Morgunblaðið - 08.11.2006, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 08.11.2006, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 2006 17 VIÐURKENNING TILEGO ORKUSPARNAÐAR FYRIR FRAMLAG TIL Ódýrt eldsneyti + ávinningur! EGO er við: Fellsmúla, Hæðasmára, Salaveg, Smáralind, Stekkjarbakka og Vatnagarða! Orkusetur hefur ákveðið að veita EGO sjálfsafgreiðslustöðvunum viðurkenningu fyrir lofsvert frumkvæði að því að draga úr eldsneytisnotkun. Framlag EGO felst í því að bjóða ökumönnum tölvustýrða mælingu og loftjöfnun á hjólbörðum bifreiða á öllum EGO stöðvunum. Hin nýja tegund tækjabúnaðar auðveldar ökumönnum til muna að fylgjast með loftþrýstingi, fínstilla hann og jafna. Orkunotkun landsmanna fer sífellt vaxandi og því skiptir sú aðhaldsþjónusta sem hér um ræðir miklu máli. Bætt nýting á eldsneytisnotkun bifreiða er jafnframt í takt við aðgerðaáætlun Evrópusambandsins sem skila á 20% orkusparnaði á næstu 15 árum. Það er áhersla m.a. lögð á aðgerðir sem stuðla að skilvirkari orkunotkun bifreiða og mun stífari kröfur verða gerðar um lágmörkun orkunotkunar. Áætla má að með bættri jöfnun lofts í hjólbörðum mætti spara íslensku þjóðarbúi um 500 milljónir króna á ári og minnka útblástur gróðurhúsalofttegunda um 12 þúsund tonn. Orkusetur óskar EGO til hamingju með gott framtak og minnir ökumenn á að réttur loftþrýstingur í hjólbörðum getur dregið úr eldsneytisnotkun bifreiðar um allt að 10%, auk þess að draga úr mengun og auka öryggi í umferð. Það munar um minna. Hlutverk Orkuseturs er að stuðla að aukinni vitund almennings og fyrirtækja um skilvirka orkunotkun og möguleika til orkusparnaðar. Orkusetrið er stofnað af Orkustofnun í samstarfi við iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið. Sigurður Ingi Friðleifsson, framkvæmdarstjóri Orkuseturs. Upplýsingasskjár sem sýnir valinn og mældan lotfþrýsting í pundum Loftþrýstingur ákveðinn með stjórntökkum. ATH. Velja skal loftþrýsting sem framleiðandi bifreiðar mælir með. ÞAÐ er enginn hægðarleikur að skapa verk sem fyllir út í hinn gríðar- stóra Túrbínusal í Tate Modern lista- safninu í London, eins og hinn 45 ára gamli þýski listamaður Carsten Höll- er hefur þó gert með glæsibrag. Hann hefur gert þetta mikla rými að sannkölluðum leikvelli í verki sínu „Test Site“, sem nú prýðir salinn og er hluti af Unilever-sýningaröðinni. „Mér hefur alltaf fundist eins og þetta rými væri hentugt fyrir skemmtigarð,“ segir hann um Túrb- ínusalinn. Hann hefur reist fimm gríðarstórar stálpípur sem liðast um salinn og gegna tvíþættu hlutverki; sem rennibrautir og sem skúlptúr. Ein af pípunum er fimm hæða há og nær frá lofti byggingarinnar niður á gólf. Höller á sér nokkuð óvenjulegan feril og vakti fyrst athygli sem mynd- listarmaður árið 1990 fyrir sýningu á verkfærum til að veiða og drepa börn, eins og t.d. rólu sem fest er í þak- skegg háhýsis. Veðurverkefni Ólafs Elíassonar best af hendi leyst Í umfjöllun The Guardian segir að vandamálið við túrbínusalinn sé hin gríðarlega stærð hans en þó ekki síð- ur skipulag rýmisins. Göngubrú skipti rýminu í miðju og þetta hafi valdið sumum listamönnum vandræð- um í sínum útfærslum. Sumir lista- menn, eins og Rachel Whiteread og Louise Bourgeois, hafi ákveðið að sniðganga með öllu göngubrúna og láta sér duga einungis hluta af saln- um. Aðrir, eins og Bruce Nauman, hafi leyst vandamálið með því að vinna eingöngu út frá hljóðum. „En það Unilever-verkefni sem best var af hendi leyst, að minnsta kosti hvað vinsældir snertir, er Veðurverkefni Ólafs Elíassonar.“ Síðan bætir blaðið við og segir að hugsanlega muni rennibrautir Höllers hafa svipuð áhrif og verk Ólafs Elíassonar hafi haft. Höller viðurkennir að túrbínusal- urinn sé erfitt rými og verði vanda- samara verkefni fyrir sérhvern nýjan listamann sem reynir sig þar. Enginn vilji eiga á hættu að stæla þá sem á undan fóru. „Það er ekki hægt að vinna þar með hljóð því Nauman er búinn að því, það er ekki hægt að setja upp stórt ljós í enda salarins því Elíasson hefur gert það. Ég ákvað því strax í byrjun að ég vildi leika mér að hæð salarins, fremur en lengd hans. Ég var líka handgenginn rennibraut- unum sem ég hef unnið með áður. En brúin, í miðju rýminu, var vandamál.“ Rennibrautir Höllers Reuters Gengið í barndóm Gestur rennir sér niður eina af hinum fimm stóru rennibrautum sem nú prýða Túrbínusalinn. Sýningin í Tate Modern vinsæl SKÁLDSAGA bandaríska rit- höfundarins Jo- nathans Littells, sem í vikunni hlaut frönsku Goncourt-bók- menntaverðlaun- in, hefur m.a. ver- ið gagnrýnd fyrir sögulega óná- kvæmni. Í bókinni, sem heitir Þeir góðu (Les Bienveillantes), segir Littell sögu um þýskan SS-foringja sem iðrast hvergi þátttöku í helför- inni gegn gyðingum. En sagnfræðingurinn Peter Shoettler segir bókina, sem er tæpar þúsund síður, „undarlegt skrímsli“, er varpi engu ljósi á hina eiginlegu helför, að því er fréttavefur breska ríkisútvarpsins, BBC, greinir frá. Þetta hefur þó ekki komið í veg fyrir að bókin seljist vel í Frakk- landi, þar sem hún var fyrst gefin út. Þar hafa um 200.000 eintök selst. Ekki virðast þó útgefendur hafa ver- ið trúaðir á möguleika bókarinnar, því að allmargir höfnuðu henni áður en af útgáfu varð. Þetta eru önnur frönsku bók- menntaverðlaunin sem Littell hlýtur fyrir bókina. Hún er væntanleg í enskri þýðingu á þarnæsta ári. Littell þykir ónákvæmur Jonathan Littell

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.