Morgunblaðið - 08.11.2006, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 08.11.2006, Blaðsíða 48
48 MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Árnað heilla ritstjorn@mbl.is Prúttað við Umhverfisnefnd Akureyrar UNDIRRITAÐUR bar lof á um- hverfisnefnd Akureyrar í Vikudegi fyrir tveimur vikum vegna þeirrar afstöðu sem nefndin tók varðandi skipulag við Kjalarsíðu. Umhverfisnefnd hafnaði sex hæða byggingu og bauð tillöguhöfundi að koma með nýja tillögu að byggingu sem tæki mið af hæð fjölbýlishúsa í Kjalarsíðu, sem eru þrjár hæðir með kjallara og risþaki. Tillöguhöfundur vill greinilega prútta við umhverf- isnefndina enda ekki óvanur því. Tillagan sem liggur nú fyrir hljóð- ar upp á tvö hús á sömu lóð sem eiga að vera fjögurra hæða með sléttu þaki. Vissulega má segja að það sé bitamunur á þriggja hæða húsi með risþaki og fjögurra hæða húsi með flötu þaki en yfirbragð svæðisins við Kjalarsíðu er með þeim hætti að öll húsin þar eru með risþaki og því eðlilegt að ætlast sé til að tillöguhöf- undur fari nú eftir því sem umhverf- isnefnd hefur þegar boðið honum og hætti þessu prútti. Benedikt Guðmundsson. Trúir þú á Tóta trúð SIÐMENNT valdi sér auðvelt skot- mark þegar samtökin hófu barátt- una fyrir því að flæma kristni úr skólunum. Í skólum fer fram við- kvæmt starf og ekki erfitt að færa rök fyrir því að þar skuli ekki fara fram trúboð. En mér er spurn hvar Siðmennt ber niður næst. Sennilega má ekki lengur tengja umfjöllun um jólin og páska kristninni. Frí í tilefni uppstigningardags og annars í hvíta- sunnu afnumið. Í staðinn haldið upp á afmælisdag Tóta trúðs eða Kon- fúsíusar. Að segja að það skipti ekki máli hvort gullna reglan komi frá Jesú Kristi eða Tóta trúð (sbr. grein í Morgunblaðinu 4. nóv. sl. ) hlýtur að særa alla kristna menn. Þetta er nefnilega ekki spurning um hver segir hvað fyrst. Hvað segir Sið- mennt um þjóðsönginn eða þjóðfán- ann og mér er spurn er trúleysi ekki trú í sjálfu sér eða er það bara hlut- leysi? Við vitum hvað gerist ef bíll er í hlutlausum gír, hann er vissulega í gangi en kemst hvorki aftur á bak né áfram. Jón Guðmundsson. Dökkbrún leðurbudda týndist DÖKKBRÚN leðurbudda týndist sl. fimmtudag, hugsanlega í strætó eða á Reykjavíkursvæðinu. Skilvís finn- andi hafi samband í síma 691 5485. Grátt Mongoose fjallahjól hvarf í Kópavogi GRÁTT Mongoose fjallahjól hvarf frá húsi í vesturbæ Kópavogs 2. nóv. sl. Ef einhver hefur orðið þess var þá vinsamlegast hringið í síma 892 9781 eða 554 4465. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is 60 ára af-mæli. Í dag, 8. nóvem- ber, er sextug Elín Þ. Snædal, félagsráðgjafi. Hún er að heiman en langi einhvern að gleðja hana þá er hún að safna fyrir brunni í Afríku og þiggur með þökkum stuðning við það. Brunnur kostar um 120.000 kr. og sér 3–500 manns fyrir hreinu vatni á annan áratug. Lagt er inn á reikning hjá Hjálparstarfi kirkjunnar, nr. 1150- 26-27. Kennitala: 450670 0499, merkt brunnur. Margt smátt gerir eitt stórt! 