Morgunblaðið - 08.11.2006, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 08.11.2006, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ hefur tekið í notkun nýtt móttökukerfi fyrir að- sendar greinar. Formið er að finna ofarlega á forsíðu fréttavefjarins www.mbl.is undir liðnum „Senda inn efni“. Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf notandinn að skrá sig inn í kerfið með kennitölu, nafni og netfangi, sem fyllt er út í þar til gerðan reit. Næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lykilorð og er þá notandasvæðið virkt. Ekki er hægt að senda inn lengri grein en sem nemur þeirri há- markslengd sem gefin er upp fyrir hvern efnisþátt. Þeir, sem hafa hug á að senda blaðinu greinar í umræðuna eða minningargreinar, eru vinsamlegast beðnir að nota þetta kerfi. Nánari upplýsingar eru gefnar í síma 569-1210. Nýtt móttökukerfi aðsendra greina FYRIR skömmu reyndu fjöl- miðlar að gera eitur- lyfjafíkn ungs manns að eftirsóknarverðu líferni. Viðtal við móður unga manns- ins í ríkissjónvarpinu hefur án efa vakið marga til umhugs- unar um ábyrgð fjöl- miðla hvað varðar siðferðilega umræðu; og með hvaða hætti umfjöllun um eiturlyf og áfengi eru sett fram Fjölmiðlar birta fagurskreyttar mynd- ir með viðeigandi textum, tónum og tali um hvernig áfengi verður að vera til staðar í sem flestum veislum og samkomum, til „að partýið heppnist vel.“ Páskaölið, jólaölið og kampavínið er nánast skylda! Framleiðendum og seljendum áfengis hefur tekist með áhrifum sínum, að gera vínneyslu sjálf- sagða og ómissandi, ef að gera á sér dagamun. Raunmynd af neyslu áfengis hefur ekki náð til almenningsálitsins um þau margfeldis- áhrif sem áfeng- isneysla veldur; Fjöl- skylduböli, ofbeldi, slagsmálum, bílslysum og sjúkdómum. Ekk- ert vímuefni veldur eins mörgum dauðs- föllum í heiminum og áfengi. Getur verið að mjúk umfjöllum fjölmiðla sé vegna hagsmuna fram- leiðenda áfengis? Fjölmiðlum er vissulega mikill vandi á höndum. Þá skiptir miklu máli hvernig eignarhald á fjöl- miðlum verður í framtíðinni. Von- andi munu væntanleg fjölmiðlalög m.a. tryggja, að upplýst virk um- ræða geti farið fram, um böl áfengis og eiturlyfja, óháða hags- munum framleiðenda. Starfsmenn fjölmiðla verða að hafa frelsi og frumkvæði til að fjalla um þann samfélagslegan vanda, sem áfengi veldur. Upplýsa vandamálin með gagnrýninni um- fjöllun frá öllum hliðum. Ekki síst þegar um börn og unglinga með ómótaða sjálfsmynd er að ræða. Það er ógnvænleg tilhugsun ef um- fjöllun eiturlyfjanotkunar verður eins áferðarfalleg í fjölmiðlum og áfengisneysla. Áfengi - eiturlyf - fjölmiðlar Sigríður Laufey Einarsdóttir fjallar um umfjöllun eiturlyfja í fjölmiðlum Sigríður Laufey Einarsdóttir » Það er ógnvænlegtilhugsun ef umfjöll- un eiturlyfjanotkunar verður eins áferð- arfalleg í fjölmiðlum og áfengisneysla. Höfundur er HBA-guðfræðingur og situr í fjölmiðlanefnd og stjórn bind- indissamtaka I.O.G.T. ÖFLUGT samgöngukerfi er stór þáttur í velferð og lífsgæðum fólksins í landinu auk þess að vera grunn- forsenda hagvaxtar í hverju nútíma- samfélagi. Þegar litið er til alls landsins má sjá að mikið og gott verk hefur verið unn- ið í þessum mála- flokki þótt höfuðborg- arsvæðið hafi oft verið látið sitja á hak- anum. Þess vegna ber að taka undir með og fagna þeirri yfirlýs- ingu Sturlu Böðv- arssonar samgöngu- málaráðherra, í Morgunblaðinu hinn 31. október 2006, að nauðsyn- legt sé að byggja