Morgunblaðið - 08.11.2006, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 08.11.2006, Blaðsíða 40
|miðvikudagur|8. 11. 2006| mbl.is Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is „ÉG var með fordóma gagnvart bók- inni, en keypti mér hana þó, á rúss- nesku. Þá uppgötvaði ég mér til ánægju, að fordómarnir sem ég hafði útvegað mér í Moskvu voru horfnir. Þetta var stórkostleg bók og ekki seinna vænna að þýða hana á ís- lensku,“ segir Ingibjörg Haralds- dóttir skáld og þýðandi, um söguna Djöflana eftir Fjodor Dostojevskí. Ingibjörg er mesti þýðandi okkar á bókmenntum rússneska skáldjöfurs- ins og í dag kl. 16.30 heldur hún fyr- irlestur í stofu 201 í Árnagarði, þar sem hún fjallar um þýðingar sínar á verkum Dostojevskís, með sérstakri áherslu á viðureign sína við skáld- söguna Djöflana, sem kom út í ís- lenskri þýðingu árið 2000. En aftur að Ingibjörgu og sáttinni við Djöfl- ana: „Það spillti ekki fyrir að ýmislegt var að gerast í heimsmálunum um svipað leyti. Berlínarmúrinn var hruninn, Sovétríkin að líða undir lok, kalda stríðinu var aflýst. Ástandið var dramatískt og spennandi; við lifðum á sögulegum tíma. Dostoj- evskí hafði enn einu sinni heillað mig upp úr skónum, með bók sem smell- passaði við ástandið í heiminum og ástandið á mér.“ Djöflarnir er pólitísk saga og sögusviðið er keisaraveldið rúss- neska undir lok 19. aldar. Vinstri- sinnuðum lýðræðissinnum vex jafnt og þétt fiskur um hrygg og ljóst að stefna mun í átök um pólitíska hug- myndafræði. Í gegnum aðalpersónur sögunnar lýsir Dostojevskí ástand- inu í Rússlandi þess tíma; árekstrum hugmyndaheima og þeirri ringulreið sem af þeim spretta. Sagan kom út árið 1872, fjórum árum á eftir Fávit- anum og átta árum á undan Ka- ramazov-bræðrunum. Ingibjörg segir að í fyrirlestrinum ætli hún að rekja þýðingasögu verksins og velta upp spurningunni um Dostojevskí- hefð á Íslandi. „Mér finnst vera kominn vísir að Dostojevskí-hefð hér á landi, eins og þekkist víða erlendis um ýmsa klassíska höfunda – ekki bara Dostojevskí. Allt sem kemur höfundinum við fellur inn í hefðina. Höfundurinn er nafn sem vitnað er í og allir þekkja og hann er um leið orðinn að viðfangsefni fræðaheims- ins. Nafnið er fólki kunnugt, og það finnst mér um Dostojevskí hér, að minnsta kosti í ýmsum hópum sam- félagsins. Þetta hefur breyst. Do- stojevskí var til víða á heimilum í þýðingum á öðrum tungum, en það var ekki nóg, því í augum flestra var hann bara löngu dauður kall. Í fyrra var gefin út hér bókin Orðlist skáld- sögunnar, eftir rússneska bók- menntafræðinginn Bakhtín, sem skrifaði mikið um Dostojevskí. Með henni var orðið auðveldara að tala um Dostojevskí á íslensku og með ís- lenskum hugtökum, og það breytir svo miklu. Með fleiri þýðingum breytist staðan líka. Það hafa líka verið skrifaðar greinar um Dostoj- evskí og þýðingar mínar. Verk hans hafa líka verið sýnd hér á sviði á síð- ustu árum. Allt stuðlar þetta að því að skapa hefðina.“ Aðrir þýðendur á verkum Dostoj- evskís hér á landi eru Vilhjálmur Þ. Gíslason og Arnór Hannibalsson. Það er trúlega ekkert áhlaupa- verk að hefjast handa við að þýða verk jafn mikils rithöfundar og Do- stojevskí er, og kannski á þar best við spurningin: Hvernig borðar mað- ur fíl; svarið er auðvitað að taka einn bita í einu. Upphafið var þó einfalt; Glæpur og refsing kom fyrst, ein- faldlega vegna þess að hún var í uppáhaldi hjá Ingibjörgu, ásamt Meistaranum og Margarítu eftir Búlgakov, sem hún þýddi líka. „Ég var að glugga í eldgamla grein í Politiken – hálfrar aldar gamla – um Dostojevskí-þýðingar í Danmörku. Þar kemur fram að í upphafi þýðing- anna þar, á fyrri hluta 20. aldar, voru fimm þýðendur búnir að spreyta sig á Dostojevskí, og þeir höfðu allir þýtt Glæp og refsingu, Fávitann og Karamazov-bræðurna, – í þessari röð. Þetta er sama röðin og hjá mér, og ég kann enga skýringu á þessu. Kannski þetta sé ómeðvituð hefð- arröð,“ segir Ingibjörg hlæjandi, … þetta eru þær bækur hans sem víðast hafa farið – og víðar en Djöfl- arnir.