70ára af-mæli. Í dag, 8. nóvem- ber, er sjötugur Eiður Sigurður Gunnlaugsson, sjómaður, Garð- arsbraut 28, Húsavík. Af því tilefni tekur hann á móti gestum í salnum Miðhvammi Húsavík, næstkomandi laugardag kl.18. 90ára af-mæli. Í dag, 8. nóvem- ber, er 90 ára Ingólfur Ólafs- son, vélstjóri, til heimilis að Hrafnistu í Reykjavík. Hann tekur á móti gestum í dag í Skála, Hótel Sögu, kl. 17–19.Umferðarmenningá Íslandi er óþrjótandi uppspretta efnis fyrir Víkverja. Að þessu sinni verður þó ekki vikið að framferði íslenskra ökumanna, heldur undarlegum frágangi þeirra, sem sjá um framkvæmdir við umferðarmann- virki og viðhald þeirra. Nú hafa til dæmis svo dögum skiptir staðið allmargar keilur úti í kanti á Hringbrautinni þar sem ekið er í vest- urátt fram hjá Um- ferðarmiðstöðinni og hún er hvað breiðust. Keilur þessar eru vitnisburður um framkvæmdir, sem sennilega stóðu einhvern tím- ann yfir og ekki er víst hvort sé lokið eða muni nokkurn tímann ljúka. Þær gegna kannski sama hlutverki og jakki, sem skilinn er eftir á snaga í skrifstofu: eigandinn fór ekki langt, þurfti bara rétt að skreppa. Þarna blasir einnig við skilti til merkis um að vegurinn þrengist. Dögum saman hefur hins vegar ekki verið nein þrenging þegar Víkverji hefur átt leið um frekar en framkvæmdir. Það er hins vegar spurning hvað gerist ef framkvæmdir hefjast á ný og veg- urinn verður þrengdur því að bíl- stjórar, sem leið eiga um þennan kafla Hringbrautar- innar, eru löngu hættir að taka mark á skiltinu. Merkingar á fram- kvæmdum geta verið með ýmsu móti. Kunn- ingi Víkverja átti fyrir einhverjum mánuðum leið eftir Suðurgötunni að kvöldlagi í kolniða- myrkri. Fyrir framan hann var leigubíll og fór hvorugur greitt. Skyndilega kloss- bremsar leigubílstjór- inn og tekur á sig krappan sveig á veg- inum. Kunningi Vík- verja gerði slíkt hið sama, sem var eins gott því að ann- ars hefði hann farið niður um djúpa holu í veginum. Og hvernig voru þessar framkvæmdir merktar? Við holuna stóð ein keila, grútskítug svo rétt glitti í hana í endurskini bílljós- anna. Akstur í Reykjavík getur boð- ið upp á óvæntar uppákomur. Sumir ökumenn halda t.d. að þeir gæði um- ferðina spennu með því að gefa ekki stefnuljós og láta aðra ökumenn því bíða í ofvæni eftir að komast að því hvort þeir hyggist beygja eða ekki. Öðrum ökumönnum liði hins vegar betur án slíkrar óvissu og yrðu þakklátari ef merkingar um fram- kvæmdir væru til marks um fram- kvæmdir, en ekki bara til skrauts. víkverji skrifar | vikverji@mbl.is       dagbók MORGUNBLAÐIÐ, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. SÍMI: 569 1100. SÍMBRÉF: ritstjórn: 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 569 1118, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: ritstjorn@mbl.is, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Í dag er miðvikudagur 8. nóvember, 312. dagur ársins 2006 Orð dagsins : Jesús segir við hann: „Þú trúir, af því þú hefur séð mig. Sælir eru þeir, sem hafa ekki séð og trúa þó.