Morgunblaðið - 08.11.2006, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 08.11.2006, Blaðsíða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Sun 12/11 kl. 14 Sun 19/11 kl. 14 Sun 26/11 kl. 14 Sun 3/12 kl. 14 Fim 9/11 kl. 20 Fös 10/11 kl. 20 UPPS. Fim 16/11 kl. 20 Sun 26/11 kl. 20 Lau 11/11 kl. 20 UPPS. Fös 17/11 kl. 20 Fös 24/11 kl. 20 Lau 2/12 kl. 20 Fim 9/11 kl. 20UPPS. Fim 16/11 kl. 20 UPPS. Fim 23/11 kl. 20 Sun 3/12 kl. 20 Sun 3/12 kl. 20 Fös 8/12 kl. 20 Fös 10/11 kl. 20 Sun 19/11 kl. 20 Síðustu sýningar. Lau 11/11 kl. 14 Frumsýning Lau 18/11 kl. 14 Lau 25/11 kl. 20 Frítt fyrir 12 ára og yngri JÓLALEIKRITIÐ RÉTTA LEIÐIN Mið 22/11 kl. 18 og 20 Frumsýning UPPS. Lau 11/11 kl. 20 Sun 12/11 kl. 20 Fös 17/11 kl. 20 Lau 18/11 kl. 20 SAKAMÁL Á SVIÐ Leiklestrar á 3ju hæðinni. Sun 12/11, 19/11, 26/11 kl. 20 Allir velkomnir, ókeypis aðgangur Sun 12/11 kl. 20 4.sýning Græn kort Lau 18/11 kl. 20 5.sýning Blá kort Sun 19/11 kl. 20 Lau 25/11 kl. 20 Lau 11/11 kl. 17 Miðaverð 1.000 WATCH MY BACK Fös 10/11, sun 19/11, sun 26/11 kl. 20:10 Miðaverð 1.000 LEIKHÚSSPJALL Aðstandendur Amadeus spjalla um leiðina frá höfundi til áhorfenda. Fim 9/11 kl. 20 í Kringlusafni. Allir velkomnir, ókeypis aðgangur www.leikfelag.is 4 600 200 Herra Kolbert Fim 9. nóv kl. 20 örfá sæti – 6. kortasýn Fös 10. nóv kl. 19 UPPSELT - 7. kortasýn Umræður að lokinni sýningu. Allir velkomnir Lau 11. nóv kl. 19 UPPSELT - 8. kortasýn Fim 16. nóv kl.20 örfá sæti - 9.kortasýn Fös 17. nóv kl.19 örfá sæti - 10.kortasýn Lau 18. nóv kl. 19 UPPSELT Næstu sýn: 23/11, 24/11, 25/11, 1/12. Ekki við hæfi barna. Einungis sýnt í nóv og des! – Tryggðu þér miða núna Karíus og Baktus - Sýnt í Rýminu Sun 12.nóv kl. 14 UPPSELT Sun 12. nóv kl. 15 Sun 19.nóv kl. 14 og 15 örfá sæti laus Næstu sýn: 25/11, 2/12, 9/12, 16/12. Sýnt í nóv og des. Ath styttri sýningartími – lækkað miðaverð Miðasalan er opin alla daga nema mánudaga kl. 14-18 og fram að sýningu sýningardaga. Símasala kl. 10-18 þriðjudaga - föstudaga. Miðasala á Netinu allan sólarhringinn. www.opera.is opera@opera.is Sími: 511 4200 ATH! SÍÐUSTU SÝNINGAR Frumsýning 18. nóvember kl. 20 - 2. sýning 25. nóvember kl. 20 3. sýning 2. desember kl. 20 ATH! AÐEINS ÞESSAR ÞRJÁR SÝNINGAR STRENGJALEIKHÚSIÐ Strengjaleikhúsið í samvinnu við íslensku óperuna SKUGGALEIKUR Ný íslensk ópera eftir Karólínu Eiríksdóttur, Sjón og Messíönu Tómasdóttur ARÍUR UM ÁSTINA - HÁDEGISTÓNLEIKAR ÞRIÐJUD. 14. NÓV. KL.12.15 Jónas Guðmundsson, tenór, og Kurt Kopecky, píanó, flytja rússneskar og ítalskar aríur í hádeginu Tónlistardagar Dómkirkjunnar Miðvikudaginn 8. nóvember kl. 20.30 Einsöngstónleikar Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir syngur Francisco Javier Jáuregui og Marteinn H. Friðriksson leika á gítar og orgel Miðasala virka daga frá kl.11-16 og 2klst. fyrir sýn. Sími 5629700 www.idno.is Sýningar kl.20 Sýnt í Iðnó Fim. Upps. 09.11 Fös. 10.11 Lau. Örfá 11.10 Lau. Örfá 18.11 Sun. Upps. 19.11 Fim. Aukas. 23.11 Fös. 24.11 Lau. 25.11 ÞAÐ eru í sjálfu sér engin tíðindi, að haldnir séu tónleikar með verkum eftir Schumann. Það sem var hins vegar athyglisvert við tónleika í Kammermúsíkklúbbnum þetta kvöld var að öll þrjú verkin eftir róm- antíkerinn mikla voru samin á einu ári. Það sem merkilegast var að heyra, var hve verkin eru mismun- andi, jafnvel ólík, þótt öll séu af svip- uðum toga, og í hve mikilli tilrauna- starfsemi Schumann var þetta ár, 1842. Schumann var afburða píanisti, og þegar hér var komið sögu, hafði hann samið verk sem sem enn í dag teljast til höfuðverka píanóbókmenntanna. Kammermúsíkinni hafði hann varla snert við svo heitið gæti, en reynt sig í skamman tíma við hljómsveita- músík. Að