmanna. Kári gefur kost á sér í 3.–4. sæti Kári Sölmundarson HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur sýknað Seltjarnarneskaupstað af 4 milljóna kr. miskabótakröfum fatlaðrar stúlku vegna ólögmætrar meingerðar þegar skólastjóri Val- húsaskóla vísaði henni tímabundið úr skóla árið 2000 og neitaði að taka við henni aftur 2001. Kvaðst stúlkan hefðu þurft að leita sér menntunar í öðru bæjarfélagi sem hafði í för með sér óþægindi fyrir hana og fjölskyldu hennar. Jafnframt hefði brottvikn- ingin valdið því að hún hefði farið á mis við kennslu og samskipti við jafnaldra sína. Hefði stúlkan og fjöl- skylda hennar upplifað aðgerðir skólayfirvalda á Seltjarnarnesi sem einelti og ofsóknir. Stefndi taldi að skólayfirvöld hefðu gert allt sem í þeirra valdi stóð til að tryggja stúlkunni tækifæri til náms og ráðið starfsfólk til að vinna með henni. Þá hefði Réttarholtsskóla verið greidd tvö stöðugildi kennara vegna stúlkunnar skólaárið 2001– 2002, þótt hún hefði þá lögum sam- kvæmt átt að hafa lokið skólagöngu sinni í grunnskóla. Dómurinn taldi ósannað að stúlk- an hefði sætt einelti og að kennarar og skólastjórnendur hefðu vanrækt skyldur sínar gagnvart henni. Brott- vísun hennar úr Valhúsaskóla var á sínum tíma felld úr gildi með úr- skurði ráðherra enda talið að brott- vísunin byggðist á ólögmætum for- sendum. Dómurinn taldi þó að í þessu fælist ekki ólögmæt meingerð gagnvart stúlkunni eða æru hennar. Ekki hefði þá verið sýnt fram á að hún hefði í reynd verið útilokuð frá skólanum. Jón Finnbjörnsson héraðsdómari dæmdi málið. Dögg Pálsdóttir hrl. flutti málið fyrir stúlkuna og Val- garður Sigurðsson hrl. fyrir stefnda. Brottvísun ekki talin meingerð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.