Morgunblaðið - 08.11.2006, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 08.11.2006, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 2006 45 dægradvöl 1. d4 d5 2. c4 e6 3. Rc3 Rf6 4. Rf3 c6 5. e3 Be7 6. Dc2 Rbd7 7. b3 Dc7 8. Bd3 h6 9. O-O O-O 10. Bb2 b6 11. Re5 Rxe5 12. dxe5 Rg4 13. h3 Rxe5 14. Bh7+ Kh8 15. cxd5 Ba6 16. Hfd1 f5 17. dxe6 Kxh7 18. Rd5 Db7 19. Rxe7 Dxe7 20. Bxe5 Dxe6 21. Dc3 c5 22. Bxg7 Hf7 23. Be5 Hd7 24. Hxd7+ Dxd7 25. Dc2 Hd8 26. Bf6 Dd3 27. Db2 Hd7 28. De5 De4 29. f3 Dd3 30. Kh2 Kg6 31. Be7 Dd5 32. Df6+ Kh7 Staðan kom upp í fyrri hluta Flug- félagsdeildar Íslandsmóts skákfélaga sem fór fram fyrir skömmu í Menntaskólanum í Hamrahlíð. Sigur- björn Björnsson (2335) hafði hvítt gegn Ríkharði Sveinssyni (2180). 33. Hd1! og svartur gafst upp enda verð- ur hann mát eftir t.d. 33... Bd3 34. Hxd3 Dxd3 35. Df7+ Kh8 36. Bf6#. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Hvítur á leik. Ekki orð. Norður ♠Á9 ♥854 ♦Á2 ♣ÁKDG103 Vestur Austur ♠G852 ♠-- ♥Á1096 ♥KDG732 ♦94 ♦DG10 ♣972 ♣8654 Suður ♠KD107643 ♥-- ♦K87653 ♣-- Eitt þekktasta hamfaraspil sög- unnar kom upp á EM 1956 í leik Ítala og Frakka. Austur vakti á einu hjarta og Ítalinn Forquet stökk í fjóra spaða með 7-6 skiptinguna í suður. Siniscalco í norður spurði um ása með 4G, en For- quet mætti því með eðlilegu stökki í sex tígla, frekar en að neita ás. Sinis- calco breytti í sex spaða og Forquet lyfti í sjö. Þetta eru skrýtnar sagnir og Frakkinn Trézel í vestur hélt að NS hefðu farið út af sporinu og doblaði. Eftir doblið er freistandi að svína fyrir spaðagosann fjórða í vestur, en For- quet fékk ekki tækifæri til þess, því Siniscalco breytti í 7G! Það var doblað og vörnin tók sex fyrstu slagina. Til þess var tekið að Ítalarnir sögðu ekki orð eftir spilið, heldur tóku sallarólegir til við næsta spil og kolunnu leikinn. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig Krossgáta Lárétt | 1 skortir nær- ingu, 8 faðir, 9 mastur, 10 kvendýr, 11 böggla, 13 ákveð, 15 flaug, 18 svera, 21 sund, 22 kút, 23 trylltir, 24 getuleysi. Lóðrétt | 2 aðhlynning, 3 hafna, 4 knáa, 5 ótti, 6 fita, 7 vegg, 12 þreyta, 14 eignist, 15 vers, 16 ráfa, 17 skessum, 18 glæsileg, 19 látnu, 20 forar. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 hopar, 4 búkur, 7 renni, 8 rokið, 9 fót, 11 naut, 13 iðna, 14 ódæll, 15 barm, 17 lugt, 20 hal, 22 teppa, 23 ormur, 24 runni, 25 tolla. Lóðrétt: 1 hóran, 2 pontu, 3 reif, 4 burt, 5 kákið, 6 riðla, 10 ófæra, 12 tóm, 13 ill, 15 bátur, 16 ræpan, 18 urmul, 19 torfa, 20 hani, 21 lost. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 1 Óprúttnir menn freistuðu þessað ræna heimabanka og flytja fjármuni til útlanda. Hvert höfðu pen- ingarnir verið fluttir þegar tókst að frysta þá og ná til baka? 2 Náttúrufræðistofnun varð fyrirmiklu tjóni þegar 2000 sýnum var fargað að henni forspurðri. Hver er forstjóri stofnunarinnar? 3 Davíð Á. Gunnarsson sóttist eftirforstjórastöðu erlendis en fékk ekki fylgi. Hjá hvaða stofnun? 4Minnast á 100 ára afmælismerks formanns Framsóknar- flokksins með málþingi á sunnudag. Hver var hann? Svör við spurningum gærdagsins: 1. Hvað heitir skákfélagið sem Hrafn Jökulsson tefldi fyrir í skákmaraþoni um helgina? Svar: Hrókurinn. 2. Sigurvegar- inn í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suð- vesturkjördæmi bar sigurorð af tveimur þingkonum. Hvað heitir hann? Svar: Gunn- ar Svavarsson. 3. Einn virtasti kvikmynda- leikstjóri heims vinnur að heimildarmynd um Rolling Stones. Hver er hann? Svar: Martin Scorsese. 