Morgunblaðið - 08.11.2006, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.11.2006, Blaðsíða 22
vistvænt 22 MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Pappírssóun, plastbollar og-skeiðar, tölvur sem eru ígangi allar nætur og stöð-ugt skutl á milli staða – hingað til hafa fáir gert athugasemd- ir við það hvernig fjölmargar skrif- stofur landsins haga sínum umhverf- ismálum en með aukinni umræðu um umhverfismál að undanförnu má velta því fyrir sér hvort til séu leiðir til að gera skrifstofuna umhverf- isvænni. Birna Helgadóttir og Hulda Stein- grímsdóttir, sem báðar starfa við um- hverfisráðgjöf hjá Alta, segja vænt- ingar og kröfur á hendur fyrirtækjum í þessum efnum stöðugt vera að aukast. Við þetta skapist við- skiptatækifæri sem æ fleiri fyrirtæki séu farin að nýta sér, m.a. með þróun á umhverfisvænni vöru og þjónustu. Ekki megi þó gleymast að venjulegar skrifstofur geti einnig gert fjölmargt til að verða umhverfisvænni. „Það er ágæt byrjun að huga að innkaup- unum og hvort við séum kannski bara að kaupa rusl til að henda,“ seg- ir Hulda og Birna tekur undir það. „Við þurfum að hugsa áður en við kaupum inn, þegar við notum hlutina og þegar við hendum. Við ættum allt- af að spyrja hvort við séum að kaupa óþarfa, hvort við þurfum að nota hlutina þegar við ætlum að nota þá og loks að muna eftir því að flokka sorpið.“ 75 þúsund aukablöð á ári Eitt það fyrsta sem kemur í hug- ann þegar talað er um umhverf- isvænar skrifstofur er pappírsnotk- unin. Hulda segir endurvinnslu pappírs vissulega góða fyrir sinn hatt. „Það er samt ennþá betra að sleppa pappírsnotkuninni.“ Birna kinkar kolli. „Það er algengt í fyr- irtækjum að hver starfsmaður noti um 60 kíló af pappír á ári,“ segir hún. „Ég veit um skrifstofu sem uppgötv- aði að í hvert sinn sem pöntun var prentuð út kom út aukablað sem var alltaf sett til hliðar. Þetta voru 75 þúsund aukablöð á ári. Með því einu að breyta stillingum var hægt að sleppa þessu. Sömuleiðis má oft stilla búnaðinn þannig að hann prenti tvær síður á blaðsíðu og báðum megin og þannig er hægt að hafa fjögur blöð á einu A4-blaði. Þá er ennþá býsna al- gengt að fólk prenti út tölvupóst en í staðinn má t.d. merkja í tölvunni við þann tölvupóst sem búið er að af- greiða. Svo má ekki gleyma að kaupa umhverfismerktan pappír þótt mikil- vægast sé að draga úr notkuninni.“ Ekki er síður mikilvægt að huga að orkunotkuninni og þá sérstaklega svokallaðri biðstöðu (stand by) raf- tækja á borð við prentara, tölvur og skjái. Í nýlegri grein í Guardian eru settar fram sláandi tölur í þessu samhengi þar sem segir að með því að hafa kveikt á tölvuskjá yfir nótt fari jafnmikil orka til spillis og nægir til til að prenta út 800 A4-síður með geislaprentara. Orkan sem fer í að skilja eftir ljós á skrifstofu yfir nótt nægði annars til að hita vatn fyrir 1.000 bolla af kaffi. Þær Birna og Hulda segja þetta grátlega sóun. „Við erum með vist- væna orku hér á Íslandi en við þurf- um samt að nýta okkar orkufjárfest- ingar vel. Við getum selt þá orku sem við notum ekki sjálf sem aftur getur dregið úr uppbyggingu virkj- ana. Við Íslendingar eigum heims- met í orkunotkun miðað við höfða- tölu og við höfum ekki lagt mikið upp úr orkusparnaði hingað til. Í því liggja þó fleiri tækifæri en margir átta sig á.“ Símafundir og metanbílar Annar stór umhverfisþáttur á skrifstofum eru ferðir starfsmanna, hvort heldur eru ferðir milli funda, sendiferðir eða ferðir til og frá vinnu. „Þar sem mikið er um akstur er kjör- ið að senda starfsmenn á námskeið í vistakstri því það má minnka útblást- urinn ansi mikið með því einu að keyra mjúkt,“ segir Birna. „Síma- fundir eru líka góð lausn og þeir eru lítið mál svo fremi sem fyrirtækið út- býr góða aðstöðu fyrir þá. Þessir fundir verða oft skilvirkari, sem spar- ar bæði tíma og peninga.“ Þá bendir hún á hjól sem góðan ferðamögu- leika, sérstaklega hjá þeim fyrir- tækjum sem eru staðsett miðsvæðis. „Með því að niðurgreiða strætókort verður enn hagstæðara fyrir starfs- menn að taka strætó til og frá vinnu. Og loks má nefna metanbílana sem fáir vita af. Framleiðslan í Álfsnesi getur annað 3 –4.000 metanbílum en ekki eru nema rúmlega 50 í notkun hér á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Gerum skrifstofuna umhverfisvænni Morgunblaðið/Ásdís Skilvirkt „Ef ætlunin er að hafa símafundi er nauðsynlegt að hafa góða símafundaaðstöðu,“ segja Birna Helgadóttir og Hulda Steingrímsdóttir hjá Alta. Upplýstur kontór að næt- urlagi sóar jafnmikilli orku og þarf til að hita 1.000 kaffibolla. Bergþóra Njála Guðmundsdóttir kynnti sér hvernig taka má til í umhverfismálum skrif- stofunnar. Margnota Best er að borðbúnaður sé ekki úr plasti eða pappa. Gróður Plöntur vinna gegn 99% eiturefna í andrúmslofti innanhúss.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.