Morgunblaðið - 08.11.2006, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.11.2006, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Auður KristínAntonsdóttir, fæddist á Hofsósi 24. febrúar 1950. Hún lést á líkn- ardeild LHS í Kópa- vogi 1. nóvember síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Guðmundur Anton Tómasson bílstjóri, f. 21. nóvember 1914, d. 14. sept- ember 1982, og Lí- ney Sigurlaug Kristinsdóttir, for- stöðukona á Dvalarheimilinu Ási í Hveragerði, f. 28. desember 1913, d. 1. maí 2000. Systkini Auðar eru Ólafur Tómas, f. 2. maí 1935, maki Ásdís Dagbjartsdóttir; Sigríður, f. 30. júní 1938, maki Hörður Ein- arsson, d. 25. mars 1999; Kristinn Gísli, f. 11. júní 1942, maki María Þórarinsdóttir; Þorkell Máni, f. 2. ágúst 1946, d. 12. júní 1999, fyrri kona Erna Marlen, síðari kona María Bjarnadóttir; og Sigurlína Ásta, f. 1. september 1948, maki Arnar Daðason. Auður ólst upp í Hveragerði en eftir að hún hóf nám í framhaldsskóla dvaldi hún hjá Sigríði systur sinni og Herði í Garðabænum. Auður giftist 21. júlí 1973 Andr- ési Sigurðssyni félagsfræðingi, f. í Reykjavík 2. júní 1945. Foreldrar hans voru Guðrún Jónsdóttir hús- móðir, f. í Hvammi undir Eyja- fjöllum 14. mars 1906, d. í Reykja- vík 6. febrúar 1998, og Sigurður Einarsson vélsmíðameistari, f. í Rannsóknastofu Háskólans í veirufræði, Landspítala. Rann- sóknirnar beindust m.a. að mati á árangri bólusetninga, þróun og stöðlun ELISA-mótefnamælinga, auk þjónusturannsókna. Stunda- kennari í veirufræði við líf- fræðiskor HÍ 1975–83 og við Hjúkrunarskóla Íslands 1980–84. Í rannsóknaleyfi á árinu 1981 vann hún við rannsóknir á misl- ingaveiru og aðferðum til mót- efnamælinga við Kaupmanna- hafnarháskóla, Institut for Medicinsk Mikrobiologi. Hún var framkvæmdastjóri Félags ísl. náttúrufræðinga hluta árs 1993 og 1994–95. Auður sat í stjórn Líffræði- félags Íslands 1987–91, í kjararáði Félags ísl. náttúrufræðinga (FÍN) 1986–89 og var formaður félags- ins 1989–91. Hún sat í fjölda samninga- og samstarfsnefnda á vegum FÍN frá 1987–2006 og hafði frumkvæði að réttinda- og löggildingarmálum náttúrufræð- inga á Landspítalanum. Auður sat í stjórn BHM 2000–2002, í ráð- gjafanefnd FÍN frá 2001 og var kjörinn heiðursfélagi á 50 ára af- mæli félagsins 2005. Áhugamál Auðar voru mörg. Þar mætti helst nefna trjáræktina við hús þeirra systra á Miðhóli í Sléttuhlíð í Skagafirði, ferðalög, bóklestur og brids. Vinahópur Auðar var stór bæði í leik og starfi. Útför Auðar verður gerð frá Hallgrímskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Nýjabæ undir Eyja- fjöllum 29. október 1905, d. í Reykjavík 6. mars 1960. Börn Auðar og Andrésar eru Sigurlína, f. 11. janúar 1974 og Sig- hvatur, f. 24. mars 1976. Sonur Sig- urlínu er Ómar Andrés Ottósson, f. 22. júlí 2001. Auður og Andrés bjuggu lengst af á Tóm- asarhaga 53 í Reykjavík. Auður lauk landsprófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík 1966 og stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík árið 1970. Hún lauk B.S.