“ Fyrirlestur Ingibjargar er hluti af fyrirlestraröð Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur: Þýðing öndveg- isverka, þar sem þýðendur fjalla um vinnu sína við mikilvæg verk heims- bókmenntanna. Morgunblaðið/Sverrir Þýðandinn „… í augum flestra var hann bara löngu dauður kall,“ segir Ingibjörg Haraldsdóttir. Djöflaglíman og Dostojevskí- hefðin Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is Á HÁSKÓLATÓNLEIKUM í Nor- ræna húsinu í hádeginu í dag frum- flytja Áskell Másson og Borgar Magnason verk Áskels, Innhverfar sýnir, fyrir slagverk og kontra- bassa. „Þetta verður endurnærandi há- degishugleiðsla fyrir áheyrendur, eins og titill verksins gefur til kynna,“ segir Borgar. Í tvö ár hefur staðið til hjá Borg- ari og Áskeli að spila saman á tón- leikum og er nú komið að því en þeir hafa unnið saman áður að tón- list fyrir verk hjá Íslenska dans- flokknum. „Áskell semur þetta verk fyrir okkur tvo. Við höfum verið að rannsaka bassann svolítið og hvernig hann blandast hinum ýmsu slagverkshljóðfærum. Upp úr þeim hljóðheimi semur Áskell síðan þetta verk,“ segir Borgar og bætir við að það sé mjög krefjandi í flutningi. Fyrstu einleikstónleikarnir Borgar segir frábært að vinna með Áskeli. „Það eru mikil forréttindi að fá að vinna með góðu fólki. Við tveir náum mjög vel saman og það er skemmtilegt og lærdómsríkt fyrir mig að vinna með honum.“ Þetta er í fyrsta skipti sem Borg- ar spilar opinberlega á einleiks- tónleikum á Íslandi og kveðst hann því vera mjög spenntur. „Ég hef verið í burtu frá Íslandi í rúman áratug og hef aldrei spilað hér áður að neinu gagni. Ég kom heim núna í nokkurra mánaða stopp til að rifja upp kynnin af landi og þjóð og vinna með Íslend- ingum. Fyrir utan samstarfið við Áskel hef ég verið að vinna með Daníel Ágúst Haraldssyni að nýju efni og svo er ég að sinna eigin tónsmíðum, en ég er að semja verk fyrir meðlimi úr nútímatónlist- arhópi í Belgíu sem heitir ICTUS,“ segir Borgar sem býr í Brussel og starfar þar m.a sem fyrsti bassa- leikari Charlemagne kammersveit- arinnar og nútímatónlistarhópsins Ensemble 21. „Í næstu viku fer ég á tónleika- ferðalag með kammersveit frá Belgíu svo Íslandsstoppinu er að ljúka í bili. Ég stefni samt að því að spila meira hér á landi í framtíð- inni þótt ég sé ekki á leiðinni að flytja alfarið heim.“ Tónleikarnir fara fram í Nor- ræna húsinu í dag eins og áður segir og hefjast kl. 12:30. Endurnærandi hádegishugleiðsla Morgunblaðið/Ásdís Innhverfar sýnir Áskell Másson og Borgar Magnason frumflytja nýtt tón- verk fyrir slagverk og kontrabassa á Háskólatónleikum í dag. Tónlist | Frumflutningur á Háskólatónleikum í hádeginu Staðurstund Í dag skrifar Árni Matthíasson um nígeríska rithöfundinn Chi- nua Achebe og ævisögu hans, Home and Exile. » 43 af listum Málverkið Angel Fernández de Soto eftir Picasso hefur nú komist í fréttirnar vegna deilu um eignarrétt verksins. » 44 myndlist Hljómsveitin múm hitar upp fyrir Sykurmolana í Laug- ardalshöllinni hinn 17. nóv- ember næstkomandi. » 43 tónlist Bergþóra Jónsdóttir skrapp á kammertónleika í Bústaðakirkju, þar sem eingöngu voru leikin verk eftir Schumann. » 42 gagnrýni Börkur Jónsson er tilnefndur til Evening Standard-leikhúsverð- launanna fyrir leikmynd sína í Hamskiptunum. » 43 leiklist

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.