“ (Jh. 20.) Fyrirtækið Mugiboogie ehf.,sem er í eigu Arnar Elíasar Guðmundssonar, sem í daglegu tali er nefndur Mugison, hefur sent Ísafjarðarbæ erindi þar sem farið er fram á kaup á gömlu slökkvistöðinni í Hnífsdal sem er í eigu sveitarfélagsins. Í húsnæðinu hyggst Mugison koma upp hljóð- veri. Ef af kaupum verður þarf að innrétta húsið frá grunni svo það nýtist sem fullkomið hljóðver og er ætlað að þær framkvæmdir hlaupi á milljónum. Bæjarráð leggur til við bæj- arstjórn, að ofangreind eign verði seld. Frá þessu er greint á fréttavef Bæjarins besta á Ísafirði, www.bb.is. Hin 74 ára Teri Horton, sem erfyrrverandi vörubílstjóri, datt mögulega í lukkupottinn þegar hún keypti málverk í skranbúð sem henni fannst fyndið. Málverkið hékk um tíma í hjólhýsi hennar en var svo sett í geymslu. Hún bauð svo kunn- ingja sínum, sem er myndlistar- kennari, verkið til sölu á fimm dali, tæplega 350 krónur, en hann benti henni á að verkið væri sennilega eft- ir listamanninn Jackson Pollock og gæti verið um 100 milljóna dala virði. Peter Paul Biro, listfræðingur í Montreal segir nú að fingraför á verkinu séu þau sömu og fundist hafa á málningardós úr vinnustofu listamannsins í Austur-Hampton í New York, og á málverki eftir Pol- lock í listasafni í Lundúnum. Reyndar eru ekki allir jafn sann- færðir. Thomas Hoving, sérfræð- ingur hjá Alþjóðastofnuninni um listrannsóknir, segir að málverkið hafi líklega verið málað fyrir ein- hvern sem þurft hefur málverk í stíl við stofuna sína í sólríkum hluta heimsins. Biro segist þó fullviss um að verk- ið sé ósvikið og stendur til að fara með málið fyrir rétt til að komast að hinu sanna.    Fólk folk@mbl.is WWW.HASKOLABIO.ISSTÆRSTA KVIKMYNDAHÚS LANDSINS HAGATORGI • S. 530 1919 Varðveit líf mitt fyrir ógnum óvinarins KVIKMYND EFTIR BALTASAR KORMÁK 20% AFSLÁTTUR FYRIR VIÐSKIPTAVINI Í GULLVILD OG PLATÍNUM GLITNIS, EF GREITT ER MEÐ GREIÐSLUKORTI FRÁ GLITNI BESTA MYND MARTINS SCORSESE TIL ÞESSA SJÁIÐ EINA BESTU MYND ÁRSINS. BETRI LEIKHÓPUR HEFUR EKKI SÉST Í KVIKMYND Í LANGAN TÍMA eeeee V.J.V. TOPP5.IS eeee T.V. KVIKMYNDIR.IS eee H.J. MBL eeee Davíð Örn Jónsson – Kvikmyndir.com eeeee Hallgrímur Helgason – Kastljósið eeee H.S. – Morgunblaðið eeee DV eeeee Jón Viðar – Ísafold BÖRN KVIKMYND EFTIR RAGNAR BRAGASON MÝRIN kl. 5:50 - 7 - 9 - 10:15 B.i. 12.ára. THE LAST KISS kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 12.ára WORLD TRADE CENTER SÍÐUSTU SÝNINGAR kl. 10:30 B.i. 12.ára THE QUEEN kl. 8 B.i. 12.ára. THE DEPARTED kl. 6 - 9 B.i. 16.ára. BÖRN kl. 8 B.i.12.ára. AN INCONVENIENT TRUTH SÍÐUSTU SÝNINGAR kl. 6 FRÁ HANDRITSHÖFUNDI „MILLION DOLLAR BABY“ OG „CRASH“ HEIMURINN HEFUR FENGIÐ AÐVÖRUN. the last kiss Vel gerð og rómantísk með þeim Zach Braff („Scrubs“, „Garden State“), Rachel Bilson („The O.C.“ þættirnir) ofl. eeee EMPIRE MAGAZINE

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.