sem fyrst upp þjóðvegina út frá höfuðborg- arsvæðinu. Mín skoðun er að þetta þurfi að vera tveir plús tveir vegir og aðskilið á milli þar sem mikill þungi er á þessum vegum og hröð um- ferð. Þessar aðgerðir munu leiða til þess að alvarlegum slysum mun fækka, að ferða- tími mun styttast, að kostnaður þjóðfélags- ins af samgöngum og slysum mun minnka, mikill fjöldi Íslend- inga mun bæta bú- setukjör sín auk þess sem bættar sam- göngur þýða venju- lega aukinn hagvöxt. Það að búa við end- urteknar skammtímalausnir á samgöngum á höfuðborgarsvæðinu er vart ásættanlegt. Á skömmum tíma hefur Vesturlandsvegur verið í uppnámi í þrígang. Þegar Vík- urvegamótin voru gerð fór hann í uppnám og daglega þurfti tugur þúsunda Íslendinga að umbera vandræðin og tafirnar í alltof langan tíma. Sama gerðist þegar tvöföldun Vesturlandsvegar upp í Mosfellsbæ var gerð og í þriðja skiptið nú þegar mislæg gatnamót milli Suðurlandsvegar og Vest- urlandsvegar eru í framkvæmd. Allar þessar framkvæmdir bættu samgöngurnar töluvert og því ber að fagna. Það er ljóst að kröfur um bætt- ar samgöngur eru víða og þrjár leiðir hafa verið nefndar til að fjármagna þær kröfur sem taldar eru réttmætar. Í fyrsta lagi aukið fé til vegamála beint frá ríkissjóði, í öðru lagi taka lán til tuttugu ára til að fjármagna framkvæmdir og í þriðja lagi veggjald. Hvaða ákvörðun sem verður ofan á þarf að flýta ákvörðunartöku. Rétt eins og þarf að flýta ákvörðunartöku um uppbyggingu Sundabrautar sem er stórt hagsmunamál íbúa höfuðborgarsvæðisins þar sem sá vegur mun taka við öllum þunga- flutningum sem fara um Vest- urlandsveginn. Það er mikilvægt að íbúar landsins skilji og skynji að bættar samgöngur á höfuðborgarsvæðinu er hagsmunamál okkar allra. Einnig þeirra sem nota þessa vegi hvað minnst. Alvarlegum slysum mun fækka og þar af leiðandi mun kostnaður þjóðfélagsins af slysum minnka. Ferðatími mun styttast og bætt- ar samgöngur leiða yfirleitt til aukins hagvaxtar, sérstaklega ef þær eru gerðar á fjölmennum stöðum sem verður landinu öllu til góða. Bættar samgöngur á höfuð- borgarsvæðinu eru öllum landsmönnum til góðs Ragnheiður Ríkharðsdóttir fjallar um samgöngumál » Það er ljóst að kröfurum bættar sam- göngur eru víða … Ragnheiður Ríkharðsdóttir Höfundur er bæjarstjóri Mosfellsbæjar. SÚ KYNSLÓÐ sem byggði upp landið hefur á undanförunum miss- erum látið í sér heyra og er fólk ekki alls kostar sátt við aðbún- aðinn sem því er boð- inn á efri árum. Málaflokkurinn er stór og spannar vítt svið, þar sem í hlut á fjölbreyttur hópur fólks með mismun- andi þarfir. Þrátt fyr- ir að margt gott hafi verið gert á síðustu árum þarf að gera enn betur. Ég vil leggja áherslu á heildstæða stefnu í málefnum eldri borg- ara sem byggist á jafnrétti og mann- réttindum. Atvinnuþátttaka eldri borgara Margir úr hópi eldri borgara vilja geta haldið áfram at- vinnuþátttöku. Hér er á ferðinni fólk sem á löngum starfsaldri hefur aflað sér dýr- mætrar reynslu og þekkingar. Atvinnu- lífið þarf á þessari þekkingu og reynslu að halda og það er sjálf- sagt að gera fólki auðveldara fyrir að halda áfram að vinna að svo miklu leyti sem það sjálft óskar. Úrbóta er þörf í tryggingamálum Málefni eldri borgara ná yfir fé- lagslega þætti, jafnt og heilbrigð- isþætti. Þjónustan er bæði á hönd- um ríkis og sveitarfélaga sem veldur því að hún er oft á tíðum flókin og ekki auðsótt. Þessu þarf að breyta. Tryggingakerfið er flók- inn frumskógur