Morgunblaðið - 08.11.2006, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.11.2006, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 304. TBL. 94. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is HEILSUBRUNNURINN DR. SIGMUNDUR GUÐBJARNASON SEGIR MARGA LÆKNISDÓMA AÐ FINNA Í JURTUNUM >> 24 ÞÝÐANDINN GLÍMAN VIÐ DOSTOJEVSKÍ BÓKMENNTIR >> 40 ÍSLENSK stjórnvöld hafa ákveðið að nýta sér aðlögunarfrest til tveggja ára gagnvart Búlg- aríu og Rúmeníu, sambærilegan þeim sem við- hafður var gagnvart átta löndum Evrópusam- bandsins (ESB) árið 2004. Löndin tvö ganga í ESB á næsta ári. „Við höfum þannig ákveðið að nýta okkur fyrstu tvö árin til að sjá hver þörf verður fyrir vinnuafl hér á landi og hver ásókn- in verður og taka yfirvegaða ákvörðun í fram- haldi af því, fyrir 1. janúar 2009,“ sagði Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra, í utandag- skrárumræðum á Alþingi í gær. Tilefnið var fyrirspurn Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, þingmanns Frjálslynda flokksins, um fjölgun útlendinga á Íslandi. Ráðherra sagðist vilja auka sýnilegt eftirlit með kjörum og aðbúnaði erlends vinnuafls í samvinnu við aðila á vinnumarkaði og sagðist vinna að því um þessar mundir. | 10 Ætla að nýta aðlög- unarfrestinn DEMÓKRATAR voru vongóðir eftir að hafa unnið öldungadeild- arsæti í Ohio og Pennsylvaníu í þingkosningunum í Bandaríkjun- um í gær en þetta voru talin tvö af lykilsætunum í baráttunni um meirihluta í öldungadeildinni. Samkvæmt fyrstu tölum voru niðurstöður að mestu eftir bók- inni og fátt kom á óvart en demó- kratar gerðu sér vonir um að ná meirihluta á þingi í fyrsta sinn í 12 ár. Nýlegar skoðanakannanir bentu til þess að demókratar hefðu stuðning meirihluta lík- legra kjósenda en forskotið minnkaði eftir því sem nær dró kosningum. Flestir stjórnmála- skýrendur töldu að demókratar næðu meirihluta í 435 sæta full- trúadeildinni, þar sem kosið var um öll sætin, en til þess þurftu þeir að bæta við sig 15 sætum. Í 100 sæta öldungadeildinni var kosið um 33 sæti og þurftu demó- kratar að bæta við sig sex sætum til að ná meirihluta en í því efni var einkum horft til Ohio, Penn- sylvaníu, Virginíu, Rhode Island, Missouri og Montana. Um 200 milljónir Bandaríkja- manna höfðu atkvæðisrétt og var talið að kosningaþátttaka yrði um 40% eða að um 80 milljónir manna myndu kjósa. Kjörfundi lauk frá því um miðnætti til klukkan fimm í morgun að íslenskum tíma. Um 80% kjósenda notuðu kosn- ingavélar og þar af um þriðjungur nýjar vélar. Um leið og kjörfund- ur hófst komu upp vandamál með margar vélarnar. Snertiskjáir og rafrænir kjörseðlar virkuðu ekki eins og til stóð eða starfsfólk kunni ekki á vélarnar og töfðust kosningar sums staðar um allt að tvo klukkutíma, með þeim afleið- ingum að kjósendum leiddist bið- in og fóru án þess að kjósa. Í sumum tilvikum var skipt yfir í hefðbundna kjörseðla og á nokkr- um stöðum var kjörfundur fram- lengdur vegna tafa. Demókratar vongóðir eftir að hafa unnið sæti Í HNOTSKURN » Um 200 milljónir Banda-ríkjamanna höfðu atkvæð- isrétt og var talið að kosn- ingaþátttaka yrði um 40% eða að um 80 milljónir manna myndu kjósa. Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is KARLMAÐUR og kona á miðjum aldri eru í lífshættu með alvarleg brunasár eftir að eldur kom upp á annarri hæð í þriggja hæða blokk í Ferjubakka í Breiðholti á ellefta tímanum í gærkvöldi. Eldurinn náði ekki að breiðast í nærliggjandi íbúðir og vel gekk að ráða nið- urlögum hans. Slökkviliðið kom fljótt á vettvang en slökkvi- liðsmenn af höfuðborgarsvæðinu öllu komu á staðinn, samtals um 20 manns. „Þegar við kom- um var augljós reykur og eldur á annarri hæð- inni, allir gluggar voru orðnir svartir af reyk. Þetta var talsvert mikill eldur,“ segir Lárus Petersen, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborg- arsvæðisins, sem stýrði aðgerðum á vettvangi. „Okkur var sagt að það gætu hugsanlega ver- ið tvær manneskjur þarna inni og það fyrsta sem við gerðum var að senda inn reykkafara til að leita að fólki,“ segir Lárus. Reykkafararnir fundu karl og konu meðvitundarlaus inni í íbúð- inni og voru þau flutt á bráðamóttöku Landspít- ala – háskólasjúkrahúss. Hjá lækni á bráðamóttöku fengust þær upp- lýsingar á tólfta tímanum í gærkvöldi að fólkið væri með talsvert mikið af alvarlegum bruna- sárum, karlmaðurinn sérstaklega, og þau væru bæði í lífshættu. Slökkviliðið hófst handa við að reykræsta ganginn til að hægt væri að ná íbúum nærliggj- andi íbúða út en íbúum var ráðlagt að halda sig inni í stað þess að fara út í gegnum reykjar- mökkinn. Mikill eldur var í íbúðinni – hann var mestur í stofunni og er íbúðin mikið skemmd. Lárus sagði að mjög vel hefði gengið að slökkva eldinn en eftir það þurfti að reykræsta gang og nærliggjandi íbúðir. Tvennt í lífshættu eftir bruna  Reykkafarar fundu karl og konu á miðjum aldri meðvitundarlaus í brennandi íbúðinni „ÉG FANN skrýtna lykt, og svo var barið á dyrnar hjá okkur,“ segir Anna Þorbjörg Björns- dóttir, sem býr í næstu íbúð við þá sem eldurinn kom upp í, en hún flúði íbúðina á náttfötunum með teppi vafið utan um sig, og fundið fyrir hita heldur aðeins orðið vör við reyk. Áfallahjálparteymi Rauða kross Íslands veitti íbúum sem flýja þurftu íbúðir sínar áfalla- hjálp í strætisvagni eftir að eld- urinn hafði verið slökktur. sér út. „Íbúðin okkar var öll að fyllast af reyk þegar við þutum út,“ segir Sindri. Hann segir að þau hafi verið stödd í þeim hluta íbúðarinnar sem er fjærst íbúðinni sem eld- urinn kom upp í, og hafi ekki fylgdist með slökkvistörfum í frostinu í gærkvöldi. Sindri Höskuldsson, eig- inmaður hennar, segir að ná- granni sem fyrstur varð var við reyk frá eldinum hafi barið á dyrnar hjá þeim, og þau forðað Morgunblaðið/Júlíus Íbúum veitt áfallahjálp eftir eldsvoða í Breiðholti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.