-prófi í líffræði frá Háskóla Íslands 1973 og eins árs framhaldsnámi í veirufræði frá HÍ 1975. Hún stundaði framhaldsnám við HÍ í ónæmisfræði og sam- eindaerfðafræði og sótti auk þess fjölda starfstengdra námskeiða. Auður varð löggiltur nátt- úrufræðingur í heilbrigðisþjón- ustu 1991. Lokaritgerð Auðar í veirufræði við HÍ fjallaði um ár- angur af mislingabólusetningu á Íslandi og hún var meðhöfundur að fræðiritum og ritaði auk þess á annan tug ágripa sem birst hafa í innlendum og erlendum ráð- stefnuritum. Auður vann við rannsóknir á veirusjúkdómum í mönnum við Tilraunastöð Háskólans í meina- fræði að Keldum 1973–74 og frá 1974– 2005 við rannsóknir á Mikilli baráttu er lokið, Auður, yngsta systir mín er fallin í valinn. Í október 2004 féll dauðadómur- inn óvænt og óvæginn, krabbamein- ið orðið útbreitt um líkamann og henni voru áætlaðir 2–4 mánuðir lífs. En það var aldrei hennar stíll að gef- ast upp baráttulaust og með dyggri hjálp læknavísindanna og hins ágæta læknis, Óskars Jóhannsson- ar, fengust 2 ár þokkalegra lífsgæða þar til á síðustu mánuðunum. Í minni lífsins bók á systir mín margar blaðsíður. Hún var yngst okkar systkina og ég á 12. ári þegar hún fæddist. Vegna veikinda föður okkar varð mamma að sjá okkur farborða og amma Sigurlína gekk til liðs við okk- ur og fóstraði Auði frá 3ja mánaða aldri. En saman ólumst við svo upp undir umsjá þeirra sterkra kvenna, mömmu og ömmu. Sem barn var hún fremur hæglát, talaði fátt en framkvæmdi meira, og ævinlega stóð hún við sitt. Hún gafst ógjarna upp fyrir ofureflinu og sjálf sagðist hún hugsa með þakklæti til mömmu og ömmu fyrir umburðarlyndi þegar hún kom heim, krambúleruð og í rifnum flíkum eftir slagsmál við strákana í þorpinu, aðalatriðið var að standa fyrir sínu. Þó ég dveldi mikið fjarri heim- ilinu, á barnsárum Auðar fékk ég alltaf bréf frá ömmu og góðar lýs- ingar á framgangi fjölskyldunnar, ekki síst hjá barninu hennar. T.d. þegar Auður var í 11 ára bekk þótti ömmu heimaverkefnin vera orðin ansi lítil og létt svo hún gekk fyrir skólastjórann og sagði barnið ekki hafa nóg að gera. Um áramótin var Auður flutt einn bekk fram og lauk honum að vori. Þegar við Hörður stofnuðum heimili haustið 1964 flutti Auður inn til Harðar á undan mér, þá 14 ára og í Kvennaskólanum. Hjá okkur bjó hún svo þar til hún gifti sig, þá langt komin með sitt háskólanám. Ég, stóra systir, hugðist taka upp- eldishlutverkið föstum tökum. Á þessum árum voru minipils og næl- onsokkar aðalfatnaður skólastúlkna, algjörlega óháð veðurfari. Morgun eftir morgun stóð ég með prjónlesið í höndunum, sem ég rétti fram um leið og ég hélt smátölu um alla þá sjúkdóma sem hlotist gætu af að fara svona klædd út í vetrarfrostið. Þetta eru misskildustu góðverk mín um dagana og skemmst frá því að segja að undantekningarlaust skall útidyrahurðin svo harkalega að stöf- um þegar þú, litla systir, yfirgafst kjallaraíbúðina í Norðurmýrinni að ég sá mér þann kost vænstan að hætta þessum morgunsöng svo okk- ur yrði ekki sagt upp húsnæðinu. En ég var ekki af baki dottin, hún eyddi nánast engum tíma í heima- lærdóm, það hlaut allt að vera komið í ólestur. Svo ég hringdi í skólastýru Kvennaskólans og lýsti áhyggjum mínum. Hún vissi ekki um hvað ég var að tala, þessi nemandi væri bráðnæmur og ekkert til að kvarta yfir. Já, ekki skil ég hvernig þú, Auður mín, slappst í gegn um þenn- an tíma, ljúkandi prófum með sóma og haldandi góðri andlegri og líkam- legri heilsu. Þegar við systur allar fyrir 13 ár- um hófum skógrækt norður við út- haf voru margar raddir sveitung- anna á þá lund að slíkt væri vonlaust verk. Auður brást fálega við þessum hrakspám en hugsaði örugglega meira og þetta varð bara hvatning til að ná árangri. Hún lagði sig fram um að prófa allar mögulegar og ómögu- legar tegundir og afbrigði gróðurs og hver sem afföllin voru var aldrei gefist upp, heldur tvöfaldur plöntu- fjöldi settur niður næsta vor. Hún undirbjó jafnvel plöntur til flutnings norður með því að herða þær og fóstra vetrarlangt á svölum sínum. En þegar hún í hitteðfyrra