baki voru kvartettar Beethovens og önnur kammerverk hans, Mozarts og Haydns, og kannski ekki að undra að Schumann hafi legið í kammerverkum þessara meistara til að átta sig á því hvað það var sem gæddi þau ýmist gleði eða dýpt sem hóf þetta unga form tónlistarinnar í æðra veldi. Rætur Schumanns í píanóinu eru auðheyranlegar í „Fantasiestücke“, sem var fyrsta verkið á efnisskránni. Sem kammerverk er það líka óburðu- gast, og nánast eins og píanóverk þar sem fiðlan og sellóið eru eins og óþroskaðar fylgiraddir, nema í þriðja þættinum, þar sem strengjahljóð- færin fá loks langþráðan byr og svig- rúm fyrir stórbrotnu píanóhlutverki verksins. Strengjakvartett nr. 3 í A-dúr, er hins vegar fullskapað snilldarverk, þar sem hljóðfærunum er teflt saman á jafnréttisgrundvelli, ekkert píanist- ískt valdabrölt. Í Píanókvartetti í Es, ópus 47 sem leikinn var eftir hlé, er hlutverk píanósins líka mjög stórt, eins og í fyrsta verkinu, en þar er það þó svo miklu betur samtvinnað heild- inni. Þennan kvartett hef ég ekki oft heyrt á tónleikum, en það rifjaðist upp fyrir mér hvað hann er djúpur og hrífandi, með sterkar andstæður í dí- sætum melódíum, eins og í þriðja þættinum. Hópurinn sem lék á tónleikunum hefur ekkert nafn, og hefur að því er ég best veit ekki gefið sig út fyrir að vera samæfandi hópur. Sif Tulinius var fyrsta fiðla, Elfa Rún Kristins- dóttir önnur; Þór- unn Ósk Marinós- dóttir lék á víólu og Sigurgeir Agnars- son á selló. Píanó- leikari í klúbbnum þetta kvöld var Edda Erlendsdóttir. Það var engin sundurgerð í spilamennskunni þótt hópurinn væri svona lausbeislaður og þaðan af síður nokkurt óöryggi. Þvert á móti bar spilamennskan fal- legt og heildstætt svipmót. Edda Er- lendsdóttir hafði í nógu að snúast, en hún er þrautreyndur píanóleikari og hafði þetta allt í hendi sér. Sif Tul- inius er frábær leiðari og öll hafa strengjaleikararnir margsýnt að þau eru hörku spilarar; músíkölsk og næm. Dúó Sifjar og Sigurgeirs í þriðja þætti „Fantasiestücke“ á móti píanó- inu var hreinn unaður, og enn hærra flugu þau í cantabile þættinum í píanókvartettinum. Það var áhrifa- ríkt hvað hljóðfæraleikararnir voru óragir við grófan tón í öðrum þætti strengjakvartettsins, sem þau bók- staflega rifu í sig án þeirra tilgerð- arlegu fegrunarmeðala sem margir kvartettar beita í þessu verki, þrátt fyrir fyrirmæli tónskáldsins um æsi- legan leik. Toppurinn var þó að mínu mati skertsóþáttur píanókvartetts- ins, sem hafði ógnardrif og kraft sem þær Sif og Edda keyrðu áfram. Þarna var semsagt leikið á allt litróf blæbrigða og tilfinninga, og útkoman steinlá; þetta voru afbragðs tónleikar. Ár í lífi Schumanns Bergþóra Jónsdóttir TÓNLIST Bústaðakirkja Edda Erlendsdóttir, Sif Tulinius, Elfa Björk Kristinsdóttir, Þórunn Ósk Mar- inósdóttir og Sigurgeir Agnarsson léku verk eftir Robert Schumann. Sunnudag- inn 29. október kl. 20. Kammertónleikar Kammertónleikar „Það var engin sundurgerð í spila- mennskunni þótt hópurinn væri svona lausbeislaður og þaðan af síður nokkurt óöryggi. Þvert á móti bar spilamennskan fallegt og heildstætt svipmót.“ Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn Í dag hefst tón-leikaröð Egils Ólafssonar í til- efni af útgáfu nýrrar geisla- plötu hans, Miskun dalfiska. Þá kemur Egill fram ásamt fylgdarliði í Landnámssetrinu í Borgarnesi, en á morgun er ferðinni heitið til Akur- eyrar þar sem Egill leikur fyrir gesti Græna hattsins. Í Reykjavík verða svo tónleikar á hinum nýja stað Domo í Þingholtsstræti á föstudag- inn og lokatónleikarnir verða á Nasa laugardaginn 11. nóvember. Allir viðburðirnir hefjast klukkan 21. Fólk folk@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.