4. Einn frægasti hlaup- ari allra tíma er nú formaður fram- kvæmdanefndar Ólympíuleikanna í Lond- on 2012. Hvað heitir hann? Svar: Sebastian Coe. Spurt er… ritstjorn@mbl.is    HÓPUR innrásarlistamanna sem hafa haft bækistöðvar í Kling og Bang galleríi sam- anstendur af átta listamönnum sem búa og starfa í New York. Þau eru Agathe Snow, Michael Jurewicz, Theodore Fivel, Rita Ackerman, Michael Portnoy, David Adamo, Marianne Vitale og Hrafnhildur Arnardóttir, öðru nafni Shoplifter, sem er leiðtogi sýning- arinnar og stýrir henni frá New York. Hugmyndin um innrás listarinnar er skemmtilegt mótvægi við hugmyndinni um útrás íslenskra listamanna og beinir athygl- inni að þeirri staðreynd að listir og menning eru bæði hernaðarlega og peningalega tengd. Yfirbragð sýningarinnar er hrátt og subbu- legt og vísar til undirheima listarinnar og mýtunnar um listamanninn sem utangarðs- mann, jafnvel hryðjuverkamann. Viðburður- inn nær langt út fyrir rými gallerísins þar sem gjörningar hverskonar spila stóran þátt í heildinni. Innrásargjörningar sem túlka „árásir“ á pólitíska, táknræna og landfræði- lega mikilvæga staði á landinu eru áberandi og á sýningunni sem stendur uppi í galleríinu má sjá verk sem sum eru minningar eða leif- ar atburða sem áttu sér stað fyrr á sýningar- tímabilinu, litlar innsetningar sem verða eins og sögulegar minjar innrásarinnar. Útvarpsupptökur frá opnuninni eru spil- aðar á þeim stað sem útvarpað var frá „inn- rásinni“, stóla og fundarborð má sjá í eins- konar aðgerðaherbergi þar sem tölvutengd táknmynd Hrafnhildar á miðjum vegg vitnar um hvernig aðgerðinni var stjórnað frá Bandaríkjunum í gegn um beintengda rás. Í texta um sýninguna á vefsíðu gallerísins segir að hópurinn starfi sem nokkurskonar sér- trúarsamtök þar sem hver og einn (listamað- ur) kynnir sín einstöku máttaröfl í gegn um gjörninga, tónlist, herkvaðningu, málamiðl- anir, sérleiðangra og trúboð. Vissulega má lesa ákveðna kaldhæðni úr þessum texta og ómögulegt að vita hvort og hvernig lista- mennirnir standa með boðun sinni og verk- um. Boðskapurinn er ekki bara merktur ákveðnum óhugnaði, dimmum öflum, klámi og ljótleika sem mögulega mætti túlka sem gagnrýni á samfélagið, heldur má einnig skynja mikla leikgleði og skemmtun sem listamennirnir tjá í verkunum. Þetta gerir það að verkum að erfitt er að sjá hvort hér sé samfélagsgagnrýni á ferðinni eða upphafn- ingu og fagurgervingu á hverskonar trúar- legum, þjóðernislegum og kynferðislegum helgibrotum. Þegar myndbandi sem sýnir Mikael Portnoy girnast og serða stóran plastkakka- lakka er lokið tekur við annað leikið mynd- band sem sýnir listamennina í tuskudýrabún- ingum að smala íslenskum börnum burt úr borginni. Bæði þessi atriði vísa til einhvers íslensks raunveruleika, kakkalakkanna sem bandaríski herinn á að hafa skilið eftir í land- inu og gamalt skjal frá seinni heimstyrjöld- inni sem kveður á um að fjarlægja eða forða skuli börnum úr borginni ef til innrásar kæmi. Þessi myndbönd ásamt gjörningi þar sem kirkjur og skjaldarmerki þjóðarinnar eru pervertuð vekja andúð um leið og þau virðast fyndin og þegar upp er staðið bara gróteskur leikur. Sú menningarlega sam- svörun sem má þekkja hér á milli hernaðar og framúrstefnulistar, innrásar og nauðgun- ar, frelsis og stjórnleysis er áhugaverð á margan hátt og ætti að gefa tilefni til íhug- unar og umræðna. Innrás Bandaríkjamanna í Írak í nafni frelsis gæti verið eitt skotmark sýningarinnar en um leið setur sýningin sjálf óhjákvæmilega spurningarmerki við mörk frelsis í listum. Á vissan hátt virðist sýningin svoldið gamaldags, eins og innihaldslaust retró frá ákveðnum framúrstefnuhreyfingum á síðustu öld og virkar helst eins og hrekkjavaka fyrir ímyndaða góðborgara sem láta sér auðvitað ekkert bregða enda nóg framboð af efni af þessum toga í dægurmenningunni. Sá óhugn- anlegi samtímaspegill sem hér er brugðið upp missir því marks sem sú samfélagslega gagnrýni sem hann hefði getað tjáð því upp- hafningin í formi hins óhefta og afstæða frelsis listarinnar grefur undan gagnrýninni afstöðu og breytir öllu í karnivalíska skemmt- un. Sýningin í Kling og Bang og gjörningarnir sem henni tengjast voru eitt viðamesta fram- lagið til Sequences listhátíðarinnar sem hefur verið áberandi í Reykjavík undanfarnar vik- ur. Innrás úr undirheimum New York MYNDLIST Kling og Bang Átta listamenn frá New York. Sýningin stóð til 5. nóv INVASIONISTAS – hópur innrásarmanna Þóra Þórisdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.