setti nið- ur hvítu rósina fannst mér nóg um bjartsýnina og trúna á landið. Í sept- ember síðastliðinn fór ég svo norður og ég trúði vart mínum eigin augum þegar ég leit undurfögur alhvít rósa- blómin, sem ég færði henni svo af- klippt í vasa á sjúkrahúsið. Í dag eru haustlitir skógarins í hlíðinni farnir að gleðja augu sveitunganna. Dægrastytting vetrartímans var svo að glíma við hvers konar hug- arþrautir, spila brids, leysa orðagát- ur, myndagátur, sudoku, þúsund stykkja púsluspil eða svo. Við lærðum snemma að spila brids, því bæði amma og mamma voru miklar spilakonur. Marga jóla- daga var komið saman heima hjá mér og ávallt tekið í spil og sú mynd sem ég ætla að geyma í hug mér er þegar Auður situr við borðsendann með kaffibollann, sagnir dræmar og lítið virðist vera í spilunum, ekki samstaða hjá andstæðingum, þá fær hún sér góðan kaffisopa, brettir kankvís upp ermar, segir slemmu upp úr þurru og stendur hana með glæsibrag. Það er langt síðan bilið sem aldursmunur okkar skapaði hvarf og ég hefi lengi sótt ráð til Auðar, enda hefur hún ævinlega reynst traustur vinur. Ég veit að ég á oft eftir að minnast systur minnar við hin ýmsu tækifæri og Guði sé lof fyrir það. Fjölskyldu hennar bið ég allrar blessunar. Sigríður systir. Kæra systir, þá er komið að kveðjustund. Það eru tvö ár frá því að þú fékkst þann dóm að þú ættir aðeins örfáa mánuði eftir af þessu lífi. Þessir fáu mánuðir urðu að tveimur árum og varst þú ákveðin í að nýta þennan tíma eins vel og hægt var. Þú tókst hispurslaus á móti ættingjum og ræddir veikindi þín upp að því marki sem við vildum fræðast um ástandið hverju sinni. Umfram það varstu ekkert að setja veikindin of mikið í umræðuna. Eftir að veikindin komu í ljós hófu margir einstaklingar sem og vina- og sam- starfshópar að hittast með þér reglulega í hádegissnarli eða kaffi á hinum ýmsu veitingastöðum. Þarna varst þú hressust af öllum og hrókur alls fagnaðar. Þú eyddir þessum tíma sem þú áttir eftir sem sagt ekki í volæði, enda hefði það verið ólíkt þér. Þú varst sem barn í sveit frá fimm til tólf ára aldurs á heimili Ingi- bjargar móðursystur okkar og hennar manns Eiríks, að Hlemmi- skeiði á Skeiðum. Þar kom í ljós að þér líkaði best að ganga til útiverka með Eiríki sem þér líkaði afar vel að vera í nálægð við. Þarna öðlaðist þú skilning á sveitastörfum sem varð til þess að ég átti mjög auðvelt að ræða við þig um bústörf meðan við Arnar vorum bændur. Eitt hafðir þú fyrir reglu þegar þú komst í heimsókn. Þú náðir táning- unum á heimilinu afsíðis og ræddir við þá um stöðuna í námi þeirra hverju sinni. Þannig lést þú þér ávallt annt um þá og sýndir þeim áhuga og stuðning á viðkvæmum unglingsárum þeirra. Vorið 1993 námum við systur þ.e. Sigga, þú og ég, land að Miðhóli í Sléttuhlíð í Skagafirði. Það vor var landið girt og gróðursettar ca. þús- und plöntur, þar af stór hluti í harð- an melinn. Í þessu verkefni blómstr- aðir þú ef hægt er að komast svo að orði um miðaldra konur sem á hverju vori stóðu dag eftir dag í gróðursetningum á trjám í hvernig veðri sem var. Oftar en ekki var þurrkur og rok þannig að hár stóð strítt af sandi og moldroki. Þar sem melurinn er nú ekki vel fallinn til trjáræktar gátu afföll orðið mikil en þú hafðir gjarnan á orði þegar verið var að gróðursetja e.t.v. í þriðja sinn á sama stað að nú hlyti að vera kom- inn nægjanlegur skítur í jarðveginn. Ég held líka að það hafi aldrei hvarfl- að að okkur að hætta og gefast upp þó landið væri erfitt til ræktunar. Byggingarframkvæmdir hófust 1995 og það