sem fólk á erfitt með að átta sig á hvernig virkar. Flókin kerfi eru engum til hags- bóta og því er nauðsynlegt að hefj- ast strax handa við að endurskoða og einfalda tryggingakerfið með það að leiðarljósi að bæta kjör þeirra sem eiga að njóta þjónustu velferðarkerfisins. Félagslega vel- ferðarkerfið okkar þarf að vera öflugt, einfalt og gagnsætt. Húsnæðismál eldri borgara Stórauka þarf val- kosti í húsnæðismálum eldri borgara með það í huga að mæta ólíkum þörfum og aðstæðum. Stefna stjórnvalda er að gera eldri borg- urum kleift að búa í eigin húsnæði eins lengi og það telur sig fært til þess. Til að svo megi verða er brýnt að bæta og sam- þætta heimaþjónustu og félagslega þjónustu við aldraða. Neyðarástand er hjá mörgum öldruðum vegna skorts á leigu- húsnæði og vist- unarrými á hjúkr- unarheimilum. Við slíkt er ekki hægt að una í velferðarkerfi nútímans og því þarf að tryggja nægt fram- boð húsnæðis; hjúkr- unaríbúða, dagvistunar- og hjúkr- unarrýmis. Jafnframt þarf að gæta þess að laga lausnir í búsetumálum að einstaklingunum sem í hlut eiga, meðal annars þarf að tryggja möguleika á samvistum hjóna þrátt fyrir mismunandi þarfir þeirra á þjónustu. Til að þjónustan geti á fullnægjandi hátt mætt þörf- um þeirra sem eiga að njóta henn- ar er nauðsynlegt að hlusta á hug- myndir eldri borgara og hafa samráð við þá um framtíð- arskipulag þessa mikilvæga mála- flokks. Málefni eldri borgara – Málefni okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar um málefni eldri borgara Bryndís Haraldsdóttir »Ég vil leggjaáherslu á heildstæða stefnu í mál- efnum eldri borgara sem byggist á jafn- rétti og mann- réttindum. Höfundur er varaþingmaður og gefur kost á sér í 4.–5. sæti í prófkjöri sjálf- stæðismanna í Suðvesturkjördæmi. ÞÁ LIGGJA fyrir úrslit í prófkjöri Samfylkingarinnar í kjördæminu okkar hér á Norð- ur- og Austurlandi. Ekki verður sagt að stuðningsfólk þess góða flokks hafi mikinn áhuga á að bæta hlut Akureyringa á Al- þingi. Niðurstaðan var sú að hafa ekki fulltrúa frá lang- stærsta hluta kjördæmisins í öruggu sæti enda þótt þaðan væri boðið upp á tvo ágæta, þau Láru Stefánsdóttur og Benedikt Sigurðarson. Þau hafa bæði sýnt og sannað að þau hafa mikinn metnað fyrir uppbyggingu at- vinnu-, mennta- og menningar- lífs á Akureyri og hvergi hlíft sér. Ekki er nokkur vafi á að þau hefðu orðið góðir fulltrúar Akureyringa á þingi en voru vegin og fundin léttvæg í eigin flokki og aðrir, sem ekki hafa sýnt málefnum Akureyrar sér- stakan áhuga, kosnir með mikl- um glans. Í þessu sambandi vekur at- hygli að forysta Samfylking- arinnar á Akureyri fylkti sér um þann sem einna helst þurfti að etja kappi við til að tryggja Ak- ureyringi öruggt sæti. Þar með var lagður grunnurinn að því að akureyrskt framboð biði lægri hlut og næði ekki viðunandi ár- angri. Þetta er kannski dæmi- gert fyrir okkur Akureyringa – að sýna ekki þá ákveðni og þá festu sem fylgir því að koma okkar fólki á framfæri og til áhrifa. Einlægt verið að viðra sig upp við þá sem sannarlega hafa ekkert til þess unnið. En þetta var nú bara fyrsta lota því nú bíðum við eftir hin- um flokkunum í Norður- og Austurlandskjördæmi. Vonandi tryggja þeir allir Akureyringum örugg sæti og þar með ak- ureyrsk áhrif á hinu virðulega Alþingi. Ekki veitir af. Ragnar Sverrisson Umhugsunarverð niðurstaða Höfundur er kaupmaður á Akureyri.                

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.