ár var hús okkar systra reist. Þetta var afar fjölskylduvæn fram- kvæmd því velflestir fjölskyldumeð- limir tóku þátt í henni. Það tók nokk- ur ár að pota byggingunni áfram en í framkvæmdarferðum varst þú alltaf sjálfskipaður handlangari og hægri hönd Arnars yfirsmiðs. Ég er þess líka fullviss að þið mátuð hvort annað að verðleikum og ég veit að þessar ferðir ykkar voru þér að skapi. Við systur fórum í norðurferðir jafnt að sumri sem og vetri. Ekki þóttum við alltaf nógu fyrirhyggju- samar um veðurspá. Við nefnilega bara ákváðum að fara og svo var lagt af stað. Í vetrarferðum hrepptum við oft á tíðum hrein og klár óveður og það fór að verða máltæki þegar við ætluðum norður hvort veðurspáin væri nú örugglega orðin nógu slæm. Við Auður villtumst líka eitt sinn á ferðalagi inni á hálendi, þvældumst svolítið um en komum okkur sjálfar til byggða, góðar með okkur en dálít- ið þvældar eftir nær sólarhrings ferðalag. Ég mun sakna þín systir góð og ég sakna ferðafélaga míns til margra ára. Sigurlína systir. Í návist Auðar var engin þörf á látalátum, væmni var ekki hennar stíll og ekki hafði hún heldur of mörg orð um hlutina. Ég ætla að reyna að hafa sama háttinn á hér. Í raun finnst mér ótrúlegt að hún frænka mín skyldi lúta í lægra haldi fyrir sjúkdómnum. Kletturinn sem ekkert virtist hagga og allt virtist geta sigrað. Hún, sem var svo hryss- ingslega ljúf eða var hún ljúflega hryssingsleg, ég veit ekki hvort á betur við. Fyrir mér var hún bara Auður og átti enga sér líka. Mér fannst hún oft ekki síður systir mín heldur en systir mömmu, enda lítið eitt lengra á milli mín og Auðar og var á milli mömmu og Auðar. Kannski var það bara óskhyggja, því stundum örlaði á afbrýðissemi hjá mér út í þetta bandalag þeirra systra, Auðar, Sillu og mömmu. Hún frænka mín var bæði þrjósk og þver ef því var að skipta og hún gafst eiginlega aldrei upp. Þessi eig- inleiki sýndi sig svo gjörla þegar þær systur byggðu sér hús og ræktuðu upp land á versta stað í landi Miðhóls í Skagafirði. Þá var bara spýtt í lófa og asparsprotarnir reknir niður með hamri. Núna rúmum áratug síðar geta stuttlappaðir týnst í systraskóg- inum og rósir blómstra í heimreið- inni. Þessi eiginleiki kom líka svo skýrt í ljós þegar Auður greindist með krabbamein fyrir réttum tveim- ur árum. Hún ætlaði sér sigurinn og uppskar lengri tíma heldur en læknar spáðu fyrir um. Við Hafsteinn vottum Andrési, Línu, Sighvati og Ómari Andrési okkar dýpstu samúð og einnig systr- um hennar og vinum sem sjá á eftir góðri vinkonu og félaga. Mín kæra frænka, far þú í friði og haf þökk fyrir allt og allt. Guðfinna (Guja). Elsku Auður mín. Þá hefur þú yf- irgefið líkama þinn eftir erfið veik- indi. Ég átti því láni að fagna að dvelja á heimili ykkar Andrésar á menntaskólaárum mínum. Það var gott að búa hjá ykkur. Ég sat oft hjá þér við eldhúsborðið og þá töluðum við um alla heima og geima. Ég treysti þér fyrir því hver ég var, hvernig mér leið og hvað ég fann og ég fann að þú hlustaðir á mig af áhuga. Margt sem þú sagðir við mig hjálpaði mér að skilja sjálfa mig, aðra og lífið á betri hátt. Svo skaut Andrés inn orði eða spilaði fyrir okk- ur fallega tónlist og þá var ekki kom- ið að tómum kofunum. Hjá ykkur byrjaði ég að hlusta á tónlist á allt annan hátt. Lína og Sighvatur voru bara lítil þá en þau voru skemmtileg. Þau lágu gjarna á gólfinu í borðstof- unni og teiknuðu. Stundum rifust þau og þá var það bara gert almenni- lega. Árin liðu. Ég varð fullorðin, eign- aðist fjölskyldu og við hittumst ekki svo oft en það var alltaf gaman þegar við hittumst. Þú hafðir mikla kímni- gáfu og varst ein af þeim manneskj- um sem taka sjálfar sig ekki of hátíð- lega. Þú sást líka gjarna broslegu hliðina á hlutunum. Fyrir nokkrum árum fórum við að hafa meira sam- band. Þú sýndir mér og sannaðir hve mikill klettur þú ert og hjálpaðir mér mikið á tíma sem ég átti erfitt. Það var mér gríðarlega mikils virði að vita af þér. Seinna hringdi ég í þig og þakkaði þér fyrir þetta. „O, ég hef nú sosum ekki gert mikið fyrir þig,“ sagðir þú. En ég sagði þér að það sem skipti mig máli var hver þú varst og að finna stuðninginn. Takk, elsku Auður mín. Eftir að þú veiktist fyrir tveimur árum fór ég að venja komur mínar til þín og Andrésar aftur. Þú tókst veik- indum þínum af yfirvegun, varst meðvituð allan tímann um hvert stefndi. Það var gott að koma til ykk- ar og við töluðum um alla heima og geima. Við ræddum líka veikindin þín og þú sagðir mér alltaf hver stað- an var í það og það skiptið án þess að það virtist koma þér úr jafnvægi. Krakkarnir mínir komu stundum með mér í þessar heimsóknir. Oftast kom Ásdís Margrét litla dóttir mín með og stundum lék hún við Ómar Andrés ömmustrákinn þinn. Þú varst stolt af honum og þér var mjög um- hugað um velferð hans. Þegar ég hitti þig seinast varst þú orðin mjög veik. En ég gat sagt þér frá því hve mikils virði þú varst mér. Elsku Auður. Góða ferð þangað sem þú ferð. Takk fyrir að vera til og vera sú sem þú varst. Þú ert falleg sál og þú snertir líf mitt og fjölskyldu minnar fallega. Fyrir það erum við ævinlega þakklát. Ég, Birgir og börnin okkar viljum votta Andrési, Sighvati, Línu og Ómari Andrési okkar innilegustu samúð og senda þeim kærleikskveðjur. Mikil mann- eskja með stórt hjarta er gengin en sál hennar skín að eilífu. Þín frænka, Steinunn. Fallin er frá eftir erfið veikindi æskuvinkona okkar hún Auja. Það eru tvö ár síðan hún greindist með illvígt krabbamein sem nú hefur dregið hana til dauða. Hún barðist hetjulega við þennan vágest til hins síðasta. Við erum ævinlega þakklátar fyrir þessar samverustundir síðustu tvö ár. Það voru ófáar stundirnar á kaffihúsum borgarinnar þar sem við þrjár gleymdum okkur yfir dýrindis rjómatertum og ljúffengu cappuch- ino. Þar voru rifjuð upp bernsku- brek, slúðrað og hlegið. Það var líka tekið á alvarlegri málum, pólitík, stéttarbaráttu og svo voru auðvitað börnin og ömmubörnin oft til um- ræðu. Henni varð tíðrætt um Ómar Andrés, ömmubarnið sitt, enda átti hann sérstakan sess í hennar huga. Það er ánægjulegt að rifja upp sumarbústaðarferðina sem við fórum í, norður í Miðhól í fyrrasumar. Þar hafði hún ásamt systrum sínum Siggu og Sillu komið sér upp falleg- um bústað. Gaman var að ganga með Auju um landareignina þar sem hún sýndi okkur stolt skógræktina. Auja naut sín mjög vel í sveitinni, þar sem hún hafði útsýni yfir í Drangey, Málmey og Skagafjörðinn. Hún fór oft ein þangað og dvaldi í nokkra daga í senn, átti góða vini á næsta bæ, þar sem Ella bóndi býr og henn- ar fjölskylda. Í þessari ferð keyrðum við um, borðuðum góðan mat, spiluðum, og horfðum á „Matador-þættina“ Þetta var yndisleg ferð. Síðasta ferðin sem við fórum sam- an var núna í haust, í Hestlandið, þar sem Heiða á sumarbústað. Þar voru dregin upp gömul sendibréf og myndir frá því við vorum saman í barnaskólanum í Hveragerði. Við skemmtu okkur vel og hlógum mikið, enda hafði Auja smitandi hlát- ur. Það var notalegt að orna sér við gamlar minningar, rifja upp skóla- Auður Kristín Antonsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.